Lömbin eru með lafandi eyru

Að halda því fram að veðurfarið hafi ekki áhrif á geðslagið; er argasta klám!

Í dag sá ég nefnilega ekki börnin syngjandi glöð að leik með litríkar blöðrur. Allt grátt. Svart og hvítt.

Var að horfa á fréttir í litasjónvarpinu mínu þegar ég sá frétt um Flateyri. Hún vakti sérstaka athygli mína. Hlutaðeigendur, allir sem einn eiga samúð mína alla.

En mér varð hugsað til eina starfandi læknisins þar; skildi hann Lýður minn Árnason sitja einn eftir á eyrinni. Jæja, hann hefur þá nógan tíma til að yrkja jörðina sína. Glamra á píanóið langt fram á nætur og huga að fuglalífinu í frímínútum.

Kynntist honum fyrir einhverjum árum; Hann er æði!

Hvorki eldri maður eða feitur. En hann er sá karakter sem ég geymi vel og vandlega í hjartanu mínu, alla tíð. Þar á hann pláss sem vel er varðveitt og innpakkað í fallegan pappír, umvafinn rauðri slaufu.

Án þess að ég ætli að dásama vinskapinn eitthvað nánar, var einsog áður sagði geðslagið frekar á skalnum þrem en nærri tíu.

Leitaði  hugurinn því eins og gefur að skilja, til eins colleca hans. Þeir tveir eru báðir læknar semsé, en það sem annar fékk, slapp hinn við; mannfyrirlitningu og hroka.

Held að það sé ekki óvarlega ályktað hjá mér að í læknisfræðinni er sá löstur ekki kenndur sem skildu-áfangi. Heldur er hann val.

Ég sem sé var í þeim aðstæðum fyrir nokkrum (öðrum) árum síðan, að vegir okkar lágu saman, míns og þessa hrokafulla. Í gegnum fyrrv. vin en hann tengdist umræddum, fjölskylduböndum.

Um var að ræða matarboð hjá þessu ágætismanni og hans konu. Andrúmsloftið var frekar dautt... og þrungið og mátti skera það, svo úr blæddi með naglaþjöl.

Upp hófust samræður og ég sett í vitnisstúkuna....

Spurningar um  menntun mína og hvað ég hafi starfað við í gegnum tíðina:

Ég var samþykkt þar.  Sá hann um það, sá er bauð mér til samsætisins að skjóta mér upp á bleikt ský. Taldi þar af leiðandi upp eitt og annað af afrekum mínum....

Ég held, til að verða sjálfum sér ekki til skammar...

Áfram gekk...

-Hverra manna ertu svo Heiða?

Ég leit á Bleika manninn og sá að hann varð rauður og langaði að leysast upp í ský....og hverfa.

-jaa, pabbi minn er dáinn en hann var vélstóri, mamma er sjúklingur.

-Nú? Karlinn var ákveðinn og vildi svör.

-já, bara svona eitt og annað.

-Eitt og annað er ekkert svar, þú hlýtur að vita hvað amar að mömmu þinni!

-það er aðallega svona andlegs eðlis...

-já einmitt það.

Hann horfði á mig einsog móðir mín hefði smitað mig af bráðsmitandi berklaveiki í það minnsta, og ekki nóg með það ætlaði karlinn að lækka greindarvísitöluna ... niður fyrir núllið.

Þeir sem til mín þekkja vita að ég er fullfær um að svara fyrir mig..., en

Svo hélt hann áfram;

-þú bjóst á Nýja Sjálandi er það ekki? Hversu langt er eyjan frá sjónmáli sjávar?

Mér var allri lokið. Reiðin sauð á mér. Bleiki karlinn missti fimm stig í matarboðinu og fékk þau aldrei aftur. Kerling læknisins sat taugaveikluð á meðan karlinn gerði það að leik sínum að  rífa mig í sig með hrægömmunum...

...og hérna er talið upp örlítið brot af hrokafullum og niðrandi athugasemdum hans.

Ég svaraði;

-veistu, ég hef ekki hugmynd um það, en ég veit að lömbin eru með lafandi eyru!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahah góður:)

Ásta pasta (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Veður hefur mjög mikil áhrif á lundarfar.  Það er líffræðilega sannað.  Til að mynda ertir sólarljósið svæði í gagnaugablöðku heilans á þann hátt að heilinn fer að framleiða gleðihormónið seritón. 

Jens Guð, 20.5.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant pistill (sorry hef ég notað þessi tvö orð of saman hér á blogginu þínu?)

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

oft meina ég

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Já, kannast við þetta geðslag, veðrið hefur sko áhrif á mann og þessvegna er ég á leiðinni í Flórídað mitt.... :)

Eva Þorsteinsdóttir, 21.5.2007 kl. 00:39

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

En gott svar með að lömbin hafa lafandi eyru......hahahahaha

Eva Þorsteinsdóttir, 21.5.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Kannski ekki skrýtið að maður sé smá smeykur við að tala við þig.  Þú ert bara svo góð að svara fyrir þig.  Reyndar átti hann þetta alveg skilið.

Sigurður Andri Sigurðsson, 21.5.2007 kl. 20:04

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að segja að maðurinn er dóni. Þú ert sniðug að segja að lömbin hafa lafandi eyru.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.5.2007 kl. 20:04

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Lýður er flottur karakter enda Frjálslyndur. Heiða þú lætur ekki vaða yfir þig, gott hjá þér

Georg Eiður Arnarson, 21.5.2007 kl. 20:57

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann var í 10 sæti í framboði hér fyrir vestan.  En auðvitað eru lömbin þarna með lafandi eyru, hvað annað.   Góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 21:00

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já hann er flottur, hann sagði reyndar að ég væri einsog þessi svarta þarna í Andrésar-blöðunum.... en það er allt löngu fyrirgefið

Heiða Þórðar, 21.5.2007 kl. 21:38

12 Smámynd: Hugarfluga

Ji, dóninn!! Kannast vel við þessar aðstæður, Heiða mín. Lenti í ákveðinni aðstöðu um daginn og endaði á að segja áttræðum kalli að hann væri illa gefinn dóni. Leið samt ekkert betur á eftir.

Hugarfluga, 21.5.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband