Spottalaus lykkja

Þessi færsla er tileinkuð henni Jennýu minni ....

Nú til dags er meiriháttar flókið að vera kona.

Það er svo flókið að velja sér sokkabuxur svo dæmi sé tekið; að það þarf hreint út sagt dokorsgráðu í sokkabuxnafræðum ef út í það er farið.

Þið karlmenn sem gangið í sokkabuxum eigið einnig samúð mína alla. Þekki einn slíkan sem er alveg veikur fyrir sokkabuxum....en það er tilefni í aðra færslu þegar sá gállinn er á mér.

Eftir fæðingu sonar míns og eftir að aukasporið greri,  snilldarhandbragð Konráðs læknis,  þá var ég að sjálfsögðu spurð hvaða getnaðarvörn ég kysi og möguleikarnir skoðaðir.

Ég leit á hann og dæsti.  Minntist í hendingu þess að hafa rifið spælinn af læknasloppnum m.a. í æsingnum. Nú og  þegar læknirinn hafði rifið af mér allar áhyggjur um sýnileg ör vegna aukasporsins góða hafði ég gert upp hug minn varðandi getnaðarvörn.....og segi:

-Lykkjuna, pilluna, hettuna og svo ætla ég að nota smokkinn. Ætli það sé ekki líka bara best að ég láti taka mig úr sambandi,  til að vera viss!

-já já Heiða mín, sagði Konni læknir og skrifaði upp á pilluna. (hann vildi örugglega ekki sjá mig þarna aftur í bráð... og ég er að tala í alvöru hérna.)

Eitt sinn var ég svo hjá mömmu og alveg óforvarendes.....æpi ég upp yfir mig:

-Shit! Pillan! og gleypti í mig fjórar í einu.

Mamma ráðlagði mér að fara á lykkjuna og taldi upp kosti lykkjunar.... talsmaður lykkjunar númer eitt, tvö og þrjú. Gallharður lykkjufan hún móðir mín, þrátt fyrir að hafa eignast sex stk. börn og þau misjafnlega velkomin í heiminn...

Þá heyrist kallað út úr stofu, af þáverandi fósturpabba mínum:

-Nei Heiða, ekki helv. lykkuna, þeir eru stórhættulegir þessir spottar þarna!

Mamma hvíslaði: Iss, þú lætur bara klippa þá í burtu....

Ég skolaði pillunum mínum fjórum niður með köldu kaffinu....í framhaldi fór ég til læknis, einhverjum dögum seinna, í leit að lykkju-inn/ísetningu.....

Í boði voru nokkrar tegundir, ég valdi pink slim line, fannst það einhvern veginn hæfa tilefninu.

Ég lagði ríkulega áherslu á það við lækninn að hann yrði að klippa í burtu spottana.....því ekki vildi ég "særa" blessaðan spúsa minn, sem þá var og hét, hvað þá kærði ég mig um að stinga hann á hol...eða stinga í hann holu.

Ég var afskaplega væn og góð stúlka þarna í fyrndinni  og hafði í huga og hjarta mínu, velferð mannsins míns að leiðarljósi í einu og öllu. Sérstaklega ber að nefna þó;  lim/i hans alla, stutta, magra, feita, langa og fima......  

Ef einhver svo mikið sem minnsti grunur vaknaði upp hjá honum og/eða órar um innrás eða atlögu af einhverju tagi. Vildi ég ekki verða til þess að valda honum vonbrigðum, einsog gefur að skilja.

Ekki skrítið að fólki finnist með ólíkindum að sambandið hélt ekki.

Kannski spotta-eða sokkaleysið.

Þegar ég sný mér svo við í gættinni hjá lækninum eftir athöfnina og segi glottandi:

-Þú klipptir spottana í burtu er það ekki?

Varð ég ekki einu sinni fúl, þegar hann sagðist  hafa gleymt  því. Ég einfaldlega vippaði mér  úr spjörunum með bros á vör (en án allra kynþokkafullra tilbrigða) , lagðist í afkáralega stellinguna.....hugsaði um hvað það yrði nú alveg brilliant að vera svona ó-spottalaus....óskaðleg.....og meinlaus með öllu.....Wink

Var annars að syngja fyrir dóttir mína í kvöld:

Attikattinóa - attikattinóa, emissademissadollaramissadei....veit einhver hverslenskur þessi snilldartexti er?W00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Sokkabuxur ..... maginn inn, rassinn upp og lítil fegurðardrottning er fædd!  Hryllingur þessar sokkabuxur!  Vera bara frjáls og náttúrulegur ....

Appelsínur eru góð getnaðarvörn, hef ég heyrt!  Ekki spyrja hvernig þeim er komið fyrir því varla er það lyktin ........... svooo góð þegar appelsínublómin eru í blóma og nýtíndar af trjánum bara örvandi!  

En, eigu ljúfan dag og gangi þér vel með að íslenska þennan texta því lagið er skemmtilegt! 

www.zordis.com, 6.5.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Appelsínur! En....þær festast í tönnunum...

Annars var athugasemdin þín yndisleg ljúfan min sem endranær. Eigðu góðan dag

Heiða Þórðar, 6.5.2007 kl. 09:29

3 Smámynd: Ólafur Als

Höfundur er ókunnur (Atti katti nóa ... emissa demissa ...)

Kveðja frá Fjóni,

Ólafur Als, 6.5.2007 kl. 11:31

4 identicon

 

Hæ Lykkju-spotta-lína:)

Hef heyrt þessar vangaveltur um þennan texta.  Sumir halda því fram að þetta sé komið  úr hebresku...Vielleicht! 

Audda Hans (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 11:46

5 identicon

 

Hæ Lykkju-spotta-lína:)

Hef heyrt þessar vangaveltur um þennan texta.  Sumir halda því fram að þetta sé komið  úr hebresku...Vielleicht! 

Audda Hans (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þessi færsla vakti upp löngu gleymda minningu um svona spotta

Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 13:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vakti mikla gleði hjá mér að þessi neðanmittis væri helgaður mér.  Var eimitt að skrifa um samfarir á klósettum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 14:06

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fallegar konur að klæmast.

Georg Eiður Arnarson, 6.5.2007 kl. 18:56

9 Smámynd: Ibba Sig.

Aukaspor, arg! Skil ekki það helvíti. Er það ekki bara eitthvað sem óupplýstir karlar með barnagirnd fundu upp? 

En stelpur, þrjú orð fyrir ykkur ef þið eruð að spá í getnaðarvarnir: hor-móna-lykkja!

Og Georg, finnst þér þetta klámfengið? Mér finnst þetta vera meira svona líffræði og lyfjatökur.  

Ibba Sig., 6.5.2007 kl. 19:13

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta kallar maður þjónustu. Að einhver kona skuli leggjast ótilneydd upp í bekk kvensjúkdómalæknisins er út af fyrir sig ótrúlegt.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:00

11 identicon

grænlenskur

Brattur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:19

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

HE, he  textinn er grænlenskur eins og Brattur skirfa hér að ofan, skúbbaði mig. Kíktu á hormónalykkjuna því þá hættir ýmislegt leiðinlegt um leið. krúttkveðjur

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2007 kl. 23:04

13 Smámynd: Ester Júlía

úff hormónalykkjan virkaði ekki fyrir mig .  NuvaRing er hins vegar frábær..hentar mér vel .

Annars snilldarpistill hjá þér Heiða mín, like always ..

Ester Júlía, 7.5.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband