Bleikur smokkur...

Haldiði að hafi ekki dottið engill að himni ofan og beint í fangið á mér! Ég greip hann og ætla ekki að sleppa honum! Þessi englastrákur gerði sér lítið fyrir að skúbbaði út flatlúsum, maurum og reyndar myndum líka...út úr tölvunni og setti inn nýtt vinnsluforrit. Kominn með splunkunýja tölvu...þetta er svona einsog að endurfæðast og klæðast gömlu druslunum sínum áfram.

Jebb.....pjalla - tippi - rassgat...dí, var komin með illt í magann að burðast með þetta og fá ekki útrás fyrir perrann í mér...því ekki stend ég beint upp á borðum og segi klámbrandara, hvað þá að ég sé í daglegri umgengni einsog á blogginu mínu.

Ég elska bloggið mitt. Ég hef sárlega saknað ykkar allra. 

Ég hef fengið mail á hottið mitt þar sem þið kæru vinir eruð mörg að athuga hvort sé í lagi með mig. Takk fyrir það. Gott að finna væntumþykjuna í bloggvinahópnum mínumBlush.

Ég er annars svaka fín enda á ég svo mikið af flottum fötum, nei ég hef það í alvöru rosagott. Takk fyrir mig. Er svona að detta í gírinn á bloggið aftur og gera það að hluta af tilveru minni aftur.

Englastráknum fannst hæfa mér vel að hafa vinnsluumhverfið bleikt á tölvunni.... ég veit ekki hvað það er, en einhvernveginn minnir þetta mig á smokk. Ég sem aldrei hef bleikan smokk augum litið...hef séð þá í nokkrum útgáfum, með broddum ma. en aldrei bleikan smokk...ekki ennWink

Bíllinn minn situr í hlaðinu og býður þess að húsfreyjan komi út með skrúbbinn. Ég á einstakan bíl. Hann fer í gang eftir eigin geðþótta og mér finnst það svolítið krúttlegt, nema ef vera skildi þegar ég er að verða of sein í vinnu eða eitthvað slíkt, því tengdu. Þá sparka ég í kvikindið en hugsa með sjálfri mér þegar taxi-driwerinn er búin að slíta af mér 2000 kúlum....-æi elskan, þú ert með persónuleika...en fjarska geturðu verið vondur við mig stundum!

Rúðurnar hafa þann einstaka hæfileika að hoppa upp og niður eftir "behag" en þar sem vorið er komið ef ekki sumarið bara -skiptir það ekki rassgat máli! (gott að segja rassgat ) Smile

Vá!  í guðana bænum, kíkið út um gluggann...sjáið þið bara; þetta er allt að ske;

Við erum að tala um að sumarið er komið!

Farin út að leita að bleikum smokkum....

Njótið stundarinnar með mérKissing

es; nýjar myndir af mínu liði Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fátt betra en að hefja góðan vordag á að segja rassgat

Brjánn Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

vona að' þú finnir bleika smokka

Góða helgi

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.3.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: www.zordis.com

Þú segir nokkuð, bíll með eigin behag og sjálvirkum rúðuhoppara!    Get einhvern vegin ekki ýmindað mér bleikan smokk rétt fyrir störf!  Annars, ef hann er "innanpíkubleikur" þá fittar hann örugglega vel

www.zordis.com, 15.3.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Bleikur, hvítur, svartur, smokkur sem kitlar og þar að auki smokkar sem spilar lag á meðan á leiknum stendur seldi ég þegar ég var salernisvörður á Þórskaffi.... ég er smokka sérfræðingur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 17:50

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert að fíflast í mér Gunnar Helgi!

Heiða Þórðar, 15.3.2008 kl. 18:39

7 Smámynd: Ásgerður

Frábært að sjá þig hér, þyrfti að fá afnot af þessum engli þínum  talvan hjá mér er að gara mig vitlausa.

Það mætti halda að þinn bíll og minn væru eitthvað skyldir  báðir með eitthvað rúðu-vesen. Við verðum að leyfa þeim að hittast.

Knús á þig dúlla

Ásgerður , 15.3.2008 kl. 18:53

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fannstu kannski bleikan smokk í bláum skugga...... ?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2008 kl. 18:59

9 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 15.3.2008 kl. 21:41

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hvað er 'bleikur smokkur' ?

Steingrímur Helgason, 15.3.2008 kl. 22:24

11 identicon

Bíllinn þinn er eins og Skríllinn,   það þarf aðeins einn til að gera alla vitlausa.

Já og til lukku með nýju tölvuna, litinn og allt það. Velkomin aftur á ritvöll Bloggheima.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:26

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nú segi ég einsog kær vinkona mín; gússí gússí...ahh, þetta er ljúft! Annars er bleikur smokkur, grænn froskur

Heiða Þórðar, 15.3.2008 kl. 22:29

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Heiða: Ég er ekki að spauga, þetta er 100% sannleikur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 22:46

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Damn Gunnar Helgi! hefði ég vitað þetta með syngjandi smokkinn hefði ég sloppið við leiðindin oft á tíðum...er nefnilega svo tónelsk ætli það sé til eitthvað með Bubba eða Bjögga? kannski dugar mér bara einn smokkur eftir allt saman

Heiða Þórðar, 15.3.2008 kl. 23:02

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að sjá þig aftur Heiða mín þú ert skyldulesning þó að ég kvitti kannski sjaldan

Huld S. Ringsted, 15.3.2008 kl. 23:02

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Heiða Heiða ó Heiða ...búinn að sakna þín sárt .......loksin komin og alltaf lang flottust...

ps vonandi fékkstu þér nú Apple.......

Einar Bragi Bragason., 15.3.2008 kl. 23:02

17 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Velkominn aftur til bloggheima. Hélt þú værir farin til Tunglsins

Linda Lea Bogadóttir, 15.3.2008 kl. 23:03

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég myndi aldrei aldrei aldrei fá mér Apple! er Pc - dama - semsé klassadama. Er með sama gamla garminn bara endurfætt og straujað og bónað og og og....

Takk elsku Linda mín -er hér enn... ókominn eða nýfarinn man ekki .....takk Huld mín.

Heiða Þórðar, 15.3.2008 kl. 23:09

19 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Flott færsla kveðja Englastrákurinn

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.3.2008 kl. 23:53

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég 'Kermita' svarið skiljanlegra..

Steingrímur Helgason, 16.3.2008 kl. 00:22

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Apple færi þér mun betur eplið þitt

Einar Bragi Bragason., 16.3.2008 kl. 00:24

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

x 100.000 Einar Bragi!

Heiða Þórðar, 16.3.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband