Mig langar til að klippa táneglur...

Alltaf kemur lífið á óvart! Einsog í morgun þegar ég leit út um gluggan, að mínu viti svo snemma að það jaðrar við geðveiki. Bílaplanið var alsett snjó! Hvað er verið að pota vorilmi í nebbann á manni og kasta svo snjó niður úr loftinu og alla leið á bílinn minn. Einstaklega smekklegur húmor.

Ég veit ekki hvað það var, gera, en þarna sem ég stóð við svalahurðina mína, fékk ég allt í einu logandi samviskubit og var yfirfull af eftirsjá. 

Málið er að ég er svona sambland af; pabba, mömmu og Siggu ömmu. Útkoman er æði skrautleg... ég er hálfgerður sauður, en samt gölli, afar góð en get um leið verið  tík.  Á köflum geggjuð, kjaftfor og frek. En óttalega meinlaust grey samt sem vil öllum vel. Engin dramadrottining en samt algjör pest á köflum. Feiminn en samt ekki...

Ég fékk samviskubit yfir því við svalahurðina, að hafa ekki haft lyst á að klippa táneglurnar á henni ömmu minni á meðan hún lifði. En ég bjó hjá henni til 17 ára aldurs. Eða þar til að einn eðal-riddarinn hreif mig á braut í mína fyrstu sambúð. Ég held að hafi einhverntíma komið þvi að hér; að ég er afar klígjugjörn. Það að klippa táneglur á öðrum en börnunum mínum, finnst mér bara alls ekkert "sexi" tilhugsun. Þarna sem ég stóð í morgun við hurðina, langaði mig svo að fá ömmu, bara rétt til að snyrta á henni tá-neglurnar...eða þannig.

Einhverra hluta vegna verða allir dýrlingar þegar þeir eru komnir yfir móðuna miklu. Gallar viðkomandi og óljúf karaktereinkenni verða að gulli slegnum demöntum. Ég held það væri alveg inn í myndinni,  til að koma í veg fyrir þessa andstyggðar-tilfinningu sem samviskubit er; að bera meiri virðingu fyrir því sem lifir. Öllu sem lifir.

Þegar ég er farin að hugsa um að mig langi til að klippa grjótharðar táneglur á ömmu minni...þá er tími til að kíkja aðeins í kringum sig, á þá sem eru mér á meðal.

Það er deginum ljósara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo ljúfar minningar Heiða mín sem maður á um ömmu sína.  Sakna minnar enn í dag.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hahahah, en hún amma þin var engum lík, en ég er sammála þér, en svona getur söknuðurinn farið með mann. Að maður verði meira að segja tilbúin að klippa harðar inngrónar táneglur, eða bara að fá þetta eina augnarblik aftur

Sigrún Friðriksdóttir, 31.3.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef samviskubitið nagar þig Heiða mín farður þá bara á elliheimilin og klipptu aðrar gamlar táneglur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

ALDREI!

Heiða Þórðar, 31.3.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það situr einhver tánaglafóbía í mér síðan amma mín var á lífi, menntaður snyrtifræðingur og get ekki ennþá klippt bara einhverjar táneglur frábið mér alla svoleiðis vitleysu

Huld S. Ringsted, 31.3.2008 kl. 23:03

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég skal klippa þínar .....sorrý alltof lang síðan,,,,,,,,þú ert lang flottust

Einar Bragi Bragason., 31.3.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ömmur mínar voru sko lángbestari...

Man nú lítt til að hafa leyft þeim að nagast í tásunum mínum, en fyrirtek ekki að slíkt gæti nú hafa gerst, enda var ég víst einstakur ljúflíngur sem barn & lítt snertifælinn.  En endurgalt líklega ekki greiðann þann, ef gjörður var.

Hins vegar er mamma mín líklega hámenntaður snyrtisérfræðíngur, (svo að það sé nú ekki alveg á Huldu), & ég á alveg til í að leyfa henni stundum að taka litla metróið sitt í 'peticure' & 'manicure' & hún lítt fælin við.

Enda á mar að vera góður við góðar konur..

Kenndu ömmur mínar mér...

Steingrímur Helgason, 1.4.2008 kl. 00:19

8 identicon

Sæl Heiða mín.

Svo þú varst ekkert fyrir að snyrta fótfingraneglurnar,það kemur,áður en þú veist af,klippir þú 10 sett á dag.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 03:31

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er svona minning sem ég myndi reyna að gleyma

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.4.2008 kl. 05:41

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi sama og Gunnar

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2008 kl. 17:14

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss þú ert gleðigjafi

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 17:37

12 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Knús og kossar

Linda Lea Bogadóttir, 1.4.2008 kl. 17:52

13 Smámynd: Gísli Hjálmar

Hvernig ætli táneglurnar á honum Issa (Jesús Kristur) hafi verið.

Hann vappaði nú um allt berfættur, var reyndar í sandölum. 

En í þokkabót held ég að hann hafi ekki gengið í nærfötum. Einungis verið í þessu hvíta laki allt sitt líf - ef líf skyldi kalla.

... hvernig ætli menn hafi klippt á sér neglurnar á þessum tímum?

Kannski barið þær af með steini ... kannski voru menn ekki með táneglur á þessum tíma.

Gísli Hjálmar , 1.4.2008 kl. 18:37

14 Smámynd: Ásgerður

Þú veist ég skil þig betur en ég vildi,,,,,hugsa svo oft til hennar nöfnu minnar heitinnar, og hvað ég hafði mörg tækifæri til að gefa til baka, það sem hún gaf mér,,,og hún bað bara um að láta klippa táneglurnar,,,en við lærum á meðan við lifum, eða það vona ég

Lov jú

Ásgerður , 2.4.2008 kl. 07:44

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert barasta algert yndi

Solla Guðjóns, 4.4.2008 kl. 04:04

16 Smámynd: Þ Þorsteinsson

´fóstur sonur minn spurði mig í gær til hvers er maður með neglur ? (var að skoða neglur á fingri sínum sem hann hafði blóðgað fyrr um daginn) það kom upp,í huga minn "ekki hugmynd " kom samt með þessa fáránlega svarfrá mér ,svo konur gætu gert sig fína og kalla til að nagað, sá á honum hversu fárálegt þetta svar var.

Þ Þorsteinsson, 4.4.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband