Allt útælt

Ef maður spáir í því að þótt að ekkert margvert gerist ... þá skeður alltaf eitthvað pínu sneddý á hverjum degi. Þetta er svona einsog maður kýs að líta á hlutina.

Mér finnst hundleiðinlegt að fá sendibréf t.d. sem eru svona:

Elsku Heiða.

Hvað segirðu gott?

Af mér er allt gott að frétta.

bla bla bla....

að ógleymdu:

ps: bíð eftir bréfi.

Svo á ég önnur bréf, mun skemmtilegri.... hin þessi leiðinlegu, fá Sorpumenn að lesa sér til dundurs á meðan þeir hvíla hugann og augun.

Svo eru það ástarbréfin mín.... segi það satt að ég á nokkur. Sum hver argasta snilld! Frumleg meira að segja...Önnur ja... held að þau hafi verið keypt, coperuð og peistuð... og ekki fyrir mikinn aur. Kannski bara down-load-uð af netinu.

Með einhverju ára millibili sum hver... en viti menn sama orðalagið.

Elsku dúllan mín (hverjum dettur í hug annars að kalla mig dúllu!)  (ég æli....) ) ég hef aldrei elskað neina einsog þig (æli meira) þú ert fallegust í öllum heiminum (enn meira æl....) ég get ekki hugsað mér lífið án þín (nú er allt orðið útælt hjá mér.....) Það er ekki eins gott að elskast/ríða/njóta ásta með neinni eins og þér (búin að æla yfir mig.....)ég dey fyrir þig (er farinn í bað og að þrífa upp æluna hjá mér....)

Mér finnst annars frekar súrt hvað er búið að þvæla og nauðga þessu -ég elska þig! orðum..... Það liggur við að mér finnist meira meining á bakvið það þegar það er sagt við mig á útþvældri dönsku. Í B-mynd, jafnvel í þýskri klámmynd! Eða dýralífsmynd þegar um er að ræða umskurð -uppskurð eða hvað þetta kallast.

En það er samt undurljúft að heyra það. Jafnvel meiningalaust. Í hita augnablikisins. Eða utan þess.

Nú er ég gjörsamlega búin að koma í veg fyrir það að fá eldheitt ástarbréf framar. Jafnvel soðið, hálfvolgt. Útþvælt eða slitið.

En það sem ég ætlaði að segja var það ég fór með leið 4 í vinnuna í dag....

Ekki í frásögur færandi nema fyrir það eitt að upp í vagninn kemur eldri kona. Gömul kona. Þegar hún hafði setið þarna smástund, gargaði hún;

-Númer hvað er helvítis vagninn!

-Fjögur! gargar vagnstjórinn á móti.

-FJÖGUR! Andskotinn. Helvítis, djöfulsins djöfull! ég ætlaði í ellefuna...Ég er að fara uppá helvítis Borgarspítala! þrumar hún útúr sér æst. Svo blótaði hún alla leiðina....alveg farin yfir á tauginni.

Ég var svona hálfpartinn í vandræðum með hvar ég ætti að geyma augun mín, þannig að ég starði á kerlu alla leið...

Ég hugsaði þegar ég fór úr vagninum...., þar sem konan var á góðri leið með að vera búin að "rusla þessu af", ......þ.e. lífinu.

Púff! hún getur sparað sér viðleitnina þessi, við að reyna að komast að innganginum að himnaríki. Hún er V.I.P. beinustu leið til helvítis!

Mér finnst þetta annars sérlega ömurlegur löstur: Blót!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha! Ég fæ ástar-email á hverjum degi frá kagglinum mínum og elska það ... þú myndir eflaust æla. OG ég fer ennþá oft í sleik ... ekki með ypsiloni þó.  Ætlarðu núna að lemja mig??

Hugarfluga, 31.5.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Laugardaginn 9 Júní verður haldið grilpartí heima hjá Grétar Mar. Stuðningskonum Frjálslynda flokksins er sérstaklega boðið og líka gömlum ( Heiða) kærustum?Grétars Mar.

Georg Eiður Arnarson, 31.5.2007 kl. 20:10

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hugarfluga: Mér finnst það yndislegt!Frábært að fara í sleik og ég ætla ekki að lemja þig! Ég ætla að stíga ofaná þig!

Georg: Andskotans vesen. Laugardaginn 9. júní er einmitt sko partý heima hjá einum af mínum fyrrverandi. Þar eru öllum mínum fyrrverandi boðið og stuðningsmönnum mínum líka! Og ég er heiðusgestur! Ég hélt að Grétar ætlaði að mæta....demn!annars er hann meira fyrrverandi hennar mömmu....

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Saumakonan

hmm... þessi litlu 3 orð eru ekki oft sögð hér á mínu heimili en þess þá heldur sýnd í verki.    Aftur á móti kom það fyrir um daginn að ég læddi þessu að mínum heittelskaða og fékk á móti í hlýjum faðmi... "og ég þig"    aaaaawwwwwww þá var nú ekki langt í tárin og sting í hjartað fékk ég      

 ps... verð ég lamin núna?????

Saumakonan, 31.5.2007 kl. 20:36

5 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

 spurning um hvort þú skellir ekki in einu frumlegu ástarbréfi...hef nefnilega aldrei séð svoleiðis...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 31.5.2007 kl. 20:36

6 Smámynd: Brattur

... ég sakna þín svo miiikið að ég gæti næstum daaááið fyrir aðeins þessa einu nooótt í faðmi þér

p.s. hvernig er skriftin?

Brattur, 31.5.2007 kl. 20:56

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Saumakona: nei elskan, ég sting þig

Erla Ósk: púff, á ég að fara að gramsa? tékka á þessu.

Brattur: skrautskrift -italic bold

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Greyið konan hefur kannski aldrei fengið fallegt orð í eyra.... þessvegna blótar hún kannski :)

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:46

9 Smámynd: www.zordis.com

Munurinn ad elska og elska er nokkud taer hér sunnan atlantshafs vid midjardarhafslínuna ......  ég segi vid karlinn minn (oftast ekki neitt) Te Amo en zegar zú ert á kaerasta stiginu segir zú Te quiero!  Eda dansar frá zér nóttina án orda!  Te necesito, kemur líka sterkt inn .....

www.zordis.com, 31.5.2007 kl. 22:12

10 identicon

Fyrir um tíu árum bloggaði Heiða frá Nýja Sjálandi hún gerði það með nýjustu tækni þá... e-mail og við vorum með 28k modem.... þá var heill hnöttur, þrettán klukkutímar og einn send takki á milli okkar. Á hverjum morgni fékk ég nýtt bréf frá henni og það voru ekki ástarbréf... og þó! Einn mánuðinn fékk ég skáldsögu... nýjan kafla á hverjum morgni liggur við. Þess vegna leið mér voða vel þegar Heiðan mín fór að blogga aftur og það er eins gott að það klikki ekki... gó girl... love Kolls

ps. afsakaðu skriftina... ég er með pínu slatta af útprentuðum e-mailum síðan í jan 1998.... gæti verið gaman að skoða saman :-)

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 23:35

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Í alvöru Kolls? Áttu einhverja af köflunum....?

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 23:40

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Eitthvað pínu sniðugt á hverjum degi".  Akkúrat.  Þarf kannski smá æfingu í að finna út hvað það er.  En vel þess virði.

Þú bloggar skemmtilega Heiða.  

Anna Einarsdóttir, 1.6.2007 kl. 00:14

13 identicon

Er þetta ekki allt eins og það á að vera. Helvítis kellingin á leið til hell er frábær.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 00:20

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gubb og æl, aber Ich liebe dich sæta stelpa   passaðu þig a frjálslyndum

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 01:04

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska þig ástin mín, svo óendanlega mikið, svo heitt að þú bráðnar, svo vítt að þú slitnar, svo hátt að þú tognar svo lágt að þú skríður, til tunglsins og aftur til baka og halltu áfram að blogga litli dúllurassinn minn og ástvina mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2007 kl. 01:11

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 það var franskur maður sem elskaði mig útaf lífinu hann var alltaf að skrifa mér ástarbréf ég held að hann hafi skrifað mér 50 ástarbréfÞetta skeði eftir skilnað við X mitt ég fékk nóg ég hreinlega gafst upp á honum

Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2007 kl. 10:33

17 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Elsku Ásdís mín, passaðu bara þig, Frjálslyndur

Georg Eiður Arnarson, 1.6.2007 kl. 15:18

18 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe góð

Ólafur fannberg, 1.6.2007 kl. 16:11

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Love you love you love you

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 21:12

20 Smámynd: bara Maja...

Elsku dúllusnúllan mín  get ekki sagt meir, komin með hiksta af hlátri....

bara Maja..., 1.6.2007 kl. 22:41

21 identicon

Mikið er hún Heiða góð

yndisrósin bjarta,

ennþá liggur hennar slóð

inn í hvers manns hjarta.

Þó ég viti ekkert hver orti, þá er vísan góð og sönn. 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:56

22 Smámynd: Ester Júlía

Hahahaha...snilld! Held ég eigi þrjú ástarbréf frá fyrrverandi mönnum, ef ég er ekki búin að henda þeim í virðingaskyni við minn heittelskaða.  Eitt er á ensku og ef það er ekki ælunnar virði þá er það ekkert!  Bréfið er eins og bleikt silki, bundið inn í enn bleikara sellófan...ekkert karlmannlegt við það. 

Ester Júlía, 2.6.2007 kl. 13:05

23 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Man ekki hvenær ég las eða heyrði sneddý síðast. Hvað þýðir það aftur?

Rögnvaldur Hreiðarsson, 2.6.2007 kl. 14:59

24 Smámynd: Hugarfluga

Sneddý = sniðugt. Og miðað við það er þá leddý = liðugt. Eða hvað?

Hugarfluga, 2.6.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband