Kúkableyja


Ég veit ekki afhverju, en ég hef verið upptekin af mikilvægi þess að vera  glaður, bæði í dag og í gær. Það er yndislegt að vera glaður í "sinni".  Finna fyrir sannri og einlægri gleði í hjartanu sínu. Ég á mín "gleði-moment" sjálf af litlu tilefni. Stundum finnst fólkinu mínu að ég ekki hafa neina ástæðu til að vera glöð í mínum aðstæðum sérhverju sinni.

Ég er afskaplega klígjugjörn. Ég viðurkenni fúslega hér með, að mér finnst huggulegra að þvo dóttur minni í framan, en að skipta um kúkableyju á henni. Ég held að það þyki það öllum, þó fæstir viðurkenni það. Ég tók á það ráð þegar ég var að venja hana á klósett að segja sögu...þ.e. fræddi hana um mikilvægi þess að gefa fiskunum að borða. Þessum "sannleika"  tók hún fagnandi og sér til þess nú, að einn eða tveir skitnir silungar, fái -eðal-lítinn sólar-kúk með súkkulaðibragði, annað veifið.

Og hún ljómar af sannri gleði þegar það tekst/hefst...stundum fá þeir að drekka með, stundum þurfa þeir að bíða. Það er nú bara einsog það er... 

Ég óska ykkur öllum sannrar gleði, í dag og alla aðra daga.Heart

Það er fágætur eiginleiki að gleðjast yfir litlu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he einu sinni var ég að vinna á leikskóla(á meðan að ég var að læra að verða tónlistarkennari)....þá notaði ég í byrjun þvottaklemmur á nefið....það er ennþá aumt.

Einar Bragi Bragason., 21.3.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skemmtilegur pistill og þakka þér kærlega fyrir hann. Ég er ekkert klígjugjarn og gat skipt á bleyjum þegar nín börn voru á þeim aldri..

Óskar Arnórsson, 21.3.2008 kl. 03:48

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég svaf einu sinni með klemmu Einar...á mínum unglinsárum -ástæðan ég vildi mjókka á mér nefið...þannig að ég trúi þér alveg. Er sjálf ennþá aum

Takk fyrir Óskar...mér finnst mun skemmtilegra að þvo börnum í framan

Heiða Þórðar, 21.3.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hvað bara hver færslan á fætur annarri hér inni Ertu komin með ritræpu?
Til hamingju með 1 árs og 3ja daga afmælið hér á blogginu.

Ég er glöð í dag eins og þú.
Eigðu góðan dag - á þessum sorgar degi.


Linda Lea Bogadóttir, 21.3.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Klukkan þrjú í dag, birtir til Linda mín...þá er "hann" upprisinn....að eilífu. Amen.

Heiða Þórðar, 21.3.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilega páska.

Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er góð hugmynd til að venja börnin á klósettið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2008 kl. 12:05

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Lekur saxi...sorrý vissi það ekki.......ég á sérstakt saxaþéttiefni verð að koma því til þín he he

Einar Bragi Bragason., 21.3.2008 kl. 12:52

9 Smámynd: Ásgerður

Er nú ekkert sérstaklega klígjugjörn, en hef lítið gaman af að skipta á kúkableyjum.

Sendi sanna gleði og kærleika til baka til ykkar Sólarinnar,,og hlakkar til að fara með ykkur á "ballið" í kvöld

Ásgerður , 21.3.2008 kl. 13:14

10 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ah... það er er ekki mitt uppáhald að skipta á kúkableyjum, en geri það þó ef nauðsyn krefst  Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra páska

Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.3.2008 kl. 21:56

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Guðmundur minn, mér hefur verið tíðhugsað um þig elsku vinur. Hef saknað þín, vona að þú sért nú komin af fullum krafti. Þakka hlýhug í minn garð elsku karlinn minn.

Heiða Þórðar, 21.3.2008 kl. 23:29

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sko ég er heppin, bæði búin að hitta þig og Guðmund, tók hann á löpp í dag og plataði hann til að skutla mér heim, bloggheimar munu ekki hverfa honum úr minni á næstunni, verðum að bjóða honum á kaffihús með okkur Heiða.  Kúkableyjur eru í lagi ef kúkarassinn er skildu mér annars gubba ég. Child Basket Child Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 23:50

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Heiða kúkableyjudúkka er nú ekkert að 'sánda sexí' í mínum sax....

Steingrímur Helgason, 22.3.2008 kl. 00:43

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hva Steingrímur Heiða sándar alltaf vel

Einar Bragi Bragason., 22.3.2008 kl. 01:36

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þuð eruð alltaf í einhverjum "hittingum" út út um allar trissur!!!

Eftir situr Heiða litla heima og grætur... ne í alvöru hvað er málið? Ég skal lofa að hafa stjórn á mér á næsta hitting...ég meina ég skal ekkert hoppa uppá borð og rífa utan af mér fötin....segja klámbrandara og dilla rassinum...þ.e. ef ég hef tíma. 

Ásdís elskan á oft leið hjá þér -kíkka kannski í ör-sopa...

Heiða Þórðar, 22.3.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband