Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Drukkið fólk er fíbl...

Þegar ég sá hann birtast, hugsaði ég;

Þennan ætla ég að negla! Ekki seinna en strax. Og ég negldi hann. Engir naglar, engin kross en náði honum samt. Og er stolt af því.

Hann var auðveld bráð þar sem hann stóð glaseygður, með annað augað í pung, illa lyktandi með samviskubitið "vellandi" útúr eyrum og nefi.

En Heiða litla tipurtá....rúllaði þessu upp og sem sé náði honum.

Ég þurfti nú alveg að hafa fyrir honum, en sannfæringarkraftur minn var mér hliðhollur þennan daginn. Ó já.

Við erum ekki að tala um frosin, magran drátt hérna;  tveir fyrir einn á tilboði úr bónus. Ekkert "cheap" drasl neitt. Engin var skilafresturinn þó (innan tveggja vikna). Engin var ábyrgðin. Heimlán útúr myndinni.

Maðurinn bara fékk það sem hann borgaði fyrir! Hvorki meira né minna. Kannski of stórt eða lítið. En það er algjört aukaatriði.

Hann stóð þarna fyrir framan mig og spurði, hvort hann ætti að gefa konunni sinni ilmvatn eða skó.

Ég sagði; Skó, ekki spurning!

Einn hængur var á, hann vissi ekki skónúmerið, ég sagði það algjört aukaatriði. Spurði hvað hún væri gömul. Hann sagði að hún væri ríflega fertug.

-Já og er hún ekki ungleg.

Hann leit dreyminn á mig og sagði;

-ahhhh, þetta var fallega sagt. En jú hún er ungleg.

-Svona einsog þrítug?

-Þú ert yndisleg sagði maðurinn á bjagaðri ensku (hann var norsari.....)

-Þá er þetta nú lítið mál, konan þín notar skó númer 39.

Hann leit á mig í forundran og fannst ég snillingur, sem ég auðvitað er.

-Já er það? sagði hann.

-já já, ekki spurning!

Í stuttu máli, keypti maðurinn skó. Rándýra skó, ég var auðvitað alsæl ......

......hann var nú líka alveg passlega alsæll því hann náði að láta renna örlítið af sér þegar hann kvittaði undir visastrimilinn.

En mikið assk. eru drukknir karlmenn ósjarmerandi, ekki síður en drukkinn kvenmaður.....sérstaklega kl: 10.33 á miðvikudagsmorgni

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband