Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hann var allsber!

Draumar eru einkennilegt fyrirbæri. Suma drauma langar manni ekkert að muna eða man ekki...öðrum draumum langar manni ekki að vakna upp af...

...hef lent í því að vera vakin eða vakna sjálfviljug og óumbeðin af draumi... og langað að halda áfram, jafnvel endalaust með drauminn.  Lokað augunum og reynt ...en nei,  allt kemur fyrir ekki. 

-Á lappir stelpa, raunveruleikinn er tekin við... svona upp með þig!!!

En þar sem ég er fremur draumlynd að eðlilsfari hugsa ég að ég dvelji lengur í draumalandinu, vakin en sofin. Oft á tíðum. Þar er gott að vera. Þar er fegurð...þar er ljós og eingöngu kærleikur. Kærleikur til alls sem lifir og er. Í draumlyndis-ástandinu koma fáir óboðnir. Eiginlega er öllum hent út sem ekki eru velkomnir. Þar er ég við stjórnina.

Stundum áður en ég sofna, ligg ég og hugsa. Ég er alltaf að hugsa. En ég úthugsa enganveginn allt sem ég segi. Og þar af leiðandi kem ég mér stundum í vandræði. Einsog og í dag. Mig nefnilega dreymdi í nótt. Var að vonast eftir einhverjum allt öðrum í draumaveröldina mína, en þeim sem birtist. Og sá sem kom, var nakin. Og sama hvað ég reyndi að vakna, var þetta draumurinn endalausi. Var hálfmiður mín þegar ég segi vinkonu mína frá draumnum. Eiginlega meira miður mín, þegar ég var búin að segja henni frá.

Einhvernveginn sagði ég frá þessu svona;

Skrítið en hann (samstarfsmaður okkar beggja) lá í einhverju rúmi. Þarna var líka gömul gráhærð kona.  Sú sat við hlið hans. Hann var allsber... og ég sá bara allt!  Hann labbaði um herbergið og spjallaði um daginn og veginn...kviknakin...stóð fyrir framan mig...mjög eðlilegur bara. Guð almáttugur þetta var svo raunverulegt! 

-og hvernig var hann? (spurði hún hlæjandi -hún er sko alltaf hlæjandi þessi....)

Svo bætti hún við að draumurinn væri fyrir einhverju slæmu fyrir viðkomandi,  hvort hún ætti ekki segja honum frá. Aðvara hann.

-ERTU BRJÁLUÐ MANNESKJA!!!  Ef þú vogar þér!... þá neyðist ég til að skjóta þig í hnéskeljarnar! Hann heldur auðvitað að ég hafi eitthvað með þetta að gera! Ekki að hann hafi verið að koma þarna inn óboðinn...óvelkominn...til að gulltryggja mig bætti ég við; -ég drep þig!

Á einu augnabliki breyttist hin dagfarsprúða "ég" í ofbeldisfullan og morðóðan geðsjúkling.

Draumar eru furðulegt fyrirbæri og aldrei þeir sem maður væntir. Þar koma inn óboðnir gestir. Allsnaktir gestir jafnvel....

Hinir eiginlegu draumar...draumarnir sem maður lætur rætast.  Það eru þeir sem vert er að hlúa að og muna. Ætla að reyna að gleyma þessum hið snarasta....leggjast á koddann...með tvo engla sem vaka alltaf yfir mér. 

Láta mig dreyma en vera vel vakandi...Heart


4% fullnæging...

Þessi fullnæging var enganveginn 4% af hundrað mögulegum.  -ekki einu sinni reyna að sannfæra mig og þegar sagt var við mig;

-Guð hjálpi þér...

þá svaraði ég einfaldlega;

-já það ætla ég svo sannarlega að vona!

 ...svo fékk ég... -guð hjálpi þér,  í öllum regnbogans litum... á fjórum tungumálum...og finnst ég ekki vera neitt smá-lítið blessuð í kjölfarið.

Það var nú samt ekki svo, að ég hafi verið með fjögurra þjóða kvikindum í ástarleikjum á tunglinu.. nei, ég einfaldlega stóð og hnerraði og við erum ekkert að tala um eitthvert fuglatíst hérna. Þetta var sko almennilegt!  Hugsaði svo með  sjálfri mér þegar ég rankaði við mér;

-hvaða snillingur líkir þessu við 4 % fullnægingu...?  

-Þetta var klárlega nía! Dísess hvað þetta var gott...og ég brosi enn.

Er svo sannarlega blessuð! 

Óska ykkur öllum ánægjulegrar helgar Heart


Það er gott að vera elskuð...

...og síminn hringdi í gærkveldi...

-hvað ertu að gera? ertu að vinna?

-nei þú varst að hringja í heimasímann...? Þess utan er klukkan langt gengin í tólf. Það er að koma nótt. Og er með grænan maska framan í mér...og ég er flott!

-nú...já ok......hérna......ætlaði bara að biðja þig um smágreiða...

-ekkert mál ... ég fer ekkert út samt ... þó íbúðin mín væri alelda, færi ég ekki út! 

-nú! þá þýðir nú víst lítið að biðja þig...

-ohhh...hvað? (nett pirruð) átti von á að beiðnin lægi í, að snyrta eða lakka táneglur...en aldrei því sem á eftir kom. Hélt að ég léti ekkert slá mig útaf laginu....en annað kom á ...kvöldið...

-Ég ætlaði bara að biðja þig um að skutlast með þvagprufu út í Garðabæ fyrir mig...það var nú ekki merkilegra en það! ( frekar æst/ur og alveg hreint ultra pirruð/aðri en ég...)

-ertu að grínast í mér?  

-nei...ég fíflast ekki með svona hluti. Heldurðu að það sé gaman að þessu? Nýrnahetturnar eru að detta út úr mér! Og þú hlærð! Hvað er svona fyndið? Geturðu ekki skutlast með þetta fyrir mig? Það er ekki einsog ég sé alltaf að biðja þig um að gera eitthvað fyrir mig krakki!!!

...og mér varð orðavant. Sérstaklega þegar viðkomandi vissi ekkert hvert ég ætti að fara með piss-ið. Og andlitið datt og er týnt ...og ég sem er að fara út annaðkvöld og á ekkert aukaandlit...einhver??? með andlit á lausu?...

....og það einasta sem mér datt í hug að segja í stöðunni var;

-bara verst að ég rata ekkert í Garðabænum... 

 ---

Þegar ég fór svo aðeins mikið seinna upp í rúm...og þetta samtal var enn í huga minum, hugsaði ég;- vá hvað sum samskipti eru skrítin, erfið, sár...geggjuð...óeðlileg...

En hvað er svo sem eðlilegt? Ég veit ekki...en tel mig þó vita eitt... einasta með viti og fyrirhafnar-minnst, er að koma bara fram og til dyranna einsog maður er klæddur...nú eða óklæddur. Ef maður er að berrassast...mæli ég hiklaust með dyrasímanum. Hefur reynst mér fantavel. Það er í raun ekkert eðlilegt. Ekkert óeðlilegt. Bara er. Og þetta var/er eðlilegt.

Og þannig er þetta bara.

Skítt með þá vitneskju mína, að ég átti algjörlega og öll að fara í lakið, á sínum tíma...þá veit ég fyrir víst að sá/sú sem treystir mér fyrir dýrmætu pissuglasi sínu, síðla nætur... alla leið inn í Garðabæ...eitthvert í Garðabæinn...elskar mig af öllu hjarta.

Og það er gott að vera elskuð Smile

 


Össss...

...hvað ég er orðin löt við þetta Errm

Mínir kæru bloggvinir;

-þið eruð nú samt alveg í hjartanu mínu...enda rúmar það heljarins heilan hellingHeart

Hef trú á að ég verði bænheyrð um þessa extra fjóra klukkutíma í sólahringinn, sem ég er búin að vera að væla út að undanförnu...

Tröllatrú á því. Wink

 


Eyþór Arnalds hafði afsökun -ekki ég

Ég komst að þeirri niðurstöðu í kvöld að ég er ekki eins jákvæð og ég hef haldið fram.

Í gær fann ég engan jólafiðring þegar ég fann lyktina af mögrum bjúgurindlum. Reyklyktinn kveikti ekki hinn minnsta neista. Ég hef sagt það áður og segi það aftur; ALDREI AFTUR BJÚGU! Þau eru ekki að gera neitt fyrir mig...nema síður sé.

En ég er snillingur og það verður ekki frá mér tekið. Engum nema mér hefði tekist það sem ég gerði seinnipart dags. Þ.e. að keyra á ljósastaur, þann einasta sem fyrir var á stóru og viðfemdu svæði...galopnu...sem einna helst minnti á hungraða kerlingu...

Líkurnar eru álíkar því að vera með allar tölurnar réttar í víkingalottó-inu.

En þetta tókst mér og þar sem ég var á hraðferð, hoppaði ég upp í bílinn og keyrði af stað, án þess að kíkja á bílinn.

Á  leið minni, upphófust hörkusamræður á milli mín og mín.

-Þú ert nú ljóta fíflið!!!

-hva...svona svona...það er bara svolítið kúl og krúttlegt...

-KRÚTTLEGT! þú ert ekki í lagi manneskja! Eyþór Arnalds hafði afsökun, en þú!!! Enga...nema vera klaufi og fífl.

-Heyrðu, þú skalt ekki voga þér að tala svona við mig!!!

En þar sem ég get verið afar sannfærandi tókst mér að telja mér trú um að líkast til væri þetta bara smart. Nú væri hann merktur mér að eilífu...

Bið ykkur elskurnar,  vel að lifa Wink

 


Hún skellti á mig...

Jæja, stórfréttir!

Þá hélt ég að þetta væri allt að smella saman. Búið að máta og staðsetja nýju eignina...hún er hvítari en allt sem hvítt er. Hvítasta sem fékkst í sjoppunni. Nú stendur bara á fjandans iðnaðarmanninum! Karluglan tekur 200 þúsund krónur, fyrir að negla niður tvo nagla! Efniskostnaður er að vísu innifalinn.

TVÖHUNDRUÐÞÚSUNDKRÓNUROGEINHVERJASKITNA-AURA!!!

Ég sjálf keypti mér heilt box af ryðfríum nöglum, fyrir ekki alls löngu síðan. Ég borgaði innan við 500 skitnar kúlur fyrir. Sko 1000 stk. ryðfría sköndla, takk! 

Þar sem mér finnst alveg ófært að konugreyið hafi góminn skröltandi lausan í munninum, bauðst ég til að gera þetta gratís! Og með ánægju...þar sem hún tekur ekki í mál að nota tannlím....og þá var öskrað á mig;

-Heiða Bergþóra! Þú ert alltaf sama helvítis fíflið! Og einsog það væri ekki nóg...bætti hún við; Asninn þinn þarna!

Og skellti á mig... 


Ástarsamband í sparifötum

Þegar ég fletti blöðunum fyrir um viku síðan þá var ég heltekin af bílaauglýsingum. Svo var komin töluverð pressa þarna á mig undir lokin, þannig að þegar vinnudegi lauk...sat ég límd við tölvuskjáinn og skoðaði bíla á netinu langt fram undir morgun. Í blöðunum voru smáauglýsingar skoðaðar gaumgæfulegar. Samræður við  vinkonur, vini....fyrrverandi kærasta, gamalmenni, fjölskyldumeðlimi...hvort sem þeir voru stuttir, breiðir, langir eða mjóir...snerust um bíla. Vinnufélagar voru farnir að forðast mig....e-mailin mín hengu í snúrunum...ósvöruð-ólesin. Allar bílasölur bæjarins voru farnar að skella í lás um leið og ég birtist...umboðin svöruðu ekki símanum. 

Mig dreymdi bíla...þegar ég keyrði um götur bæjarins var ég heltekin af hvaða skrjóði sem ég sá...vildi vita um allskyns smáatriði sbr. tegund, árgerð oþh...í sannleika sagt var ég farin að æla bílum út úr eyrunum á mér.... þegar ég keyrði um götur bæjarins lenti ég oftar en ekki í lífsháska því athygli mín var allt annars staðar en við keyrslu á bremsulausum bíl.

Því var þungu fargi af mér létt þegar líf mitt og hugsun snerist ekki aðeins um bíla. Enn og aftur nægir mér að vita; hann er rauður...gulur eða blár. Alla þá vitneskju sem ég hef aflað mér á skömmum tíma um einsog tilgangslausa hluti einsog; tímareimar, skóþvenga og gúmmísóla...hefur verið eytt úr minninu.

Ahhhh....mikill léttir - mikill léttir!

Nú get ég farið að skoða ástarsambönd á sparifötum! Vera vinur viss aðila sem ég elska samt á einhvernhátt. Og finna leiðir út úr því hvernig við getum orðið vinir! Við erum að tala um stjörnuspána sem fylgdi mogganum í dag...og ég held að sá sem semur hana...sé á skemmtilegra trippi en nokkurntíma ég!  

Vatnsberi: Besta ástarsambandið er vinátta á sparifötum. Ef þú ert ekki vinur viss aðila en elskar hann samt á einhvern hátt, skaltu finna út hvernig þið getið orðið vinir.

Megi þið öll sem eitt eiga fallega og friðsæla draumnótt.


Troddu heilli sæng upp í kjaftinn á mér...

Síminn hringdi. Ég var efins þegar ég sá á númerbirtinum hver var. Fuck...þurfti ég endilega að vera með grænan maska á andlitinu...nákvæmlega núna! Ég krosslagði brjóstin mín bæði, lagaði á mér hárið og svaraði hugrökk og djörf;

-Hææææ...(þið skiljið hvernig hæ þetta var...ekki bara hæ...nei öllu heldur svona; hæææ...með svona dulúðlegu ívafi -smart hæ sko...Cool )

Hann kom sér beint að efninu...

-jæja búin að sofa á þessu ...

-heyrðu já...þetta hentar mér enganveginn... en takk samt fyrir boðið.

Ég lagði á ...og lítill társköndull læddi sér nett fram á kinn. Djöfulls fífl ertu Heiða...veistu afhverju þú ert að missa stelpurassgat!!! 

Svo settist ég á stólinn við svalahurðina og horfði tregafullum augum út í milt kvöldið. Tárið sat fast og fór ekki fetið.

Ég sá fyrir mér framtíðina sem ég var að skella á ...beint fyrir framan nefið á mér í myndum...en engu máli.

Ég sá mig þarna fyrir mér, við borðstofuborðið mitt og hann á móts við mig, samningurinn liggur á milli okkar....enn á eftir að fylla út nokkur atriði.

Áður höfðum við tekið hvort annað út...potað, klipið, skoðað og klípt..., þrátt fyrir að vera notuð vorum við samt í mjög góðu standi. Ekki einn einasti ryðblettur og lítið farin að láta á sjá. Vel slarkfær miðað við aldur. Hann hafði samt orð á því, að mér kitlaði kannski helst til of mikið...en það væri nú lítið mál að kippa því í liðinn. 

-Ertu hávær? spyr hann...

-get verið það held ég, ...

-já ok...ég set þá bara kodda yfir andlitið á þér...er það í lagi?

-já já elskan mín, minnsta mál! Troddu heilli sæng upp í kjaftinn á mér þessvegna! svara ég auðmjúk...enda kostagripur í boði þarna. 

Við fórum fljótt yfir kaflann sem varðaði hvar áhugamál okkar liggja og hvað okkur þætti gott að borða. Hvaða tónlist við fíluðum. Enda engin ástæða til, algjört aukaatriði. Engu skiptir fjölskylduhagir okkar beggja.  Hann veit ekki föðurnafnið mitt...en asninn veit hvar ég vinn. 

-hvað ef þú verður ástfanginn af mér? spyr ég einsog bjáni...

-þá ráðum við bara fram úr því...

-nú...en hvað ef ég verð það?

-í samkomulaginu stendur neðanmáls og skáletrað...engar tilfinningar...það er bannað að verða hrifinn ...og samningnum verður þá bara rift umsvifalaust...

-já ég skil...

Svo hefðum við hugsanlega getað komist að niðurstöðu um hitting. 3 x í viku. Á milli kl: 21.30 - 22. 30. Ekkert spontant kjaftæði...

Og þessu var að ég kasta frá mér! Ætliði að reyna að telja mér trú um að ég sé með öllum mjalla?

Satt er það að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur...og ég var ekki að missa af neinu.

Lífið gæti ekki verið stórkostlegra með öllu frigging litrófinu Smile...af jólasveinum og öðrum pappakössum...Wink
 

 

 


...með þvagleka

Fyrir um ári síðan sat vinur/kunningi minn hjá mér í kaffi. Hann sagðist vera búin að gera samkomulag við konu, sem var sameiginleg vinkona/kunningi okkar beggja...

-nú?

-jebb...sagði hann rogginn...og hallaði sér letilega afturábak í stólinn...og í minningunni reykti hann þarna í skammakróknum...

-hvernig þá?

-við ætlum okkur að sofa saman annaðslagið...þegar okkur báðum hentar, án allrar skuldbindinga.

-já...ok...ég var svona í hissa-ri kantinum og missti út úr mér; 

-vissirðu að hún er með þvagleka?

-já, já ég veit allt um það...enda skiptir það engu...varla missir hún pisseríið á meðan  ...hann hló sjálfumglaður.

-ok...ertu búin að ...þú veist...prófa?

-já já....

-og hvernig var?

-bara helvíti fínt ...jaaaa...kannski ekki alveg svo gott....en svona skítsæmó

-frá einum og upp í tíu? spurði ég agndofa...

-hún er svona fimma...

Jafnframt tjáði hann mér að þetta hafi verið ákveðið þarna við eldhúsborðið heima hjá henni yfir kaffibolla...blákalt...þau hafi farið úr fötunum og prófað hvort annað...skítsæmó...og ákveðið var að láta reyna á samkomulagið, í framhaldi.

Stuttu áður hafði ég hitt þessa sömu konu í Kringlunni...hún ljómaði...gjörsamlega skein af henni hamingjan þegar hún sagðist vera komin með kærasta...þetta var semsé gaurinn án þess að ég vissi það þá.

Ég sagði gæjanum að þetta gengi aldrei! Annaðhvort þeirra gæti ekki staðið við skuldbindinguna um tilfinningapakkann....bíddu bara....bíddu bara....Gott kynlíf er algjör alsæla, þú nýtur þess aldrei í botn nema með þeim sem þú berð virðingu fyrir og þykir vænt um...common...sjensinn að ég gæfi færi á að láta tala um mig útí bæ...svona einsog þú ert að gera núna!?

-iss Heiða vertu ekki svona forn í hugsun... þetta virkar hjá fullt af fólki útum allan bæ...

Þetta endaði með þvi að pían fékk þráhyggju gagnvart gæjanum. Og hefði allt eins getað farið á hinnveginn... 

Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu er einfaldlega sá að mér bauðst svona samningur, áðan.

Af eðlislegri forvitni rak ég úr gaurnum garnirnar; hvernig? og eigum við ekkert að tala? bíó? borða? bara hittast. Ríða. Ég fer. Þú ferð. Og hvað? ...OG HVAÐ? Og hann segir; -hvaða, hvaða, þetta er allt saman samkomulag okkar á milli.

Mér er þetta gjörsamlega hulin ráðgáta. Þó ég leiti ekki logandi ljósi af sambýlingi eða lífsförunauti...er samt ekki hálfkrumpað að tala um endinn áður en byrjað er á...einhverju fucki? Ekki fer ég út að borða með einhverjum bjána með það að markmiði að giftast kvikindinu! Hvað þá að hugsa um hvort hann sé góður til undaneldis! Því miður hafa bíóferðir endað í misgóðum sambúðum hjá mér...þannig að það er fyrir mér varhugavert að fara í bíó.

Dísess! Erum við orðin svo úrkynjuð, köld og sjálfmiðuð að við markaðssetjum okkur til að svala aðeins kynhvötinni? Erum við orðin svona markaðsvædd? Hvað með allar hinar hvatirnar? Einsog ég get sjálf keypt ofan í mig að borða þá get ég sko alveg séð um þetta sjálf!

JÁ... ÉG ER SMÁ PISSED!!!  

 

 


Blessuð sé minning hans

Ég er búin að komast að ýmsu þessa vikuna.

Tildæmis veldur eitt mér ógleði, sérstaklega  þegar ég vakna á morgnanna. Jebbs...tilhugsunin um perurass veldur því að mig langar að æla! Þegar ég tala um það við fólkið sem er í mínu liði -fer það án undantekninga -að hlæja. Bætir gjarnan við;

- Heiða mín er ekki alveg að sjá þetta fyrir mér sko...

Perurass - perurass - perurass...

...bið um undur og stórmerki...tilhugsunin um miðbik nætur og dags er afar rómatísk...en hallar heldur betur undir fæti þegar brosandi klósettskálinn blasir við mér í von um volgan skyndimat...að morgni.

Það er semsé borin von ég hjóli í vinnuna. Og þar með er perurassinn farinn veg veraldar nema að ástmaður minn tilvonandi sé með einn slíkan. Þá á ég perurass sem ég sleppi aldrei! Hér í höllinni verða ekki perur á boðstólnum fyrr en perukallarassinn stingur sér til sunds...Wizard á meðan bíð ég...pollróleg.

Skítt með að gaurinn sé einsog afturkreystingur í framan, sulli í bjór daglangt, reki við og ropi...hafi ekki séð á sér typpið í einhver ár...ef hann er með perurass -sendið hann til mín.W00t

--- 

Annars er það að frétta að á geðdeildum borgarinnar eru eintómar fyllibyttur og aumingjar.  Heyrði það af afspurn þegar umrædd  vildi komast að á Kleppi, sem er uppfull "bæthevei"...og geðdeildin ein stóð til boða....viðkomandi var sagt að reyna aftur að morgni...

...þegar sú hin sama hvæsir á mig í gegnum símtólið;

-ég ætla að láta þig vita það Heiða Bergþóra Þórðardóttir,  að ég er engin hlaupatík fyrir þessa helvítis aumingja! Ábyrgðin var orðin mín.

Þegar fullt nafn mitt er notað í þessum tón, veit ég fyrir víst að ég á að skammast mín og snauta inn í herbergi...sem ég og gerði.

...já það getur verið erfitt að vera ég; sérstaklega þar sem ég er í forsvari fyrir ákvörðunum lækna og annarra fylgisveina, hvítsloppa og blásloppa ... um niðurröðun í rúmin á þessum prýðis stofnunum. Ég sé að ég er einhvernveginn að detta utanborðs og út úr  klíkunni.  Held það sé vegna þess að ég  hef ekki lagt þarna einn geðlæknir eða tvo...nýlega. Happy Enda gef ég hann góðan...rass-skellinn...

--- 

Sambandi okkar Saxa er lokið. Hann er á grafarbakkanum. Þegar ég kvaddi hann  í gær, vældi hann;

-ekki skilja mig eftir! Ég sem er búin að vera undirlægja þín í marga mánuði. Þú ert búin að vera að þjösnast á mér...skíta mig út...misþyrma mér, bæði andlega og líkamlega....þú varst bara að nota mig...ætlarðu að yngja upp? ekki fara frá mér!....það síðasta sem ég heyrði var áður en ég lokaði eyrunum; -Vanþakkláta beljan þín!

Ég stökk upp í annan bíl og keyrði burt á vit nýrra ævintýra með á bros á vör, án nokkurar eftirsjár.

Blessuð sé minning hans.

Njótið komandi viku í rusl og ræmur ... elsku vinir Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband