Stórt glas

Einsog mér finnst leiðinlegt að lesa um veður, spá í veður og .... allt tal um veður. Læt ég færsluna samt fjúka.

Hversu oft er ekki spurt?

-jæja, og hvernig er veðrið þarna fyrir norðan, sunnan ofan eða neðan?

eða comment einsog...

- æðislegt veður í dag!

-skítarigning, þetta er dagur til að hossast upp í sófa!

-djö... er kalt. Ekki búandi á þessu fucking landi!

Samt verð ég að segja að veðrið í dag.... þeytti mér til himnaríkis og aftur til baka. Ég mátti eiga mig alla við og troða táslunum mínum í takkaskó til að hlaupast undan rigningunni með hreinni samvisku.  Regnhlífin kom mér lifandi á milli staða.

Veðurfarið á Íslandi er eins ótútreiknanlegt og verðið á mjólkurlítranum var á tímabili... dröslaðist þetta upp og niður.... aðallega niður. Var orðið svo lágt að maður í bókstaflegri merkingu safnaði fé í budduna við það eitt að kaupa mjólk.

Eitt er víst að þeir sem flytjast búferlum erlendis, tímabundið eða til lengri tíma sakna sjálsagt ekki íslensks veðurfars.

Hef búið erlendis sjálf og fann mér upp á ólíklegustu hlutum sem ég hreinlega gat ekki lifað án.

Systir mín litla býr í Ameríkunni og hún hafði samband við mig í kvöld og bað mig um að senda sér smáræði sem hún saknaði frá Íslandi.

Ekki lakkrís, ekki súkkulaði, ekki malt, en...

lýsisflösku...

Mér var svona sumpart lokið.

Lýsi! ja hérna hér.....

.... og við sem þurfum að ljúga þessum vökva ofaní blessuð börnin með aukabragði og brellum.

En lýsið skal hún fá.

Stórt glas!

Svo hún verði stór og sterk einsog systir sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lýsi ég æli ég er svo hroðalega klígjugjörn.  Takk fyrir flottan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Já við íslendingar erum alltaf að röfla um veðrið..........eins og það er nú leiðinlegt!

Þá er ég sko að meina veðrið!

En lýsi.........ojbara......hún systir þín hlýtur að sakna landsins síns rosalega!

Eva Þorsteinsdóttir, 17.5.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lýsi er frábær drykkur enginn ætti að sleppa því og þú veist að á meðan þú getur talað um veðrið þá verðurðu aldrei uppiskroppa með umræðuefni, ekki eins og það hrjái mig mikið 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 00:36

4 identicon

Harðfisk, Nóa nammi, það skil ég.  En Lýsi, common. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 01:07

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skil hana vel að vilja lýsi, ég er alinn upp í þessu landi og satt að segja lá við vítamínsskorti stundum, allur fiskur var svo til óætur sökum aldurs. þannig ekki fékk mar neitt ómega3 úr því ... eina sem mar fékk var bindiefni og gerfiefni og reyndi að nærast á því. Þú átt afar skynsama systur Heiða !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.5.2007 kl. 07:18

6 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.

Já ótrúlegustu hlutir verða algjört must ég sakna samt einna mest sælgætisins því við eigum bara gott nammi, annað en Danirnir. 

Sigurður Andri Sigurðsson, 18.5.2007 kl. 07:36

7 Smámynd: Ólafur Als

Læt ekki lýsið vanta í kæliskápnum hér á Fjóni - hjálpar með svo margt...bæði daginn fyrir og eftir! Og annað: Sigurður, af hverju er nammið ekki betra í Danmörku - nú, eða skyndibitafæðið hérna?

Kveðja,

Ólafur Als, 18.5.2007 kl. 09:11

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

 lýsi, kannski lýsistöflur

Georg Eiður Arnarson, 18.5.2007 kl. 09:57

9 Smámynd: Saumakonan

Ég er hundskömmuð af mínum börnum ef lýsið gleymist á morgnana hér!  Gæti ekki komið því inn fyrir mínar varir sjálf en skil samt systur þína vel

Saumakonan, 18.5.2007 kl. 10:23

10 Smámynd: bara Maja...

Blahh Lýsi... töflurnar sleppa, nema þegar maður er að ropa þeim upp allan daginn *burp* EN það eru svo margir sem hafa tröllatrú á þessum vökva og verður aldrei misdægurt vegna þessa, þannig að maður ætti kannski að fara að skoða sinn gang, svona vera skynsöm á fullorðinsárum...

bara Maja..., 18.5.2007 kl. 10:48

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Lýsi er holt og gott fyrir alla.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.5.2007 kl. 14:04

12 identicon

Elsku systir, eg hlo mig mattlausa thegar eg las bloggid thitt, eg skal alveg vidurkenna ad eg myndi sko vilja lakkris,sukkuladi og allann pakkann, en eg akvad ad vera kurteis og litllat og bidja bara um helstu naudsyn (Lysid) eg thakka ther samt aedislega fyrir, og eg bid spennt eftir floskunni:) love you, Inga Ros.

Inga Ros (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 15:51

13 Smámynd: www.zordis.com

Jæja, þá er allur óskalistinn kominn frá litlu syss....nú er málið að panta bara í fraktinni og flytja henni allt sem hún óskar sér! 

www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 16:31

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Nennirðu að koma á barinn með mér, Hrólfi og Britney frá Barnalandi?

Þröstur Unnar, 18.5.2007 kl. 19:46

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli ég væri ekki í hjólastól í dag ef ég hefði ekki ákveðið fyrir um það bil 15 árum að fara að taka inn lýsi daglega.  Á morgnana og borða ekkert í klukkutíma á eftir.  Ég var með svo mikla slitgigt að mig verkjaði allstaðar.  Eina ráðið hjá lækni var að láta mig hafa asperín.  Ég sagði að ég vildi ekki eyðileggja i mér magann, svo ég byrjaði að leita fyrir mér.  Þá var mér bent á grein eftir amerískan lækni í blaði sem heitir minnir mið heilsuhringurinn.  Þar hafði hann læknað móður sína frá örkumli vegna slitgigtar með lýsi.  Hún gat farið allra sinna ferða.  Það tekur mann 6. mánuði að finna breytingarnar.  En þær koma.  Og það lagast meira sjónin, hárið, húðin og bara svo margt.  En ef maður tekur lýsið á fastandi maga og fær sér ekkert í klukkutíma, þá smitast lýsið gegnum magaveggina og fer beinustu leið inn í liðina.  Ef maður borðar þá fer lýsið í dropa og fer sína leið gegnum kerfið.  Það má greina þykknun á liðvökva eftir 20 mínútur eftir inntöku lýsis.  Þetta var fullyrt í þessari grein, og ég er viss um að það er alveg hreina satt.  ´Þegar ég fer erlendis hef ég oftast lýsisflösku með sérstaklega ef ég ætla að dvelja mánuð eða lengur.   Lýsið er þarfa þing hið mesta.  Og ef það er tekið á þennan hátt, þá ropar maður ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 20:00

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábærar upplýsingar hjá þér Ásthildur, held ég reyni þetta, vil ekki taka lyf.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 21:48

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís mín þetta virkar, ég er sönnun þess.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 12:14

18 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

flott hjá þér Ásthildur, er búin að taka lýsi síðan ég man eftir mér, þá í sirka fjörutíu og sjö ár, finnst það virka ágætlega, hef ekki fengið hita eða lagst í rúmið síðan 1983 er ég fékk hlaupabóluna.

Hallgrímur Óli Helgason, 19.5.2007 kl. 18:17

19 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hlæ Hlæ Hlæ ---  þegar ég var í skóla í Danmörku, 16 ára villingur að austan sem hafði aldrei séð neitt af neinu nema Vopnafjörð og næsta nágrenni þá kynntist ég skemmtilegum kalli sem kenndi mér dönsku og sögu. Hann var mikill Íslandsvinur, vel lesin um land og þjóð. Hann bauð mér og vini mínum sem var með mér á skólanum heim um helgar í spjall og öl. Af því að kallinn var svona andskoti fínn og gjamildur á bjór og ákavíti ákváðum við að halda honum herlega veislu með íslenskum þjóðlegum mat. Hann fengum við sendan að heiman og var slegið upp veislu. Hákarlinn var orðinn hrikalega úldinn eftir ferðalagið frá Vopnafirði, innpakkaður í plast.  Myndin af Rördam japlaði á hákarlsbita að reynda að halda andliti fer mér ekki úr minni. Sem leiðir mig að því sem ég vildi sagt hafa. Þegar ég hætti að drekka  brennivín á seinnihluta síðustu aldar fór ég að drekka hákarlalýsi í staðinn. Fram að þeim tíma greip ég hverja einustu pöddu sem heimsótti landið, var alltaf kvefaður og ómögulegur.  Síðan þá get ég varla sagt að mér hafi orðið misdægurt.

Pálmi Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 18:36

20 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

já góðan daginn, Mar gleymir þessu bara ..jiminn ég verð að skreppa í 10/11 ...Prófa allavega hvort maður lagist ekki í bakinu bara eða hættgi á þessum geðpillum,,læt ykkur vita:)

Eeee eftir 6 mánuði..

Ásta Salný Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:39

21 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

já eitt enn hvað er málið með símanotkunina þína???Vantar þig ekkert? t.d mig?

í síman..

Ásta Salný Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband