Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Trippið er að vakna!

Hin eiginlega Heiða Þórðar...dóttir Tóta "svarta", vaknaði á undan trippinu og villingnum Heiðu Þórðar. Hin eiginlega og "sanna" Heiða, stalst í tölvuna til að kasta á ykkur kveðju. Ætla ekki að vekja trippið strax! Leyfum kvikindinu á sofa. Uss...ekki hafa hátt! Er satt að segja ekkert ósátt við að fá hvíld frá henni stundarkorn...

Dóttir mín og sólargeislin í lífi mínu er fjögurra ára gömul. Ég lifi fyrir hana. Ég fæ aldrei nóg af því að horfa á hana sofa. Ég elska lyktina hennar. Ég elska að vakna við hlið hennar. Knúsa hana og kyssa í klessu. Hún er einfaldlega dásamleg.  Allt sem hún segir finnst mér undravert og merkilegt. Hún er mikið að pæla þessa dagana, þessi elska. Hún er að uppgvöta heiminn. Við leikum mikið, hún fær athygli mína alla.

Mig langar að deila með ykkur einu  "gull-momenti".

Hún er mikið búin að vera að biðja um, að fá að sitja í framsætinu í bílnum. Ég útskýri að það sé bannað. Löggan taki mömmu og hún sé of lítið. Ég fæ hávær mótmæli, hún sé alls ekkert lítil. Hún er Sóldís.  Hún er stór!

Um daginn spyr hún;

-afhverju situr aldrei neinn þarna? ...bendir á framsætið. (forvitin)

-afþví mamma á engan mann. (datt ekkert annað í hug, á rauðu ljósi)Wink

-afhverju? (hissa)

-mamma á þig, mamma þarf ekki í mann.

-þú verður að eiga mann mamma. (sannfærandi)

-nú? (hissa)

-já (einlæg)

-hvar fær maður mann? (forvitin)

-Bónus (hneyksluð á fávisku minni)

-kostar hann eitthvað? (ennþá forvitin)

-auðvitað!!!!!!(meira hneyksluð)

-ok...hvað kostar einn maður ...elskan?

-hundrað krónur...(einlæg)

Gefur augaleið hver fer í Bónus eftir vinnu í dag. Á eitthvað klink eftir í buddunni.

Eða ekki. Nei, vitiði ...að vel hugsuðu máli. Ég fer ekki í Bónus. Neibb! Staðráðin! Ætla ekki einu sinni að keyra framhjá Bónus um helgina.

Er búin að eignast svolítið, sem er mun dýrmætara en "cheap" karlmaður. Karlmaður sem kostar hundrað krónur eða engar krónur. Svolítið alveg einstakt. Við erum að tala um sanna vináttu hérna megin.Wink Gull- og gersemar eru innifaldar í  þessari vináttu.Heart

Óska ykkur öllum góðrar helgar; stútfulla af kærleik, umvafin silkipappír, innbundinn með rauðri slaufu. Ykkar einlæg...Heiða ÞórðarInLove

...heyrist á öllu að "trippið" sé að vakna...Wink

 


Vitamín í rassgatið!

Hvaða hvað hvaða...svarta kjaftæði er þetta alltaf hreint. Benti ég ekki á fyrir skömmu að sófinn minn væri hvítur, sem dæmi? Verður hann orðin svartur um mánaðarmótin? Nú lýsti mér á það maður! Sigga amma myndi segja; nú dámar mér Guðmundur! (veit ekkert um þennan Gumma) Ætla mætti að ritsjóri moggabloggsins...læsi ekki bloggið mitt. Stóð í þeirri meiningu að bloggið mitt væri upphafsíðan hans...en ok.

Ég er ekki móguð, ég er brjáluð! Þvílík móðgun. Ég er drulluhrædd orðin við símann minn og sumum svara ég bara alls ekki. Vitandi vits að umræðan verður niðurdrepandi, neikvæð og "boring".

Fjölmiðlar ýta klárlega undir líðan landsmanna með þessari neikvæðni alltaf hreint. Held þeir ættu að taka norðmenn sér til fyrirmyndar. Eftir því sem ég kemst næst, er fyrirkomulagið þannig að  í kvöldfréttum er þetta uppbyggt svona; ein neikvæð frétt svo jákvæð önnur sorgleg, ein gleðileg og svo koll af kolli. Mér finnst það algjört "brill". Hvað þetta varðar eru norðmenn snillingar að mínu viti. Halda vissu jafnvægi. En hér?! Púffamía!!!

Ég er búin að skjóta minn persónulega blaðbera. Það var ekkert subbulegt, þannig.  Blöðin eru ekki lesin í mínu koti semsagt sem stendur...ekki einu sinni notaður í klósettpappir. Annars er gott, ykkur að segja; að þurrka rúður með dagblöðum! Jebb...hættið að lesa, hlúið að hvort öðru og elskið hvort annað. Farið að pússa gler og glugga. Jólin eru í nánd með allri sinni fegurð, ljósi og kærleika.

Maður þarf í raun ekki að vita neitt hvað er að ske,  nema í grófum dráttum. 

Mig langar að deila með ykkur einu atriði. Það er ekki bara ein mega Ofurskutla á moggablogginu. Nei, ég sjálf sem dæmi er búin að vera að sigla undir fölsku flaggi. Ég er "the Ofuskutlan ". Verandi frekar bæld týpa og lítið fyrir því að hafa mig í frammi,  þorði ég ekki fyrir mitt litla líf, að koma fram undir því ég sem ég stend fyrir í raun og veru.

Á milli mín og hinnar eiginlegu djörfu og hugrökku Ofurskutlu ríkir engin samkeppni, við erum sálufélagar/systur. Hún veit ekki afþví...en ég veit. Ég veit svo margt, sem aðrir ekki vita. Ég ætla að segja henni frá þessari merku uppgvötun yfir "cup of coffee". Bíð bara eftir að hún leysi fjárans reiknisdæmið. Ég er norn. Svona í skárri kantinum. Ég er ekki með vörtu á nefinu tildæmis...þannig að ég er alveg í þokkalegum málum hvað það varðar. En ég á kúst.

Ég er (ykkur að segja) gjörsamlega við það að missa kúlið þessa dagana.

Jebb,  Heiða Þórðar "the ofurskutla" er farin að ganga í úlpu! Trúið mér þetta er fréttnæmt! Þetta er saga til næsta bæjar.  Þetta er all svaðalegt! Úlpan er hermannagræn og hlaut ég hana að gjöf fyrir einhverjum árum. Háu hælarnir grenja þegar ég opna skápinn og tek fram strigaskóna. Þeir öskra hástöfum...þeim langar svo mikið til að umlykja sig um mínar fögru tær.

Þetta óþol með húfuna stendur enn yfir og kemur til með að gera um ókomin ár.  Húfa fer ekki á minn haus. Ekki eyrnaskjól heldur. Eyrnartappar eru fínar undir vissum kringustæðum. Maður getur ekki gjörsamlega tapað því. Kúlinu sko...

Sumir fæðast sem Ofurskutlur einsog ég og umrædd Guðbjörg. En svo er alveg hægt að tileinka sér titilinn með því hafa eftirfarandi í huga;

1. Vera hreinn og ávallt snyrtilegur til fara.

2. Algjört lykilatriði; BROSA BROSA BROSA...svona einsog vængefinn afturkreystingur, láta sjást í tennur og glitta í blikið í augunum, stelpur mínar.

3.  Síðast en ekki síst, eru það neglurnar mínar kæru; kerlingar, konur, stelpur og allar skottur. Það er lykilatriði þetta með neglurnar!  Þær verða að vera í lagi ef þú vilt vera Ofurskutla.

Ég hef víða farið til að láta meðhönda á mér mínar tíu neglur og hendur sl. 10 ár. Ég fann algjöran snilling fyrir um tveimur árum síðan. Og hef haldið tryggð við hana síðan, utan eitt skipti ég ég fór til þáverandi íslandsmeistara í naglaásetningu. Sú komst ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana! 

Svo er auðvitað alls ekkert verra að hún heitir Heiða. Hefur einhver annars hitt einhverja "heiðuna" sem ekki er snillingur? Ekki ég. Munið þetta; Heiða=snillingur.

Af því mér er svo annt um ykkur þá ætla ég að  gefa ykkur upp símanúmerið hennar að henni forspurðri. Hún er með stofu á Hverfisgötunni 39.  Birta hin eina sanna og fagra var þar áður til húsa. Stil in Reykjavik, heitir stofan. S: 772 0100. Ný ásetning hjá henni kostar skitnar 5900 kúlur. Koma svo stelpur...rífið ykkur upp af rassinum ykkar sæta, látið þetta eftir ykkur.

Að auki er þessi Heiðan yndisleg og það fylgir henni ótrúlegur kraftur! Rosalega jákvæði orka sem kemur frá dömunni. Hún er Ofurskutla einsog ég. Mér sýnist ykkur sumum ekki veita af upplyftinguWink  Hún er einsog vítamínssprauta í rassgatið!

Ég allavega flýg út frá henni alltaf...full af krafti með flottustu neglurnar í bænum og bjánabrosið. Vinur minn einn kallar neglurnar; morðvopn...en það er allt önnur ellasprella....

Strákar mínir ég gleymi ykkur auðvitað ekki. Nú er málið að rífa sig úr fötunum allir sem einn. Sá glitta í einn bloggvin um daginn hann var einsog "fuglaskítur í heiði". Þessi heiðan býður uppá brúnkusprey. Ykkur að segja er daman gullfalleg!

Aftur og enn sendi í kærleikskveðju á línuna Heart


mbl.is Svört mánaðamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit ekki með ykkur...

...en ég er dauðþreytt eftir drullutöff dag. Þreytt á sál og líkama. Verkjar meira að segja í hárið á höfðinu.

Sófinn starir á mig girndaraugum. Honum langar í mig...og mig í hann InLove


Nú?

...ó nei! 

Það er sko alls ekkert allt  saman kolsvart á Íslandi. Sófinn minn stóri, mjúki og þægilegi, sem ég bjó til alveg sjálf; hann er tildæmis hvítur. Jebb. Allir púðarnir eru hvítir...og svo er snjórinn hvítur...Blush

...og seiglan í sumu fólki er þvílík! Vá dáist að fólki sem aldrei gefst upp. Sér í lagi á þessum krepputímum. Og aldrei nokkurntíman í raun.

Ég þekki tildæmis mann sem er svona. Gefst aldrei upp. Þó hann fái synjun/neitun...bölvun og höfnun...hann heldur sínu striki. Hann lætur ekki segja nei við sig. Held að margir ættu að hætta þessu djö væli og voli og taka hann sér til fyrirmyndar. Hann er nagli. Hamarinn er hinsvegar týndur.

Ég bjó með honum  slitrótt og sundurtætt, uns ég skildi við hann fyrir fullt og fast árið 2000 minnir mig. Gæti hafa verið 2010. Það er aukaatriði.  Eiginlega hljóp ég undan honum á náttkjólnum og nú auðvitað engar brækur...enda til hvers í fjáranum? Hljóp einsog fætur toguðu ...engu líkara en morðótt kvikindi væri á hælunum á mér! Sem og það var í raun, svona eftir á að hyggja. Vá maður lifandi....ég hljóp! Það versta í þessu öllu saman er, að á hlaupunum...rak ég hausinn utan í steinvegg með þeim afleiðingum að ég hlaut tímabundinn heilaskaða af og stóra kúlu á hausinn. Eða það hlýtur bara að vera þar sem ég  fór að vera með algjörum vitleysingi í kjölfarið ...FootinMouth

Einhver kann að spyrja sig; -nú er Heiða orðin snarvitlaus. Hvað ef þeir lesa bloggið hennar? Ég stend við orð mín öll. Allt sem ég segi stend ég undir. Einnig það sem ég segi um aðra. Og það sem ég segi ekki. Stundum biðst ég afsökunar ef ég hef sagt/gert einhvern óskunda. Það fer svona eftir dagsforminu. Enda er það önnur saga, eiginlega skáldsaga. Svona "triller". Þess utan tekur þetta engin til sín þar sem flestir eru sjálfumglaðari en skrattinn sjálfur...

....en áfram með smjörið.

Ég ber mikla virðingu fyrir sumu fólki. Mjög mikla. Einsog þessum manni tildæmis. Hann fær klárlega tíuna. Nei ég held að hann sprengi skalann hvað ákveðna þætti varðar.  Í honum býr mikil seigla. Áræðni, þor og þróttur. Þvílíkri þrautseigju hef ég sjaldan eða aldrei orðið vitni að og/eða kynnst.

Á síðastliðnum 8 árum "dúkkar" hann upp aftur og aftur og aftur. Og fram í tímann þessvegna! Snillingur! Hversu oft sem ég hef skipt um símanúmer/leyninúmer þá tekst honum að grafa það upp. Hann er svona spæjaratýpa. Ítreka einfaldlega "genius"! Í framhaldi hefst ballið....og stendur eiginlega of langt yfir, fyrir minn smekk sko. Nú er að hefjast enn eitt ballið með tilheyrandi timburkörlum og kerlingum! Ég á ekki einu sinni sómasamlegan kjól til að vera í...

Dæmi.;

Á sunnudaginn eftir að hafa hitt nokkur fúl stykki (sum fúlari en önnur) í Kringlunni fórum við mæðgur heim. Ég hafði auðvitað hagað mér einsog forhertur, hallæris túristi og orðið allri ættinni til skammar í "mollinu". Þ.e.a.s. ég var með myndavélina á lofti. Festa augnablikið sjáiði til. Myndefnið var að sjálfsögðu dóttirin og engin annar en sólargeislinn í lífi mínu.

Þegar heim er komið  fæ ég sms-skilaboð frá umræddum. 

-hvað segir þú gott Heiða mín?

Ég svara;

-ég er góð, takk.

Svo tók ég símann minn, setti hann samviskusamlega á "silent" og lokaði inn í skáp og læsti. Ég fæ stundum svona óþol gagnvart fólki, nenni ekki að tala við neinn. Stemmarinn var þannig þennan seinnipart. Og svo fórum ég í búðaleik. 

Þegar ég tók fram símann eftir að hafa svæft sólina með sögum um álfa og tröll, þá voru hvorki meira né minna en tólf stykki; feit, frekuleg og fyrirferðamikil ...og það engin smáskilaboð neitt! OMG!

Tíu frá umræddum og þau voru svohljóðandi;

1. Viltu hitta mig?

2. Það er svo gott að elska þig, þú ert svo mikil tilfinningavera

3. Hvar ertu?

4. Viltu elska mig við og við?

5. Heiða svaraðu!

6. Langar þig að elska mig?

7. Mig langar í þig, en þú?

8. Ég elska að elska þig þú ert svo innilega tilfinninganæm mín kæra

9. Þú ert yndislega gefandi

10. Djöfulins ógeðið þitt, þú svarar ekki. Ég hélt við værum vinir!

Í þessum skrifuðu orðum eyði ég öllum skilaboðunum. 

Talandi um seiglu! Fuck hvað ég dáist að manninum! Þessi jólasveinn er auðvitað náttúrulega eðal jólasveinn sko. Við erum ekki að tala um neina tíu hérnamegin...neibb....hundraðþrjátíuognía í það minnsta...klárlega!

Að öllu gamni slepptu þá er mér hreinlega ekki skemmt. Þvílík vanvirðing. Þvílíkur pappakassi. Svo mörg voru þau orð.

Sendi annars kærleikskveðju á línunaHeart

 


mbl.is Ekki allt kolsvart á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að njóta augnabliksins...

Sit hér á náttbuxunum á meðan sólin sefur. Með kaffi í krús og hárið í allar áttir. Djö líður mér vel!

Í framhaldi af fyrri færslu langar mig að benda á að neðangreindir karakterar hafa alltaf verið uppi og á stangli, lifað og dafnað vel. Safnað á sig spiki jafnvel.

Einhverjir sem komu með komment (takk fyrir þau öll -sum svo dúndurgóð...að ætla mætti að ég hafi skrifað þau sjálf Wink) vildu kenna núverandi ástandi um. Þá á ég við, það sem ég var að fjalla um í fyrri færslu; fólk sem elur skíteðli sitt á bjúgum og feitu kjéti. Fleygir kærleikanum sem ætlaður var  náunganum í ruslið. Þar úldnar hann og úr verður andstyggðar-skítafíla. Gefur hundinum sínum ást sína í skál eða á silfurfati, að éta. Með hausinn fastan í eigin rassgati. Þeir sem ekki vita þá er afturendinn óæðri parturinn á líkamanum. Hjartað kemur sterkt inn sem og hausinn.

En það er til fullt af gull-fíflum í græna skóginum....gramsa, gramsa, skoða, skoða, og loks treysta og elska.

Ég var eitthvað á veg komin með uppl-og fjölmiðlafræðina þegar ég fór aftur út á vinnumarkaðinn árið 2000. Fór aftur í skóla á elliárunum - er að verða búin að rusla þessu af...þ.e. lífinu. Einsog og gefur að skilja að ofangreindu sögðu,  liggur áhugasvið mitt á fjölmiðlum. Sem og annarsstaðar. Ég hef vítt áhugasvið.  Ég var (er) sucker fyrir öllum fréttum...sem ég fæ að sjálfsögðu úr blöðum og öðrum fjölmiðlum  (fólki). Eftir að hafa étið gráðug allt sem mér bauðst; ropaði ég hressilega og sagði afar pent; afsakið og takk fyrir mig, þurrkaði mér um munninn með rósóttrí servíettu og lagðist á meltuna. Að springa ég var svo södd. Enda er ég kurteis dama með eindæmum. Ég rek til dæmis aldrei við...

Núna held ég mér í hæfilegri fjarlægð og veit svona aðeins í aðalatriðum hvað er að ske í þjóðfélaginu...

Einsog staðan er í dag hef ég hreinlega ekki efni á því að hafa áhyggjur af allt og öllum/öllu.  Græði enda ekkert á því nema magasár og leiða. Ég er auðvitað bara eitt stykki lítið lambasparð í þessu leikriti. Örlítill "Barbie-kúkur" sem breyti engu. Ég er ekki að tapa neinu... þar sem ég á ekki nema örfá sent í rauðu buddunni minni. Og er ánægð með það...þ.e.centin min.

Ég finn vissulega til með þeim sem byggðu (og byggja) sjálfsvirðingu sína á aurum og auði og töpuðu henni um leið og peningunum....og svo hinum líka auðvitað sem eiga um sárt að binda vegna þessa ástands.

Þegar ég horfi á dóttir mína sofandi...(börn eru annars yndislegasta fólkið í þessum heimi. Svo óspillt, saklaus og falleg. ÖLL,) Litli sólargeislinn minn (Hún heitir Sóldís). Þá fæ örlítin sting yfir núverandi ástandi og framtíðinni. Framtíð hennar. Glotti síðan út í annað og hugsa; hva...við étum þá bara gras...eða það sem úti frýs...reyni eftir fremsta megni að nýta stundirnar og návistarinnar í botn...augnablikana. Á sama tíma rennur í gegnum huga mér hvað ég er óumræðanlega rík...þó allt fari til andskotans -hún verður þarna. Hún verður aldrei tekin upp í skuld. Ég á hana með húð og hári.  Það er ekki einu sinni "veð" á henni. Hjúkkit segi ég nú bara!

Í enda dags; snýst þetta aðeins um eitt; við breytum engu með þessu spúandi eitri. Hvernig væri að leita sér huggunar yfir kvíða og ótta og vansæld (ef einhver) til einhvers sem er aðeins örlítið "æðri" en maður sjálfur. Getur verið ofninn í eldhúsinu þessvegna. I dont give a shit! Sýna náungakærleika og vera ekki svona andstyggilegur í hugsun og orðum. Láta af kjaftablaðri og vera heiðarlegur, hreinn og beinn. 

Vá! ég er svo ófullkomin þegar kemur að þessu! En ég segi það og meina og stend við það og fell; Ég reyni mitt besta á degi. Allra besta í að vera svolítið góð.

Ég hef átt stórt og mikið peniningatré og var ekki hamingjusöm. Ekki útaf aurnum heldur aðstæðum. Ég hef ekki átt fyrir mjólk út í kaffið sem var ekki til "hvorteðer".... en verið drulluhappy með frið í alsæla hjartanu... Bjánalegt bros stimplað á andlitið...hamingja snýst enda ekki um það.

Don´t worry -be happy -elskum hvort annað -styðjum hvort annaðWink

Í minni barnslegu einfeldni þá trúi ég að þetta "reddist" einsog allt annað. Það kemur eitthvað gott. Leggja bara allt helvítis klabbið á ofninn í eldhúsinu....og málið er dautt!

Átti annars himneska helgi og undursamleg "moment".  Set inn til gamans myndir sem voru teknar í gær...

 

 Ég og Gunni fyrrv. en þó alltaf fósturfaðir

Þetta er einn af mínum fjölmörgu...fósturfeðrum í gegnum tíðina. Þessi er alveg spes og ég elska hann útaf lífinu... svo kemur Gísli Þór bróðir minn og ég elska hann líka allsvaðalega! Og svo  sólargeislinn (við þurfum varla að ræða það -daman bara að springa úr ást hérnamegin<). Ein sem sýnir botnlausa hamingju. Síðan vaknaði Sólin mín, er hér nývöknuð ég varð að bæta henni við svona eftirá. Auðvitað allt í öfugri röð -afþví ég er klauf jónsson.  Annars er mín ósk til ykkar er að þið gerið eitthvað ógó skemmtilegt á þessum sunnudegi. Fáið ykkur einn vel-útilátinn og valin í morgunsárið. Það er svo hrikalega gott!!!!!! Getur verið hvað sem er; það er hugmyndaflugið sem "blífar" á þetta lömbin mín stór og smá... ég er tildæmis að fá mér kaffi....Coolhpim1067_709454.jpg                                                                                                                                                                          hpim1083.jpg  hpim1051.jpg


Viðbjóður

Þessi færsla er einsog ógeðisdrykkur. Frábið ég viðkvæmum að halda áfram lestri. Ógeðisdrykkurinn er samt góður á bragðið, svona eftir á að hyggja.

Ég nötra einhvernveginn innan í mér einfaldlega vegna þess hversu mikið að vibbaliði er á vappi. Fals, óheiðarleiki, rætnar tungur og viðbjóður. Mér er kalt og mér er illt í hjartanu einhvernvegin á sama tíma. Ég datt ofan í þann pakka að hugsa um hvernig sumt fólk er. Stödd í drullupollinum miðjum sem stendur...við það að drukkna.

Það er ekkert launungarmál. Ég elska Bubba Morteins. Dyggir lesendur mínir vita það. Ég elska hann fyrir það eitt; að hafa fært mér ómælda gleði, sálar- og hugarró í gegnum árin. Einhverjar af mínum rómantískustu stundunum hef ég átt með honum. Ein með honum. Við eigum okkar fallegu "moment" -bara við tvö. Þegar illa árar leita ég til hans. Ég græt í faðmi hans þegar ég lendi í erfiðleikum og get eða vil ekkert annað  leita. Mestu gleðistundirnar í lífi mínu hefur hann oftar en ekki verið þátttakandi í, óafvitandi.  Ykkur að segja hefur Bubbi aldrei klikkað! Ekki í eitt einasta skipti. Það sama get ég ekki sagt um alla sem þekki/þekkti. Af þessum ástæðum; elska ég hann.

Til að fyrirbyggja allan miskilning; Ég er að tala um tónlistina hans og það sem hún hefur gefið mér.  Ég er ekki ástfangin af manninum sjálfum og hann höfðar ekki til mín sem slíkur...laus, fastur, fimur og/eða liðugur. Þó svo mér finnist hann hrikalega flottur karlmaður. Hann er heppinn; hæfileikaríkur, eðaltöffari, á eina fallegustu konu sem ég hef á ævi minni augum litið (þið ættuð bara að sjá hana "life") -að auki á hann smá aur. Hef engra hagsmuna að gæta, nema það eitt; benda fólki á neðangreint. Og hugsa. Já hugsa.

Ég er nánast búin að vera með banvæna þráhyggju síðan ég las færslu J. Magg í gærkveldi.

Djöfull eru sumir íslendingar fucking "fökkt" upp í hausnum. Sífellt reynist erfiðara að finna gegnum- heila gimsteina í þessum andskotans drullupolli sem ég/við erum stödd í. Sífellt erfiðara að finna einlæga gleði og frið í hjarta í "pyttinum". Allir/sumir með hausinn í eigin órakaða ósaman-saumaða rassgati! Og er það vel.

En hvernig væri að dvelja  bara þar? Láta annað fólk í friði. Dvelja í rassgatinu og spúa þessu eitri sem í ykkur býr að einhverju öðru en saklausu fólki?! Eða snúa þessu hatri í kærleik. Það er annaðhvor eða...Það væri auðvitað vænlegasti kosturinn að mínu viti. Og mín ósk. Vinsælt viðfangsefni í augnablikinu er að draga Bubba í svaðið. Fyrir einhverju misserum síðan var það fráfallandi borgarstjóri. Nýðast og hæðast að persónu viðkomandi burt séð frá málefninu sjálfu (sem getur ekki varið sig) er ógeðslegt að mínu mati. Algjör lágkúra! Lægsta sort!!!

Öfund er allsráðandi. Allir svo kúl og hipp á því með fílusvipinn sinn og skítafíluna lafandi allt um kring. Illar tungur sem skýla sér á bakvið; hva...má ég ekki segja mína skoðun eða...? Snúa sér síðan við eftir að hafa ranghvolt augunum og rekið súrt við í kveðjuskyni. Það sem ég hef verið að lesa um umræddan í gegnum tíðina er engin fuckings skoðun; einfaldlega viðbjóður, öfund og ógeð! Bragðast hreint ekki vel. Allavega ekki í mínum munni.

Fáir sem standa að baki þeim sem lenda í erfiðleikum. Fáir sem gleðjast yfir velgengni annarra. Þá á ég við í fullri einlægni. Sumir leika sitt hlutverk ágætlega, meira að segja fantavel. Í enda dags kemur hinn eiginlegi karakter berlega í ljós. Alltaf! Þegar upp er staðið er fólk sem hagar sér svona einfaldlega í mínum huga: algjört pakk! Ítreka enn og aftur; fáir ekta, einlægir fallegir gullmolar og dropar á ferli, því miður. En þeir eru til...bara gramsa nógu djöfulli mikið. Ég er lánssöm, leitaði og fann. Ég á þá nokkra. Í síðustu viku eignaðist ég svo dýrmætan demant.InLove Ég pússa "molana" mína reglulega og geymi í hjartanu mínu, ásamt demantinum auðvitað. En nú er ég komin út fyrir efnið.

Eitt stykki Ojbarasta -og ég er góð!

Að endingu; er ekki bara að tala um Bubba í þessu tilliti -heldur almennt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Fyrir ykkur sem bjuggust við öðru frá mér en þessu, sendi ég ykkur; eina órakaða píku og eitt stykki mjótt og fagurlega skapað typpi...

Að ofansögðu; óska ég ykkur öllum; ást kærleika og gleðiríks dags, kvölds og loks draumfagrar nætur...Heartverum svolítið góð við hvort annað.InLove

 


mbl.is Bubbi Morthens „flaug á hausinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið...

...hlé!Heart

Ég keypti mér íslenska brennivín...

....í Hagkaup áðan. Sofnaði nánast standandi við kassann...á háum hælum og í bleikum blúndunærbuxum, nema hvað... Cool

Núna ætla ég að skella í mig tvisvar sinnum einum sex-földum.

Ekki sjö...ekki fimm...nei einum sexföldum!

Fara síðan ofan í verkfærakassann minn (jebb daman á verkfærakassa) draga fram sleggjuna/hamarinn. Slá mig aftarlega á hnakkann. Fast! Og reyna að andskotast til að sofa eina nótt átta stundirnar samfleytt! Og draumlaust!

Vinsamleg tilmæli til ykkar; ekki voga ykkur að troðast inn í mína drauma. Þá verð ég brjáluð! Ég vill fá algjöran frið fyrir ykkur í nótt! Er það skilið?

Vitið þið hvað svona margar svefnlausar nætur gera fyrir mann?

Ekki neitt!...nema að maður lítur út einsog þorskur í framan...

Ég er að verða til einskis nýt nema í soðið.

Það væri svo sem ágætt að láta narta í sig, segi það ekki....

Góða nótt elskurnar mínar allarSleeping

 


Ég var í lífs- og blöðrubólgu-áhættu!

Ég dansa í lopasokkum í sólinni og velti mér nakin upp úr snjónum. Þannig er ég nú bara. Ég er þvermóðskufullt kvikindi og ennþá er sagt við mig þó ég sé tuttugu plús eitthvað; klæddu þig nú almennilega!

Ég hlusta aldrei.

Ég geri aldrei nokkurn tíma það sem mér er sagt eða ráðlagt. Keyri þar til bíllinn er bensínlaus og svo "videre" ...  Hef  keyrt heilu bílana í klessu, afþví ég tók ekki ráðleggingum um að láta smyrja eða eitthvað álíka fáranlegt og afkáranlegt.... í tíma.

Þetta er alls ekki afþví ég er með einhverjar unglingabólur á rassgatinu...alls ekkert attitude. Ég er einfaldlega stödd á tunglinu...og þar er gott að dvelja. Þegar einhver skellurinn kemur þá hugsa ég; -fíflið þitt afhverju gerðirðu ekki það sem þér var ráðlagt!  Á þannig stundum tek ég sjálfa  mig og rasskelli duglega, með belti á beran bossann... og það er ógeðslega vont!

Í morgun til að mynda klæddi ég mig nú ekki beinlínis miðað við að gullkorn dyttu af himnum.

Nei nei, mín fór út á alhvíta mottuna á háum hælum, með bert nánast á milli laga, í stuttum gallajakka, sumartoppur þar undir... og auðvitað nærbuxnalaus innan undir buxunum...nú einsog alltaf... Húfu var sko ekki skellt á nýgreiddann kollinn (það er auðvitað aldrei aldrei í boði -maður skemmir ekki lúkkið) , hvað þá trefli troðið um háls. Hanskar voru engir/týndir. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi alveg verið með sólgleraugu á nefinu, en svona nánast.

Svo stóð ég einsog fucking fáviti fyrir framan bílinn minn, sem sat pollrólegur, alhvítur á sumarhosunum sínum og glotti við mér, helvískur.  Ég sagði auðvitað nokkur vel útilátin og feit; Fuck!  Hvað annað?

Ég opnaði bílinn til að ná í sköfu sem var auðvitað ekki til staðar. 

Byrjaði gæfulega hjá mér dagurinn. Útbjó tvö gægjugöt að framanverðu, rífleg þó...og tók það mesta af bak- og hliðarrúðum.

Og keyrði af stað. 

Ég komst á leiðarenda...

....það er sem ég segi; Ef Guð er ekki til þá heiti ég Jói Haff.

Annars hef ég það skítt...takk fyrir að spyrja FootinMouth

 


Þið eruð öll fífl!

Maður auglýsir eftir ástarpung....og það tímir engin að gefa mér svo mikið sem einn! Hvern þremilinn hafið þið að gera við tvo? Nægir ykkur ekki einn? Mér var andskotans sama þó hann væri órakaður....langaði bara í pung!  Nískupúkar dauðans þessir bloggvinir mínir! Ég er alveg bit! Ég er líka fúl. Einnig döpur. Þar hafið þið það ormarnir ykkar. Skammist ykkar bara!

Helduð þið virkilega að ég prinsessan á bauninni væri að fara að fuckings baka!? Eru þið hálfvitar? Ég dýfi sko ekki mínum fögru höndum ofan í vatn hvað þá hveiti.

En takk samt fyrir allar uppskriftirnar elskurnar mínar HeartÞið eruð að vísu fífl...en góð fífl.

Dagurinn lofaði góðu. Ég dásamaði fegurðina í speglinum þegar ég var búin að farða yfir ljótleikann. Ég tók að vísu eftir því að fyrir ofan nef á milli augna hafði myndast.. HORN! Ég er einsog nashyrningur. Sætur nashyrningur að vísu... Ég reddaði málunum með því að setja á nefið flennistór sólgleraugu enda tilefni til. Sólin skein himneskt.

Þegar ég labbaði út í sólina hugsaði ég; -vá hvað lífið er mikið æði! Þetta verður sko góður dagur. Með stútfulla dagskrá, afar vel skipulagða hélt ég út í daginn með bros á vör. Með eitt stykki horn.

Það er ekkert vafamál að ég er töffari. Ég er gölli. Með stóru géi. Það er engin spurning.  Og hefur aldrei verið spurning í mínum huga. Þið haldið náttúrulega sum að ég sé ein stór gangandi píka, en það er ykkar mál.

Ég "dúndraði" upp músikinni og dásamaði lífið, tilveruna og sjálfa mig í framhjáhlaupi.

Svo bang!!!

Eitt oggulítið símtal svo pínkupons að engin tók eftir því. 

Það dró fyrir sólu og ég var allt í einu enginn gölli. Hornið stækkaði og hjartað nánast lamaðist af sorg. Mér fannst ég allt í einu svo óumræðanlga ein í heiminum, að það hálfa væri hellingur.

Ég reyndi samt alveg að halda "kúlinu" sko....

Fékk fleiri símtöl...í öll skiptin alltaf sama viðkvæðið:

Hvernig hefurðu það?

fínt! flott...æðislegt veður! blablabla

Það er afþví ég er svo mikill gölli sko....ég segi alltaf allt fínt. Alltaf.

Ég fór á nokkra staði til að sinna erindum. Brosti svona brosi sem ekki nær alveg alla leið framhjá nefi að augum. Fjórði staðurinn var banki í Kringlunni þar sem ég var að borga einn lítinn og skitinn reikning.

Þá skeði það.

Ég fór að  hágrenja!

Stóð bara fyrir framan gjaldkerann og tárin láku og vildu ekki stoppa!

Vá hvað ég missti kúlið þarna, maður lifandi!  Konugreyið fór alveg í klessu og sagðist ekki eiga tissue....og ég reyndi að afsakaði mig eitthvað... gantaðist með að þetta hefði ekkert með reikninginn að gera.

Útúr Kringlunni nánast hljóp ég tárvot einsog fáviti. Fuck hvað ég er lítil núna og aum.

But no worrys "fíflin" mín öll stór og smá....á morgun verð ég aftur gölli og kúl og töffari og lífið verður aftur dásamlegt...eða kannski hinn daginn...eða þarnæsta dag.

Njótið kvöldsins elskurnar mínarHeartÞið sem commentið hjá mér eruð mér afar kær, eins fáránlega og það hljómar.

es: ég frábið mér símtölum....Þið megið svo sem hringja en getið bókað það, einsog að ég heiti Heiða Þórðar .... að ég segi; Allt fínt!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband