Kannski ég skelli mér í ræktina

Þegar ég verð eirðarlaus á ég það til að gera eitthvað allt annað en ég á að vera að gera. Til að mynda núna, bíður eftir mér uppvask og ófullnægjandi vaktaplan.

Ég sit hér semsagt með ykkur.

Hef nú barasta oft verið í verri félagsskap.

Nú í kvöld dettur mér það allt í einu í hug að kannski þyrfti ég smá breytingu. Klippingu sem dæmi...

Ef ég ætti tæki og tól myndi ég gera við tennurnar í mér sjálf, en þar sem ég á skæri þá klippi ég mig sjálf og hef gert í gegnum tíðina.

Þarna stend ég fyrir framan spegilinn og hugsa með mér að ráðlegt væri að fá á sig topp. Ég hugsaði um morgundaginn líka, en oftar en ekki hef ég vaknað upp við vondan draum og skítamóral.

Á ég? Á ég ekki? Á ég? Á ég ekki?

Og ég klippti....og er barasta flott!

Nú svo sest ég niður eftir klippinguna, enn  eirðarlaus í kroppnum og varð hugsað til orða eins vinar míns þegar hann sagði við mig um daginn; (maðurinn vissi auðvitað ekki með vaktaplanið og uppvaskið...)

-Heiða, náðu þér í nýjan karl! Mér skilst að aðal-pick-up staðurinn séu Laugar. Farðu í líkamsrækt.

-Mig langar ekkert í karl! svaraði ég fílulega. Enn síður í líkamsrækt!

Líkamsræktarferill minn hefur verið síður gæfurlegur, en karlaferill minn, skal ég segja ykkur í trúnaði.

Þegar ég var u.þ.b. sex ára kettlingur keyrði á mig bílskömm og ég fótbrotnaði fyrir vikið.

Ég útskrifast af spítlanum og fer út að leika og feitasti strákurinn í hópnum dettur ofaná mig og brýtur á mér löppina aftur, í sama brotið!

Til að kóróna brotinn, hitti ég bílstjórann á bílskömminni 6 árum síðar. Hann var þá leikfimiskennarinn minn.

Þegar ég hvíslaði að honum skömmustulega í einum leikfimitímanum;

- ég er forfölluð, er á blæðingum.

Galaði hann;

-Fáðu þér bara túrtappa stelpa!

Þetta moment var öllu neyðarlegra, en þegar hárvöxtur hófst....

Svo er það á þessar öld, að ég fer aftur í nám. Mig hryllti við tilhugsuninni þegar mér varð ljóst að íþróttir væru skilduáfangar.

Ég mætti þó...

Eitt sinn labbaði kennarinn að mér þegar ég var í einu tækinu og segir;

-Heiða mín, veistu á hvað þú minnir mig?

-Nei....

-Þú ert einsog fermingarstrákur, þarna sem þú dinglar löppunum ....taka á þessu stelpa!

-Heyrðu! Vertu ekki svona andstyggilegur! Hvæsti ég, lagaði á mér hárið, rétt áður en ég blés tyggjókúlu útum litaðar varirnar (næstum því....)

-Ef ég segði þér hvað ég var að hugsa.... þá væri ég fyrst andstyggilegur.

Mér féll annars afar vel við þennan kennara.

Spennandi tímar framundan annars hjá mér, bauðst ný staða í dag. Sem og ég tók.

It´s all happening, kannski maður skelli sér í ræktina baraCool

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Hef þetta stutt. Þú ert drepfyndin.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 21.5.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er einmitt að hugsa um að fara í ræktiana, það verður á heilsugæslustöðinni hér allskonar tæki og sundlaug og heitur pottur.  Ekkert fansý svo sem en notalegt.  Og svo á ég einn vinning af mörgum sem ég fékk á fegurðarsamkeppninni, dekurnudd hjá Stúdíó Dan.  Heheheh held að ég geymi það aðeins þangað til ég hef betri tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vaá ný staða?  Hjá nýju fyrirtæki OMG.  Farðu út að labba í staðinn fyrir að hanga inni í daunillri svitalyktar líkamsræktarstöð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 21.5.2007 kl. 23:33

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég lita bara á mér hárið......held ég sé búinn að prófa alla litina í litrófinu ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 21.5.2007 kl. 23:39

6 identicon

Hei... þú ert alltaf best! ljóshærð...dökkhærð....hvernig sem er...

kv. Kolls

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 09:49

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ræktin, spæktin, ég get ekkert á svoleiðis stöðum. Kynntist reyndar húsbandinu á Reykjalundi    hann er algjör draumur, búin að vera saman í 14 ár, bráðum. Skila honum ALDREY 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 14:46

8 Smámynd: bara Maja...

Fékk Ipod í ammælisgjöf í dag, og skilaboðin voru "nú hefuru enga afsökun fyrir ræktarleysið" (ertu að segja að ég sé feit?) kannski að ég komi bara með þér... myndiru vilja láta sjá þig með beljuskömm í Laugum ? Yrði líklega ekki fengsæl en ...

bara Maja..., 22.5.2007 kl. 15:34

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elskan mín, skelltu þér í ræktina.Og til fjandans með öll vaktaplön. Eruð þið ekki með val-leiðina í vaktatöflugerð? Ekki fá þér nýjan kall, en taktu stöðunni. Ráðleggingar dagsins voru í boði gaaaaaaaaaa

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.5.2007 kl. 17:27

10 Smámynd: www.zordis.com

hræðileg lífsreynsla sem þú varðst fyrir í leikfiminni, ekki hissa að leikfimi heilli þig lítið!  Annars datt færslan sem ég var búin að gera út .... greinilega of dónaleg en klippi klippi tískusveifla kannast við þína aðferð.  Til lukku með nýja stöðu og njóttu lífsins til fullnustu!

www.zordis.com, 22.5.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband