Drukkið fólk er fíbl...

Þegar ég sá hann birtast, hugsaði ég;

Þennan ætla ég að negla! Ekki seinna en strax. Og ég negldi hann. Engir naglar, engin kross en náði honum samt. Og er stolt af því.

Hann var auðveld bráð þar sem hann stóð glaseygður, með annað augað í pung, illa lyktandi með samviskubitið "vellandi" útúr eyrum og nefi.

En Heiða litla tipurtá....rúllaði þessu upp og sem sé náði honum.

Ég þurfti nú alveg að hafa fyrir honum, en sannfæringarkraftur minn var mér hliðhollur þennan daginn. Ó já.

Við erum ekki að tala um frosin, magran drátt hérna;  tveir fyrir einn á tilboði úr bónus. Ekkert "cheap" drasl neitt. Engin var skilafresturinn þó (innan tveggja vikna). Engin var ábyrgðin. Heimlán útúr myndinni.

Maðurinn bara fékk það sem hann borgaði fyrir! Hvorki meira né minna. Kannski of stórt eða lítið. En það er algjört aukaatriði.

Hann stóð þarna fyrir framan mig og spurði, hvort hann ætti að gefa konunni sinni ilmvatn eða skó.

Ég sagði; Skó, ekki spurning!

Einn hængur var á, hann vissi ekki skónúmerið, ég sagði það algjört aukaatriði. Spurði hvað hún væri gömul. Hann sagði að hún væri ríflega fertug.

-Já og er hún ekki ungleg.

Hann leit dreyminn á mig og sagði;

-ahhhh, þetta var fallega sagt. En jú hún er ungleg.

-Svona einsog þrítug?

-Þú ert yndisleg sagði maðurinn á bjagaðri ensku (hann var norsari.....)

-Þá er þetta nú lítið mál, konan þín notar skó númer 39.

Hann leit á mig í forundran og fannst ég snillingur, sem ég auðvitað er.

-Já er það? sagði hann.

-já já, ekki spurning!

Í stuttu máli, keypti maðurinn skó. Rándýra skó, ég var auðvitað alsæl ......

......hann var nú líka alveg passlega alsæll því hann náði að láta renna örlítið af sér þegar hann kvittaði undir visastrimilinn.

En mikið assk. eru drukknir karlmenn ósjarmerandi, ekki síður en drukkinn kvenmaður.....sérstaklega kl: 10.33 á miðvikudagsmorgni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

,,Þegar vínið fer inn fer vitið út" eða svo las ég einhverstaðar...

Ísdrottningin, 2.5.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Hugarfluga

Gerðist þetta í gærkveldi? Það vantar flokk sem heitir: Veiðihornið.

Hugarfluga, 2.5.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er eins gott að spúsan hans noti skó n°39 ......  Þú varst töff á því

www.zordis.com, 2.5.2007 kl. 21:30

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott hjá þér sölukona. Seldir mér pistilinn og söguna sem ég hélt að stefndi í enn eitt "downstairs" dæmi. ROFL. Love you.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 22:21

5 identicon

Nú!... djöfull er maður vitlaus.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 00:04

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nátturlega er það alveg afklassi að vita ekki skónúmer spússu sinnar, á hvaða vikudegi sem er, á hvaða tíma sólarhringsins sem er.  Þetta er ég nú búinn að hafa alveg á hreinu í einhverja tvo áratugi, enda dvalið á milli þessara lappa hennar góðum stundum.

Karlmenn!

Púff!

S.

Steingrímur Helgason, 3.5.2007 kl. 01:23

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

 Steingrímur!!!

Heiða B. Heiðars, 3.5.2007 kl. 13:32

8 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Heiða - ég ætla að gefa þér ráð sem byggir á djúpstæðri reynslu minni af drukknum karlmanni. Ef augnalok hreyfast í slow motion (auðvelt að sjá það út) þá er lag. Einir skór er ekki málið, skór, nærföt, ilmvötn, rakakrem og bara allt sem þú getur látið þér detta í hug.  Augnalok í slow motion og asnalegt bros, þýða nefnilega eitt. Heilinn er að mestu hættur að starfa nema til að viðhalda nauðsynlegustu líkamsstarfsemi eins og andadrætti en tekur í þessu ástandi vel við utanaðkomandi leiðbeiningum og skipunum.  

Pálmi Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 14:22

9 Smámynd: Saumakonan

djö.. gastu ekki prangað meiru inná karlgreyið????    Færðu ekki söluþóknun??? *glott*

Saumakonan, 3.5.2007 kl. 18:20

10 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Þú ert á hraðri uppleið í bloggvinahópnum!!!

Hlynur Jón Michelsen, 3.5.2007 kl. 21:04

11 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Hefði ekki verið nær að gefa honum 1 bolla af heitu kaffi, en að nota sljógvaða dómgreind hans  í hagnaðarskini ??????

Halldór Borgþórsson, 3.5.2007 kl. 22:44

12 Smámynd: bara Maja...

Hvar vinnuru??, ég ætla að senda kallinn minn til þín og þú má sko negla hann  (ps ég nota skó númer 40)

bara Maja..., 4.5.2007 kl. 20:25

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú hefðir átt að selja honum rassakrem handa frúnni  spirja hann svo hvort hann væri í hreinum sokkum  og hvort hann kinni að greiða í píku

Georg Eiður Arnarson, 5.5.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband