Ég hata blýstur!

Mér gengur bæði erfiðlega að sofna og vakna. Erfiðar er að vakna þó en sofna.
Og þó...er ekki svo viss lengur.

Einhver kom með þá hugmynd við mig að ég ætti að skella í mig sexföldum brennivíni og fá mér eitt rothögg með sleggju aftarlega á hnakkann...

....æi, nei veit ekki...ég elska næturnar. Ég elska að vaka þegar aðrir sofa. Kyrrðin er góð. Elska að
horfa á aðra sofa.


Ég vakna við gemsann minn. Stundum hefur ástandið verið þannig að mig hefur langar mest til að öskra þegar ég heyri tóninn frá símanum. Allavega æla pent. Í hvíta fötu. Á hverjum einasta morgni
druslast maður samt svefndrukkinn inn á baðherbergi horfir í spegilinn með annað augað í pung og hugsar; mikið andsk. er ég falleg.  Guð var mér góður. Ég meina hver gerir það ekki? Sem er verulega svefndrukkinn.


Sturta. Bráðnauðsynlegt. Frekar kalda. Svona nasistatæki dauðans sem vekur þreytta
limina upp frá dauðum, þeir standa svo blýspertir í allar áttir að pyntingu lokinni.
Húðin strekkist við þetta og yngist upp um heila nótt. Vaknar upp frá dauðum. Farðað
andlitið og fatadruslur, ásamt freðnu brosi,  fela svo hin eina sanna raunveruleika sem undir býr.

Einu sinni man ég að karlmenn blýstruðu á eftir manni. Það er hætt. Nú er ekki móðins að blýstra á eftir sætum, ljótum eða feitum hvað þá mögrum rössum. Nei núna er gengið beint til verks og gripið
í þá. Ef maður er heppinn. Ég er heppinn.

Ég breytti vekjaratóninum í símanum mínum í blístur. Semsé það er blístrað á mig á hverjum morgni. Hélt ég yrði sáttari við að vakna. Það er ekki að virka.
Blístrið vekur upp ógleði. Ég vil frekar að það sé gripið í minn rass á morgnanna takk...

Ég er þreytt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég líka

Brúnkolla (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég get tvennt í einu blístrað og klipið.....og örugglega líka prumpað í leiðinni sem sagt 3 hluti........Supermann

Einar Bragi Bragason., 6.3.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við eina fjölina var hún ei felld,
að því er veit eða held.
Ég veit hvorki hvað
eða hvort það er það,
var Heiða keypt eða seld.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert óborganleg elsku Heiða mín.  Eru strákarnir hættir að blístra, hlaut eitthvað að vera, ég saknaði einhvers

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 20:58

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Fjúúddd fjúúúú

Sigrún Friðriksdóttir, 6.3.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sá eini sem blístrar á mig þessa dagana er maðurinn minn......................þegar honum vantar eitthvað!

Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: www.zordis.com

Huld .... karlinn þinn hefur gott nafn til að skamma!!!!

Þreyta mæ dog hvað ég þekki hana en er að reyna að úða í mig vítamínum úr ávöxtum .... verð vonandi komin í fullt fjör um helgina og ætla að blístra yfir hafið!

Kyss og knús!

www.zordis.com, 6.3.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvennaréttinda konur hafa nú eitthvað á móti að menn blístri og gripi um rassinn á hinu kyninu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 23:05

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ekki heldurðu að Heiða sé skáparauðsokka Gunni ???

Sigrún Friðriksdóttir, 6.3.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Nei þeir eru hættir að blístra á eftir manni... horfa bara einhverjum sérkennilegum augum á mann á rauðu ljósi núorðið...
Ég hélt í gær að ég væri kominn á sjens... Hann horfið svo á mig gæinn á rauðu... síðan stakk hann puttanum í nefið og gróf eftir leyndarmálum dagsins. Ég horfði á móti og kveikti mér í sígarettu... Hann var þá bara með störu... á eitthvað allt annað en mig
Annars man ég nokkra sæta gæja á Benidorm hér fyrir nokkrum árum. Þeir blístruðu og snéru sér við - sögðu meira að segja Linda Linda... og ég varð svo upp með mér að þeir vissu hvað ég héti... hehe - komst svo að því löngu síðar að Linda þýðir víst falleg... Í dag nota ég bara Leu nafnið...

Linda Lea Bogadóttir, 6.3.2008 kl. 23:42

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég þekki þetta blístur maðurinn minn blístrar  mikið úff.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 11:22

12 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Heiða mín; er ekki bara spurning um að láta símann vekja þig með því að láta hringinguna hljóma svona;

 " rosalega langar mig að klípa þig í bossann... Rosalega langar mig að klípa þig í bossann"...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 7.3.2008 kl. 11:30

13 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða keyptu þér ferð til París eða Rome og þú færð 10000 plístur og heilann her af kvikindum gangandi eftir þér á hverjum degi.

málið leyst...  " svona er að vera í lausnini "

Gísli Torfi, 7.3.2008 kl. 14:11

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Blístur eða grip til vöknunnar fer nú frekar eftir eyrnastærð & afturendarúmmetrafermáli viðtakandans.

Dona vísindalega ályktað til þægindaauka gerandans..

Steingrímur Helgason, 7.3.2008 kl. 21:03

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl skottið mitt. Ég kann ekki að blístra en gæti fengið húsbandið í lið með mér.  Vona að þú sofir vel í nótt. Knús og kram 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 22:35

16 Smámynd: Solla Guðjóns

kallar þora ekkert að blístra.........kvenréttindakerlingar eru búnar að skemma það.......svo þeir ganga bara hreint til verks.......

Annars veit ég ekki ¨hugmynd" um þetta engin blístrar á mig lengur nema hraðsuðuketillinn

Solla Guðjóns, 8.3.2008 kl. 13:35

17 Smámynd: Unnur R. H.

Það er nú svo langt síðan það var  plístrað á eftir mér að ég man það ekki.

Enda ekki eftir nokkru að sækjast svo sem

Unnur R. H., 8.3.2008 kl. 23:04

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Systir mín átti lengi vekjaraklukku sem galaði eins og hani á morgnana. Hún var vinaleg.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:51

19 identicon

Ég flauta alltaf á eftir þér...í hljóði þó.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband