Ég er í enn einni ástarsorginni...

Þetta var afar átakanleg stund. Fyrir okkur bæði, mig og hann. Aldrei hefði ég getað trúað að ég myndi bindast einhverjum svo sterkum tilfinningaböndum á svo skömmum tíma. Hafði kynnt hann fyrir vinkonu minni, sem sagði;

-Heiða, negldu hann. Þið eruð æðisleg saman!

-nei, ertu brjáluð manneskja...þú veist hann er lofaður!

-hva...því má nú breyta..., hún ítrekaði hvað við værum flott saman.

Svo sat ég í hlýjunni og dró að mér andan djúpt í gegnum nefið, til að finna af honum ilminn, í hinsta sinn. Hann grét. Ég grét.

-Ekki fara Heiða....mér finnst svo gott að hafa þig í fanginu....

-ég verð að skilja við hérna...þú tilheyrir mér ekki... ég mun aldrei aldrei gleyma stundunum okkar saman...hvíslaði ég og strauk honum blíðlega allstaðar og útum allt.  

Þegar ég stóð á veröndinni skjálfandi af kulda og horfði á eftir honum keyra útí buskann...tók minn gamli ótrausti, mígleki, andfúli, ljóti og "dintótti" drulluskítugi og kaldi Saxi við mér.

Sá var fúll!

Ég settist inn og hugsaði um viðhaldið og skammaðist mín ekki neitt niður í rassgat fyrir að hafa verið ótrú. Ekki rassgat. Ég settist inn og í kjölfarið rennblotnaði ég á rassinum...

-Druslan þín, hvíslaði kvikindið út í kvöldið.

-Þegiðu fíflið þitt...komdu mér heim....og ekkert óþarfa stopp á leiðinni félagi, ekkert leigubílaútkall sem rífur þúsundkallana úr veskinu mínu! 

þegar ég gerði mér grein fyrir því, að aftur hafði ég endurheimt fulla og algjörlega verðskuldaða alla athygli samferðarmanna, á þessari hálftímaleið minni heim....

...leið mér aðeins betur. Wink

Góða nótt elskurnar mínar allar -dreymi ykkur fallega bíla í nótt.Heart

Shit...hvað mig langar í flottan bíl! FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert prakkari af guðs náð. Það er ég viss um. Ég á flotta rennireið og er mega sátt við bílstjórann líka.  Ekki slæmt það.  Farðu vel með þig dúllið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gott að viðhaldið var þess virði ormurinn minn

Sigrún Friðriksdóttir, 25.3.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

love you guys góðar kveðjur inn í nóttina

Heiða Þórðar, 25.3.2008 kl. 23:56

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eymíngja Saxar þessa lands...

Steingrímur Helgason, 25.3.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sko ef þú færð þér nýjan þá heitir hann líka saxi

kveðja

saxi

ps þú ert lang flottust

Einar Bragi Bragason., 26.3.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Geturðu ekki skaffað henni keyranlegu farartæki Einar, þá hlýtur þú að ráða nafninu

Sigrún Friðriksdóttir, 26.3.2008 kl. 00:51

8 identicon

Fliss

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 01:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Ásdísi og Sigrúnu líka, þú ert bæði prakkari og ormur addna stelpuskott

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 01:19

10 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 02:10

11 Smámynd: Solla Guðjóns

HeHH.....ormur þú ert algjörg gormur

Solla Guðjóns, 26.3.2008 kl. 08:26

12 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

haha - þú er frábær.
Bjóddu mér í bíltúr á bæjarins bestu. ÉG BORGA.

Linda Lea Bogadóttir, 26.3.2008 kl. 08:42

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stundum þarf bara að halda framhjá....

Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 09:21

14 Smámynd: Anna Guðný

Þú ert yndisleg. Var eitthvað hálfsyfjuð áðan og þurfti einmitt svona lesningu til að vakna.

Anna Guðný , 26.3.2008 kl. 09:35

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær Heiða mín

Kristín Katla Árnadóttir, 26.3.2008 kl. 09:44

16 Smámynd: Vertu með á nótunum

vá.... og hvað svo....?? er ekki framhald?

Vertu með á nótunum, 26.3.2008 kl. 10:13

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2008 kl. 11:40

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.3.2008 kl. 11:52

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 26.3.2008 kl. 12:39

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blessi þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 13:43

21 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

 Alltaf frábær.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:19

22 Smámynd: www.zordis.com

Blaut á bossanum ... knús á þig sæta dúlla!  Stundum verða sumir hlutir til góðs þótt þeir virki ekkert góðir   En hvað veit ég svossum ef mig skyldi kalla ....

www.zordis.com, 26.3.2008 kl. 17:05

23 Smámynd: Gísli Hjálmar

Hugmyndaflug þitt er svona einsog Hafrannsóknarstofnun ...

... það er aldrei að vita hvað þessi ágæta stofnun mun segja um fiskistofnana, en það virðist samt alltaf koma mönnum jafnmikið á óvart.

Þú ert samt skemmtilegri. 

Gísli Hjálmar , 26.3.2008 kl. 17:38

24 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.3.2008 kl. 18:20

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég er með einn flottan bíl sem ég er til búin að gefa með áhvílandi láni. Afborganir eru 28.000 á mánuði. Úborguninn er það sem fæst hefins. Mí fjármál eru þannig að ég hef ekki efni á honum lengur. Þetta er bíl í s.k fjármögnun og mjög góð kaup, sérstaklega fyrir .á sem eiga fyrirtæki og geta keypt hann á nafn fyrirtækissins. Í toppstandi og fallegur og þgilegur að aka í...þá sleppur þú við leigubilanna... ég hef aldrei auglýst hann. svo ef þú vilt..þá er hann þess virði að skoða hann...

Óskar Arnórsson, 27.3.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband