...búin að fá þér drátt nýlega?

Síminn hringdi. Ég get ekki sagt að ég hafi verið í úthverfri íhugun beint, en ekki alveg í stuði til að spjalla. Móð og tætt eftir geðveikislega tiltekt þennan morguninn ásamt göngu út í búð á  bleiku náttbuxunum, sat ég við svalahurðina og horfði út í vorið...

... dásamaði fegurðina á því sem augu mín mættu.  Grátt  steinhúsið með bláa þakinu glotti við mér, undir ljúfum tónum úr spilaranum. Síminn hélt áfram að hringja.

Skjárinn sýndi svo um var ekki villst; MAMMA

Ég svaraði hressilega;

-Nei sæl mamma  mín hvað segirðu þá?

-þú hringir aldrei! Hér hringir ekki nokkur kjaftur!

-svona svona...ertu búin að fá þér drátt nýlega? spurði ég hressari en hressari... 

-neihei...drátt!!!??? (fyrirlitilega)

-það borgar sig svo sem ekkert að vera að því brölti neitt, þessu fylgir svo mikill subbuskapur...(hlæjandi)

-oj...já nærfötin og lakið allt útbýað...(enn meiri fyrirlitning)

-einmitt! (afar ósannfærandi)

-en þú Heiða mín? (ögn hressari)

-ekkert nýlega... (ekki mjög dapurlega)

-einhverjir vilja nú alveg örugglega... (uppörvandi)

-jebb...(sjálfumglöð)

Svo mörg voru þau orð.

Njótið þessa yndislega dags með mér Wink og mömmu...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fjölskyldan sameinast í áhuga máli sínu; hollri hreyfingu og blóðrásaörvun!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.3.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

jebb og hreinlæti

Heiða Þórðar, 29.3.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flottar stelpur!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.3.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.3.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

hahahah heyri í ykkur í huganum

Sigrún Friðriksdóttir, 29.3.2008 kl. 14:43

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

:)

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.3.2008 kl. 16:33

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Á ég að hjálpa:)

Einar Bragi Bragason., 29.3.2008 kl. 17:00

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Hey, þetta er hommalegasti pistill sem ég hef lesið hjá þér ...

Gísli Hjálmar , 29.3.2008 kl. 17:37

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

enda engin smá trukkalessa hér á ferð....

Heiða Þórðar, 29.3.2008 kl. 18:40

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Æ nei aldrei fær hún Heiða neitt .

Georg Eiður Arnarson, 29.3.2008 kl. 21:04

12 Smámynd: Gísli Torfi

Judi Dench  gæti verið systir mömmu þinnar.. manstu þegar ég sagði þetta um mömmu þína " hún er eins og moviestar" gogle-aðu á Judi Dench ( magnað)

góða helgi

Gísli 

Gísli Torfi, 29.3.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

MAGNAÐ GÍSLI!!! what the fuck....má ekki annars segja fuck?

Heiða Þórðar, 29.3.2008 kl. 23:51

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mæður eru mæða mikil...

Steingrímur Helgason, 30.3.2008 kl. 00:03

15 identicon

Verð að segja eins og er að þetta voru mér mjög athyglisverðar og framandi samræður...endaði þetta bara sí sona...með jebbi? Mínar samræður við gamla manninn eru svona.

ég: hæ pabbi. eitthvað að frétta?

pabbi: nei ekkert.

ég: ertu ekki hress, hvernig er heilsan?

pabbi: ég er að drepast.

ég: vertu nú rólegur, þú ert ekkert að drepast...þú verður hundrað hehe.

pabbi: þögn

ég: eitthvað að frétta ha. eitthvað heyrt í systrunum?

pabbi: það hringir aldrei kjaftur í mig og þá hringi ég ekki í neinn.

ég: já það hafa allir nóg að gera með sitt og svona.

pabbi: já drengurinn minn...jæja má ekki vera að þessu, er að fara sjóða mér slátur eftir molasopann

ég: ok bæ.

pabbi: blessi þig. 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:26

16 identicon

hehe góður!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:54

17 Smámynd: Ásgerður

Ásgerður , 30.3.2008 kl. 09:37

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 13:30

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 31.3.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband