Færsluflokkur: Bloggar
Hneyksluð!
22.8.2008 | 15:29
Að ekki eitt einasta kvikindi sé búið að blogga við þessa frétt! Í raun agndofa!
Mín gerði nú flotta tilraun til að horfa, enn og aftur, í sófann fór ég með hárið uppsett og maskarann á sínum stað...
...þegar leikar stóðu sem hæst og gaurinn var á gargandi garginu...þá þyngdist eitthvað yfir maskaranum og ég sofnaði! Jebb ég sofnaði...
...þegar ég sagði það einum félaga ...sko að ég hafi sofnað, segir hann;
-Ertu vitlaus manneskja, maður einfaldlega sofnar ekki yfir svona leik...
Veistu hver á með þér börnin? !
...ég er enn hlæjandi....
En til lukku allir íþróttaálfar þessa lands
![]() |
Íslenska þjóðin fagnar sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ég blotnaði...
21.8.2008 | 21:59
Mér finnst rigning góð....tralalala...óje! Kjaftæði!
Rigningin gerir ekkert fyrir mig...nema í mestasta og bestasta falli að bleyta mig. Engan sorahugsunarhátt hérna!
Hárið verður svona sundurtætt og flatt og lummó...málningin lekur niður í ræmum, svona rétt einsog eftir góðar samfarir.... og ég blotna!
En maskarinn klikkar aldrei, því hann er sko waterproof... allur er varinn góður....ég er sígrenjandi. Ég vil samt "lúkka" kúl þegar ég grenja...
...jæja það játast hér með að ég hef siglt undir fölsku flaggi og er í raun kynlaus með öllu og beygluð grenjuskjóða. En hárið er flott. Og ég er svolítið mikið cool....
Það er eins og með rigninguna ....þá finnst mér fótbolti og handbolti vondur á bragðið. Reyndar fyrir öll skynfæri. Augu, eyru, bragð og allt hitt. En ég ítreka hárið haggast að vísu ekkert...
Svo ég minnist aðeins á golf...er ég mest hissa á að þið golfarar séuð ekki hræddir um að fá kúluna í rassgatið...en ok..það er ykkar mál....
Jæja, ég hef reynt að nota mitt frjóa ýmindunarafl til að hafa gaman af boltaleikjum....svona til að vera svolítið svona hipp og kúl yfir þessum látum öllum einsog þið öll...neibb!
Ekkert að virka. Hreyfist ekki taug í kropp né tá. Svei mér þá ef mér finnst ekki Björk Guð skemmtilegri og finnst mér hún þó ekki skemmtileg. Mér finnst Geir Ólafs eiginlega skemmtilegri en Björk.... (bannað að drulla yfir mig!)
Bæðvei...Geir Ólafs bauð mér upp á frýja smurningu um daginn...en það er allt önnur ellasprella...
Sko...svo í dag reyndi ég mitt allra bestasta til að vera einsog þið... og verður þetta mín síðusta tilraun! Sat yfir leik...veit ekkert hvort það var fót- eða handbolti, og ég hugsaði;
-Svona svona stelpa...ýmindunaraflið á þetta. Koma svo! Vera með!
Svo sat ég með hárið mitt fína og skotheldan maskara og horfði með augum og eyrum;
....staðreyndin er að ég sá alveg rosa flotta leggi og rassa og allt í góðu með það. Svo fór mér að leiðast þófið þannig að ég tók við að rífa hvern einasta strák "ykkar" úr gallanum....og það gerði ekkert fyrir mig! Hugarflugið alveg í ræmum að rembast og ég fór á flug með þeim öllum! Ekkert!
Þegar ég var búin að taka boltann og kryfja innihald hans... gafst ég loks upp.. fór ég út að labba í rigningunni...
...og ég blotnaði!
Bloggar | Breytt 22.8.2008 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Himnarnir að opnast....
21.8.2008 | 10:45
Þvílíkur andstyggðarviðbjóðsógeð sem mætti mér í morgun! Þarna stóð ég fyrir framan spegilinn illa sofin og lasleg og föl og hugsaði;
-Fuck! Þetta er ekki gott. Þetta er eiginlega mjöööööööög slæmt. Þrútin, fúl, illa sofin, ljót og leiðinleg og ég gat ekki ýmindað mér að dagurinn yrði góður fyrst byrjunin var svona skelfileg.
Þegar ég tannburstaði mig varð mér hugsað til orða móður minnar sem ég fékk i gjöf út í lífið, einsog sum ykkar vita kannski;
-og mundu það svo Heiða mín að þú ert með afskaplega fallegt bak og tær.
Með þetta fór ég á takkaskóm með bakpoka út í baráttuna og hafa þessi viskutár komið mér assskoti langt í lífinu...eiginlega lengra en það...
Svo hélt ég áfram í ofboði að reyna að peppa mig upp yfir kaffibollum . Annars verður dagurinn heitasta helvíti. Og það er alltof heitt í helvíti. Mig langar til himnaríkis því ég þarf að ræða svolíitið við Guð. Mér er tjáð að ég fái trygga vist þar þótt ég sé einsog ég er, alveg satt.
Og svo fór ég að hugsa...
Einhver og sumhverjir hafa sagt við mig;
-hvað heldurðu að fólk hugsi um þig Heiða? Og vitnað var til bloggsins. Og hef ég reyndar heyrt það oft.
Ég barasta trúi því ekki að þið haldið að heilinn á mér sé ein stór pjalla! ha? Eða rassgat? Eða kúkur? Að ég sé vansoltið kynórafullt kvikindi...ha? Ég ætlaði að vera svolítið kúl núna og segja; -I dont give a flying fuck...en staðreyndin er að ég gef alveg flugu...smá
Mér finnst allltaf hreint snilli þegar fólk segir; -mér er alveg sama hvað fólki finnst. Auðvitað er manni aldrei alveg alveg alveg sama. Kannski smá sama -en aldrei alveg alveg! Ekki sjéns.
Ég kem aldrei til með að blogga um póló-tíkur eða strákana "ykkar" -því ég á ekkert í þeim! Mér finnst raunveruleikinn, ykkur að segja ekkert svo skemmtilegur alltaf, eiginlega barasta hálfglataður...því er gott að dvelja í mínum heimi. Það er eiginlega frábær dvalarstaður.
Annars er ég að hlusta á gospel tónlist núna í botni og svei mér ef útlitið er ekki að skána og himnarnir að opnast.....
es; ríða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Kynlífsfíklar...
20.8.2008 | 12:40
Ég var að spá... ekki í bolla -heldur svona almennt í lífinu.
Talaði við vin minn í morgun og hann sagði að varla gæti ég kastað fram bloggfærslu í háaloftið nema minnast á ríðingar...ég skal af öllum mætti reyna að koma því og standa mína plikt hvað það varðar.... þó svo að í dag hafi meiningin verið að vera svolítið svona settleg og gáfuð, sem og ég er......en ok!
Þessi færsla er nefnilega um fíknir.
Það er segin saga að ef þú vaknar ítrekað með hlandbrunninn rassinn og með skítakleprana í hárinu þá er tímabært að gera eitthvað í sínum málum. Og er það vel. Þú barasta leitar þér hjálpar. Eða ekki.
Svo svona síðustu ár (ég er ekki að tala einsog fræðimaður heldur fífl) þá eru komnar upp allskyns skilgreiningar á fíklum. Ástarfíklar, Sambandsfíklar, Tilfinningafíklar, Matarfíkilar, Spilafíklar, Kynlífsfíklar etc... Það er svona einhvernveginn verið að henda öllum í einhverja pappakassa eða dósir....skilgreina allt og allt...
Hversu oft má maður fá sér á broddinn áður en maður telst kynlífsfíkill?
Auðvitað veit ég; að þegar viðkomandi hlutur er orðin eyðileggjandi í lífi fólks og nánasta umhverfi þá er það skilgreint fíkn...en það er boring að tala vitrænt.
Vitiði það, í sannleika sagt, þá bara get ég séð að of mikið kynlíf sé eitthvað vont sko, ef fólk sinnir sínu....alfarið á móti því að setja einhvern kvóta á samlíf samlyndra hjóna. En óska þeim þó að halda útlimum í lagi.
Hversu oft er of oft?
5 sinnum í viku? 10 sinnum?...oftar, sjaldnar.....hvað er normal?
Nú er ég að fiska ykkur sko....hehe, fékk svo flotta svörun við klósettferðum ykkar í gær
Heilsur og kveðjur inní daginn, kvöldið og nóttina...
es; ríða.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Pissa upp í loft eða ?
19.8.2008 | 09:54
Ég man að hann sagði alltaf að morgni;
-Heiða, það er alveg segin saga að um leið og ég er búin með fyrsta kaffibollannn á morgnanna þá þarf ég að kúka (hann sagði reyndar skíta....en einsog við vitum er ég ákaflega dönnuð týpa og mildaði aðeins orðalagið)
Hann sagði þetta ekki einu sinn, neibbb ALLTAF
Ég horfði á hann í angist og með algerum horbjóði!.....?æi þetta voru of miklar upplýsingar fyrir mig! enda hélt sambandið ekki.....og við rétt nýfarin að date-a. Hann fékk að fljúga út þessi með skítarönd í nærbuxunum. En höfum það á hreinu að ég hef ekkert á móti því að fólk kúki svona almennt, þó ég geri það ekki sjálf.
-Mig vantar eitthvað að lesa með, veistu um eitthvað? bætti hann við.
Það er einmitt þetta sko....hvað er málið með að létta á sér og lesa í leiðinni? Hef aldrei skilið það.
Sko nú skilst mér að flestir karlmenn pissi sitjandi og er ég viss um að konur hafa skikkað þá til þess. Pissublettir á gólfum og bla bla bla....og svo er það víst svo gott fyrir hálskirtilinn að pissa sitjandi.....
Ég var að spá í þessum köllum og konum sem lesa klámblöð eða eitthvað annað við pisseríið....er það til að spræna upp í loft eða?
Mig langar virkilega að vita þetta......somebody!??
Guð forði mönnum og konum að taka Fréttablaðið með sér á klóið þessa dagana....dísess það gæti orsakað hægðartregðu eða þvagstíflu. Mæli frekar með Hustler eða Playboy og pissublautu lofti.....
Vísa ég þá í beinu framhaldi í borgarmálin .
Ég er flutt úr landi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
Bara rétt...
31.7.2008 | 21:09
...skáskaust hérna inn til að óska ykkur öllum góðrar verslunarmannahelgar
Þykir hellingsvænt um ykkur og rúmlega það. Hef nóg "speis" í flennistóru hjartanu sem er "bæðevei" stútfullt af kærleik...og rúmar ykkur öll ...er óstjórnlega glöð að vera búin að fá bloggvini mína tilbaka.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt 1.8.2008 kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
ÉG VIL FÁ BLOGGVINI MÍNA AFTUR!
29.7.2008 | 23:16
Mér var svo mál að blogga í gærkveldi að mig svimaði! Shitturinn...þá var allt lokað og læst!
Ég er verulega föst í þessum frasa; it's a sign! Það eru gegnum gangandi "sign" allt í kringum mig. Rauð ljós, biðskyldur og græn einsog gengur. Allt snýst þetta um val og aftur val. Fylgja hjartanu-bullum-sull eða skynseminni. Í starfsvali sem og öðru. Eftir því sem ég kemst næst þá lýgur hjartað aldrei. Ég veit ekki hverju ég fylgi. Því ég segi það með mikilli staðfestu. Ég fylgi hvorugu.
Þegar ég mætti í vinnu eftir sumarfrí fannst mér ég heldur betur vinamörg.... mér taldist til að ég ætti einhverja tugi bloggvina...nú á ég engan... ekki eitt skitið kvikindi...
...it's að sign hugsaði ég auðvitað og hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Græni kassinn minn (borðinn uppi ) er orðin appelsínugulur...it´s sign aftur...litur sköpunar...
Þegar ég svo stend þarna einhversstaðar eftir sumarleyfisævintýrið mitt hitti ég konu sem ég hef ekki hitt í mörg....nokkra mánuði...og þegar hún sagðist lesa bloggið mitt...varð ég hálfvandræðaleg. Ekkert skilti þar á bakvið. Bara plain ....#roðn#...
Svo er ég ávörpuð þar sem ég er næstum því að reykja hass á bakvið skúr þennan sama dag...þá er sagt;
-Er þetta ekki Heiða?
-jú...
-Heiða píkubloggari....
Þá datt ein dauð Lísa úr hausnum á mér!
En mikið svaka var gaman að sjá Dúu live...þó viðurnefnið hafi ekkert verið spennandi. Fallega brosið hennar nær hringinn og alveg upp til augnanna. Skrifað, stimplað og staðfest af Heiðu píkubloggara...
Heyriði nú mig, af gefnu tilfefni þá verð ég enn og aftur að vara ykkur við að vera ekkert að bora í nefin ykkar á Bústaðarveginum! Hafið hárið í lagi, augun vel opin og í guðs almáttugs bænum; BROSIÐ!
Ég náðist nefnilega á mynd ...og myndin var svo guðdómleg að gleymdi að ítreka hvað ég hafði ég hafði til saka unnið, sem varð til þess að ég fékk verðlaun uppá heilar 5000 krónur.
Fulltrúi Lögreglustjórans í Reykjavík vildi með engu móti gefa mér myndina...og ég hugsaði í laumi;
Damn...nú jæja....þá hafa þeir eitthvað til að xxxxx sér yfir, þessir andskotar!
ÉG VIL FÁ BLOGGVINI MÍNA AFTUR!
Annars þrusugóð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Hvernig á að komast í snertingu við Guð með kynmökum?
27.7.2008 | 21:44
Ég hef farið á bókasafnið oft og oftar en það, í sumarleyfinu. Allt við bókasafnið er eftirsóknavert og ég elska það. Meira að segja kellann með lapþunna hárið og bros sem ég held að sé límt á rassinn á henni, er guðdómleg. Lyktin er engri lík...svona einsog rotinn blaðastafli. Mmmmmm! Bækurnar toppa þetta svo allt saman þarna sem þær sitja skakkar í öllum regnbogans litum. Og öskra; -Taktu mig, taktu mig! Einstaka öskrandi krakki drepur stundum niður stemmarann!
Áhugasvið mitt er breytt og les ég nánast allt! Áhuginn liggur ekki aðeins á sviði unaðar kynlífs og ásta einsog vænta mætti... Nei aldeils ekki. Líka á geðheilbrigði, morðum, punktanuddi, trúmálum, sakamálum, heimspeki, sálfræði og allskyns dóti og einskis nýtu drasli.
Ég hef komist að þvi í gegnum árin, að því meira sem ég les og læri, skil ég ... að ég veit í raun ekki rassgat.
Að öllu ofangreindu og samanlögðu;
Las ég mér til um Ofurkynlíf... og þar stendur; Að hin forna indverska tantralyst kennir að maður komist í snertingu við guð með kynmökum!
Eitthvað er skrifað um kynörvandi hugleiðslu fyrir bæði kynin; Konur eiga að sjá fyrir sér lingaminn sem stinnan, sjá fyrir sér mismunandi áferð hans. Lyktin er patsjúli. Hljómurinn er hraðari og taktfastari. (Hraðari og taktfastari en hvað ...veit ég ekki!)
Karlar aftur á móti; sjáðu fyrir þér yoniið sem hlýjan, tælandi, rakan og mjúkan stað sem opnast og lokast einsog og blóm. Einbeittu þér að mildu muskusilminum og ýmindaðu þér dimman hjartslátt, hægan takt jarðarinnar, lífspúlsinn.
Einhvernveginn vafðist þetta lingaminn...fyrir mér og hugsaði ég; neiiiiiiiiii....ekki á þetta að vera typpi...hvaða hugarró er í því sjá fyrir sér stinnan getnaðarlim... en úps...þetta var kynörvandi hugleiðsla...
...og yoniið (sjálfsagt pjalla)...BLÓM!....dimmur hjartsláttur!?
ja hérna hér....
Með þessum orðum færi ég öllum mínar bestu óskir inn í komandi viku
Bloggar | Breytt 28.7.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bráðsmitandi andskoti!
27.7.2008 | 15:52
Keyrði sjálf á staur um daginn....og finndist mér ekki óvitlaust að taka "herör" gagnvart þessum andskotum sem þvælast fyrir löppunum á manni. Þetta er fullreynt og bara fyrir manni...
...burt með alla staura nema Freyjustaura!
![]() |
Keyrði á staur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Var á staðnum...
27.7.2008 | 01:29
föst í röð...ef einhver var að undrast um mig...
Ekki fögur sjón, en fyrst allir líkamar eru strá-heilir...ber að fagna að ekki fór verr.
![]() |
Harður árekstur á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)