Ó mamma gemmer.....

rós í hárið á mér... tveir litlir strákar eru skotnir í mér....

annar er blindur en hinn ekkert séhhher....ó mamma.......gemmm.....

Ekki að ástæðulausu, en ég er með þetta lag á heilanum! Söng það til að verða þrjú í nótt við undirleik "hrotnanna" frá nágrönnunum.

Dóttir mín hinsvegar trúr og dyggur aðdáandi númer 1. og sá eini ... þegar minn söngur á í hlut....

Klappaði og hrópaði upp yfir sig;

- meira, meira......

Ég er núna hálflömuð eftir margra klukkustunda þramm á 10 cm. háum hælum... kominn í köflóttar náttbuxur, brjóstarhaldarinn floginn.... og ekki einu sinni eldflaugar og fiðrildi fengju mig út á svalir hvað þá meir.

Þó ég sé komin með topp! Þó ég sé komin úr skónum! Og haldaranum.....

Hver fann annars upp þetta pyndingartæki; háa hæla?

Vinkona mín spurði mig um daginn?

Hver heldurðu að hafi fundið upp brjóstarahaldarann Heiða? Ég hugsaði; sá hinn sami og fann upp tappatogarann, en sagði hinsvegar;

-Ábyggilega gaurinn sem fann upp pungbindið.

-Heldurðu það?????

Ég hef álíka mikið við þá vitneskju að gera hver fann upp haldarann og hversu mörg hár ég er með á hausnum.

Annars er alveg ótrúlegasta úrval af brjóstarhöldurum og gera þeir þvílík undur og stórmerki fyrir útlit konu. Getur gert.

Til að mynda er hægt að framkalla fjögur brjóst. Snilld fyrir unnendur brjósta. Það er gert með því að klæða sig í of lítinn haldara... Þið sjáið þetta stundum... og iðullega eru þessar kvennsur með einn nettann upp á arminn.

Svo er hægt að pakka brjóstunum rækilega inn og vandlega renna þeim upp og fyrir þau, í þar til gerða haldara. Aðhaldsbrjóstarhaldara.

Þær brjóstaminni geta fengið stútfyllta og lofttæmda haldara - en varist að klæða ykkur úr dömur, ef um er að ræða fyrsta date....án þess að gera gaurnum rækileg og óttalaus skil, á að um sé að ræða sjónbrellu.

Sjónbrellur, ef brjóstin eru tvö. Svona einskonar töfrabragð. Nema hann sé einstaka húmoristi gæinn.

Búbbs! -horfinn! Farinn! hehe.....-kominn aftur.....! Vei vei voða gaman!

Ef brjóstin eru áttavillt og leitast í sitthvora áttina,  í suður (annað), og hitt vill af áfergju fara í sólina fyrir norðan.....þá er til ráð við þvi...

Þau eru tekin.. sett með valdi í .....(það þarf mikla einbeitni, ákveðni og stundum vissa hörku í þessa aðgerð) en brjóstin eru einfaldlega þvinguð í haldara sem eru hannaðir fyrir þesskonar ólátabelgi.

Vitiði til. Þau haggast ekki. Sitja pikkföst og stillt. Sjá hvorki sólina fyrir norðan eða menninguna fyrir sunnan. Drullusveitt og þreytt, ná varla andanum fyrir loftleysi.

... en þau eru þarna, þangað til þeim er hleypt út.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þvílík snilldaruppfinning!  Ég þekki eina sem var með gerfihár á kollinum, push up sokkabuxum, gerfiaugnahár og með svona stækkandi haldara.  Þegar "bráðin" var komin á það stig að ráða ekki við sig og vinurinn tætti sig úr þá sagði vinkona mín;  Er þér sama þótt þú aðstoðir mig við að taka gerfifótinn af mér ... hérna við hné!  Þau eru gift í dag og hlæja stundum af því þegar frúin byrjaði að koma smátt og smátt í ljós ......  Bara snilldaruppfinningar

www.zordis.com, 23.5.2007 kl. 05:53

2 identicon

Born free! 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 08:30

3 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Ég er áhugamaður almennt um þennan part líkamans. Eins og títt er um gaura. Og þó þessi lesning sé um margt upplýsandi og fróðleg þá jaðrar við að þetta séu óþarflega miklar upplýsingar. 

Rögnvaldur Hreiðarsson, 23.5.2007 kl. 09:24

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Færslan er snilld en kommentið hans Rögga kemst líka nálægt því að vera snilld

Heiða B. Heiðars, 23.5.2007 kl. 09:53

5 Smámynd: bara Maja...

 alveg snilldarpistill !!! takk fyrir mig  

bara Maja..., 23.5.2007 kl. 10:16

6 Smámynd: Hugarfluga

Hehehe ... þú veist af hverju Wonderbra hlaut það ágæta nafn?  Because when you take it off people WONDER where your boobs went.

Hugarfluga, 23.5.2007 kl. 10:25

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðir pistil hjá þér Heiða.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2007 kl. 10:46

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir mig!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 11:27

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

HE he góð grein. Ég hugsa stundum "hvers eiga karlmenn að gjalda" hitta flottan kvenmann sem VILL fara með þeim heim og svo morgunin eftir er allt bara feik, allur stuðningur rokinn út í veður og vind og eftir stendur nakin, flatur, mittislaus og þaðan af verra, kvenmaður. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 13:39

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Úff hvað mér finnst alltaf GOTT að fjarlægja haldarann...á það til að týna honum þar sem ég hendi mér úr honum hvar sem er og hvenær sem er þegar ég fæ NÓG..eins og með tyggjó. Maður getur bara ekki haft það uppí sér mínútunni lengur!!! Dætur mínar eru eins..það eru brjóstahöld um allt hús hérna á stundum og við mæðgur bara með allt frjálst og dinglandi..voða gott!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 19:50

11 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Hlynur Jón Michelsen, 23.5.2007 kl. 21:44

12 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég gat ey mælt...

Hlynur Jón Michelsen, 23.5.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband