Feitur og graður...

Ein vinkona mín sagði mér frá bók sem ég yrði að lesa;

Sjö manneskjur sem þú hittir á himnaríki. Kannski voru þær fimm, eða sex. Kannski var titillinn annar í þýðingu.

En meginpunkturinn var þegar hún útskýrði fyrir mér sögu-þráðinn, tilgangurinn sem lægi að baki, fyrir hverri einustu mannveru sem verður á vegi þínum. Og mínum.

Það skeði nefnilega í gær að ég hitti mann. Bláókunnugan mann sem labbaði beint upp að mér og segir;

-þú virðist vita þínu viti.... segðu mér, finnst þér lappirnar á mér ekki virka stórar í þessum skóm?

Maðurinn var öllu lægri en ég í sentimetrum. Þannig að þegar ég lít niður á hann (ekki í eiginlegri merkingu heldur til að reisa hann við.....) þá sér hann beint ofaní brjóstmálið.

Bara rétt að koma ykkur inn í stemminguna.... án þess að fara út í einhverja útreikninga hér, fyrir löngu búin að týna vasareikninum...

Hann var í támjólum velpússuðum skóm og ég segi:

-hmmm, sko nei nei, þetta er allt í góðu, fæturnir virðast alltaf lengri í svona támjóum skóm, svo sérðu þetta allt öðruvísi þegar þú lítur beint niður á þig, heldur en þegar ég lít framan á þig og niður.....

-já er það? spyr hann....

-já, ekki spurning... alveg í góðu lagi með þessa skó.... en spurning með þessar buxur....ekki alveg að gera sig kannski (stílistinn hoppaði beint upp, frekulega og taktlaus...alveg að mér óforspurðri)

-nú! segir hann.....

-ja sko þetta niðurnídda snið (niðurþröngt.....) er ekki alveg að virka og gerir ekki mikið fyrir þig í sannleika sagt. Þú ættir heldur að vera í beinu sniði. Það hækkar þig örlítið....(næstum beit af mér tunguna....en)

-já er það? segir/spyr karlinn og færist allur í aukana og hneppir frá sér jakkanum, kom þá í ljós að buxurnar hengu naumlega uppi með axlaböndum.... og hann bætir við;

-sko málið er að ég hef grennst svolítið mikið.... á alveg fullt af buxum en finnst bara svo leiðinlegt að strauja...nenni því bara ekki.

-Nú nú....og óhjákvæmilega verður mér litið ofaní buxurnar... og sem betur fer var karlinn í nærbuxum... og alveg þokkalega girtur.

Svo segir hann alveg útí bláinn.

-Veistu að ég var miklu graðari áður en ég grenntist!

... svo bætti hann við;

-jæja, verð að rjúka, bíllinn bíður eftir mér. Bendir á poka sem hann var með meðferðis og var merktur bankastofnun ....

Með það fór karl.....og eftir stóð ég..... og já bara stóð.

Svo skeður það í dag að þegar ég var búin að veiða lyklana mína upp úr klósettskálinni, keyra spölkorn og labba miðbæjarrúntinn.

Að ég sest á bekk fyrir utan Café París.

Litla Sólardísin mín (hún heitir Sóldís)  var alveg heilluð af fljúgandi smáfuglunum. Ég samþykkti þarafleiðandi heilshugar ætlaðan leiðangur hennar til að veiða í soðið.... á meðan ég gerði heiðarlega tilraun til að sleikja í mig vítamínum úr geislum sólarinnar í veikri von um að kveða hnerrann á burt, sem hefur verið að gera mér lífið heldur flóknara en annars...Winksl. vikur.

Nú þar sem ég sit með pappírspokann minn, innanum fjöldann allann af mismunandi gæfu og ríkusömu  fólki, verður mér litið til hliðar... og sé hann sitja þar á sumbli..... þennan ógraða fyrrverandi feita....banka eða ekki bankamann.... en lúinn var hann, teygður og togaður.

....í sömu buxunum.

..... tilgangurinn með því að ég átti að hitta þennan mann, í mínum huga; var ekki að ég ætti að gera úttekt á greddu í kílóafjölda... heldur að þakka pent fyrir mig og mitt.

Þakka pent og halda kjöftum kannski.

Ég er enn ekki laus við hnerrann, spurning um lýsiSmile

Eitt er ekki spurning; ég tek karlinn með mér í rúmið í kvöld.... og þar fær hann að vera í bænum mínum sem og allir hinir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Fyrir hvað ertu að þakka?

Þröstur Unnar, 19.5.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hmm.......feitur og graður.......mjór og........

Kannski maður skelli kallinum í megrun?

Eva Þorsteinsdóttir, 19.5.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

... aðdáun þína m.a. Þröstur.

Eva; gleymdu því miðað við þetta!

Heiða Þórðar, 19.5.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Af hverju kemur þetta upp hjá þér feitur-GRAÐUR o.fl. Þó manngarmurinn hafi talað við þig. Ég spyr því að maður þorir varla að tala við ókunnugar konur því þær halda alltaf að maður sé að greddast í þeim. Dettur engum í hug að fólk vilji rjúka á mann og annan bara til þess að sjá hann tala við sig,,punktur og pasta. Allir eru hræddir við alla og taka mönnum og konum alltaf með fyrirvara ef yrt er á þau. Jammmm fox-illur.

Rétt hjá þér með aðdáun mína. Þú skrifar flott, ert móðir og flott kelling í prófil. Eitthvað sem er eftirsóknarvert að mínu mati.

Þröstur Unnar, 19.5.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu nú mig Þröstur Unnar; þetta feitur graður eitthvað....kom ekkert upp hjá mér, lestu bloggið og farðu svo út og fáðu þér bjór.

Að auki var karlgreyið ekkert að pissa utan í mig; sagi bara -áður en ég grenntist var ég graðari! So what?! Pirrar þig greinilega meira en mig góurinn. Skál!

Róaðu þig foxillur!

Heiða Þórðar, 19.5.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Það er greinilega allt að ske hér.....kannski maður staldri við?

Eva Þorsteinsdóttir, 19.5.2007 kl. 23:58

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Ok sorry ég var ekki búinn að virkja skilning minn á blogginu þínu, en skil það núna. Var nefnilega að fá símtal um svipað mál og ég er að rífast í þér útaf þannig að piringurinn fór í bloggið þitt og ég er alveg laus við hann, takk,dúllan mín þú bjargaðir kvöldinu. Nú skal ég fara út og fá mér öl, verst að geta ekki tekið þig með.

See ya 

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við skulum reyna að aðgreina raunveruleikann frá mér gæskurinn.

Vera líka alveg með svínvirkann og bónaðan skilning á þessum afar mikilvæga málflutningi sem hér fer framm...Megirðu losna við allar leiðinlegar timburkerlingar og -karla í fyrramálið...

Heiða Þórðar, 20.5.2007 kl. 00:08

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Shit , Eva var að bíða eftir fjöri...

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 00:13

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ertu ekki farinn út drengur?

Heiða Þórðar, 20.5.2007 kl. 00:19

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Neibb, er að spá hvort ég nenni nokkuð. Þetta var samt mjög gott bolgg hjá þér og ég get alveg lesið á milli ______ anna. Hvað er þín dís gömul?,, mín er 2ja og hálfs árs og heitir Eydís. Núna halda allir að ég sé óbónaður með óvirkan skilnig á þessum mikilvæga málfluttningi mínum. Ertu búin að fyrirgefa mér, ég er enn Fox-Illur. 

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 00:32

12 Smámynd: Þröstur Unnar

PS: Góurinn og gæskurinn eru hræðileg orð.

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 00:37

13 identicon

Þessi hugleiðing er fín hjá þér Heiða. Ég geri þetta sjálfur alltof sjaldan – að þakka fyrir mig.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 01:15

14 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Ég er auðvitað ekki nógu feitur til að hafa vit á þessu. Hvernig á ég að taka þessu?

Rögnvaldur Hreiðarsson, 20.5.2007 kl. 01:22

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst pistillinn fínn.  Takk fyrir hann.  En hér virðast sálfræðileg akútmál í uppsiglingu hjá gestum bloggsíðunnar. OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 01:35

16 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gott blogg Heiða?ég hló mikið,aumingja manngarmurinn.

Magnús Paul Korntop, 20.5.2007 kl. 01:38

17 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 20.5.2007 kl. 05:56

18 Smámynd: www.zordis.com

Það er í lagi að gefa góð ráð en það að máta brjóstarhaldara fyrir eiginkonuna er eiginlega heldur mikil greiðvikni ..... grín   Ég las allllllllt bloggið, allllllla stafina og verð nú bara að segja að öfundsverð varstu ekki að lenda í þeim granna og ógraða! 

www.zordis.com, 20.5.2007 kl. 07:26

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir mér sýnir þetta hve góða útgeislun þú hefur Heiða mín.  Það er sjötta skilningsvitið sem gerir það að verkum að honum fannst allt í lagi að spyrja þig en ekki einhvern annann.  Segir sína sögu.  Þetta er í boðu ungfrú Áru 2007.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2007 kl. 11:07

20 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það þarf göfugri konu en mig til að bæta svona körlum í kvöldbænirnar. Sýnir vel þitt innræti Heiða mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.5.2007 kl. 11:29

21 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ekki vanmeta stílistann í þér Heiða! Ég held að tilgangurinn hafi verið að forða manninum frá tískuslysi. Hann hefur pottþétt verið búinn að kaupa nýjar buxur en bara ekki ennþá verið kominn í þær

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 20.5.2007 kl. 12:34

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahah.Hvernig gastu haldið andlitinuGrannur og ekki graður lengur,ræfilslegur þar að aukiÞvílíkur karakter.Maður er manns gaman

Solla Guðjóns, 20.5.2007 kl. 15:34

23 identicon

Frábært blogg hjá þér Heiða.  Þú ert alltaf í mínum hugrenningum og samtali við minn æðri mátt, áður en ég tek á mig náðir. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:10

24 Smámynd: Þröstur Unnar

Heyrðu kona, á ekki að fara að koma með kvöldfærsluna?

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband