Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Snarkólnaði á rassinum...
22.3.2008 | 13:21
Nýjar fregnir voru að berast í hús.
Dyrasíminn hringdi fyrir nokkrum stundum síðan.
Ég hoppaði úr sturtunni og greip um bæði brjóstin því ég hafði ekki hugmynd um hver væri fyrir utan.
-Sæl Heiða, þetta er Gísli.
-Sæll
-Það stendur alltaf svo illa á hjá þér þegar ég kem...
-...já núna reyndar líka, er hér á brjóstunum einum og er á útleið...
-nú (hóst) hmmm...nefnilega þetta er mjööööög sérstakur dagur.
-Nú?
-já Jesús dó í dag.
-haaaaaaaaaa....ég stóð í þeirri meiningu að hann hafi dáið í gær og risið upp frá dauðum þann sama dag um þrjú leytið....
-nei nei hann dó í dag....laugardag.
Ég fann hvernig mér snarkólnaði á rasskinnunum.... og varð hugsað um þegar dóttir mín hafði þennan sama morgun talið 6 putta á hægri hendi minni en fimm á þeirri vinstri...tennurnar í efri góm voru sex samkvæmt nýjustu talningu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Kúkableyja
21.3.2008 | 00:07
Ég veit ekki afhverju, en ég hef verið upptekin af mikilvægi þess að vera glaður, bæði í dag og í gær. Það er yndislegt að vera glaður í "sinni". Finna fyrir sannri og einlægri gleði í hjartanu sínu. Ég á mín "gleði-moment" sjálf af litlu tilefni. Stundum finnst fólkinu mínu að ég ekki hafa neina ástæðu til að vera glöð í mínum aðstæðum sérhverju sinni.
Ég er afskaplega klígjugjörn. Ég viðurkenni fúslega hér með, að mér finnst huggulegra að þvo dóttur minni í framan, en að skipta um kúkableyju á henni. Ég held að það þyki það öllum, þó fæstir viðurkenni það. Ég tók á það ráð þegar ég var að venja hana á klósett að segja sögu...þ.e. fræddi hana um mikilvægi þess að gefa fiskunum að borða. Þessum "sannleika" tók hún fagnandi og sér til þess nú, að einn eða tveir skitnir silungar, fái -eðal-lítinn sólar-kúk með súkkulaðibragði, annað veifið.
Og hún ljómar af sannri gleði þegar það tekst/hefst...stundum fá þeir að drekka með, stundum þurfa þeir að bíða. Það er nú bara einsog það er...
Ég óska ykkur öllum sannrar gleði, í dag og alla aðra daga.
Það er fágætur eiginleiki að gleðjast yfir litlu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ófullnægðar kerlingar og feitir karlar...
20.3.2008 | 23:29
Mig langar til með að deila með ykkur svolitlu litlu leyndó-i; þetta eru flottir karakterar og þrælklárir. Allavega tveir af þeim. Gillz og "Gassi". Kurteisir og stútfullir af húmor.
Af einskærri tilviljun urðu þeir á vegi mínum. Og þvælast vikulega og stundum oftar fyrir fótum mér, mér til mikillar ánægju. Ánægjan er ekki afþví mig langi eitthvað ofan í buxnaskálmina, síður en svo.
Einnig finnst mér við hæfi að það komi fram að það er enginn "akkur" fyrir mig að standa upp fyrir þeim. Og sýnist mér á öllu að þeir séu fullfærir um að gera það sjálfir. Þurfi enga píku út í bæ til þess.
Ég fæ satt að segja mun meiri fullnægju út úr þvi að umgangast fólk einsog ég lýsi hér að ofan...heldur en dónalegum, neikvæðum, ó-riðnum og ó-fullnægðum feitum, andfúlum kerlingarhlussum og körlum, í toguðum, skítugum og teygðum jogging-galla...það er bara þannig.
Það er ekkert sammerkt því að vera vöðvabúnt eða vel á sig komin líkamlega, fallegur og tannaður og heimskur! Neikvæð umræðan fer í "taugina" á mér! Þessa einu.
Er ekki bara málið að snúa sér að skattskilum fyrir árið 2007, en síðasti frestur fyrir rafræn skil eru á miðvikudaginn nk.....(26. mars)
...í stað þess að eyða orkunni í það að draga fólk niður í svaðið (oft bláókunnuga einstaklinga), drulla yfir það án þess að skeina sér á eftir...róið ykkur á neikvæða elementinu í rassgatinu "folks". Þetta er frábær skemmtun! Frábær húmor! Frábært "consept".
Ykkur að segja; þá held ég að þeir/þau hlæi að ykkur... en ekki með ykkur.
Ég er fan hljómsveitarinnar, nr#1...... í mínum þyngdarflokki og er stolt afþví!
Vilja vera nakin í myndbandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.3.2008 kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kæru bloggvinir og aðrir ...
20.3.2008 | 14:13
Ég bið ykkur í mestu vinsemd að sýna þessum degi tilhlýðilega virðingu.
Slökkvið á öllum viðtækum og tólum heimilisins. Hallið aftur augunum (laust -passið að skella ekki í lás) stoppið óþarfa andardrætti (mjúklega), tendrið örlítið kertaljós ...
...ekki örvænta ég er að tala um eina fucking mínútu....eina skitna mínútu..sextíu sekúndur....
...af þeirri einföldu ástæðu að....
...í dag eru nákvæmlega eitt ár og 2 dagar síðan ég byrjaði að blogga einsog motherfucker
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Leita enn að syngjandi smokkum...
18.3.2008 | 23:56
Þegar þú horfir á kleinuhring, hvað sérðu?
Sérðu kleinuhring eða sérðu gatið? Ef þú sérð gatið ertu annaðhvort perri eða afar neikvæð/ur alveg hreinasta satt! Ég er hætt að skrökva. Þetta er svona sami pakkadíllinn og að sjá glasið annað hvort hálffullt eða hálftómt...
Mér datt þetta allt í einu í hug í sambandi við eitt atriði eða tvö... ég hafði farið út um helgina, eina svolítið svona langa örstund...hafði verið að undirbúa matseld og skildi eftir englana eina heima, þessa ósýnilegu sem alla daga eru mér nærri...en kippti einum engli með í bílinn þó...hann Saxa...
Ég hafði kyrfilega gengið frá reykskynjaranum innst inn í lokuðum skáp og áður hafði ég tekið batterýin úr og falið þau fyrir sjálfri mér... ég setti á mig sólarvörn...þvílíkur dagur! Sólin skein...
Með þetta fór ég út brosandi, hoppandi glöð, fagnaði ilminum einsog smástelpa í forljótum jogging-galla sem gerði akkúrat núll fyrir vaxtalagið...
Það varð stelpa á vegi mínum sem ég þekki þó nokkuð vel...hún blótaði sólinni, vorinu og öllu sem því fylgir...
-það er svo andskoti vont að keyra þegar sólinn liggur svo lágt á lofti...og svo þessar helvítis flugur! Tvennum subbulegum blótum tókst henni að troða í eina frekar langa og leiðinlega setningu...
Ég missti andlitið!
Í bókstaflegri merkingu missti ég andlitið í götuna...þarna lá það...með hryllingssvip...þegar ég jafnaði mig tók ég það upp og setti það framan á hausinn...en því miður vildi ekki betur til en svo, að núna situr andlitið á mér frekar skakkt og lafandi svona ofarlega á hausnum einhvernveginn...
...en það hlýtur að lagast með hækkandi sól...ykkur að segja þá skilst mér að öll sár læknist um síðir
Þegar heim kom, tók á móti mér þvílíkur ilmur....ummm hugsaði ég...hangikjötslyktin!...alveg einsog á jólunum...
...heimilið angaði af hangikjöti úr öllum hornum...
...ég leit ofaní pottinn þar sem tvö stór bjúgu og fjórar kartöflur góndu á mig, fokillar og ofsoðnar með stóru fallegu brúnu augunum sínum...
...samviskusamlega og yfir mig spennt yfir kræsingunum tók ég eitt bjúga...og tvær kartöflur... í framhaldi, hef ég tekið afar afdrifaríka ákvörðun í mínu lífi.
Bjúgu eru forvondur matur! Og ekki til neins brúks nýtilegar...ekki neins...ég ætla að taka netta pásu frá bjúgum...
...leita enn logandi ljósi af syngjandi smokkum! Veit einhver hvar þeir fást?
Njótið dagsins í strimla...ræmur og ekki síst í tætlur...
Strákar! Vinsamleg tilmæli til ykkar frá mér, af einlægri væntumþykju.
-í guðana bænum - ekki missa af ykkur andlitið þegar pilsin var að hittast og styttast með hækkandi sól
Æðislegur árstími!
Bloggar | Breytt 19.3.2008 kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Vel grillað rassgat!
17.3.2008 | 21:08
Þetta var svona einn af mínum fuck dögum! Hef ekki tölu á hversu oft ég hef hugsað, sagt eða skrifað fuck í dag...samt hef ég dregið úr útgjöldum heimilisins, því að um leið og ég reif úr mér lykkjuna, hætti ég á pillunni...leita ég nú einsog ofvirk snarklikkuð kerling; að syngjandi smokkum með súkkulaðibragði útum allan bæ. Tveir fyrir einn...með Bjögga eða Bubba...eða báðum saman. Það væri nú flott að kasta þeim tveimur í einn og sama smokkinn. Og éta þá eftir að hafa notað þá og hlustað á undurfagran söng. Ég elska súkkulaði, syngjandi súkkulaði er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það væri nú ekki amalegt að hafa þá syngjandi innan í sér til skiptis. Eftir að hafa notað þá...
Jebb - þetta var fuck mánudagur.
Sem byrjaði auðvitað þegar síminn hringdi á eftir blístrinu, það var tannlæknirinn minn...
-Heiða hæ...
Ég reis upp til hálfs og umlaði með hvorugt augað í pung;
-ummm....hvað er klukkan ? lagðist niður aftur og sneri mér á hina hliðina með símann við eyrað, bætti við ....:
-æi fimm mínútur í viðbót...
Þegar hann sagði mér að klukkan væri 15. mín genginn...og ég væri alltof sein kom fyrsta fuck dagsins...
FUCK! Augun galopnuðust og ætluðu út úr hausnum á mér þegar ég starði á klukkuræfilinn minn ásakandi og óskaði þess heitast að hún sneri tímanum á hvolf... en 08:15 var það...ég rétt náði að grípa augun áður en þau duttu í gólfið og urðu að blárri tyggjóklessu...hjúkkit! Svona er maður heppinn að hafa hendur! Og það tvær.
Útlit mitt? Enn og aftur; var það svart...mjöööög svart! Nánast berrösuð hentist ég út á Saxa, bílinn minn nýskírða. Ég var nærbuxnalaus undir buxunum óhneppt að ofan og ófrágengin. Ógreidd en þó tannburstuð til hálfs. Hálftíma síðar stóð ég fyrir framan hann Nonna minn og þegar eg afsaka mig óðamála á 30 snúningum...einhvernveginn; samblönduð af fiski og fuglahræðu í útliti og til fara, sagði hann mér kurteisislega; -að gjöra svo vel að halda kjafti og loka á mér trantinum....opna hann síðan aftur og halda áfram kjafti....hvernig sem það er nú gert...
En ég gerði það nú samt, enda ekki einleikið hverslags snillingur ég er...Nonni hefur mikið dálæti að mér, honum finnst hann flottur tannlæknir afþví ég sofna alltaf þegar hann er að gramsa eftir einhverjum púkum í mínum munni...hann veit ekki að ég vaki allar nætur og það hefur ekkert með hann að gera þó ég sofni standandi í bankanum þegar ég grenja út yfirdrátt... en ég fæ ekki einu sinni þann drátt! En þeir eru boðnir og búnar að draga bílinn minn þessir andskotar!
Þegar hann var búin að skipta út einni fyllingu fyrir aðra kom annað feitt fuck....
....ég hafði skilið eftir buxnaklaufina opna og gleymt lyklinum heima á borðstofuborðinu!
Jebb...ég vildi að ég væri að ljúga, en svo er ekki....og ég er svo óforskömmuð að ég roðnaði ekki einu sinni undir húðinni, þegar ég renndi klaufinni upp...nei ég glotti útí annað með slef út á kinn, en ég ég hugsaði samt mjööööööög hátt;
fuck fuck fuck....
...og málið er að ég tók fyrst eftir þessu, þegar Nonni var að hneppa fyrir mig kraganum að aftan á toppnum sem ég klæddist, eða klæddist ekki... eftir því hvernig á það er litið...og það er heldur ekki lygi....
Svo þarna upp úr hádeginu (það komu þó nokkur fuck í millitíðinni) og ég hafði ekki ollið neinum stórslysum á sjálfri mér eða öðrum...þá áttaði ég mig á svolitlu...
Við erum að tala um hvort þú viljir steikina þína; rare - medium eða well done!
Ég er semsagt well done og eiginlega þokkalega og rúmlega það....
Rassinn á mér er steiktur í drasl! Pælingin var að vera vel tannaður fyrir athöfnina ....
....athöfnina þegar ég verð ekki lengur hrein mey...heldur grútskítug og vel lyktandi....
Plottið er semsé að víxlan (ég fæ annars engan fucking víxil....)á að eiga sér stað, á eftir bíóferðinni árið 2016, með tveir fyrir einn miðanum sem ég snapaði.....á eftir tveir fyrir einn borgaranum sem hann snapaði þar á eftir....á eftir ferðinni niður á tjörn þegar ég kem með brauðið og hann með smjörið....þar, þar á eftir. Þá verður flugeldasýning!
-Veskú; -hérna er eitt stykki grillað, fitusnautt og gerilsneytt rassgat. Gjörðu svo vel og verði þér að góðu.
-Klíptu endilega í það og gerðu það fast
-Bon Apertit.
Bloggar | Breytt 18.3.2008 kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Drullaði yfir hann með rassgatinu...
16.3.2008 | 09:42
Sólin skín á þessum sunnudagsmorgni og ég finn hana smjúga inn í hjarta mitt. Þetta er yndislegur árstími þegar allt er að vakna til lífsins...sér í lagi brosið sem hefur verið falið hjá mörgum af samferðamönnum mínum ofaní kassa...og geymt niðrí kompu...neðst í kassanum. Mér sýnist flestir vera búnir að finna það.
Ég elska frelsið. Ég elska að vera frjáls en þó er gott að vera í sambandi en þó frjáls. Ég elska að keyra um í þögninni eða að spjalla á lágstemmdari nótum. Sambandið mitt við bílinn minn er orðið svo persónulegt að mér finnst við hæfi og tími til komin að gefa honum nafn. Ég er að hugsa um að fara á Select nú á eftir og skíra hann með viðhöfn. Læti af öllum toga eiga illa við mig. Mér finnst vont að tímasetja hvenær ég hringi í fólk. Viðkvæði mitt er einatt; heyrumst! Mamma segir stundum;
-hvenær?
-veit ekki, hringi þegar ég hringi...
Vinkonur mínar og vinir þeir bestu skilja mig og þekkja mig og láta sér það í léttu rúmi liggja hvort það sé deginum eftir eða mánuði seinna sem við erum í sambandi.
Besta lýsingin á þessu er kannski þegar ég flutti út til Danmerkur fyrir mörgum árum. Ég tilheyrði stórum vinkvennahóp. Búið var að skipuleggja borða-úti-thing...og ball með Sálinni á eftir. Ég elska Sálina og ég elska að fara út að borða...en....
...einhvernveginn fór það svo að allir, hver og einn einasti mætti...og skálaði fyrir mér...nema ég var ekki á staðnum...en...
...ég var fyrir utan þegar ballið var búið og tók á móti þeim, brosandi. Allir hlógu og höfðu gaman að.
-þetta er svo lýsandi fyrir þig Heiða, og botnlaus gleði ríkti í hópnum. Allir höfðu skemmt sér og engin var með skítafíluna lafandi út í mig. Kærleikurinn ríkti. Enginn móðgaður allir sáttir...sumir reifir og aðrir meira "drunk". Það eru frábær forréttindi að fá að vera maður sjálfur. Ég er í þeirri aðstöðu í dag að ég get nýtt mér það í drasl. Í tætlur og ræmur.
---
Ég fór í gallabuxum í vinnunna í vikunni. Síðastliðna sex mánuði get ég talið það á fingrum annarar handar hversu oft ég hef klæðst slíkum fatnaði. Það er fucking kjaftæði að gallabuxur séu þægilegur fatnaður...akkúrat ekkert frelsi felst í þvi að klæðast níðþröngum gallabuxum sem skerast upp í heila á manni...(ok ok klof -mér finnst þetta bara svo andstyggilegt orð)...og "vakjúmpakka" rasskinnunum saman þannig að þær ná ekki andanum. Jafnvel þó stimplað sé á rassinn; Karen Millen, Lewis eða Diesel er þetta forvondur klæðnaður. Eykur kannski aðeins á þægindin að að borgað var 20.000 kall fyrir brækurnar...fyrir aðra að sjáþegar kíkt er á rassinn...
Seinnipart dags í gær, hafði ég það á hörkunni að rogast með þrjá stútfulla svarta ruslapoka af fatnaði fyrir aðra að njóta, sem minna mega sín. Og það í níðþröngum gallabuxum...þegar heim var komið fauk brjóstarhaldarinn og buxurnar fyrir náttbuxur og bol...þannig líður mér best. Það er frelsi.
Ég minnist á hér að ofan; í sambandi við "að skerast upp í heila" (en þetta orðalag nota ég stundum þegar ég kvarta undan því að ...að mér þrengi) heilinn og greind mín eru að engu leyti í klofinu á mér! Af sérstökum ástæðum verð ég að koma því á framfæri.
Fyrir einhverju var mér addað af einhverjum aðila á msnið. Og þó ég sé óvitlaus get ég verið ansi græn og samþykkti viðkomandi fyrir mörgum mánuðum án umhugsunar...Ég hafði rifið mig úr einsog ég sagði frá í gærkveldi og útlitið var svart. Þá á ég við að þegar ég var einsog fiskur í framan, teygð toguð og tuskuð. Ég segi ekki að ég hafi verið einsog skata, tindabykkja, karfi eða þorskur....öllu heldur einsog svona ufsi. Enda hafði ég skellt mér í ljós.
Svo þar sem ég sit fyrir framan tölvuna að vinna, kemur allt í einu á msn-inu;
-halló
ég hugsaði ohhhhhhhhh damn! ekki er ég að nenna þessu...
...sagði samt eitt lítið hæ (bara pínkuponsu) hann sagðist hafa fundið mig á blogginu og svo kom;
-ertu fyrir yngri stráka?
eftir að hafa drullað yfir hann með rassgatinu blokkeraði ég hann út.
Greind mín og heili eru ekki í klofinu á mér og mér finnst vont að hafa svona flatlúsir hangandi utan í mér takk...ef ég væri tilkippileg og auðveld væri símanúmerið mitt í skránni...ég er hvorki fyrir yngri stráka, eldri menn, viðskiptafræðinga, lögfræðinga eða tónlistamenn.
Ég fylgi hjartanu mínu ávallt í samskiptum mínum við allt fólk...ég elska; góða gegnumheila stráka, menn, karla og einstaklinga sem sýna mér virðingu.... og skipti þá engu hvað þeir starfa...hvort buddan sé létt eða þung.
Eigiði góðan sunnudag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Bleikur smokkur...
15.3.2008 | 12:32
Haldiði að hafi ekki dottið engill að himni ofan og beint í fangið á mér! Ég greip hann og ætla ekki að sleppa honum! Þessi englastrákur gerði sér lítið fyrir að skúbbaði út flatlúsum, maurum og reyndar myndum líka...út úr tölvunni og setti inn nýtt vinnsluforrit. Kominn með splunkunýja tölvu...þetta er svona einsog að endurfæðast og klæðast gömlu druslunum sínum áfram.
Jebb.....pjalla - tippi - rassgat...dí, var komin með illt í magann að burðast með þetta og fá ekki útrás fyrir perrann í mér...því ekki stend ég beint upp á borðum og segi klámbrandara, hvað þá að ég sé í daglegri umgengni einsog á blogginu mínu.
Ég elska bloggið mitt. Ég hef sárlega saknað ykkar allra.
Ég hef fengið mail á hottið mitt þar sem þið kæru vinir eruð mörg að athuga hvort sé í lagi með mig. Takk fyrir það. Gott að finna væntumþykjuna í bloggvinahópnum mínum.
Ég er annars svaka fín enda á ég svo mikið af flottum fötum, nei ég hef það í alvöru rosagott. Takk fyrir mig. Er svona að detta í gírinn á bloggið aftur og gera það að hluta af tilveru minni aftur.
Englastráknum fannst hæfa mér vel að hafa vinnsluumhverfið bleikt á tölvunni.... ég veit ekki hvað það er, en einhvernveginn minnir þetta mig á smokk. Ég sem aldrei hef bleikan smokk augum litið...hef séð þá í nokkrum útgáfum, með broddum ma. en aldrei bleikan smokk...ekki enn
Bíllinn minn situr í hlaðinu og býður þess að húsfreyjan komi út með skrúbbinn. Ég á einstakan bíl. Hann fer í gang eftir eigin geðþótta og mér finnst það svolítið krúttlegt, nema ef vera skildi þegar ég er að verða of sein í vinnu eða eitthvað slíkt, því tengdu. Þá sparka ég í kvikindið en hugsa með sjálfri mér þegar taxi-driwerinn er búin að slíta af mér 2000 kúlum....-æi elskan, þú ert með persónuleika...en fjarska geturðu verið vondur við mig stundum!
Rúðurnar hafa þann einstaka hæfileika að hoppa upp og niður eftir "behag" en þar sem vorið er komið ef ekki sumarið bara -skiptir það ekki rassgat máli! (gott að segja rassgat )
Vá! í guðana bænum, kíkið út um gluggann...sjáið þið bara; þetta er allt að ske;
Við erum að tala um að sumarið er komið!
Farin út að leita að bleikum smokkum....
Njótið stundarinnar með mér
es; nýjar myndir af mínu liði
Bloggar | Breytt 16.3.2008 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Ég hata blýstur!
6.3.2008 | 20:28
Mér gengur bæði erfiðlega að sofna og vakna. Erfiðar er að vakna þó en sofna.
Og þó...er ekki svo viss lengur.
Einhver kom með þá hugmynd við mig að ég ætti að skella í mig sexföldum brennivíni og fá mér eitt rothögg með sleggju aftarlega á hnakkann...
....æi, nei veit ekki...ég elska næturnar. Ég elska að vaka þegar aðrir sofa. Kyrrðin er góð. Elska að
horfa á aðra sofa.
Ég vakna við gemsann minn. Stundum hefur ástandið verið þannig að mig hefur langar mest til að öskra þegar ég heyri tóninn frá símanum. Allavega æla pent. Í hvíta fötu. Á hverjum einasta morgni
druslast maður samt svefndrukkinn inn á baðherbergi horfir í spegilinn með annað augað í pung og hugsar; mikið andsk. er ég falleg. Guð var mér góður. Ég meina hver gerir það ekki? Sem er verulega svefndrukkinn.
Sturta. Bráðnauðsynlegt. Frekar kalda. Svona nasistatæki dauðans sem vekur þreytta
limina upp frá dauðum, þeir standa svo blýspertir í allar áttir að pyntingu lokinni.
Húðin strekkist við þetta og yngist upp um heila nótt. Vaknar upp frá dauðum. Farðað
andlitið og fatadruslur, ásamt freðnu brosi, fela svo hin eina sanna raunveruleika sem undir býr.
Einu sinni man ég að karlmenn blýstruðu á eftir manni. Það er hætt. Nú er ekki móðins að blýstra á eftir sætum, ljótum eða feitum hvað þá mögrum rössum. Nei núna er gengið beint til verks og gripið
í þá. Ef maður er heppinn. Ég er heppinn.
Ég breytti vekjaratóninum í símanum mínum í blístur. Semsé það er blístrað á mig á hverjum morgni. Hélt ég yrði sáttari við að vakna. Það er ekki að virka.
Blístrið vekur upp ógleði. Ég vil frekar að það sé gripið í minn rass á morgnanna takk...
Ég er þreytt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ogguponsu typpalingur...
5.3.2008 | 23:13
-Aðeins eitt ráð Heiða...eitt ráð til þín frá mér....láttu klippa spottana í burtu, sagði fósturfaðir minn númer: 319. Þetta er einasta ráðið sem ég man eftir frá honum blessuðum....og ekki held ég að hann hafi borið hag minn fyrir brjósti í sambandi við spottana...en hvað veit maður svo sem. Ég vissi um náin kunningskap hans og míns þáverandi...ég er að fatta þetta fyrst núna! Fuck!
-Nú ...sagði ég spyrjandi í mínu mestasta sakleysi.
-Já fjárans spottarnir eru fjandi særandi.
Ég sagði fátt en hugsaði mitt: Dísess hvað þessir blessuðu spottar hljóta að vera langir og strangir!!!....man ekki betur en mamma hafi verið að kvarta yfir því hvað karlinn væri limastuttur...grannholda og veikburða eitthvað...gott ef ekki holdsveikur bara....
...en ok...með þetta ráð fór ég af stað.
Man ég sat fyrir framan þann rauðhærða og rauðskeggjaða, þann sama og ég hef síðan haldið tryggð við.
Lagði ríkulega áherslu á að hann klippti burt alla spotta og setti eitthvað svona pent, snoturt og smellið stykki upp. Hann stakk upp á Pink Slim Line...
...mér leist vel á Pink Slime Line...fannst það einhvernveginn passa bæði vel við rúmfötin mín og ....já sjálfa mig skulum við segja.
Í dyragættinni að verki loknu, segi ég í gamansömum tón;
-þú klipptir burt spottana, er það ekki?
-Ahhhhhhh....nei ég gleymdi því!
Ég var frekar örg svona þegar ég þurfti að rífa mig úr öllu aftur (kannski ekki öllu en ....) til að láta karlinn klippa burtu óþarfa spotta, á fyrstu og einu lykkjunni minni, henni Pinký.
Já, ég varð aðeins fúl þó að öllu jöfnu ég láti mér það mjög vel líka að afklæðast.
Bara að tékka hvort tölvuófétið sé búið að éta upp lúsinaen sagan er sönn
Bloggar | Breytt 6.3.2008 kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)