Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fátt um fína....

Fátt um fína drætti hérna megin...eða hvað?


Nei ég lýg því auðvitað einsog ég er löng til...eða stutt...svona eftir því hvernig á það er litið.

Svakalegur dráttur um daginn...SVAÐALEGUR TRUKKUR!
Verst að ljósthærða bláeygða kvikindið vildi hafa mig í hlutlausum....svo sagði ég bara aumingjalegt takk .....
og hef ekki séð hann síðan...enda ekkert varið í hann og ekki fékk ég mikið út úr drættinum.


Þessa dagana er ég orðin hættuleg...farin að hlusta á Bjögga Halldórs! Hlakka mikið til sumarsins, sumarið boðar á gott. Tilfinning mín boðar á gott. Tilfinningar mínar eru ávallt réttar...held ég.


Við erum að tala um major tölvuprobleme á heimilinu...sem útskýrir bloggleysið...en mikið assssssssssk...sakna ég ykkar.

Viljiði gjöra svo vel að geyma mig í hjartanu þar til ég hef leyst úr vandamálinu, takk.
Ykkar einlæg :) (stórt og feitt rautt hjarta)


Svona er lífið mitt...

-Æla???!!! öskraði mamma yfir línuna og alla leið inn í eyra mitt.
-Já, svaraði ég aumingjalega hinumegin í bæjarfélaginu og óskaði þess heitt að hún talaði ekki svona hátt.
-Ekki ertu ófrísk Heiða? spurningunni fylgdi þvílíkur hryllingstónn, enda konugreyið ekki haft bestu reynsluna af sínum gemsum.
-Ég er ekki frísk....og nei mamma hvernig má það vera? Þetta er Heiða hérna, ekki frigging María Mey!
-Hva! ertu ekki búin að sofa hjá honum ennþá!? þvílík fyrirlitning fylgdi með yfir slóðaskapnum í dótturunni að ég kem því ekki frá mér á prenti.
-Nei...
-Afhverju í andskotanum?
-Æi, ég nenni ekki að tala um þetta.....
-ja allavega þegar þar að kemur...SEM ÞAÐ GERIR HEIÐA BERGÞÓRA!....þá verður hann ekki fyrir vonbrigðum ef þú líkist mömmu þinni eitthvað...nú og svo var hann pabbi þinn svo asskoti graður karlinn!

99% af ykkur sem lesið, haldið að þetta sé kjaftabull ....eitt prósentið, þetta feita þarna...hefur actually rétt fyrir sér.

Svona er lífið mitt...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband