Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Laun fyrir að kúka í kassa

 

Screenshot_20230625_003855_Facebook

Að gefnu tilefni, skoðun mín á mismunun á td. listamannalaunum og stöðu þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.

Ég hefði allt eins tekið biðlaun stjórnmálamanna sem dæmi, útgjaldaliður sem mætti alveg endurskoða að mínu mati.

Ég tek listamannalaunin og vek um leið athygli á bágum hag öryrkja og ellilífeyrisþega. Að mér standa listamenn - ég elska listamenn. Hafa það í huga.

Byrjum.

Sjáið þið kaldhæðnina fyrir það fyrsta og niðurlæginguna sem felst í orðaskrípinu: ListamannaLAUN versus öryrkjaBÆTUR – atvinnuleysisBÆTUR?

Persónulega hef ég aldrei heyrt minnst á nokkra listamenn sem fengu úthlutað listamannabótum í ár. Og aðra sem hefðu svo sannarlega átt það skilið, þekktir og afkastamiklir rithöfundar td.

Hinsvegar þekki ég til öryrkja sem hafa margir hverjir örkumlast við störf sín, misst útlimi jafnvel og enn aðrir geðheilsuna. Aðra fatlaða. Og að sjálfsögðu ellilífeyrisþega sem hafa unnið baki brotnu allt sitt líf baki brotnu við það að skapa fyrir þjóðarbúið og miðla okkur hinum af visku sinni og reynslu.

Þessir einstaklingar fá engin „verðlaun“ fyrir ómakið hvað þá umbun fyrir þá smán sem þeim er sýnd með því að kasta í þá klinki pr. mánaðarmót.

En mærir einstaklinga fyrir það eitt að kúka í kassa, öskra í „microphone“, henda málningarslettum á striga eða „semja“ ljóð sem enginn botnar í nema kannski þeir sjálfir, nánustu ættingjar og vinir. List er huglæg. Elli og að örkumlast ekki.

Hugsið þetta aðeins með mér.

Heiða Þórðar

Athafnakona

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband