Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Stórt glas

Einsog mér finnst leiðinlegt að lesa um veður, spá í veður og .... allt tal um veður. Læt ég færsluna samt fjúka.

Hversu oft er ekki spurt?

-jæja, og hvernig er veðrið þarna fyrir norðan, sunnan ofan eða neðan?

eða comment einsog...

- æðislegt veður í dag!

-skítarigning, þetta er dagur til að hossast upp í sófa!

-djö... er kalt. Ekki búandi á þessu fucking landi!

Samt verð ég að segja að veðrið í dag.... þeytti mér til himnaríkis og aftur til baka. Ég mátti eiga mig alla við og troða táslunum mínum í takkaskó til að hlaupast undan rigningunni með hreinni samvisku.  Regnhlífin kom mér lifandi á milli staða.

Veðurfarið á Íslandi er eins ótútreiknanlegt og verðið á mjólkurlítranum var á tímabili... dröslaðist þetta upp og niður.... aðallega niður. Var orðið svo lágt að maður í bókstaflegri merkingu safnaði fé í budduna við það eitt að kaupa mjólk.

Eitt er víst að þeir sem flytjast búferlum erlendis, tímabundið eða til lengri tíma sakna sjálsagt ekki íslensks veðurfars.

Hef búið erlendis sjálf og fann mér upp á ólíklegustu hlutum sem ég hreinlega gat ekki lifað án.

Systir mín litla býr í Ameríkunni og hún hafði samband við mig í kvöld og bað mig um að senda sér smáræði sem hún saknaði frá Íslandi.

Ekki lakkrís, ekki súkkulaði, ekki malt, en...

lýsisflösku...

Mér var svona sumpart lokið.

Lýsi! ja hérna hér.....

.... og við sem þurfum að ljúga þessum vökva ofaní blessuð börnin með aukabragði og brellum.

En lýsið skal hún fá.

Stórt glas!

Svo hún verði stór og sterk einsog systir sín.


Ég er milf.....

Sumir halda því fram að ég sé bráðlát. Og fljótfær. Og óþolinmóð.

Viðurkenni það að ýmsu leiti ...

Segi kannski ekki að saumarnir hafi verið ógrónir.... mjaðmagrindin sundurliðuð og hríðarnarnar í ferskasta minninu þegar ég átti stelpuna mína... þar sem 15 ár eru á milli barnanna minna tveggja.

Hjúkkan/læknirinn horfði nú ekki beint á mig þegar ég úrslitin lágu ljós fyrir úr þvagprufunni og deginum varð ljósara að ég var barnshafandi í annað sinn.

Ekki var horft á mig og sagt:

-Heyrðu góða mín, róaðu þig á greddunni......mjólkin lekur enn úr brjóstunum á þér kona....

Eitt er víst að það er eins og ég eigi tvo ..... ahhhh (datt Heiða litla út)  ekki  frumbyggja.....ekki fyrirbura....hérna ....frumburður! Frumburði.

Annað er víst að sonur minn er einsog félagi minn...vinur minn. Mér finnst alveg með ólíkindum að þetta trippi sé orðin fullvaxta karlmaður.... og ég rétt nýhætt á spena.

Gekk i gegnum þvílíkt sorgarferli á tímabili....hann unglingur..... ég unglingamóðir.

Mér skilst á einni góðri konu sem ég talaði við á tímabilinu að hún hafi gengið í gegnum sama pakkann með syni sína tvo.  Hún sannfærði mig um að hann kæmi til baka....stuttur tími í raun en samt svo óendanlega lengi að líða.

Fann fyrir þvílíkri höfnunartilfinningu að úff, ....... æi, hvað það var sárt.

Var mitt í þessum hallærispakka skiljiði:

Ég var hallærisleg, hallærislegust, meira að segja hallærislegastur þrátt fyrir að vera kvennmaður sem hafði náð þrælerfiðu stærðfræðiprófi.

Hvað eru tvö brjóst -sinnum einn siginn pungur og mér tókst að giska á rétt.....

En allaveganna ég fæ ekki betur séð en ég sé að lyftast úr hallærispyttinum... og sé að endurheimta minn falllegasta son aftur.

Hann sagði mér nefnilega um daginn að vinir hans fíluðu mig og fyndist ég flott.

Ég var auðvitað lukkuleg þó svo ég megi ekki enn fara með þeim í bíó.....

Og sagði:

-Nú! hvað sagði hann (þeir)?

-Þeir segja að þú sért milf

-Milf???? hvað er milf?

-Æi mamma, þú vilt ekkert vita hvað það þýðir, en það er mjög gott sko! Það er eiginlega best að vera milf....

Ég fékk út úr honum hvað það þýðir.....og gapti þegar ég spurði:

-hvernig finnst þér að vinir þínir tali svona um mömmu þína!

-cool......mjög cool sko!

Ég er enn ekki að átta mig á þessu cool complementi.... en vitiði hvað þetta þýðir á unglingamáli?

Eigiði orðabók unglinga?

 


Ég er kona

Hvað er þetta með karlmenn og fóbolta?

Kona + karlmaður + fótbolti = veit ekki hver útkoman er úr þessu reiknisdæmi, en dæmið hlýtur að ganga upp!

Konur sem elska að horfa á fótbolta eru fyrir mér draumakvennkostur allra karlmanna. Konur með DD skálar og reglulegar hægðir (varð að skjóta þessu að fyrir einn bloggvin)...og raunverulegan fótboltaáhuga.

Sem sé ég er það ekki. Ég hlýt að vera glötuð!

Ekki svo að skilja að ég hafi fengið einhverja óstjórnlega löngun (í denn) til að ryksuga fyrir framan viðtækið á meðan hæst stóð í þeim trilljón fótboltaleikjum sem hafa verið troðið inn í líf mitt.  Rauk ekkert heldur á dyr eða þurfti bráðnauðsynlega að tala um fjármál heimilisins þegar staðan var 1 - 1....fyrir öðru hvoru liðinuGrin.

Ekki fór ég heldur að baka, svo mikið er víst.....ég man í raun ekkert hvað ég gerði en ég man þó eitt óljóslega....

Einhverju sinni stóð leikur sem hæst og ég vildi skilnað. Annað hvort við sjálfa mig eða hann en það er auðvitað algjört aukaatriði.

Þarna sat hann blessaður á nærbrókunum einum fata, hárið farið að þynnast á hvirlinum rétt einsog sambandið. Sótrauður í framan og sveittur á hökunni....bjórtaumarnir láku úr nefinu af einskærum spenningi og hamagangi...

Hoppaði öðru hvoru upp úr sófanum...og öskraði:

-common! þetta var helvítis víti. Sástu þetta Heiða...Djö.....fíbl.

Ég horfði á blessaðan manninn og vissi að þetta væri ekki hárrétta tímasetningin en .....rétt samt.

Lét vaða....

-ég held að þetta gangi ekki upp hjá okkur.

-Djöfulsins fíbl......hreytti hann í sjónvarpstækið.

- já en ég ...

-náðu í bjór fyrir mig elskan. Ískaldan.

Svo stóð hann upp, með bjórvömbina hangandi í fanginu og sýndi þeim (sem ekkert sáu -en ég sá...trúið mér ekki fögur sjón) hvernig ætti að tækla þetta....fyrir framan tækið skakklappaðist hann með einhverjum leikrænum tilburðum. Einsog þroskaheftur afturkreystingur.

Guð almáttugur hugsaði ég með sjálfri mér og varð litið á sjónvarpið þar sem 24 karlmenn á vellinum eltust við tuðru og virtust heilbrigðir í samanburði við það sem fram fór í stofunni heima hjá mér.

....og þá tók ég eftir einu sem hugsanlega gæti vakið áhuga minn á fótbolta!

Mikið svakalega voru mennirnir fagur-leggjaðir. Upphófst áhugi minn fyrir íþróttinni, að vísu takmarkaður, en eiinhver áhugi var það.  Ég skil nú afhverju konur hafa áhuga á fótbolta.

Stelpur; ekki einu sinni reyna að kjafta ykkur út úr þessuHeart

Strákar; ekki telja sjálfum ykkur trú um að konan sem situr við hlið ykkar sé yfir sig spennt yfir leiknum..... hehe, ég veit betur.

Ég er kona.


Bensínlaus á frekjunni

Ekki get ég séð og fæ seint skilið hversvegna haldið er fram að grátur sé góður. Nema síður sé, allavega fyrir útlitið.

Talað er um einhverja losun og útrás í þessu sambandi..... til eru ýmis ráð við ó-losun.... ef hægðartregða hefur myndast fyrir kosningar t.d. - s.s.  hægðarlosandi lyf.

Vonast annars til að hægðir séu komnar í eðlilegt horf hjá landsmönnum án þess að þeir þurfi eitthvað að tjá sig um það endilega, ég er satt að segja frekar klíkjugjörn......

Varast skal að taka hægðarlyfið inn rétt fyrir svefninn. Mikil hætta getur skapast á því að viðkomandi endi í bónusplastpoka.....búin að kúka í rúmið sitt í þrígang. Yfir sjálfan sig, á sig og utan í maka sinn.....aftur.

Vatnsheldur maskari má sín einskis gegn skaðsemi tára....ekki svo að skilja að ég hafi verið að vatna einhverju flóði en datt þetta nú bara svona í hug af því að varaliturinn minn er engan veginn  kossekta.

Enn segi ég; ekki það að ég hafi verið að kyssa einhvern frosk...... bara svona hugdetta.

Einfaldlega afþví að farðinn minn er svo mikil snilld að hann endist allan liðlangan daginn.....

.... ég setti hann á mig í morgun og hann er farinn veg veraldar. Ég veit ekkert hvert hann fór.

Nenni ekki að leita að honum í flóðinu...er ósynt.

Hárlakkið fór svo endanlega í kvöld þegar ég fór að kaupa bensín og gleymdi debetkortinu mínu heima, sem hefði verið í lagi.   En ég......

...brunaði heim -bensínlaus á frekjunni og aðeins til þess eins að komast að þeirri niðurstöðu að kortið var allan tímann í bílnum. Ég mundi þó ennþá pin-númerið.

Megi englarnar vaka yfir ykkur öllum í nóttHeart

 

 

 

 

 


Árni Johnsen er flottur!

Jæja áður en ég sting mér í skúffuna mína og fer að sofa, verð ég  að smella af hérna pinkupons....með von um að oggulítið skot mitt hitti ykkur beint útí bláinn.

Talandi um útgeislun; for god fucking sake; maðurinn er the master!

Ég kynntist honum  Árna lítillega þegar hann afplánaði dóm sinn. Ég átti leið hjá í heimsókn til eins af fjölskyldumeðlimum mínum (stuttum, ekki feitum -en vel þéttum, nokkuð liprum og sveiganlegum) í heimavistina að Kvíabryggju...

Ég hafði eitthvað lesið mér til um að Árni væri að vinna listaverk úr grjóti í skúr einum á staðnum.....mín (þ.e. ég ) setti strikið beint í skúrinn, án þess að smella einum blautum á þann sem ég var að heimsækja.

Þarna stóð hann (Árni) innanum grjótið sitt og ég heilsaði honum og upphófst spjall í framhaldi.

Eitthvað innra með mér lifnaði við...þegar hann leit djúpt í augu mín. Og þar voru þau föst (hans augu). En eru núna farinn veg veraldar... en Árni er samt minn maður....

Það eru sko alveg tíðindi útaf fyrir sig; því ég,  einsog aðrar konur hef haldið uppi heilu samræðunum við karlmenn þar sem viðkomandi hefur starað á brjóstin á mér heilt samtal (ekki símtal) og sagt svo:

-mikið ofsalega ertu með falleg augu.

Hann Árni var yndislegur, skemmtilegur, bráðfyndinn og með (ok, ok,) þvílíka útgeislun og yfir honum var þessi (nú ælir einhver....en ok í þriðja skiptið hérna) þvílíkan sjarma og góða kraftmikla nærveru.

Einhver myndi áætla að ég sé fyrir eldri, gifta karlmenn, því fer fjarri.

Einhverju seinna eftir billjardleik, spjall, dagamismun og krossgátuafleysingu....hringdi síminn og í boði var eitt stk. grjótlistaverk. Sem og ég fékk.

Nafnið á verkinu er; Lykillinn að frelsinu.

Árni kom sjálfur með verkið eftir að hafa hossast með það á sýningar um landshluta einhverja, en þegar ég bað hann um að hjálpa mér með það upp á fjórðu hæð (í lyftulausri blokk) lét hann sig hverfa....blessaður, á áríðandi fund.

Lengi vel, skokkaði ég niður þrepin til að líta dýrðina augum þar sem það stóð í 500 kg. ferlíki inn í kompu. Innan um gömul vel úldin og illa lyktandi meiningarlaus ástarbréf sem lágu í lúnum kössum.

Svo skokkaði ég aftur upp á fjórðu hæð þar sem sambýlingurinn  sat feitlaginn í feitri fílu með Guði það sem eftir lifði sambúðar. Lykillinn að frelsinu fylgdi mér beint inn í stofu, þar sem ég bý nú.

Án fangavarðarins.....og húfunnar.

Þar stendur það við hlið mér öllum stundum.

 

42780003Lykillinn að frelsinu og börnin mín; eru börnin mín

Ég strika ekki Árna út ég set hjarta utan um hann!Heart

 

 

 


mbl.is 30% kjósenda Sjálfstæðisflokks strikuðu Árna Johnsen út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhannes í Bónus er æðislegur!

Ég er nú einu sinni þannig gerð,  að það fyrirfinnst ekki  í mér svo mikið sem pínkulítill bútur þess eðlis eða áhugi, að hafa skoðun (á fólki) eða "nennu" til að setja mig inn í alla skapa hluti.

Það er bara full-time job að vera eitt stk. manneskja. Sinna starfi sínu sem manneskja, eftir bestu getu dag hvern. Það þarf að mínu viti kannski ekki einhvern stórkostlegan vitsmunakraft eða engla-element, sem rennur í æðum til að koma vel fram við annað fólk.

Ég hef alveg hreint einsog aðrir orðið áskynja góðrar og miður góðrar nærveru fólks í kringum mig.

Stundum hefur staðan verið þannig að ég get með engu móti labbað í burtu frá viðkomandi. Það er vont og lýjandi, brakar í beinum og ískrið nær hreint alveg til hjartans á meðan maður brýtur í sér tennurnar...hér um bil. Sjaldnast þó, enda ágætlega tennt.....

Mikið óskaplega hefur fólk misjafna nærveru.

Ég rita þess orð af því að mig langar í umræðunni um þreytta, togaða og lúna baugsmálið að taka upp hanskann fyrir Jóhannes í Bónus.

Setti mig aldrei inn í þetta stóra umtalaða mál en hef í gegnum störf mín í gegnum árin (beint og óbeint) orðið áþreifanlega vör við hversu góða nærveru Jóhannes hefur.

Á Jóhannesi hef ég því myndað mér skoðun og ég neita alfarið að trúa neinu illu upp á hann. Neita því að trúa að störf hans í gegnum árin séu einungis unnin í eigin hagsmunaskyni.

Hæstánægð til að mynda með hafa val um að kaupa ódýrari matvöru með tilkomu verslunarkeðju hans....en ánægðust er ég með hann sem persónu og vinnuveitanda.

Hann er flottur karlinn; teinréttur, horfir beint í augun á manni þegar hann talar við mann, handtakið  þétt, augun svo falleg og traustvekjandi, að hægt er að deyja fyrir þau. 

 

 

 

 

 


Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir

Á ferð minni í gegnum lífið tengdist ég óhjákvæmilega Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur.

Mér til góðra og sælla minningarauka í hjarta, en nú næ ég vart andanum af depurð.

Ásta hefur  fengið úr því skorið frá læknum í  N. Y.  að eiga nokkra mánaði eftir ólifaða.

Segir manni og kennir að njóta augnabliksins og vera góð við hvort annað.

Biðjum fyrir Ástu Lovísu og fjölskyldu hennar.

Ásta er í einu orði frábær manneskja.


Hálflummó

Þegar ég kom heim frá Nýja Sjálandi var sonur minn 10 ára.

Þar sem ég var (er) útivinnandi þá brá ég á það ráð sem öryggisráðstöfun að láta hann (svona ungan) fá gsm-síma.

Ekki leið á löngu þar til síminn varð öryggistækið hans, en ekki mitt.

Málið er að honum finnst/fannst ég hafa afspyrnu lélegan tónlistasmekk. Án undantekninga þá hringdi hann þegar hann var á leið heim úr skólanum og sagðist vera að koma með vin/vini sína heim.....og bætti við:

-í guðana bænum mamma, ekki Bjögga Halldórs...

Ég remdist eitthvað við að vera hip og cool nærri honum og vinum hans, en hvað tónlistasmekk minn varðaði hlustaði ég einatt (að honum fannst) á gjörsamlega hlandbrunna tónlist. Að öðru leyti fannst honum ég barasta flott.

Núna er ég búin að leggja Bjögga, Jóa G, Pálma G, GCD, Bubba, Rimlarokk (algjör snilldar diskur annars)í bili ....og hlusta einungis á Sálina í bílnum.

Honum finnst ég hálflummó enn held égCool

 


Spottalaus lykkja

Þessi færsla er tileinkuð henni Jennýu minni ....

Nú til dags er meiriháttar flókið að vera kona.

Það er svo flókið að velja sér sokkabuxur svo dæmi sé tekið; að það þarf hreint út sagt dokorsgráðu í sokkabuxnafræðum ef út í það er farið.

Þið karlmenn sem gangið í sokkabuxum eigið einnig samúð mína alla. Þekki einn slíkan sem er alveg veikur fyrir sokkabuxum....en það er tilefni í aðra færslu þegar sá gállinn er á mér.

Eftir fæðingu sonar míns og eftir að aukasporið greri,  snilldarhandbragð Konráðs læknis,  þá var ég að sjálfsögðu spurð hvaða getnaðarvörn ég kysi og möguleikarnir skoðaðir.

Ég leit á hann og dæsti.  Minntist í hendingu þess að hafa rifið spælinn af læknasloppnum m.a. í æsingnum. Nú og  þegar læknirinn hafði rifið af mér allar áhyggjur um sýnileg ör vegna aukasporsins góða hafði ég gert upp hug minn varðandi getnaðarvörn.....og segi:

-Lykkjuna, pilluna, hettuna og svo ætla ég að nota smokkinn. Ætli það sé ekki líka bara best að ég láti taka mig úr sambandi,  til að vera viss!

-já já Heiða mín, sagði Konni læknir og skrifaði upp á pilluna. (hann vildi örugglega ekki sjá mig þarna aftur í bráð... og ég er að tala í alvöru hérna.)

Eitt sinn var ég svo hjá mömmu og alveg óforvarendes.....æpi ég upp yfir mig:

-Shit! Pillan! og gleypti í mig fjórar í einu.

Mamma ráðlagði mér að fara á lykkjuna og taldi upp kosti lykkjunar.... talsmaður lykkjunar númer eitt, tvö og þrjú. Gallharður lykkjufan hún móðir mín, þrátt fyrir að hafa eignast sex stk. börn og þau misjafnlega velkomin í heiminn...

Þá heyrist kallað út úr stofu, af þáverandi fósturpabba mínum:

-Nei Heiða, ekki helv. lykkuna, þeir eru stórhættulegir þessir spottar þarna!

Mamma hvíslaði: Iss, þú lætur bara klippa þá í burtu....

Ég skolaði pillunum mínum fjórum niður með köldu kaffinu....í framhaldi fór ég til læknis, einhverjum dögum seinna, í leit að lykkju-inn/ísetningu.....

Í boði voru nokkrar tegundir, ég valdi pink slim line, fannst það einhvern veginn hæfa tilefninu.

Ég lagði ríkulega áherslu á það við lækninn að hann yrði að klippa í burtu spottana.....því ekki vildi ég "særa" blessaðan spúsa minn, sem þá var og hét, hvað þá kærði ég mig um að stinga hann á hol...eða stinga í hann holu.

Ég var afskaplega væn og góð stúlka þarna í fyrndinni  og hafði í huga og hjarta mínu, velferð mannsins míns að leiðarljósi í einu og öllu. Sérstaklega ber að nefna þó;  lim/i hans alla, stutta, magra, feita, langa og fima......  

Ef einhver svo mikið sem minnsti grunur vaknaði upp hjá honum og/eða órar um innrás eða atlögu af einhverju tagi. Vildi ég ekki verða til þess að valda honum vonbrigðum, einsog gefur að skilja.

Ekki skrítið að fólki finnist með ólíkindum að sambandið hélt ekki.

Kannski spotta-eða sokkaleysið.

Þegar ég sný mér svo við í gættinni hjá lækninum eftir athöfnina og segi glottandi:

-Þú klipptir spottana í burtu er það ekki?

Varð ég ekki einu sinni fúl, þegar hann sagðist  hafa gleymt  því. Ég einfaldlega vippaði mér  úr spjörunum með bros á vör (en án allra kynþokkafullra tilbrigða) , lagðist í afkáralega stellinguna.....hugsaði um hvað það yrði nú alveg brilliant að vera svona ó-spottalaus....óskaðleg.....og meinlaus með öllu.....Wink

Var annars að syngja fyrir dóttir mína í kvöld:

Attikattinóa - attikattinóa, emissademissadollaramissadei....veit einhver hverslenskur þessi snilldartexti er?W00t

 

 


Undurgott að elska

Ég verð hálfeirðarlaus á vorin.....

... á vorin verður  kroppurinn minn fisléttur.  Ég á það  stundum til að rölta um í lopasokkum í sólinni. En aldrei aldrei myndi ég láta mig dreyma um að fara í rifnum gallabuxum í jarðaför.

Var einu sinni svaramaður hjá henni móður minni í  einni af giftingarathöfnum  á þriðjudagsmorgni áður en ég mætti í vinnu..... í ljósbláum Lewis 501 gallabuxum. Sýnir bersýnilegt virðingarleysið.

Og engar voru athugasemdirnar sem ég fékk þegar ég sagði;

-Drífa sig, ég er að verða of sein í vinnu.

Held að ég hafi berlega komið því að í færslum mínum, að fyrir mér hafði ekki verið innrættí æsku nema lágmarksvirðing fyrir giftingarheitinu.

Af einhverri ástæðu ber ég þó ákaflega mikla lotningu fyrir dauðanum. Engar Lewis þar....

Ég á það til að hella mér út í lestur á minningargreinum.

Ég veit ekki með þessa heillandi dulúð og spennu í sambandi við dauðann, en hann er jú eitthvað sem enginn er til frásögur um. Nema kannski þeir sem hafa séð ljósið...

Minningargreinarlestur minn takmarkast þó aðallega við hugarástandið. Er samt alfarið laus við sjálfeyðingarhvöt af öllu tagi...flestu.

Velti þessi fyrir mér núna, þegar ég hugsa til þess; að ég heimsótti hana ömmu mína í Elliheimilið í Garðinum og fann á henni að hún yrði hvíldinni fegnust.

Ég sat þarna í holu-horni á litlu herbergi og vatnaði músum, einsog lítil mús ......Ég á litla mús sem heitir Heiða.....raulaði ekki úr útvarpstækinu.

Nei það var þögn, sem var svo hávær að það nísti hjarta mitt.

Mikið óskaplega verð ég döpur við tilhugsunina um það að hún amma á sjálfsagt ekki langt eftir ólifað.

Það er í raun svolítið ógnvekjandi tilhugsun að leyfa sér ekki að elska aðra manneskju skilyrðislaust. Fella niður grímuna og njóta ....

Það er samt undurgott að elskaHeart held ég....

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband