Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Allt útælt

Ef maður spáir í því að þótt að ekkert margvert gerist ... þá skeður alltaf eitthvað pínu sneddý á hverjum degi. Þetta er svona einsog maður kýs að líta á hlutina.

Mér finnst hundleiðinlegt að fá sendibréf t.d. sem eru svona:

Elsku Heiða.

Hvað segirðu gott?

Af mér er allt gott að frétta.

bla bla bla....

að ógleymdu:

ps: bíð eftir bréfi.

Svo á ég önnur bréf, mun skemmtilegri.... hin þessi leiðinlegu, fá Sorpumenn að lesa sér til dundurs á meðan þeir hvíla hugann og augun.

Svo eru það ástarbréfin mín.... segi það satt að ég á nokkur. Sum hver argasta snilld! Frumleg meira að segja...Önnur ja... held að þau hafi verið keypt, coperuð og peistuð... og ekki fyrir mikinn aur. Kannski bara down-load-uð af netinu.

Með einhverju ára millibili sum hver... en viti menn sama orðalagið.

Elsku dúllan mín (hverjum dettur í hug annars að kalla mig dúllu!)  (ég æli....) ) ég hef aldrei elskað neina einsog þig (æli meira) þú ert fallegust í öllum heiminum (enn meira æl....) ég get ekki hugsað mér lífið án þín (nú er allt orðið útælt hjá mér.....) Það er ekki eins gott að elskast/ríða/njóta ásta með neinni eins og þér (búin að æla yfir mig.....)ég dey fyrir þig (er farinn í bað og að þrífa upp æluna hjá mér....)

Mér finnst annars frekar súrt hvað er búið að þvæla og nauðga þessu -ég elska þig! orðum..... Það liggur við að mér finnist meira meining á bakvið það þegar það er sagt við mig á útþvældri dönsku. Í B-mynd, jafnvel í þýskri klámmynd! Eða dýralífsmynd þegar um er að ræða umskurð -uppskurð eða hvað þetta kallast.

En það er samt undurljúft að heyra það. Jafnvel meiningalaust. Í hita augnablikisins. Eða utan þess.

Nú er ég gjörsamlega búin að koma í veg fyrir það að fá eldheitt ástarbréf framar. Jafnvel soðið, hálfvolgt. Útþvælt eða slitið.

En það sem ég ætlaði að segja var það ég fór með leið 4 í vinnuna í dag....

Ekki í frásögur færandi nema fyrir það eitt að upp í vagninn kemur eldri kona. Gömul kona. Þegar hún hafði setið þarna smástund, gargaði hún;

-Númer hvað er helvítis vagninn!

-Fjögur! gargar vagnstjórinn á móti.

-FJÖGUR! Andskotinn. Helvítis, djöfulsins djöfull! ég ætlaði í ellefuna...Ég er að fara uppá helvítis Borgarspítala! þrumar hún útúr sér æst. Svo blótaði hún alla leiðina....alveg farin yfir á tauginni.

Ég var svona hálfpartinn í vandræðum með hvar ég ætti að geyma augun mín, þannig að ég starði á kerlu alla leið...

Ég hugsaði þegar ég fór úr vagninum...., þar sem konan var á góðri leið með að vera búin að "rusla þessu af", ......þ.e. lífinu.

Púff! hún getur sparað sér viðleitnina þessi, við að reyna að komast að innganginum að himnaríki. Hún er V.I.P. beinustu leið til helvítis!

Mér finnst þetta annars sérlega ömurlegur löstur: Blót!

 

 

 


Elsku Ástan mín

blessuð sé minning þínHeart  Votta aðstandendum öllum dýpstu samúð mína.
mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ufsilon í typpi

Sumir dagar eru einfaldlega þannig að maður vill helst ekki telja þá með. Ef ég tel ekki mína slæmu með, þá eru dagarnir í árinu jaaaaaaaaaa, fljótt á giskað; 321. Sem er nokk gott bara, held ég.

Strokaði einn út í dag og fór létt með það. 

Hefur annars verið afar fræðandi og haft uppbyggileg áhrif á mig svona prívat og pers..... að blogga og lesa blogg.

Jebb, er reynslunni ríkari; veit m.a. að það er ufsilon í typpi. Sjálfsagt komið af tuppi. Hélt alltaf í alvöru talað að það væri einfalt; tippi.... lýsir kannski best þeim eðal einfætlingum sem ég hef kynnst......Wink ég sver að það var einfalt!

Lenti í frekar slöppu atriði í dag.  Get svo sem brosað af því núna þar sem klukkuna vantar hálf í miðnætti og þessi annars úrilli dagur, burtu farinn og blessunarlega kemur ekki aftur. Ég vona annars að hann hafi ekki smitað ykkur líka, eins sólskinsfagur og hann var.....

En á einum af mínum viðkomustöðum starfi mínu tengdu... kom par....afar ástfangið par.

OG ÉG ÞOLI EKKI ÁSTFANGIÐ FÓLK, þegar ekki einu sinni örlar á svo mikið sem á neista, hvað þá rómantík í mínu lífi....ástarsögur fá mig til að kasta í uppþvottavélina, sem er ótengd....

Jæja þarna voru þau á 50 fm svæði innanum fólk og mig í sleik semsé.

Um hábjartan....og það sem meira er .....þriðjudag.....og þar sem gaurinn var með tunguna ofaní maganum á dömunni leit hann annað slagið á mig og ég á hann. Missti gjörsamlega sjónar af tungunni á henni....

Djö... hvar hef ég séð þennan? hugsa ég...við hljótum að þekkjast. Annars væri hann heima hjá sér með drottningunni að spila á gítarinn sinn. Jafnvel í 69. Stæði ekki þarna einsog uppblásin dúkka með tungu í koki og augun á stilkum...

Eitthvað hélt þetta áfram ... og ég lendi í annarri afgreiðslu þarna... og svo spyr daman mig (vel sleikt......) um ákveðna vöru sem reyndust forlátir skór....

Ég segi henni að því miður þetta sé síðasta parið og eini liturinn í boði....

.....bætti svo við hálfhlægjandi þegar hún oooooooo-aði nettspæld:

-Blessuð vertu ekkert mál, þú klippir bara framan af tánum, verslar skóna og spreyjar þá svarta!

Henni var ekki skemmt en honum var skemmt.

Þá rann það upp fyrir mér hver maðurinn er....

Þekkti hann af forsíðum dagblaðanna... get því miður ekki gefið það upp, fólk hefur nú verið rekið fyrir minna en að ráðleggja viðskiptavinum að klippa framan af sér tærnar.... þó fannst mér annars afar gaman að hann hefði þó húmór.....vona að hann hafi haft hann þegar hann dundaði sér við að klippa fingur og fleira.

... ég er fullmeðvituð um hvað svona sögur eru leiðinlegar sem hafa engan enda, ekkert upphaf.

Rétt einsog þriðjudagurinn minn....og ég tel niður. 3,2,1 Brosa!

 

 


Bíllinn er týndur

Þá er það opinbert hér með; konan/stelpan/kerlingin er vitleysingur! 

Ég semsagt! Fíbl!

En víst er ég með tvö augu, tvo vanga, nánast ósködduð....þokkalega tennt, bara svona að árétta það,  þar sem ég hef verið beðin um aðra mynd! Margoft. Og ég hef ákveðið að svipta af mér hulunni, nú fáið þið að sjá mig ógrímuklædda, nánast á beinagrindinni.

Sum ykkar hafið misskilið mig hrapalega! Ég hef gjörsamlega leikið hér lausum hala undir fölsku flaggi..., svona rétt einsog Hrólfur blessaður.

Er ekkert fyrir gamla, feita, graða hvað þá gifta karla. Er samt með flottar tær. Hef þokkalegar hægðir og kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn. Finnst Davíð samt flottur.

Finnst gaman að prjóna en hundleiðinlegt að vaska upp. Kann alveg að elda en er miður góður kokkur. Er blessunarlega laus við spottalausa lykkju og treysti á Guð, pilluna og gæfuna.

Amma sagði mér að andinn hefði heimsótt lærisveinana í gær....og þeir talað tungum. ákvað að skella mér í Elliðarárdalinn, skilja vasadiskóið eftir heima og grípa andann. En nei, nei, vinkonan mín ráðlagði mér alfarið frá því. Elliðarárdalurinn væri stórhættulegur, sérstaklega ef kona væri ein á ferð. Einhver nauðgari væri þar á ferli.

Ekki gott að lifa í ótta en...

Því rembist ég hér og bíð eftir að andinn heimsæki mig heim.

Hann villtist hér annars inn um daginn með uppvöskunarvél í gatið.

Undir hendinni.

Ég segi það satt. Daginn eftir kom hann aftur stoppaði stutt við, en rétti mér forlátan farsíma í nýja bílinn.

Ég er sem sé með ótengda uppvöskunarvél og flottan farsíma, en hvar er bíllinn?

Bíllinn er týndur og andinn líka.

Sannast hér, rétt aftur og aldrei aftur, að ég er fíbl.

Er að hugsa um að skella mér í Elliðarárdalinn og vona að andinn grípi/taki mig.

Á sumardekkjum.

 

 

 

 


Ég er fallegust

Ekki seinni vænna að kasta bloggi á veraldarvefinn, heilar 20mín. síðan sú síðasta fór í loftið. Færslan hrapaði að vísu niður aftur beinustu leið til helvítis. Vel geymd þar, hún var hundleiðinleg.

Verð að létta þessarri þungu byrði af mér. Áður en ég fer að þrífa gluggana, ekki get ég verið að dröslast með þetta á bakinu, gæti dottið niður stigann.

Ég er með fæðingagalla!

Settist niður áðan og fór að horfa á endursýningu; Ungfrú Ísland.

Þarna voru þær og "fullkomnar" og svona í gegnum viðtækið ilmuðu þær allar af nýútsprungnum rósum. Ég veit og þið vitið að þær hugsuðu allar sem ein þegar þær löppuðu niður þrepin; - ég er fallegust, ég er fallegust ...; þrátt fyrir að hælarnir væru að drepa þær allar lifandi.

Og þrátt fyrir að g-strengurinn veitti þeim frekar tannverk en unað; hugsuðu þær líka allar;

-ég er fallegust -ég er fallegust.....

Pinnarnir í hárinu stungust inn í heila.....

-ég er fallegust -ég er fallegust.

Tungann var límd við gómin, bæði vegna þess að hún var þurr og svo til að halda brosinu á sínum stað: en.......

-ég er fallegust -ég er fallegust....

Þegar að krýningunni kom, voru nokkrar þeirra búnar að gleyma innrættri staðhæfingunni (sem átti að hjálpa þeim í gegnum ævintýrið) og hættu að ilma, svitakyrtlarnir tóku völdin, aðrar höfðu losað um tunguna í gómnum og svei mér ef einni var ekki mál að pissa...niðurbældri sveppasýkingu sem haldið var í skefjum, kaus upp hjá annarri... osfrv.

Þegar úrslitin voru ljós. Var þeim innrætt að hugsa;

- við erum allar sigurvegarar!  Svona til að ljúka útsendingu með blómahafi og sóma, voru þó nokkrar (ef vel er að gáð) ekkert að hugsa;

-æðislega gaman að vera með! Ég er fallegust! Vei, vei...

Heldur létu þær sig dreyma um feita sköllótta pizzukarlinn, slefandi með bjórvömbina og hugsuðu; -

Andskotinn sjálfur, ég er miklu fallegri en hún! að ógleymdum hugsunar-athugasemdum á borð við;......

-ohhhh, ég vona að hún detti helv. píkan! Og ég sem er búin að eyða þvílíkt af peningum í þetta! -Hún er ekkert svo flott!   -Drulluandfúl!

Mér varð hugsað til þess að fyrir um 20 árum var ég beðin að taka þátt í undankeppni. En þar sem ég er með fæðingargalla sem ég neitaði að láta skera í burtu....komst ég ekki inn. já já, life is a bitch...en áhuginn var vægast sagt takmarkaður.

Mér vaxa ekki horn -ekki hali, -er með tíu tær og putta, en ég er með fæðingarblett. Á vinstri fæti....

Lýsir fæðingarblettinum kannski best þegar ég rifja upp eftirfarandi:

Þegar ég var á Nýja Sjálandi sælla minninga vann ég í spilavíti.

Fyrir utan óferjandi og óþolandi táfílu sem fyllti búningsklefa okkar "damanna".  Þá lenti ég mitt í þeim faraldri að þær voru allar að fá sér tattú.....um það snerumst umræðurnar í búningsklefunum. Eða um svokallað pearcing; þær allra bröttustu létu gata á sér geirvörturnar og þær hörðustu báðar og höfðu keðju á milli.

Snípurinn slapp ekki, svona til upplýsinga og fróðleiks.

Áhugi minn takmarkaðist miklu frekar við lausn á táfílunni .... en hvort þessir hringir allir eða myndir væru til að auka á unað ástarlífsins,

en oftar en ekki var ég nú samt spurð:

-Heather how come you don´t get one?

Ég svarði, eftir nokkrar athugasemdir;

-Oh, I got one......

-Really!

-Yes, it is a shit, and it is on my leg!

Þessu trúðu þær og ég held að sumar geri það enn......

.....og svo er ég líka með göt....Wink

 


Íslenskir karlmenn eru með stærstu typpin...

Í matartímanum í vinnunni í dag segir ein;

-Vissuð þið stelpur að hægt er að sjá það,  hvort menn eru með stórt typpi?

-Ha er það, hvernig?

-Nú á  nefinu á þeim!

-Í alvöru....?

- Jebb, hef heyrt þetta, ef þeir eru með stórt nef, þá eru þeir með stórt typpi

Þá segir ein af okkur fjórum.....

-það er alveg til í þessu sko, ef ég hugsa til baka. Þeir sem eru með lítil nef eru með lítil typpi sko.....

Við fjórar þögðum svona næstum því,  það sem eftir lifði hádegishlés... en hver hugsaði sitt.

Svo hittumst við aftur í kaffitímanum.....

Sú minnsta, grennsta og yngsta í hópnum sýnir mér mynd úr símanum sínum.... og segir;

-Heiða, sjáðu nefið á honum....

-Vá!

-Þetta er kærastinn minn. Sérðu hvað það er stórt! Nefið! Hann er með stóran sko.... alveg 26 cm.

-Þú lýgur!

-Nebbb.

-Þú þessi litla písl! Þetta jaðrar við misþyrmingu og limlestingum....á þessum litla kroppi þínum.

-Já, en hann fær það bara hjá mér einu sinni á kvöldi.

Svo upphófust samræður og niðurstaðan var þessi;

Íslenskir karlmenn eru þeir best/mest vöxnu niður.... næst á eftir svertingjum. Karlmenn frá Suður-spáni eru með lítil typpi. Kínverjar eru með snuð..... og svo megið þið bæta í eyðurnar.......Tounge

 


Ó mamma gemmer.....

rós í hárið á mér... tveir litlir strákar eru skotnir í mér....

annar er blindur en hinn ekkert séhhher....ó mamma.......gemmm.....

Ekki að ástæðulausu, en ég er með þetta lag á heilanum! Söng það til að verða þrjú í nótt við undirleik "hrotnanna" frá nágrönnunum.

Dóttir mín hinsvegar trúr og dyggur aðdáandi númer 1. og sá eini ... þegar minn söngur á í hlut....

Klappaði og hrópaði upp yfir sig;

- meira, meira......

Ég er núna hálflömuð eftir margra klukkustunda þramm á 10 cm. háum hælum... kominn í köflóttar náttbuxur, brjóstarhaldarinn floginn.... og ekki einu sinni eldflaugar og fiðrildi fengju mig út á svalir hvað þá meir.

Þó ég sé komin með topp! Þó ég sé komin úr skónum! Og haldaranum.....

Hver fann annars upp þetta pyndingartæki; háa hæla?

Vinkona mín spurði mig um daginn?

Hver heldurðu að hafi fundið upp brjóstarahaldarann Heiða? Ég hugsaði; sá hinn sami og fann upp tappatogarann, en sagði hinsvegar;

-Ábyggilega gaurinn sem fann upp pungbindið.

-Heldurðu það?????

Ég hef álíka mikið við þá vitneskju að gera hver fann upp haldarann og hversu mörg hár ég er með á hausnum.

Annars er alveg ótrúlegasta úrval af brjóstarhöldurum og gera þeir þvílík undur og stórmerki fyrir útlit konu. Getur gert.

Til að mynda er hægt að framkalla fjögur brjóst. Snilld fyrir unnendur brjósta. Það er gert með því að klæða sig í of lítinn haldara... Þið sjáið þetta stundum... og iðullega eru þessar kvennsur með einn nettann upp á arminn.

Svo er hægt að pakka brjóstunum rækilega inn og vandlega renna þeim upp og fyrir þau, í þar til gerða haldara. Aðhaldsbrjóstarhaldara.

Þær brjóstaminni geta fengið stútfyllta og lofttæmda haldara - en varist að klæða ykkur úr dömur, ef um er að ræða fyrsta date....án þess að gera gaurnum rækileg og óttalaus skil, á að um sé að ræða sjónbrellu.

Sjónbrellur, ef brjóstin eru tvö. Svona einskonar töfrabragð. Nema hann sé einstaka húmoristi gæinn.

Búbbs! -horfinn! Farinn! hehe.....-kominn aftur.....! Vei vei voða gaman!

Ef brjóstin eru áttavillt og leitast í sitthvora áttina,  í suður (annað), og hitt vill af áfergju fara í sólina fyrir norðan.....þá er til ráð við þvi...

Þau eru tekin.. sett með valdi í .....(það þarf mikla einbeitni, ákveðni og stundum vissa hörku í þessa aðgerð) en brjóstin eru einfaldlega þvinguð í haldara sem eru hannaðir fyrir þesskonar ólátabelgi.

Vitiði til. Þau haggast ekki. Sitja pikkföst og stillt. Sjá hvorki sólina fyrir norðan eða menninguna fyrir sunnan. Drullusveitt og þreytt, ná varla andanum fyrir loftleysi.

... en þau eru þarna, þangað til þeim er hleypt út.

 

 


Kannski ég skelli mér í ræktina

Þegar ég verð eirðarlaus á ég það til að gera eitthvað allt annað en ég á að vera að gera. Til að mynda núna, bíður eftir mér uppvask og ófullnægjandi vaktaplan.

Ég sit hér semsagt með ykkur.

Hef nú barasta oft verið í verri félagsskap.

Nú í kvöld dettur mér það allt í einu í hug að kannski þyrfti ég smá breytingu. Klippingu sem dæmi...

Ef ég ætti tæki og tól myndi ég gera við tennurnar í mér sjálf, en þar sem ég á skæri þá klippi ég mig sjálf og hef gert í gegnum tíðina.

Þarna stend ég fyrir framan spegilinn og hugsa með mér að ráðlegt væri að fá á sig topp. Ég hugsaði um morgundaginn líka, en oftar en ekki hef ég vaknað upp við vondan draum og skítamóral.

Á ég? Á ég ekki? Á ég? Á ég ekki?

Og ég klippti....og er barasta flott!

Nú svo sest ég niður eftir klippinguna, enn  eirðarlaus í kroppnum og varð hugsað til orða eins vinar míns þegar hann sagði við mig um daginn; (maðurinn vissi auðvitað ekki með vaktaplanið og uppvaskið...)

-Heiða, náðu þér í nýjan karl! Mér skilst að aðal-pick-up staðurinn séu Laugar. Farðu í líkamsrækt.

-Mig langar ekkert í karl! svaraði ég fílulega. Enn síður í líkamsrækt!

Líkamsræktarferill minn hefur verið síður gæfurlegur, en karlaferill minn, skal ég segja ykkur í trúnaði.

Þegar ég var u.þ.b. sex ára kettlingur keyrði á mig bílskömm og ég fótbrotnaði fyrir vikið.

Ég útskrifast af spítlanum og fer út að leika og feitasti strákurinn í hópnum dettur ofaná mig og brýtur á mér löppina aftur, í sama brotið!

Til að kóróna brotinn, hitti ég bílstjórann á bílskömminni 6 árum síðar. Hann var þá leikfimiskennarinn minn.

Þegar ég hvíslaði að honum skömmustulega í einum leikfimitímanum;

- ég er forfölluð, er á blæðingum.

Galaði hann;

-Fáðu þér bara túrtappa stelpa!

Þetta moment var öllu neyðarlegra, en þegar hárvöxtur hófst....

Svo er það á þessar öld, að ég fer aftur í nám. Mig hryllti við tilhugsuninni þegar mér varð ljóst að íþróttir væru skilduáfangar.

Ég mætti þó...

Eitt sinn labbaði kennarinn að mér þegar ég var í einu tækinu og segir;

-Heiða mín, veistu á hvað þú minnir mig?

-Nei....

-Þú ert einsog fermingarstrákur, þarna sem þú dinglar löppunum ....taka á þessu stelpa!

-Heyrðu! Vertu ekki svona andstyggilegur! Hvæsti ég, lagaði á mér hárið, rétt áður en ég blés tyggjókúlu útum litaðar varirnar (næstum því....)

-Ef ég segði þér hvað ég var að hugsa.... þá væri ég fyrst andstyggilegur.

Mér féll annars afar vel við þennan kennara.

Spennandi tímar framundan annars hjá mér, bauðst ný staða í dag. Sem og ég tók.

It´s all happening, kannski maður skelli sér í ræktina baraCool

 

 

 

 


Lömbin eru með lafandi eyru

Að halda því fram að veðurfarið hafi ekki áhrif á geðslagið; er argasta klám!

Í dag sá ég nefnilega ekki börnin syngjandi glöð að leik með litríkar blöðrur. Allt grátt. Svart og hvítt.

Var að horfa á fréttir í litasjónvarpinu mínu þegar ég sá frétt um Flateyri. Hún vakti sérstaka athygli mína. Hlutaðeigendur, allir sem einn eiga samúð mína alla.

En mér varð hugsað til eina starfandi læknisins þar; skildi hann Lýður minn Árnason sitja einn eftir á eyrinni. Jæja, hann hefur þá nógan tíma til að yrkja jörðina sína. Glamra á píanóið langt fram á nætur og huga að fuglalífinu í frímínútum.

Kynntist honum fyrir einhverjum árum; Hann er æði!

Hvorki eldri maður eða feitur. En hann er sá karakter sem ég geymi vel og vandlega í hjartanu mínu, alla tíð. Þar á hann pláss sem vel er varðveitt og innpakkað í fallegan pappír, umvafinn rauðri slaufu.

Án þess að ég ætli að dásama vinskapinn eitthvað nánar, var einsog áður sagði geðslagið frekar á skalnum þrem en nærri tíu.

Leitaði  hugurinn því eins og gefur að skilja, til eins colleca hans. Þeir tveir eru báðir læknar semsé, en það sem annar fékk, slapp hinn við; mannfyrirlitningu og hroka.

Held að það sé ekki óvarlega ályktað hjá mér að í læknisfræðinni er sá löstur ekki kenndur sem skildu-áfangi. Heldur er hann val.

Ég sem sé var í þeim aðstæðum fyrir nokkrum (öðrum) árum síðan, að vegir okkar lágu saman, míns og þessa hrokafulla. Í gegnum fyrrv. vin en hann tengdist umræddum, fjölskylduböndum.

Um var að ræða matarboð hjá þessu ágætismanni og hans konu. Andrúmsloftið var frekar dautt... og þrungið og mátti skera það, svo úr blæddi með naglaþjöl.

Upp hófust samræður og ég sett í vitnisstúkuna....

Spurningar um  menntun mína og hvað ég hafi starfað við í gegnum tíðina:

Ég var samþykkt þar.  Sá hann um það, sá er bauð mér til samsætisins að skjóta mér upp á bleikt ský. Taldi þar af leiðandi upp eitt og annað af afrekum mínum....

Ég held, til að verða sjálfum sér ekki til skammar...

Áfram gekk...

-Hverra manna ertu svo Heiða?

Ég leit á Bleika manninn og sá að hann varð rauður og langaði að leysast upp í ský....og hverfa.

-jaa, pabbi minn er dáinn en hann var vélstóri, mamma er sjúklingur.

-Nú? Karlinn var ákveðinn og vildi svör.

-já, bara svona eitt og annað.

-Eitt og annað er ekkert svar, þú hlýtur að vita hvað amar að mömmu þinni!

-það er aðallega svona andlegs eðlis...

-já einmitt það.

Hann horfði á mig einsog móðir mín hefði smitað mig af bráðsmitandi berklaveiki í það minnsta, og ekki nóg með það ætlaði karlinn að lækka greindarvísitöluna ... niður fyrir núllið.

Þeir sem til mín þekkja vita að ég er fullfær um að svara fyrir mig..., en

Svo hélt hann áfram;

-þú bjóst á Nýja Sjálandi er það ekki? Hversu langt er eyjan frá sjónmáli sjávar?

Mér var allri lokið. Reiðin sauð á mér. Bleiki karlinn missti fimm stig í matarboðinu og fékk þau aldrei aftur. Kerling læknisins sat taugaveikluð á meðan karlinn gerði það að leik sínum að  rífa mig í sig með hrægömmunum...

...og hérna er talið upp örlítið brot af hrokafullum og niðrandi athugasemdum hans.

Ég svaraði;

-veistu, ég hef ekki hugmynd um það, en ég veit að lömbin eru með lafandi eyru!

 


Feitur og graður...

Ein vinkona mín sagði mér frá bók sem ég yrði að lesa;

Sjö manneskjur sem þú hittir á himnaríki. Kannski voru þær fimm, eða sex. Kannski var titillinn annar í þýðingu.

En meginpunkturinn var þegar hún útskýrði fyrir mér sögu-þráðinn, tilgangurinn sem lægi að baki, fyrir hverri einustu mannveru sem verður á vegi þínum. Og mínum.

Það skeði nefnilega í gær að ég hitti mann. Bláókunnugan mann sem labbaði beint upp að mér og segir;

-þú virðist vita þínu viti.... segðu mér, finnst þér lappirnar á mér ekki virka stórar í þessum skóm?

Maðurinn var öllu lægri en ég í sentimetrum. Þannig að þegar ég lít niður á hann (ekki í eiginlegri merkingu heldur til að reisa hann við.....) þá sér hann beint ofaní brjóstmálið.

Bara rétt að koma ykkur inn í stemminguna.... án þess að fara út í einhverja útreikninga hér, fyrir löngu búin að týna vasareikninum...

Hann var í támjólum velpússuðum skóm og ég segi:

-hmmm, sko nei nei, þetta er allt í góðu, fæturnir virðast alltaf lengri í svona támjóum skóm, svo sérðu þetta allt öðruvísi þegar þú lítur beint niður á þig, heldur en þegar ég lít framan á þig og niður.....

-já er það? spyr hann....

-já, ekki spurning... alveg í góðu lagi með þessa skó.... en spurning með þessar buxur....ekki alveg að gera sig kannski (stílistinn hoppaði beint upp, frekulega og taktlaus...alveg að mér óforspurðri)

-nú! segir hann.....

-ja sko þetta niðurnídda snið (niðurþröngt.....) er ekki alveg að virka og gerir ekki mikið fyrir þig í sannleika sagt. Þú ættir heldur að vera í beinu sniði. Það hækkar þig örlítið....(næstum beit af mér tunguna....en)

-já er það? segir/spyr karlinn og færist allur í aukana og hneppir frá sér jakkanum, kom þá í ljós að buxurnar hengu naumlega uppi með axlaböndum.... og hann bætir við;

-sko málið er að ég hef grennst svolítið mikið.... á alveg fullt af buxum en finnst bara svo leiðinlegt að strauja...nenni því bara ekki.

-Nú nú....og óhjákvæmilega verður mér litið ofaní buxurnar... og sem betur fer var karlinn í nærbuxum... og alveg þokkalega girtur.

Svo segir hann alveg útí bláinn.

-Veistu að ég var miklu graðari áður en ég grenntist!

... svo bætti hann við;

-jæja, verð að rjúka, bíllinn bíður eftir mér. Bendir á poka sem hann var með meðferðis og var merktur bankastofnun ....

Með það fór karl.....og eftir stóð ég..... og já bara stóð.

Svo skeður það í dag að þegar ég var búin að veiða lyklana mína upp úr klósettskálinni, keyra spölkorn og labba miðbæjarrúntinn.

Að ég sest á bekk fyrir utan Café París.

Litla Sólardísin mín (hún heitir Sóldís)  var alveg heilluð af fljúgandi smáfuglunum. Ég samþykkti þarafleiðandi heilshugar ætlaðan leiðangur hennar til að veiða í soðið.... á meðan ég gerði heiðarlega tilraun til að sleikja í mig vítamínum úr geislum sólarinnar í veikri von um að kveða hnerrann á burt, sem hefur verið að gera mér lífið heldur flóknara en annars...Winksl. vikur.

Nú þar sem ég sit með pappírspokann minn, innanum fjöldann allann af mismunandi gæfu og ríkusömu  fólki, verður mér litið til hliðar... og sé hann sitja þar á sumbli..... þennan ógraða fyrrverandi feita....banka eða ekki bankamann.... en lúinn var hann, teygður og togaður.

....í sömu buxunum.

..... tilgangurinn með því að ég átti að hitta þennan mann, í mínum huga; var ekki að ég ætti að gera úttekt á greddu í kílóafjölda... heldur að þakka pent fyrir mig og mitt.

Þakka pent og halda kjöftum kannski.

Ég er enn ekki laus við hnerrann, spurning um lýsiSmile

Eitt er ekki spurning; ég tek karlinn með mér í rúmið í kvöld.... og þar fær hann að vera í bænum mínum sem og allir hinir.

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband