Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Takk kæru vinir

fyrir kveðjurnar, þetta er allt að koma

Sofa blaut í tjaldi

Þegar ég vaknaði í morgun var ég himinlifandi með það eitt að heyra vindinn berja létt á rúðuna í herberginu mínu. Sem gaf mér til kynna að flensudruslan var að snáfa sér veg veraldar, þar sem ég heyrði allavega eitthvað með öðru.

Himinlifandi með að dóttir mín var með litla fótinn sinn við andlitið á mér. Fóturinn gaf mér til kynna að spörkin hefðu verið ófá; í mig, á mig, undangengna nótt.

Himinlifandi með að ég hafði tekið þá ákvörðun á fara hvorki til Akureyrar eða á aðra útisamkundur.

Getað sofnað í hlýrri holunni minni og vaknað þar líka. Hafa möguleika á að elta sólina ef svo ber undir. Ef hún þá leynist einhversstaðar.

Nokkuð mörg eru árin orðin síðan ég hef látið hafa mig útí skipulagðar samkomur, elt maurana, sofið  blaut í tjaldi. Sofið hjá í tjaldi. Borðað kaldan útþvældan hamborgara og sungið við gítarglamur við tannaglamur.

Hinsvegar er styttra síðan ég lét plata mig í sumarbústað í nóvember... og varð næstum úti þar sem ófært var til og frá áfangastað. Mér fannst eitthvað spennandi við að fara í hrollveðri í sumar-bústað um hávetur. Reyndar skalf ég á beinunum, þar sem kynding var í lágmarki. En minningin lifir.

Hélt í alvöru að ég hefði bæinn útaf fyrir mig. Yrði svona einskonar Palli einn i heiminum. Það er nú öðru nær, samkvæmt því sem ég heyrði í útvarpanu ætlar fjöldinn allur að halda sér heima....

Sendi ykkur öllum mínar bestu og mestu óskir í tilefni helgarinnar. Treysti því og trúi að þið hafið það öll sem allra allra best.Heart

 

 


Við erum suckerar....

Ég er með það á hreinu að við erum algjörir suckerar fyrir væli.

En af því að við erum suckerar fyrir væli og hörmunum og skelfingum, þá stafestist það hér með að þegar ég tók mér frí frá fjölmiðlafræðinni. Þá hafði ég frjálsari vilja með að lesa ekki ALLT sem á mitt borð var borið. Þ.e. alla fjölmiðla. Horfa á alla fréttatíma.

Það er alveg merkilegur andsk... að þegar ég fletti blöðum, þá eru þetta hörmungar út í eitt. Út í tvö ef út í það er farið. Að vísu hefur veðurspáin verið með eindæmum sólrík og jákvæð út í okkur það sem af er. Og hún er á forsíðunni.

Mér áskotnaðist bunki af tímaritum og þegar ég horfi á forsíður og fyrirsagnir eru þær einatt (ekki alltaf) eitthvað á þessa leið;

Ofsótt af Skólayfirvöldum

Missti hreyfigetuna, minnið og málið (sú saga endar vel þó....)

osfrv.

Að ógleymdum;

Töfrabuxur sem koma línunum í lag

Sykurlaus barnaafmæli

...þetta sem sé selur.

....og svo; Hvenær eruð þið byrjuð saman?

jahá!

fyrir ykkur lausbeisluðu sem eruð í vafa, læt ég það fylgja með hér;

Ef þú ert farinn að gista hjá henni/honum í miðri viku...

Ef þú ert búin að fara í mat til tengdaforeldranna....

Þegar það er orðið sjálfsagt að hittast og ekkert tilstand í kringum það.....

Aukatannbursti hjá henni/honum...

Planar helgina með manneskjunni er ákveðið merki um að þú sért með hana á heilunum.....

Talar um að eyða sumarfríinu með henni/honum...

Þegar símtölin snúast um hvað eigi að vera í matinn.....

HALLÓ!

Hvað varð um; Viltu byrja með mér?

Útfrá þessum pælinum í aðrar;

Kynferðisleg fullnæging ku eiga margt sameignilegt með dauðanum. Lífsorka og kynorka haldast í hendur eins og óaðskiljanlegir dansfélagar. Lífið er tilhlaup að dauðanum, rekið áfram harðri hendi af lífsorkunni. Samfarir eru atrenna að fullnægingu sem stjórnast af kynorkunni. Bæði líf og samfara-ir eru leiðir sem farnar eru að ákveðnu marki, sem er tilgangur fararinnar. Þegar áfangastað er náð blasir við tilgangsleysi þeirrar ferðar sem eyðir sjálfri sér. Í þeim dapurleika sem flestir finna fyrir eftir samfarir verður fánýti þeirra yfirþyrmandi. Á banastundinni verður tilgangsleysi lífsins æpandi. Í fullnægingu andartaksins er hægt að týna sjálfum sér, hverfa, samsamast í eina örstund í alsælu fullnægingar.

Óttar Guðmundsson/ Listin að lifa -listin að deyja

 


Bara þannig að það sé....

.... alveg á tandurhreinu.

 


mbl.is 237 ástæður fyrir samförum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband