Jóhannes í Bónus er æðislegur!

Ég er nú einu sinni þannig gerð,  að það fyrirfinnst ekki  í mér svo mikið sem pínkulítill bútur þess eðlis eða áhugi, að hafa skoðun (á fólki) eða "nennu" til að setja mig inn í alla skapa hluti.

Það er bara full-time job að vera eitt stk. manneskja. Sinna starfi sínu sem manneskja, eftir bestu getu dag hvern. Það þarf að mínu viti kannski ekki einhvern stórkostlegan vitsmunakraft eða engla-element, sem rennur í æðum til að koma vel fram við annað fólk.

Ég hef alveg hreint einsog aðrir orðið áskynja góðrar og miður góðrar nærveru fólks í kringum mig.

Stundum hefur staðan verið þannig að ég get með engu móti labbað í burtu frá viðkomandi. Það er vont og lýjandi, brakar í beinum og ískrið nær hreint alveg til hjartans á meðan maður brýtur í sér tennurnar...hér um bil. Sjaldnast þó, enda ágætlega tennt.....

Mikið óskaplega hefur fólk misjafna nærveru.

Ég rita þess orð af því að mig langar í umræðunni um þreytta, togaða og lúna baugsmálið að taka upp hanskann fyrir Jóhannes í Bónus.

Setti mig aldrei inn í þetta stóra umtalaða mál en hef í gegnum störf mín í gegnum árin (beint og óbeint) orðið áþreifanlega vör við hversu góða nærveru Jóhannes hefur.

Á Jóhannesi hef ég því myndað mér skoðun og ég neita alfarið að trúa neinu illu upp á hann. Neita því að trúa að störf hans í gegnum árin séu einungis unnin í eigin hagsmunaskyni.

Hæstánægð til að mynda með hafa val um að kaupa ódýrari matvöru með tilkomu verslunarkeðju hans....en ánægðust er ég með hann sem persónu og vinnuveitanda.

Hann er flottur karlinn; teinréttur, horfir beint í augun á manni þegar hann talar við mann, handtakið  þétt, augun svo falleg og traustvekjandi, að hægt er að deyja fyrir þau. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

haha, nei elskan mín góða. Ég var alltaf Wammmmmari!

Heiða Þórðar, 13.5.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Jóhannes hefur gert margt gott fyrir alla í landinu.  Hvernig væri verðlag í dag ef hann hefði ekki opnað Bónus.

Þórður Ingi Bjarnason, 13.5.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega Þórður (ertu nokkuð pabbi minn.....hehe)

Heiða Þórðar, 13.5.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Ester Júlía

Ég þekki Jóhannes ekki neitt en mér hefur alltaf fundist hann traustvekjandi og góðlegur karlangi.    Varðandi Duran Duran og Wham..þá gat ég aldrei ákveðið mig í gamla daga.. var með plököt af þeim báðum bara  ( og takið eftir "VAR")..

Ester Júlía, 13.5.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: www.zordis.com

Jóhannes hefur eitthvað svo yndislega júft og er maður mannsins!  Mér fanst Wham alltaf flottari án þess þó að vera tryggur fan!

Fyrsta tilfinning er stundum það sem maður á að gæla við.  það að horfa í augu segir meira en þúsund orð!  Mikilvægt að fá að horfa í augun á fólki ....  Open your eyes and you´ll se the whole world! 

www.zordis.com, 13.5.2007 kl. 16:06

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jóhannes er góður maður  ég hef fundi þetta líka sumir hafa góða nærveru   og aðrir ekki .

Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2007 kl. 17:28

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Getur maður hitt ykkur gellurnar til að komast að því hvort maður hafi góða eða slæma nærveru

Þröstur Unnar, 13.5.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góður pistill hjá þér Heiða, ég tek fullkomlega undir allt sem þú bendir réttilega á í grien þinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2007 kl. 18:21

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef aldrei haft neitt út á hann Jóhannes að setja, bara þakklát fyrir það sem búðirnar hans hafa gert fyrir okkur, neytendur.   Með góða og slæma nærveru, þá hef ég nú frá ýmsu að segja með það, en geri ekki hér. Ég hef þurft að koma mér undan að tala vil fólk og hreinlega flýja þegar þetta er sem best, annars er ég búin að læra núna tækni til að loka mér og þá líður mér betur

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 21:39

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Áfram Bónus.

Georg Eiður Arnarson, 13.5.2007 kl. 22:18

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur með Jóhannes.  En ekki segja Jónínu frá því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2007 kl. 22:35

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir SVAMPUR kíki þangað þegar mig vantar kellingu, en ekki fyrr.

Þröstur Unnar, 14.5.2007 kl. 12:13

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála... hann er eitthvað svo krúttlegur kallinn

Heiða B. Heiðars, 14.5.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband