Ég er fallegust

Ekki seinni vænna að kasta bloggi á veraldarvefinn, heilar 20mín. síðan sú síðasta fór í loftið. Færslan hrapaði að vísu niður aftur beinustu leið til helvítis. Vel geymd þar, hún var hundleiðinleg.

Verð að létta þessarri þungu byrði af mér. Áður en ég fer að þrífa gluggana, ekki get ég verið að dröslast með þetta á bakinu, gæti dottið niður stigann.

Ég er með fæðingagalla!

Settist niður áðan og fór að horfa á endursýningu; Ungfrú Ísland.

Þarna voru þær og "fullkomnar" og svona í gegnum viðtækið ilmuðu þær allar af nýútsprungnum rósum. Ég veit og þið vitið að þær hugsuðu allar sem ein þegar þær löppuðu niður þrepin; - ég er fallegust, ég er fallegust ...; þrátt fyrir að hælarnir væru að drepa þær allar lifandi.

Og þrátt fyrir að g-strengurinn veitti þeim frekar tannverk en unað; hugsuðu þær líka allar;

-ég er fallegust -ég er fallegust.....

Pinnarnir í hárinu stungust inn í heila.....

-ég er fallegust -ég er fallegust.

Tungann var límd við gómin, bæði vegna þess að hún var þurr og svo til að halda brosinu á sínum stað: en.......

-ég er fallegust -ég er fallegust....

Þegar að krýningunni kom, voru nokkrar þeirra búnar að gleyma innrættri staðhæfingunni (sem átti að hjálpa þeim í gegnum ævintýrið) og hættu að ilma, svitakyrtlarnir tóku völdin, aðrar höfðu losað um tunguna í gómnum og svei mér ef einni var ekki mál að pissa...niðurbældri sveppasýkingu sem haldið var í skefjum, kaus upp hjá annarri... osfrv.

Þegar úrslitin voru ljós. Var þeim innrætt að hugsa;

- við erum allar sigurvegarar!  Svona til að ljúka útsendingu með blómahafi og sóma, voru þó nokkrar (ef vel er að gáð) ekkert að hugsa;

-æðislega gaman að vera með! Ég er fallegust! Vei, vei...

Heldur létu þær sig dreyma um feita sköllótta pizzukarlinn, slefandi með bjórvömbina og hugsuðu; -

Andskotinn sjálfur, ég er miklu fallegri en hún! að ógleymdum hugsunar-athugasemdum á borð við;......

-ohhhh, ég vona að hún detti helv. píkan! Og ég sem er búin að eyða þvílíkt af peningum í þetta! -Hún er ekkert svo flott!   -Drulluandfúl!

Mér varð hugsað til þess að fyrir um 20 árum var ég beðin að taka þátt í undankeppni. En þar sem ég er með fæðingargalla sem ég neitaði að láta skera í burtu....komst ég ekki inn. já já, life is a bitch...en áhuginn var vægast sagt takmarkaður.

Mér vaxa ekki horn -ekki hali, -er með tíu tær og putta, en ég er með fæðingarblett. Á vinstri fæti....

Lýsir fæðingarblettinum kannski best þegar ég rifja upp eftirfarandi:

Þegar ég var á Nýja Sjálandi sælla minninga vann ég í spilavíti.

Fyrir utan óferjandi og óþolandi táfílu sem fyllti búningsklefa okkar "damanna".  Þá lenti ég mitt í þeim faraldri að þær voru allar að fá sér tattú.....um það snerumst umræðurnar í búningsklefunum. Eða um svokallað pearcing; þær allra bröttustu létu gata á sér geirvörturnar og þær hörðustu báðar og höfðu keðju á milli.

Snípurinn slapp ekki, svona til upplýsinga og fróðleiks.

Áhugi minn takmarkaðist miklu frekar við lausn á táfílunni .... en hvort þessir hringir allir eða myndir væru til að auka á unað ástarlífsins,

en oftar en ekki var ég nú samt spurð:

-Heather how come you don´t get one?

Ég svarði, eftir nokkrar athugasemdir;

-Oh, I got one......

-Really!

-Yes, it is a shit, and it is on my leg!

Þessu trúðu þær og ég held að sumar geri það enn......

.....og svo er ég líka með göt....Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert flottust, með blettum götum og öllu. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sammála, jóa.

Georg Eiður Arnarson, 27.5.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Saumakonan

Iss hvað er einn fæðingarblettur á milli vina....     eða tattú.... eða göt...   allt af þessu hér á bæ og er "köflótt" að auki eins og dóttir mín komst að orði einu sinni

Jájá... og svo hentiru MÉR út líka ásamt síðustu færslu... og ég sem ætlaði að koma MEÐ KAFFI!!!   *hnuss bara*

Saumakonan, 27.5.2007 kl. 17:30

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ellefu prik fyrir góða færslu.

Anna Einarsdóttir, 27.5.2007 kl. 17:38

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

É er líka með einn svona .....á löppinni og lítur út eins og skítur, alveg satt ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 27.5.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Varstu ekki nógu fullkomin með fæðingarblett? Eða var hann á röngum stað? Æ, æ. Fyndin færsla.  

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 18:41

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Stelpur mínar og strákar, við erum að tala um "huge" kúk hérna.....sorry flugan mín

Heiða Þórðar, 27.5.2007 kl. 19:01

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég brosi gegnum tárin  takk takk átti ekki von á þessu !!!!

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 22:39

9 Smámynd: Ibba Sig.

Hjúkket, nú skil ég þetta. Og ég sem er búin að vera niðurbrotin áratugum saman yfir því að hafa aldrei verið boðið að taka þátt í ungfrú Ísland. Svo kemst ég að því á gamalsaldri að það var bara helv.. fæðingabletturinn á lærinu sem var málið (ég er með einn svona rauðan á vinstra læri).  Og öll þjáningin og ónýta sjálfsmyndin, maður. Hrikalegt dæmi. 

Ibba Sig., 27.5.2007 kl. 23:51

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já það lýkst margt upp fyrir manni við lestur þessarar færslu.  Nú skil ég betur hvers vegna ég hef ekki verið beðin um að taka þátt.  Ég er með örlítið ör við hæ. augabrún.  Reyndar var sagt við mig þegar ég 10 ára varð mér út um örið: Nú getur þú ekki tekið þátt í fegurðarsamkeppni" (ég er EKKI að djóka).  Pistill gargandi snilld.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 09:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 11:02

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég bara gleymdi þessu.  En fyndin færsla.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2007 kl. 11:16

13 Smámynd: bara Maja...

Já þú ert sko fallegust og fyndnust  gargandi snilld að vanda, takk fyrir mig!

bara Maja..., 28.5.2007 kl. 14:05

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 29.5.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband