Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Mig langar til að klippa táneglur...

Alltaf kemur lífið á óvart! Einsog í morgun þegar ég leit út um gluggan, að mínu viti svo snemma að það jaðrar við geðveiki. Bílaplanið var alsett snjó! Hvað er verið að pota vorilmi í nebbann á manni og kasta svo snjó niður úr loftinu og alla leið á bílinn minn. Einstaklega smekklegur húmor.

Ég veit ekki hvað það var, gera, en þarna sem ég stóð við svalahurðina mína, fékk ég allt í einu logandi samviskubit og var yfirfull af eftirsjá. 

Málið er að ég er svona sambland af; pabba, mömmu og Siggu ömmu. Útkoman er æði skrautleg... ég er hálfgerður sauður, en samt gölli, afar góð en get um leið verið  tík.  Á köflum geggjuð, kjaftfor og frek. En óttalega meinlaust grey samt sem vil öllum vel. Engin dramadrottining en samt algjör pest á köflum. Feiminn en samt ekki...

Ég fékk samviskubit yfir því við svalahurðina, að hafa ekki haft lyst á að klippa táneglurnar á henni ömmu minni á meðan hún lifði. En ég bjó hjá henni til 17 ára aldurs. Eða þar til að einn eðal-riddarinn hreif mig á braut í mína fyrstu sambúð. Ég held að hafi einhverntíma komið þvi að hér; að ég er afar klígjugjörn. Það að klippa táneglur á öðrum en börnunum mínum, finnst mér bara alls ekkert "sexi" tilhugsun. Þarna sem ég stóð í morgun við hurðina, langaði mig svo að fá ömmu, bara rétt til að snyrta á henni tá-neglurnar...eða þannig.

Einhverra hluta vegna verða allir dýrlingar þegar þeir eru komnir yfir móðuna miklu. Gallar viðkomandi og óljúf karaktereinkenni verða að gulli slegnum demöntum. Ég held það væri alveg inn í myndinni,  til að koma í veg fyrir þessa andstyggðar-tilfinningu sem samviskubit er; að bera meiri virðingu fyrir því sem lifir. Öllu sem lifir.

Þegar ég er farin að hugsa um að mig langi til að klippa grjótharðar táneglur á ömmu minni...þá er tími til að kíkja aðeins í kringum sig, á þá sem eru mér á meðal.

Það er deginum ljósara.

 


Hjartastopp

Afhverju erum við læst inn í steypukassa alla daga, látum okkur lítt varða þó karlinn á neðri hæðinni sé búin að liggja dauður inni hjá sér í rúmt ár? Látum okkur standa á sama þó nályktina leggi af vitum okkar. Nálykt af einmannaleika.

Afhverju erum við hætt að "banka" uppá hjá hvort öðru og ganga svo rakleiðis inn...einsog einu sinni. Oh ég man, ég man...muniði þegar fólk heimsótti hvort annað? Fékk sér vínarbrauð og kaffi.

Ég fékk svona hálfgert "flash-back" seinnipart dags.  Þurfti að skjótast suður að sækja "gögn". Ég hafði gleymt tvennu smálegu...það er; ég gleymdi að pissa og ég gleymdi að borða.

Ég brunaði með logandi hlandsperring í blöðrunni og öskrandi maga undir óaðfinnanlegu og straujuðu útlitinu. Þegar ég staðnæmdist við grátt virðulegt steinhúsið sá ég þrjá bíla í hlaðinu. Einhver hlaut að vera heima. Hjúkkit! Mamma hafði keypt þetta hús fyrir 18 árum, nema sá hængur varð á; hún flutti aldrei inn í húsið. Bara karlinn -með son þeirra beggja.

Ég opnaði hurðina einsog ég hafði gert oft áður, um leið og ég renndi niður pilsinu mínu að aftan... og kallaði;

-GUNNI.....GISLI !

Þögnin svaraði mér með opinni ískaldri klósettskál. Ég settist og tók eftir að á gólfinu lá Lesbók Morgunblaðsins. Annað hvort Gunni eða Gísli hafði fengið sér að kúka með lestrinum, þennan sama morgun. Ég glotti ein með sjálfri mér, ásamt kaldri klósettsetunni. Karlmenn! hugsaði ég. Það er kjaftæði að þeir geti ekki nema einn hlut í einu! Þeir kúka og þeir lesa...

...allavega eftir að hafa tekið út verkið fyrir framan spegilinn og þvegið hendur mínar, tók ég einn rúnt um neðri hæðina. Ég þurfti að hafa mig alla við að stökkva ekki beint í tiltekt. Þvílíkt og önnur eins óreiða! Ég rölti mér inn í eldhús og sá piparkökur í boxi. Borðaði fjórar standandi við gluggann og naut þess að finna til í þessu húsi. Finna einhvernveginn fyrir sjálfri mér. Einhverjar minningar tróðu sér að ... ég flúði áður en þær náðu tökum á mér...

...í framhaldi af þessu varð mér hugsað hvað væri heimilislegt þegar hýbýli fólks væru bara opin.  Í dag fæ ég taugaáfall ef einhver hringir hjá mér bjöllunni. Taugaáfall. Fall á taugarnar. Um daginn skeði það að bjallan hringdi og ég átti ekki von á neinum. Ég man hvernig blóðið fraus í æðum mínum, hjartað stöðvaðist, klukkur heimilisins héldu í sér andanum og loks henti ég mér inn í skáp og var þar ...lengi vel. (aðeins fært í stílinn...en ekki mikið sko...)

Ég hef aldrei komist að því hver var fyrir utan....kannski einhver að stefna mér? axarmorðingi? nauðgari? (nei varla svo heppin)...kannski bara trÚboðinn Gísli, sem hittir alltaf á mig berrassaða...kannski einhver krakkinn sem hafði gleymt lyklinum inni...kannski kannski kannski...

Hvað veit ég svosem? En þetta var mjög óþægilegt.

Lífið er auðvitað geðveikislega geggjað! Og á eftir að verða enn betra...samanber það að við fjarlægumst hvort annað með hverju árinu...og við tekur endalaust og aðeins (öruggt) cybersex. Í sannleika sagt get ég ekki beðið! W00t

Skítt með nánd og tilfinningakjaftæði, einsog mamma mín kom svo réttilega inná; þessu fylgir bara subbuskapur...ég hef aðeins fengið smjörþefin af framtíðinni, hvað þetta varðar. Held að það hafi kallast forleikur...þegar einn einstaklingur fann hjá sér þörf til að senda mér í tíma og ótíma smámyndir á msn...sbr. pör í allskyns ástarleikjum...

....þetta var svo frábært að ég get eiginlega ekki beðið með að sjá, hvert þetta leiðir okkur eða hefði gert.... ef ég hefði ekki blokkað viðkomandi!

Fuckit! Í sannleika sagt þarf aðeins meira til að koma mér til.

Njótið komandi viku, ykkar einlæg Heiða Heart


Hvað er ást?

Við erum að tala um að upp rann sunnudagur til sælu, fyrir löngu löngu síðan. Svaf einsog tindabykkja langt yfir og allt í kringum hádegi. Munaður sem mér sjaldnast hlotnast. Sofnaði að vísu undir morgun, en það er allt önnur saga; reyndar skemmtileg saga og leyfi ég hugmyndaauðgi ykkar að stjórna för...

...skil eftir laust pláss og þrjár línur fyrir ykkur að fylla uppi. Af þeirri einföldu ástæðu að mér þykir fjarska vænt um ykkur.

Veskú;______________________________________________________________

___________________________________________________________________

___________________________________________________________________

 

Og þá er komið að því.

Hvað er ástin?

Er hún kannski bara von og tál? Draumsýn? Hverful og hjóm eitt í sálinni? Leiftur hugans? Gredda? 

Já er hún kannski ekki bara botnlaus og endalaus gredda? Við viljum svala okkar lægstu/hæstu hvötum... svona eftir því hvernig á það er litið.

Ég komst að eftirfarandi niðurstöðu í nótt.

Ástin og kærleikurinn eru systkin. Þau eru æðsta og sannasta eðli mannsins. Perla sannleikans og fegursta gjöf sem um ræðir. Sönn ást og kærleikur eru laus við eigingirni og ágirnd, öfund og afbrýði. Hún er laus við metorð, dóma og hefnd. Hún er síung og hrein. Ekkert fær sigrað ástina. Ekkert. Stórkostlegt afl í Paradís.

Ást og kærleikur eru heilögust allra tilfinninga. Hún er hrein og fögur lífsins sameining. 

Óska ykkur öllum sannrar ástar. Ástin sigrar allt.Heart

Og auðvitað botnlausrar greddu líka ef út í það er farið ... Cool


...búin að fá þér drátt nýlega?

Síminn hringdi. Ég get ekki sagt að ég hafi verið í úthverfri íhugun beint, en ekki alveg í stuði til að spjalla. Móð og tætt eftir geðveikislega tiltekt þennan morguninn ásamt göngu út í búð á  bleiku náttbuxunum, sat ég við svalahurðina og horfði út í vorið...

... dásamaði fegurðina á því sem augu mín mættu.  Grátt  steinhúsið með bláa þakinu glotti við mér, undir ljúfum tónum úr spilaranum. Síminn hélt áfram að hringja.

Skjárinn sýndi svo um var ekki villst; MAMMA

Ég svaraði hressilega;

-Nei sæl mamma  mín hvað segirðu þá?

-þú hringir aldrei! Hér hringir ekki nokkur kjaftur!

-svona svona...ertu búin að fá þér drátt nýlega? spurði ég hressari en hressari... 

-neihei...drátt!!!??? (fyrirlitilega)

-það borgar sig svo sem ekkert að vera að því brölti neitt, þessu fylgir svo mikill subbuskapur...(hlæjandi)

-oj...já nærfötin og lakið allt útbýað...(enn meiri fyrirlitning)

-einmitt! (afar ósannfærandi)

-en þú Heiða mín? (ögn hressari)

-ekkert nýlega... (ekki mjög dapurlega)

-einhverjir vilja nú alveg örugglega... (uppörvandi)

-jebb...(sjálfumglöð)

Svo mörg voru þau orð.

Njótið þessa yndislega dags með mér Wink og mömmu...Heart


...þá hugsa ég; ýmislegt

Ég er þessa stundina haldin mótstöðuþrjóskuröskun.  O.D.D. (obsessive disobedienet disorder).

Allavega snert af fyrirbærinu, smá angi teygir sig inn undir húðina og gerir þetta kvöld aðeins meira leiðinlegra en ella. Þá hugsa ég; Fuck! einsog mér einni er lagið. 

Ekki gott - ekki gott - ekki gott!  

Nenni fyrir enga muni að taka þátt í umræðum um hækkun á bensínverði (varla ástæða til þess hjá mér keyri um á free-bee´s útþynntum bensínvökva....), hækkun á mjólkurlítranum, að þjóðfélagið sé að fara fjandans til...að Björn  Blöndal sé drullusokkur, að sumarið komi ekki fyrr en í ágúst...að það sé skítkalt, að ísland sé yfirfullt af pólverum og hatri! Að þjóðvegir landsins séu ísi stráðir...og að karlmenn beri barn undir belti.

...í Guðana almáttugsbænum...gefið mér smá "breik" hérna... 

....ella sé ég mér ekki annað fært en að drekkja heimasímanum í klósettskálinni og henda gemsanum inn í uppþvottavél...í veikri von um að númerið ruglist...og upp fyrir mér verði lokið nýju símanúmeri, nýjum samböndum, nýjum tækifærum...nýju klassa-liði sem statt er í sömu stjarnfræðilegu vídd og ég sjálf. 

Velkomin í drauma-ó-raunveruleika-veröld Heiðu Þórðar...raunveruleikinn er leiðigjarn.

Góða helgi elskurnar mínar allarHeart


Nobody's pxxxx from Blueberry Hill...

Ég læt alltaf dæla bensíni á bílinn minn. Þetta er munaður sem ég leyfi mér, hversu létt sem buddan er hverju sinni. Ég hef fengið ávítur frá mínum sérlega bíla-ráðgjafa. Endalausir fyrirlestrar um hversu miklu ég beinlínis hendi af peningum útum gluggann fyrir þessa óþarfa þjónustu. Ég sé nú ekki of góð til að dæla sjálf...og gildir þá einu hvort ég sé nýkomin úr handsnyrtingu eða ekki. Hvort ég sé íklædd pilsi í 50 stiga gaddi....og frosthætta frá helvíti í móðurlífi og endaþarmi sé að veði. Hvort ég pissi uppí vindinn eða á hann...hvort ég sé á hælum og brjóti á mér öklana.

Ég er enganveginn sammála honum. Margítrekað hef ég bent viðkomandi á, að einhverjir verði að greiða launakostnað þessarar blessuðu manna, sem ég er farin að þekkja með nafni. Í hvert og eitt einasta skipti sem ég renni í hlað á mínum eðalvagni koma þeir hlaupandi. Ég fæ toppþjónustu. Ég greiði líka að hluta laun þeirra. Stundum koma þeir tveir í einu...eftir því hvort þurfi að skafa snjóþungar rúður...því sjaldnast skafa ég meira en rétt tvö gægjugöt. Oftar en ekki þrífa þeir líka rúðurnar, vitandi að önnur rúðuþurrkan er fyrir löngu lömuð og úr sér gengin. Að viðbættu því að rúðupiss-dunkur/blaðra er enginn í bílnum. Þegar ég rétt skáskít annari löppinni inn á bensínstöðina eftir einum mjólkurpotti, heyri ég hrópað úr öllum og sérhverju horni;

Hæ Heiða...hi Heida...hææ Heia...hei heyja...svona eftir því hverslenskur viðkomandi starfsmaður er...ég veifa og dingla framan í þá rassinum...fleygi kossi út í rokið og er flogin með það sama...glöð og ánægð með að vera; nobody´s pussy from  Blueberry Hill...

Seinnipartinn í dag var ég í lúnari kantinum og legg við dæluna mína, en hún er líka alltaf sú sama; nr: 7. Timo kemur hlaupandi með bros á neðri vörinni sinni...

...ég pota puttanum ofan í budduna mína og dreg upp ræfils fimmhundruð kall með sjúskuðum fúlum karli framan á...svo sé ég annað krumpudýr á þúsund kalli... öllu hressari til augnanna....

....á ljóshraða, reiknaði ég út að ég myndi geta keyrt í vinnuna og heim á þúsundinu fram að mánaðarmótum...þ.e.a.s. ef ég keyrði hratt....mjööööög hratt.

Ég rétti Timo geispandi úrillan peninginn. Hann tók við þúsundkallinum og brosti.  

Ég val-hoppaði inn á stöðina (passaði mig á að dingla rassinum hæfilega mikið til hægri) og valdi bláan beljuvökva út í kaffið, eftir þrælmikla umhugsun. Borga brúsann og labba út í kuldan til Timo...hann brosir undursætt þar sem hann stendur og dælir...og dælir og dælir....án þess að hafa sett á sig smokk...

...hann var komin upp í 5.830.- Brosið hans stífnar þegar hann áttar sig, en áður en það gerist tek ég eftir að hann er með tvær stíftennur, hið minnsta. (engan perra-hugsunarhátt hérna) En hann var-er fjarska sætur, af einhverra þjóða kvikindi að vera. Íslenskt (fyrir Heiðu) já takk.

Ég var margítrekað beðin afsökunar á bensínstöðinni af yfirmönnum Timo...og ég alveg bit.

-Og hvað nú?...spyr ég. Viðbúin því að bensíninu yrði ælt uppúr bílnum aftur...

-ekkert og neitt, svarar vaktstjórinn. Þetta eru okkar mistök...afsakaðu þetta bara, okkar mistök....

-en Timo...lendir hann í vandræðum?

-nei nei...

-olræt þá... segi ég (lítið sem ekkert fúl) ....ég keyri í burt... auðvitað alsæl með dauðadrukkinn bensíntank á spott-prís. (hvaða væl er þetta annars útaf bensínverðhækkunum?) Bað til Guðs að Saxi yrði ekki tekin fyrir ölvunarakstur...

....ég hugsaði með sjálfri mér, svolítið hátt svona og ákveðið; -auðvitað fyrirgef ég þessa yfirsjón...en þó aðeins með einu einasta skilyrði;

Að þetta komi ALDREI fyrir aftur! 

Lánið gjörsamlega leikur við mig þessa dagana...og ég sem hélt ég væri á vanskilaskrá...Cool

 


Hún sat ekki einu sinni berrössuð fyrir framan mig!

-Heiða, það er eitthvað breytt við þig... (sagði vinkona mín við mig í morgun)

-nú? (ég hissa)

-Já þú ert eitthvað svo óvenjuleg sæt í dag...bætti hún við...

-er það? (augun galopnuðust og ég varð eitt stór-undur-og-stór-merki í framan)

-heyrðu, heyrðu góða mín....ÞÚ FÉKKST ÞÉR EINN Í GÆR! (stórt bros færðist yfir allt andlitið á henni)

-neeeeeeiiii....

-JÚ! (ákveðin)

-nei alveg satt....

-í alvöru? (ég sá hún trúði mér ekki alveg)

-já í alvöru...þú verður fyrsta manneskjan sem ég segi frá því þegar það gerist...meira að segja áður en til þess kemur...áður en hann veit afþví..

Ég tók hægri hendina mína uppúr vasanum og breytti henni í nýjustu gerð af Nokia farsíma með myndavél á augabragði...lagði hann upp að eyranu með leikrænum tilbrigðum...og tók netta senu á þetta.

-já sæl, Heiða hérna...heyrðu hann er að setja á sig smokkinn...

-er hann búin að klæða þig úr nærbuxunum.... (skaut hún inní leikritið)

Við hlógum einsog fávitar af vitfirringunni og fjarstæðunni.... sér í lagi þegar litið er til þess að þegar ég missi loks meydóminn...verð ég sjálfsagt hvorki farin að nota  (syngjandi) smokk...hvað þá nærbuxur.... 

...þessi óútskýranlegi sætleiki og blik í augum, sem ekki var til staðar deginum áður, skil ég ekki. Hlýtur eitthvað að hafa gerst í draumalandinu mínu...en ég man sjaldnast drauma...því er nú ver og miður, sannast hérna. Vona þó að sá sem álpaðist upp á mig í nótt hafi verið ókvæntur og að ég hafi verið á pillunni...því ekki eru barneignir inn á framtíðarplaninu. Ekki einu sinni í draumum mínum.

Sem minnir mig á eitt... 

 ---

Fór til skattstjóra í dag til að semja um smáskuld frá fyrra skattatímabili. Einnig blundaði það í mér að negla kauða gæti komið mér og mínum nánustu til góða...nema hvað.

Þarna sit ég í biðsalnum með úr sér lesið tímarit í hendi og hugsa um hvernig ég ætli að tækla þetta. Sú tillaga sem ég ætlaði að leggja fram var frekar óraunhæf...og þyrfti í raun kraftaverk til að ég fengi mínu framgengt.

Velti þessu fyrir mér þarna sem ég sat og beið og hugsaði;...ohhhhhhh, ég vona að ég þurfi að díla við einhvern gæja...en ekki dömu...

Æi what ever...hvort sem verður þá nota ég bara trixið mitt þegar ég er að  semja við "yfirvaldið"...læt sem hann/hún sitji þarna berrössuð fyrir framan mig...hvernig er þá hægt annað en að finnast maður vera skör hærri en viðkomandi,  sjálfur alklæddur einsog rúllupysla upp undir höku en nærbuxnalaus að vísu...og svo sit ég bara sem fastast...vitandi að Tollstjóraembættinu lokar kl:15.30...og klukkan langt gengin í fjögur.

Nema hvað...

...ég var rétt búin að klæða "kellu" úr öðrum sokknum, þegar hún samþykkti málamiðlunarlaust! 

Prófið ... þetta svínvirkar! Cool


Ég er í enn einni ástarsorginni...

Þetta var afar átakanleg stund. Fyrir okkur bæði, mig og hann. Aldrei hefði ég getað trúað að ég myndi bindast einhverjum svo sterkum tilfinningaböndum á svo skömmum tíma. Hafði kynnt hann fyrir vinkonu minni, sem sagði;

-Heiða, negldu hann. Þið eruð æðisleg saman!

-nei, ertu brjáluð manneskja...þú veist hann er lofaður!

-hva...því má nú breyta..., hún ítrekaði hvað við værum flott saman.

Svo sat ég í hlýjunni og dró að mér andan djúpt í gegnum nefið, til að finna af honum ilminn, í hinsta sinn. Hann grét. Ég grét.

-Ekki fara Heiða....mér finnst svo gott að hafa þig í fanginu....

-ég verð að skilja við hérna...þú tilheyrir mér ekki... ég mun aldrei aldrei gleyma stundunum okkar saman...hvíslaði ég og strauk honum blíðlega allstaðar og útum allt.  

Þegar ég stóð á veröndinni skjálfandi af kulda og horfði á eftir honum keyra útí buskann...tók minn gamli ótrausti, mígleki, andfúli, ljóti og "dintótti" drulluskítugi og kaldi Saxi við mér.

Sá var fúll!

Ég settist inn og hugsaði um viðhaldið og skammaðist mín ekki neitt niður í rassgat fyrir að hafa verið ótrú. Ekki rassgat. Ég settist inn og í kjölfarið rennblotnaði ég á rassinum...

-Druslan þín, hvíslaði kvikindið út í kvöldið.

-Þegiðu fíflið þitt...komdu mér heim....og ekkert óþarfa stopp á leiðinni félagi, ekkert leigubílaútkall sem rífur þúsundkallana úr veskinu mínu! 

þegar ég gerði mér grein fyrir því, að aftur hafði ég endurheimt fulla og algjörlega verðskuldaða alla athygli samferðarmanna, á þessari hálftímaleið minni heim....

...leið mér aðeins betur. Wink

Góða nótt elskurnar mínar allar -dreymi ykkur fallega bíla í nótt.Heart

Shit...hvað mig langar í flottan bíl! FootinMouth


Með dós í rassinum....

Þvílík helgi, þvílík helgi!

Fullyrði hér með að þetta er besta páskahelgin mín til þessa. Við mæðgur erum tímalausar báðar tvær, þess vegna hófst sukkið hjá okkur á miðvikudagskvöldið. Og stendur enn....alls fimm stykki páskaegg bárust hér í hús.  Við unum okkur mjög vel saman og erum gjörsamlega tíndar í  eigin félagsskap, því var afar eðlilegt að hún syngi; -ég sá mömmu kyssa jólasvein á föstudaginn langa, er við löbbuðum niður Laugaveginn á leið okkar til andanna á "tjörninni" með páskabrauðið.  Vegna þessarar óvirðingar okkar á tíma og rúmi, sungum við saman hástöfum í bílnum, seinnpart páskadags ; m.a. hæhójibbíjei og jibbíjei...það er komin 17. júní! í mígandi grenjandi rigningu og roki í þessum líka svaðalega flotta bíl sem okkur hafði hlotnast að láni, yfir hluta helgarinnar.

Sá bíll er nýskriðin úr móðurkviði og ekki enn búið að klippa á naflastrenginn...nánast óslitinn og ónotaður jeppa-lingur. Við vorum himinlifandi, hún þarna aftur í, bleika prinsessan með borð og flottheit og ég einsog drottning...syngjandi drottning.  Við sátum svo ofarlega og vorum svo kátar að okkur fannst við báðar getað snert Guð og englana....ég sá grasið ofan frá en ekki frá sama sjónahorni og þegar ég keyri minn bíl...þá sit ég í götunni...(en það er gott að keyra hann sko....Happy)

Þegar við keyrðum til að sækja glæsivagninn (á Saxa) þá var rigning...

Sóldís mín sagði;

-mamma þú þarft að hafa regnhlíf til að skemma ekki fína hárið þitt... 

Jebb....bílinn minn míg-lekur...heldur hvorki vatni, hvað þá vindum... Blush

Eina einasta sem skyggði á helgina var heimsókn mín til ömmu minnar. Ég hef áður sagt það og stend við orð mín varðandi elliheimili; ógeðfelldir geymslustaðir! Ég fann svo vel lyktina af dauðanum, mér varð kalt og ég grét þegar ég horfði á hana þessa elsku. Svo lítil og umkomulaus þessi fallega kona sem  var/er svo stór og merkileg og gladdi svo marga með skrifum sínum.  

Þegar ég fór frá henni var mér enn ískalt...og hitnaði ekki í kroppnum fyrr en ég sá kjúkling upp á eldhúsbekk í heimahúsi þar sem okkur mæðgum var boðið í mat. Upp í rassinn á honum hafði verið troðið pilsnersdós. Þvílík snilld. Þið verðið bara að prófa. Hef aldrei smakkað annan eins kjúkling og hef ég borðað þá marga. Bara tilhugsunin um ræfilinn þarna sem hann stóð einsog bjáni (nýkomin úr ljósum...) fær mig til að skella uppúr. 

Njótið leifanna af páskunum og komandi vinnuviku mínir kæru bloggvinir og þá sérstaklega skessa.blog.is Heart

Að endingu ljóð eftir ömmu mína Ingibjörgu Sigurðardóttur; 

 

PÁSKAMORGUN 

Upp er risin hetjan hæsta.

Himnesk friðarsólin blíð

rís í austri guðdóms glæsta

gulli ritar löndin við.

Lífið sælan sigur vann

sigurdýrðar meistarann.

Lofi allir einum rómi,

yfir heiminn lofgjörð hljómi.

 

Enginn getur elskað meira

en að gefa lífið sitt,

og með heitum æðadreyra

afmá synda-helsið mitt.

Líf sitt gaf, svo lifði ég,

líkamsdauða gerði að veg

upp í himins eilífð bjarta,

upp að Drottins föðurhjarta.

 

Lífs og kærleiks-sólin sanna

sigurbjört um eilífð skín.

Eina leiðarljósið manna

lífs um tíð, sem aldrei dvín.

Lífið sjálft er Kristur kær,

kraft og þroska öllum ljær.

Hann er allt, sem andinn þráir,

allt sem vona stórir smáir.

 

Hátíð hinnar hreinu gleði,

hátíð lífs og kærleikans.

Yfir Drottins dánarbeði

dýrstur ljómar sigur hans.

Klökk af gleði krýp ég nú

kross þinn við í ást og trú

Jesú,  páskasólin sanna,

sigurgjafi kynslóðanna.


Gleðilega páskahátíð...

...óska ég ykkur öllum af heilum hug.

Knús í klessu og þrjúþúsund og einn koss. Allir sem einn innsiglaðir inn í blúndum-skreyttum kassa...með rauðri slaufu...Winkverði ykkur að góðu og njótið í botn.

Ykkar HeiðaHeart

ps. afsakiði skriftina Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband