Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Útsaumaður klobbalingur...

-þetta kom nú út úr klobbalingnum á þér, sagi ég við mömmu áðan, þegar hún sagði mig stórskrítna.

Hún hefur svolítið til síns máls að þessu sinni. Elsku litli músalingurinn hún mamma mín, með teygðan og útsaumaðan klobbalinginn sinn, eftir sjö fæðingar. Hún sver af sér saumaskapinn en ég neita að trúa henni. Ekki síst þegar litið er til þess að hausinn á mér festist og læknirinn þurfti að setjast ofan á bumbuna, til að ég "pillaði" mér út. Útkoman af fæðingunum var allskyns og allskonar. Eitt afbrigðið er semsé ég -Heiða bergur bumba. Wink

Fyrir mig er stórhættulegt að horfa á ýmislegt sem er í sjónvarpinu. Ég get verið skaðleg umhverfi mínu og sjáfri mér með áhrifum ýmisskonar.  Hugmyndaflugið leiðir mig einatt til aðgerða og oftar en ekki með einhverjum timburmönnum,  einsog í síðustu viku þegar ég var að horfa á Innlit Útlit.

Og hér kemur ástæða þess að hún segir mig svolítið klikkíklikk....eða; ohhhhhhhh, Heiða, þú ert engum lík, þú ert nú alveg met (orðrétt)!

Ég var að horfa á þáttinn og þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir á heimilinu og ég haldin valkvíða (not) voru keyptir nokkrir litir úr stafróf-unni... þarna sem ég sit í nýja-gamla sófanum mínum og hugsaði um hvað mig langað mikið í bæði borvél og sléttujárn í jólagjöf þá fæ ég þá hugdettu að sófaborðið passi engan veginn við hvítan sófann.

Ég opna eina málningadollu, vitandi í undirmeðvitundinni að þetta kynni ekki góðri lukku að stýra. Hvít málning varð fyrir valinu. Og ég málaði og málaði einsog "motherfucker"...hverja umferðina á fætur annarri. Beið svo þolinmóð meðan málningin þornaði. Upplifunin var undursamleg á meðan ég virti fyrir mér afraksturinn og hundsaði samvisku-röddina sem hvíslaði; -Heiða þú er fífl... ég tók raka borðtuskuna og renndi yfir þurran flötin.

Málning auðvitað máðist af...þetta var ekki að gera sig þannig að ...

Ég dröslaði blýþungu borðinu ofan í baðkarið þar sem ég smúlaði og skafaði og blótaði og eyddi lunganu úr efri part kvöldsins og nóttinni, sveitt og blaut í hróka samræðum við sjálfa mig um hversu mikill bévítans fáránlingur ég væri. Að  tíminn væri dýrmætur og ég hefði getað nýtt hann gáfulegar einsog tildæmis horft á Rúv...og fengið eitthvað fyrir afnotagjöldin sem ég er rukkuð um og hef aldrei greitt!

 Sælan var því stutt en hún var sönn og góð á meðan á henni stóð. Samhliða þessu var baðherbergið smúlað í hólf og gólf. Og ég líka auðvitað. Tók loforð af sjálfri mér að þessu skildi ég engum segja frá!

Þannig að þessi atburður útskýrir fyrir þeim sem ekki vissu af athæfi mínu fyrir nokkrum dögum, en vita jafnfram af "takinu" í annarri rasskinninni...að þetta er semsagt ástæðanBlush. Ekki að ég hafi legið á lélegri dýnu í sumarbústað í fagurri sveit...ekki svaf ég á vitlausri hlið (hún er ekki til....þær eru bara tvær)...eða hvað þar var sem ég hef logið í ykkurFootinMouth.

Jebb...the moral of this story is; vanda forvinnuna. Vanda forvinnuna. Það er ljótt að skrökva...og maður á að standa við loforð sín...sérstaklega gagnvart sjálfum sér.

es: jæja nú fæ ég eitt mínus-stig frá Háinu og Þorninu mínu sem heimsækja mig á síðuna. Fyrirgefiði strákar mínir...mér finnst færslan alveg hæfa fallegri og flottri KONU! Shocking ojbarasta....

Common guys ég er nú barasta stelpurófa... Winksem gerir sjaldnast það sem henni er sagt að gera.


Mér var boðin vinna hjá flugfélaginu...

...reyndar sem flugfreyja en ekki eitthvað annað. Þetta var á Nýja Sjálands árunum mínum.

Enn og aftur; hvaða, hvaða... smámunasemi er þetta? Öll þessi bönn og boð...þakki almættinu samt  fyrir að ég tók ekki vinnunni. Ekki afþví að ég hafi verið andvíg því að ganga um "beina" á milli fólks í logandi samförum...

...heldur afþví að þá væri ég ekki stödd þar sem ég er í dag.Wink


mbl.is Háloftakynlíf bannað í risaþotu Airbus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð brosti til mín...

Andinn lætur á sér standa. Blogg-andinn...ótrúlegt en satt...eini andinn sem hér ríkir er geðvonskulegur vindurinn sem er við það að brjóta rúðurnar allar á heimilinu mínu.

Ég hugsa til bílsins míns sem stendur þarna úti rétt við hlöðuna, aleinn og yfirgefinn. Dökkblár og svartur af kulda og riði. Afturendinn á honum lengist og lengist. Hann er gegnvotur held ég.... og þar sem ég sit hér núna í hlýjunni,  hugsa ég honum þegandi þörfina. Ég óska þess nefnilega að vindhviðurnar allar þrjár...brjóti rúðurnar, taktfast og skipulega. Draumurinn er nefnilega að þurfa ekki að skafa í fyrramálið.

Svo hef ég svona duldar fantasíur um nokkurskonar blæjubíl og dreymir um að fá morguninn (á morgun) beint í fangið.

Bílinn minn er kol-rangeygður! Og ekki nóg með það. Einn frostmorguninn um daginn var hann vel hrímaður blessaður. Að utan og innan. Og milli þilja.

Ég stóð þarna á hælunum og hristist einsog jarðaberin um morguninn í "mixernum" -og vinsælasta og eina hugsunin áður en hafist var handa við frekari aðgerðir, til ökuhæfs ástands var;

Fuck Heiða Bergþóra! 

Svo skoppaði ég þarna einsog freðin froskur...með naglfast hárið og leit útundan mér undir bílinn til að athuga hvort Guð hefði bænheyrt mig kvöldið áður. Af minni alkunnu snilld tók ég of harkalega í aðra rúðuþurrkuna sem stóð eitthvað á sér, með þeim afleiðingum að hún er nú óvirk með öllu.

Neibb...slitin sumardekkinn sátu ennþá þarna glottandi, í stað nelgdra dekkja sem ég hafði óskað mér ásamt ásetningu og öðru smotterýi í kvöldbæninni.

Og upphófust samræður við Guð.

-Sko Guð, ég bið þig um einn skitinn umgang af vetrardekkjum! Þú þurftir ekkert endilega að hafa þau negld! Þau máttu vera notuð svo framarlega að þau væru nýtileg!  Hvað er málið? Hefur þú tíma til að fylgja mér allra minna ferða góði minn? Er ekki nóg að gera hjá þér? Engar bænir?

Jæja félagi...þú baðst um þetta. Nú siturðu uppi með mig. Hoppaðu uppí. Bíllinn er farin að hitna. 

Svo settist ég í bílstjórasætið og sagði;

Guð, festu á þig öryggisbeltið. Og mundu, það er bannað að reykja í bílnum.

Hann brosti og ég á móti...

 


mbl.is Of margir með ljósin í ólagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónar þú á þér rassinn?

Það er  svolítið flott og skondið að kíkja út um eldhúsgluggann minn núna. Kvöldið er dökkt og á upplýstum fótboltavellinum hlaupa fimir karlar með pungbindi...þeir sýnast svo "oggulitlir" úr fjarlægðinni. Þeir eru í litríkum búningum. Ég brosi. Þeir eru eitthvað svo krúttu-búttulegir þarna. Eiga vel heima í bíómyndinni minni. Smellpassa hver og einn einasti. Allt er einsog það á að vera.

Það er svo skrítið hvað ekkert og allt getur annaðhvort kallað fram bros og annað "ekkert og allt" tár og depurð. Hvað "allt og ekkert"  hefur áhrif á mann. Hvernig manni líður dag frá degi.

Ég var stödd í lúgu-pylsuvagni ekki alls fyrir löngu. Í framsætinu sat mamma. Hún var búin að fá matinn sinn og ég beið eftir mínum. Mamma segir með fullan munninn;

-döfull tekur þetta langan tíma...

-mamma ekki tala með opin munninn!

-nú hvernig á ég að tala öðruvísi?

-æi ég meina, ekki tala með munninn fullan af mat...þú veist hvað ég er klígjugjörn. Og ekki blóta svona mikið...þú veist hvað það fer í taugarnar á mér!

Mamma þagði og starði einbeitt útí daginn sljógum augum og borðaði pylsuna sína. Í fílu.

Mig byraði allt í einu að klægja óstjórnlega í nefinu. Ég klóraði mér svona pent á farðaborin nebbalinginn. Svo segi ég;

-hvað ætli það þýði þegar manni klægjar í nefinu?

Þögn.

-mamma, fyrir hverju er það þegar manni klægar í nefinu? Er það ekki fyrir einhverju?

mamma þagði í feitri fílunni...svo sagði hún;

-þú sagðir mér að halda kjafti Heiða! Og jú það er fyrir einhverju. Man ekki hverju. Örugglega einhverju mjög slæmu!

Ég "restaði keisið mitt", horfði í átt til pylsuvagnsins á vinstri hönd og brosti út í annað. Beið róleg og spök eftir matnum... á meðan hörmungarnar sem spáð hafði verið fyrir um skytust í gegnum þakið á bílnum mínum, þær létu eitthvað á sér kræla.

Mig dettur ekki í hug að spyrja hana mömmu, þessa elsku, afhverju ég er búin að vera að geispa síðan á laugardagsmorguninn sl. Skilgreiningin sem ég fengi væri örugglega eitthvað á þá leið að endalokin væru í nánd... eða eitthvað þaðan af verra.Wink

Mér er eitthvað svo hugleikið núna, þetta með hversu fólk er mikill áhrifavaldur dagsdaglega. Sumir hreinlega sjúga úr manni orku og draga mann á vit neikvæðrar hugsana og inn í svörtustu vanlíðun. Á meðan aðrir hafa þau áhrif að finnast allir vegir vera færir, sem þeir eru í rauninni. Að lífið sé dásamlegt sem það er auðvitað. Oftast.

Ég er ekki að tala um mömmu og mig... enda er þegjandi samkomulag milli mín og mín að láta hennar veikindi draga mig og hrista mér og minni tilveru sem minnst til og frá. Annars væri voðin vís.

Ég er aðeins að minna sjálfa mig á að nota þessa sömu aðferð á allt og alla sem á vegi mínum verða dagsdaglega. Láta fólk hafa sem minnst áhrif á mig. Nema þá auðvitað þá, sem rífa mig með sér upp til skýjanna. Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvað ég vill nema í aðalatriðum....en ég veit klárlega hvað ég vil ekki fá út úr samskiptum mínum við aðra. Veit hverja ég vil sem minnst umgangast;

Neikvæða fílupúka, þá sem eru svo súrir að þeir eiga ekkert eftir til að gefa öðrum. Ekki einu sinni skitið bros og hvatningu. Þá sem eru uppfullir af sjálfsvorkunn,  svo ég tali nú ekki um umtals-illt fólk. Sjálfumglaða einstaklinga sem bóna á sér rassinn og rassgatið eftir sérhverja og einustu klósettferð. Bara svo lítið "eitthvað" sé nefnt.

Þessi færsla er eiginlega í beinu framhaldi af fyrri færslu með að eldast. Um fegurðina samfara. Ég átti forkunnarfagra vinkonu. Hún var svo falleg að hún tók þátt í fegurðarsamkeppni. Flestum úr vinkonu-hópnum var boðin þáttaka á vissum tímapunkti í lífinu...einhverjar slógu til, en þær sætustu í hópnum höfðu ekki áhugaWink. Hún vann ekki og á úrslitakvöldinu þegar lá fyrir að önnur varð fyrir valinu, varð mín hreint ekki kát og samgladdist. Hún reiddist mjög og í bókstaflegri merkingu strunsaði hún út af sviðinu í síðkjólnum í votta viðurvist nærstaddra. Þeim til kátínu en henni til minnkunnar.

Svo varð hún þessi sama á vegi mínum ekki alls fyrir löngu. Hafði ekki séð hana í nokkur ár. Hún er árinu eldri en ég. Ég ætlaði ekki að þekkja hana. Andlitið var enn í fullkomnum hlutföllum. Þrýstnar varirnar afmynduðust í bitran fílusvip. Augun báru vott um fyrirlitningu og kaldhæðni. Limaburðurinn hennar var sá sami; yfirborðslegur, svona einsog hún ætti heiminn. Hinir skildu víkja til hliðar. Yfir henni var grá slikja hversdagsins...hún minnti mig einna helst á gangstétt.

Ég valdi mér aðra götu, kinkaði kolli til hennar og brosti. Hún kinkaði kolli og brosti ekki.

Orðaskipti urðu engin.

Hvernig stendur annars á því að engin tekur þátt í þessari heimspekilegu skoðunarkönnun hér til vinstri?


með skallablett á pjöllunni...

Miðað við útsýnið út um gluggan minn...þá er þessa færsla í hrópandi mótsögn, bæði við fegurðina (nokkur stór og stöðug steinhús og eitt stk. fótboltavöllur...)  og svo líður mér undur vel  í hjartanu mínu. Sólin hreinlega öskrar á mig að utan...og ég ætla út að dansa, við tréið mitt í bleiku lopasokkunum, innan skamms.

Þetta kunn vera staðreynd lífsins engu að síður, því sem við öll stöndum frammi fyrir.

Tannlæknirinn stóð fyrir framan mig í síðustu viku. Ábúðarfullur með hendur á mjöðmum, tilkynnti hann mér það afar alvarlegur, að tennurnar eru á sífelldri hreyfingu ...stoppa ekkert steinsnar neitt á ákveðnum stað og sitja þar sem fastast. Það mun eiga við um ykkar tennur líka kæru vinir, nema þær séu festar með tannlími...

Á einni röntgenmyndinni rak hann svo augun í einhvern misþroska endajaxl....já misþroska kvikindi eða latan í meira lagi...þar situr hann uppi sem fastast uppi í gómnum. Hefur aldrei dagsljósið litið þessi þrjóski refur! Og ég er alvarlega að hugsa um að launa honum fíluna...og láta hann dúsa í myrkrinu forever and ever...

Í síðustu viku var ég svo að spjalla við vinkonu mína, með hugann við tennurnar spræku og nefni þetta lauslega við hana...þá segir hún;

-Veistu Heiða...nefið á manni og eyrun eru alltaf að stækka ...augun breytast.

-nei, í alvöru? Fuck og svo skreppum líkaminn saman og við minnkum! Hárið þynnist einnig.

Ég held að það sé ráð, þegar litið er til þessa, að njóta sín sem mest og best.

Hef photoshoppað myndina af mér í huganum...þar sem ég sé mig, með tennurnar á skjá og skjön...stuttu buddu skrudduna...með risa-huge nef og apaeyrun... hárstrá á tjá og tundri. Sveskjuyfirbragð yfir allt og öllu og pjallan með skallablettum...

Til að hugga mig við hryggðarmyndina sem ég sé fyrir mér, hugsa ég til ömmu.

Hún er á níræðisaldri og þvílík fegurð! Þetta er klisja en hún er aldrei ofsögð. Fegurðin kemur að innan. Ég endurtek;

Fucking fegurðin kemur að innan!

Hafið þig séð fallegu konuna með rúnum reist andlitið af kærleik, viðruð af fyrri ákvörðunum, æðruleysið uppmálað í litarhaftinu? Kærleikan sem skín úr augunum?

Fyrir mér er það fegurð og hún finnst í svo mörgum...körlum og konum. Hún verður ekki keypt með kremum. Hún verður ekki keypt með peningum.

Dásamlegur dagur í dag...og belive it or not! Enn ein sæluvikan að hefjast! Þið megið njóta hennar með mér.

Ég neita að hlusta á kvart og kvein alla vikuna...(endurskoðast að viku liðinni) þið sem standist ekki mátið...hafið samband við einhvern annan en mig...það er enn læst og dregið fyrir alla glugga, símanum verður ekki svarað...

...nema fyrir hina. Love you guys....-hef saknað ykkarHeart


Þið sjáið mig -en ég ekki ykkur

Íslenskar konur nota 45 þús. andlitskrem. 

Held það hafi ekkert með þá staðreynd að gera, að íslenskt kvenfólk er svo fallegt sem raun ber vitni.  

Sá einmitt þessa frétt/grein þegar ég var að borða "ókeypis" hollustuna mína í dag á hádeginu.

Las hvert orð í greininni.... hnussaði lítið eitt með sjálfri mér. Með munninn fullan af káli og fitusnauða sýrða rjómanum.

Hver ætli sé svo hégómalegur að hann borgi þvílíka fúlgu fjár fyrir 10 ml. kremdollu? Ég? Hver er svo auðtrúa? Ég? Spurning.

Á leið minni heim stoppaði ég við á góðum stað. Farið var í gufu og góða slökun. Afhverju? Ég er ekki þessi stressaða týpa sem þarf slökun aðra en heima hjá mér, yfir ljúfum tónum sem kemur úr belgnum mínum gamla, sem situr ávallt og bíður eftir mér hljóður, alveg þar til ég kem heim og ýti á play.

Ætli það hafi ekki með það að gera frekar, að ég var að hugsa um hreinsun á húðinni heldur en eitthvað annað. Hugsa það.

Borðaði því næst þrjú súkkulaðistykki og ein lítil kókflaska full af svörtum vökva var rennt niður, þannig að drullan festist nú ekki á leiðinni niður í maga.

Svo var kíkt í moggann á netinu og áfram haldið með greinina, eða öllu heldur var hún lesin aftur.

Og smá fuss...eða þar til ég áttaði mig á að ég sat með rándýran maska á andlitinu og sérhannaðan góm uppfullan af geli til að hvítta tennur þær sem litast hafa örlítið af kaffidrykkju. Í hárinu var maski.

Ég viðurkenni staðfastlega hér með að ef ég ætti rúmlega aurinn og meira til myndi ég kaupa fjandans kremið.

Þó ekki væri nema bara til að finna lyktina.

Á morgun verður lokað hús. Ekkert kaffi í boði. Heimilið mitt læst og dregið verður fyrir alla glugga.

Njótið helgarinnar mínir kæru vinir. Og ekki svo miklu vinir (miðað við athugasemdir síðustu færslu).

Njótið hvers augnabliks. Sjáumst .Heart

 


mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítt með það þó hann lykti einsog skítur!

Ef satt reynist þarf ekki mikið til að heilla þennan kvenmann.

Eitt stykki 98 kg. velútilátið og vaxið niður risastór tippalingur!

Skítt með hvort hægt er að halda uppi samræðum við viðkomandi, hvort hægt sé að treysta á hann og honum, hvort yfirhöfuð er hægt að nota manninn til nokkurs annars brúks en í samförum sem í þess tilfelli ...

...virðist vera einsog að keyra traktor inn í músaholu...

og skítt með það þó hann sé svo ljótur að eina leiðin til að þefa hann uppi (hann má líka lykta einsog skítur...) er í myrkrinu svartasta.

Þá vitið það strákar mínir....stærðin skiptir ekki bara máli heldur ÖLLU máli...

og spurningin er; hversu margir skítar eru í þessum pistli?Wink

 


mbl.is Heidi heillaðist af „pakkanum“ á Seal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú gerir ekkert fyrir mig!

Málið er þetta;

Ég er annaðhvort að vinna í Smáralind eða Kringlunni. Á báðum stöðum er Hagkaup. Gott og vel. Allir inn í stemmingunni?

Nema hvað, svo hringir síminn minn flotti... og sagt er;

-Heiða mín, ætlarðu að skjótast fyrir mig inn í Hagkaup, sá svo gasalega lekkert pils...svona ljóst einhvernveginn úr gallaefni.

-Nei varla, ég er í vinnu, kemst ekki frá.

-Hva....heldurðu að þú farir ekki fyrir mig?!!!!

-Nei, ég er bæði föst hér og svo hef  ég ekki aur aflögu, því miður. Þetta verður að bíða betri tíma.

-BÍÐA BETRI TÍMA. ÉG  VERÐ AÐ FÁ ÞETTA ANDSKOTANS PILS. Ekki seinna en NÚNA!

-Því miður, get það ekki....er ekki með kortið á mér.

-Hvern andskotinn er þetta, það er alveg sama hvað ég bið þig um manneskja! Þú ferð nú bara inn í Hagkaup og lætur skrifa hjá þér helvítis pilsið til morguns! Hvað er eiginlega vandamálið?! Ekkert! Þú gerir andskotann ekkert fyrir mig!!! Djöfuls sjálfselska og eigingirnin að drepa þig!

-Ég labba ekkert inn í Hagkaup og læt skrifa hjá mér bara sísona sko! Láttu ekki svona. Tala við þig þegar ég kem heim...ekki blóta svona mikið. Það er ljótt að blóta.

Erfitt að vera dóttir stundum...


Ég elska símann minn...

Þráðlausi borðsíminn minn (hvíti að sjálfsögðu) er tilboðssími. Alveg hreint yndæll gripur sem ég get ekki lifað án. Úr honum get get ég hringt og hægt er að hringja í mig. Í honum hef ég átt fjöldan allan af samtölum. Skemmtilegum og miður skemmtilegum. Hann hefur fært mér gleði og ekki svo mikla gleði.

Ég elska símann minn, hann er framlenging á hendinni minni... og fer einkar vel í hendi. Fer mér líka mjög vel, passar við öll dressin mín.

Fyrir einhverjum mánuðum var hringt í hvíta (plast) gemmsan minn; spurt hvort ég væri heima. Viðkomandi vildi færa mér gjöf. Semsé rándýran farsíma. Ég sagðist vera að fara að sofa, ekki var lynt látum fyrr en síminn var komin í mínar hendur. Svona dama einsog ég ætti að vera með almennilegan síma...sem var ekki úr gulli. Ég sakna gamla símans... pínu oggu lítið.

...síminn  er mun flottari en fyrri farsími. Með fleiri "fítusum" og mun flóknari en sá gamli. Ég fæ sömu símtölin í hann og þann fyrri...hef enn ekki lært á hann.

...eða svipuð.


mbl.is Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvaða hvaða...

....smámunasemi er þetta eiginlega? Bannað að drekka áfengi og stunda vændishús á vinnutíma!

Nú er fokið í flest skjól held ég...róa sig á tauginni! Voðalega og óttalega fara þessi bönn og boð í taugarnar á mér. Hvað er eðlilegra en að fá sér tvöfaldan wiskey út í morgunkaffið. Keyri rakur í vinnuna. Staupa sig aðeins meira við skrifborðið. Og fá sér svo eitt stykki drátt um miðbik dags? Rétt eftir kaffihlé.  Akkúrat ekki neitt að mínu viti. Bætir einfaldlega, hressir og kætir.

Dröslast þetta svo frameftir degi með signa bjórvömb og pela í rassvasanum. Með brennivíns sprungið nef sitt og titrandi hendur. Hlussast þetta fyrir framan sjónvarpið seinnipart dags og drepast loks drottni sínum, rétt fyrir miðnætti. Í sófanum, sitjandi.

Er það nema von að þeir sem drekka í vinnunni á annað borð þurfi að kaupa sér kynlíf! Enginn heilvita kvenmaður myndi sætta við slíkan mannkost.


mbl.is Bannað að heimsækja vændishús og drekka áfengi á vinnutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband