Kynlífsfíklar...

Ég var að spá... ekki í bolla -heldur svona almennt í lífinu. 

Talaði við vin minn í morgun og hann sagði að varla gæti ég kastað fram bloggfærslu í háaloftið nema minnast á ríðingar...ég skal af öllum mætti reyna að koma því og standa mína plikt hvað það varðar.... þó svo að í dag hafi meiningin verið að vera svolítið svona settleg og gáfuð, sem og ég er......en ok!

Þessi færsla er nefnilega um fíknir. 

Það er segin saga að ef þú vaknar ítrekað með hlandbrunninn rassinn og með skítakleprana í hárinu þá er tímabært að gera eitthvað í sínum málum.  Og er það vel. Þú barasta leitar þér hjálpar. Eða ekki.

Svo svona síðustu ár (ég er ekki að tala einsog fræðimaður heldur fífl) þá eru komnar upp allskyns skilgreiningar á fíklum.  Ástarfíklar, Sambandsfíklar, Tilfinningafíklar, Matarfíkilar, Spilafíklar, Kynlífsfíklar etc... Það er svona einhvernveginn verið að henda öllum í einhverja pappakassa eða dósir....skilgreina allt og allt...

Hversu oft má maður fá sér á broddinn áður en maður telst kynlífsfíkill?

Auðvitað veit ég; að þegar viðkomandi hlutur er orðin eyðileggjandi í lífi fólks og nánasta umhverfi þá er það skilgreint fíkn...en það er boring að tala vitrænt.

Vitiði það, í sannleika sagt, þá bara get ég séð að of mikið kynlíf sé eitthvað vont sko, ef fólk sinnir sínu....alfarið á móti því að setja einhvern kvóta á samlíf samlyndra hjóna. En óska þeim þó að halda útlimum í lagi.

Hversu oft er of oft? 

5 sinnum í viku?  10 sinnum?...oftar, sjaldnar.....hvað er normal?

Nú er ég að fiska ykkur sko....hehe, fékk svo flotta svörun við klósettferðum ykkar í gær LoL

Heilsur og kveðjur inní daginn, kvöldið og nóttina...

es; ríða..... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Miklu oftar. Elskan mín... Oft, oft á dag.
Ef þú færð sigg, þá skaltu fara að minnka  það aðeins.
Og halda svo ótrauð áfram.

Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Einu sinni í mánuði hámark ef þú ert ekki að fjölga þér.

Þetta var ekki fundið upp til að misnota!

Þórður Helgi Þórðarson, 20.8.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hulla kom með þetta.

Dodds; þú ert vonlaus.... 

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Hættessu, það er alltaf von!

Þórður Helgi Þórðarson, 20.8.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha þið eruð góð! Ég..... mig rámar í hvernig staðið skuli að kynlífi framkvæmt.... er þó hreint ekki viss

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

takk fyrir að vilja vera mín

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 15:05

7 Smámynd: Heidi Strand

Stillest vann har dypest grunn.

Heidi Strand, 20.8.2008 kl. 16:04

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nú neyðist ég til að flétta upp í orðabók.....

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 16:11

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það er allt í lagi að stunda kynlíf eins oft og maður vill, það er að segja; ef maður er kynlífsfíkill, fyrstu 2 árin ...

... síðan fer maður að stunda það með öðrum.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Og hvernig er það með þig Heiða! Ert þú með neðanbeltis-athafnir á heilanum - eða hvað?

Gísli Hjálmar , 20.8.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

þú elskar mig! hehe

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 17:08

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Bannað að telja.    

Marinó Már Marinósson, 20.8.2008 kl. 17:39

12 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Það er eins og hversdagsleikinn ,stundum er vertíð þá er róið stíft svo koma brælur þá er legið í leti.en um að gera að láta þetta þjóni meðalinu ,því þetta er svo ansi gott .

Bara eitt ráð ; home svít home

Kveðja,

 fíkill á vertíð

Þ Þorsteinsson, 20.8.2008 kl. 17:47

13 Smámynd: Rannveig H

Asskoti eru góð,þegar aðrir skrifa um pólitík skrifar þú um ríðingar

En þegar maður er sko ekki hjón,heldur ein stök amma er þá kvóti eða skellur maður sér bara stjórnlaust út í þetta ? Kannski ekki stjórnlaust,þá er það orðið fíkn

Rannveig H, 20.8.2008 kl. 19:12

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sko....þegar maður er einn þá sér maður um þetta sjálfur. Er eindregið á móti one nætur ríðingum...alveg satt!

Er komin með upp í háls af póló

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 19:28

15 Smámynd: Bragi Einarsson

Oft er aldrei of mikið! Sama hve oft það er, eða þannig

Bragi Einarsson, 20.8.2008 kl. 19:28

16 identicon

Heiða þú átt eftir að ganga af mér dauðri, tveir dagar í röð og ég ekki með nein svör..........

Þetta er áhyggjuefni ! Hvað er normal ? I don´t know, hef aldrei verið normal í neinu og myndi sennilega ekki vita hvað það væri þótt ég væri lamin í hausinn með þessu marg umtalaða Normi :)

Verð að þjóta geimskipið lent á túninu hér fyrir framan og litlir grænir kallar að gefa mér merki um að ættarmótið sé u.þ.b. að hefjast án mín!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:29

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Bið að heilsa þeim elska litla græna karla....

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 20:55

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Neðan beltis skrif, hum þau geta nú verið um svo margt.
Ég sem er orðin 65 ára geri þetta bara er mig langar til og það er nú ansi oft en eigi tel ég það svo gjörla og annað ég ríð hvenær sem er ef mig langar í það, og þann tíma sem maður er mjög graður þá getur þetta orðið bara trekk í trekk, held ég drífi mig bara í rúmið.

Knúsí knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 21:34

19 identicon

Kynlíf á að stunda eins oft og hægt og mögulegt og leyfilegt er ... það er ekki til nein tala ... heldur bara ef þetta fer að trufla annað í lífi manns... gæti verið neyðarlegt að vera að ríða í vinnunni ... sérstaklega þegar maður vinnur á bókasafni eins og ég ... jújú... það eru til skrifstofur ... en maður kemur sveittur til baka og sumt heldur áfram að leka niður ... já... sem oftast og sem lengst ... ef makinn er ekki tilkippilegur, þá er hægri höndin fín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:14

20 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

 roðna nú bara þó hálfrar aldar sé

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.8.2008 kl. 22:47

21 identicon

Það er kominn fjórvafinn köngulóarvefur hjá mér, með sextán dauðum köngulóm og 70 flugulíkum...þannig að það þýðir alls ekki að spyrja mig...en...er ég þá orðinn kynlífsleysisfíkill....hef það bara svo fínt svona...

alva (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:47

22 Smámynd: Fiðrildi

Langar ykkur í jólaköku ef hún er á borðum hvern dag ?    Eg myndi allavega plokka rúsínurnar úr þegar líða fer að jólum.

Fiðrildi, 20.8.2008 kl. 23:25

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Viðurkennist hér með að undirritaðri; þið eruð æði :)

Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 00:02

24 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heiða mín, það er best að sleppa því vegna heilsunnar. Rannsóknir sem sýna heibrigði kvenna í vagínunni koma best út hjá lesbíum. Engir sveppir, engin kláði, engin sýking, engin lekandi, engar vörtur, engin klamidía og áfram og áfram...

Nú getum við bara gert þetta sjálfar!

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 00:09

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta byrjaði nú allt með sjortara, er þaggi??  ekki hefur herra sveppur eða frú kláði heimsótt mig þó maður hafi skannað akurinn. En það er dásamlegt að fylgjast með þvi hvernig þú ferð að því að fá fólk til að opna sig um ólíklegustu hluti, got to love U girl.  Þetta er allt æði ef maður hefur rétta partnerinn    Sex ætla að drífa mig uppí

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 00:49

26 Smámynd: Gísli Torfi

  það var sagt í einhverjum fræðum " Mundu að þú verður það sem þú iðkar mes

Gísli Torfi, 21.8.2008 kl. 04:12

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er nú alls ekki slæmt að vera kynlíf.....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 08:44

28 Smámynd: Unnur R. H.

Jæja ætli maður verði nú ekki bara að fara að fletta upp í ritum til að athuga hvað kynlíf er uhum nei nei ekki alveg einu sinni á ári er bara gott

Unnur R. H., 21.8.2008 kl. 09:45

29 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Sex: just do it!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:38

30 identicon

Kynlíf er það besta og hollasta í heimi, það þarf að ganga helv mikið á svo það verði eitthvað vandamál
Farg, án kynlífs værum við ekki hér að blogga... fyrir utan þá sem notast við gervifrjóvgun :)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 14:54

31 Smámynd: Héðinn Björnsson

SLAA lýsir annsi vel einkennum ástar- og kynlífsfíknar. Alveg eins og með aðrar fíknir að þá snýrst þetta ekki um hversu mikið, heldur hvaða stjórn fíknin hefur á lífi þínu.

Héðinn Björnsson, 22.8.2008 kl. 19:14

32 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Einfalt hjá mér. Ég geri það alltaf þegar mig langar til - en aldrei nema mig langi til.

Skemmtileg færsla!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.8.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband