Tálaus eða ekki tálaus...

Ég hitti einn af fósturfeðrum mínum fyrir utan kjörstað síðast.  Þarna stóð hann, frekar boginn og skakkur en samt keikur og furðu hress undir sólinni, miðað við aðstæður. Enda ekki ástæða til annars, horfur voru á nýrri ríkisstjórn.  Hann lagði ríkulega áherslu á það við mig að ég kysi nú rétt og potaði puttanum til vinstri....og svo kom gamla tuggan; að ég léti smyrja bílinn minn reglulega. Með þessi heilræði í farteskinu,  lofaði hann mér botnlausri sælu og áhyggjulausri framtíð næsta árið. Ég gerði hvorugt.  Þ.e. ég hef enn ekki látið smyrja bílinn minn og ég kaus ekki "rétt". 

Eftir áralangt brölt hjá þessum manni við veikindi og svo löngu labbi um "kerfið" í framhaldi, krækti hann sér loks í heiðursnafnbótina 75% öryrki -til dauðadags með tilheyrandi "ívilnunum".

Nú skyldi fagnað! Hann keypti sér súkkulaði. Hann elskar súkkulaði.  Hann keypti sér sígarettur. Hann reykir mikið. 

Þegar þessi maður segir mér í síðustu viku, að það þurfi líklegast að skera af honum stóru tánna, glotti ég og segi;

-iss, piss...skítt með eina frigging tá! Betra er ein tá, en heill fótur!

Síðar komst ég aðþví að ef stóra táin er slitinn af og saumað er snyrtilega fyrir gatið, þá missirðu allt jafnvægisskyn.

Þegar sumt fólk kemst í ákveðnar stöður, fær ákveðið vald missir það einhverja snertingu við eigin  skynfæri. Allvega einhverja tilfinningu við raunveruleikann. Liðið dansar í einhverjum takti -sem er svo gjörsamlega laus við nokkurn samhljóm við upphafleg loforðin. 

Sárast svíða sviknu loforðin til þeirra sem minnst mega sín. Ástæðan .fyrir því að ég kaus ekki vinstri stjórn, hefur ekkert með það að gera að Steingrím skortir hár og að Jóhanna er ekki huggulegasta pían í bænum, enda er allir fallegir að mínu viti, bara misfallegir...

...ég get ekki einu sinni sagt og bent; -þetta er ástæðan fyrir því að ég kaus ekki "þetta" yfir mig...því í mínum villtustu draumum átti ég aldrei von á öllu þessu...og þetta er rétt byrjunin!

Eitt veit ég þó með vissu; tálaus eða ekki tálaus -með bílinn fastan í hlaði, bensínlausann...-so be it! ...ef fósturfaðir minn hefur ekki lengur efni á að kaupa sér súkkulaði fyrir örorkubæturnar,  þá er fokið í flest skjól.

Elska þig elskulegasturHeart mundu að kjósa rétt næst...ég veit með vissu að ég gerði það


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef fengið smjörþefinn af þessum lækkunum 10% nú þegar dregin af lífeyrissjóðum okkar hjóna, heppin að vera ekki mikið fyrir munað, hvorki súkkulaði, gos eða aðrar veigar nema í miklu hófi. Hafðu það gott ljósið mitt. Gleðilega þjóðhátíið 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Aprílrós

Á endanum get ég ekki lifað vegna allra þessa hækkanna.

Aprílrós, 17.6.2009 kl. 08:25

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bölvað fokkingsfokklið!

sorry en....

Gleðilega þjóðhátíð í "frjálsu" landi

Guðrún Jóhannesdóttir, 17.6.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: www.zordis.com

Gleði í daginn þinn mín kæra! Njóttu lifsins eins og aldrei fyrr.

www.zordis.com, 17.6.2009 kl. 14:25

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur aldrei verið afgangur hvað þá núna
Kærleik til þín ljúfust mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 16:53

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Heiða mín.

Nú er ríkisstjórnin að ráðast á garðinn þar sem hann er hæðstur, lækka laun hátekjufólks sbr. öryrkja og ellilífeyrisþega.

Ég skilaði auðu og var ágætis maður ekkert ánægður með mig.  hann kaus Samfylkinguna vegna Jóhönnu sem hafði hjartað á réttum stað gagnvart þeim sem minna mega sín, hm

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.6.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 20.6.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband