Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Ofsalega var maður dramó í denn...
29.11.2008 | 14:21
Ég var niðri í kompu rétt í þessu. Tók og dröslaði upp jólatrénu ásamt fleiru. Ég rak augun í ljóð sem ég samdi. Heiðar Jónsson snyrtir las undur tifu tipli minnar þáverandi vinkonu á Hótel Íslandi árið 1993, að mig minnir. Tilefnið var að ég tók þátt í hönnunarsamkeppni. Vinkonan var módelið...ég hönnuður kjóls og texta...
Hlustið...
Kvenmaður Nútímans!
Nútímakonan er djörf og kynþokkafull,
samt svo saklaus, viðkvæm og falleg.
Hún vill njóta ástar og frelsis.
Hún er ákveðin framakona, en samt svo brothætt.
Hún er sannur hermaður lífsins.
Þrátt fyrir hindranir,
tár og sársauka, berst hún á sinn kvenlega ögrandi
hátt fyrir réttlæti og virðingu.
Sértu verður hennar, færðu það sem er henni heilagst af öllu;
-Lykilinn að hjarta hennar
-Lykilinn að hennar leyndustu hugsunum og þrám
-Lykilinn að henni sjálfri, að eilífu
Ef þú bregst henni, gefst hún ekki upp. Hún raðar saman agnarsmáum sársaukafullum spegilbrotum með brostið hjarta og grætur. Uns hann er heill og þá fyrst getur hún litið framan í sjálfa sig...og brosað með stolti, á ný.
Hún hefur fundið sálarró og fullkomnun og er tilbúin til að deyja og endurfæðast.
Kannski gefur hún lykilinn aftur...
...að eilífu.
Stóra spurning er;
-skildi hún vera búin að henda lyklinum eða gefa hann einhverjum?
... kannski er fullt af lyklum í gangi...og enginn passar ... annars skilst mér að það kosti ekki nema 300 grindhoraða karlpunga og 5 súkkulaðikúlur...að smíða einn skitinn lykil...
...að hjarta mínu passa engir bónuslyklar...bara klassa, úrvals, gull og ....sérsmíði. Svo mikil sérsmíði að hann verður ekki keyptur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Kettir eru réttdræpir! Skjótum þá alla!!!
28.11.2008 | 09:42
Það þarf nú ekki mikið til að gleðja mig. Alveg heilagur sannleikur.
Ég hef verið að stúdera hann Emil (vá hvað lífið mitt er að verða gegnumsósa og dull...ef færslurnar mínar eiga að fara að snúast um kattarkvikindi og piss og kúk...)
Lofa bót og betrun
Var að hugsa enn og aftur og meira.
Ég taldi mér alltaf trú um að ég þyldi ekki ketti. Þeirri fullvissu tróð einn fyrrverandi sambúi inn í hausinn á mér. Rétt einsog þeirri staðreynd að ég ætti að merkja við X-D rétt áður en ég setti upp varalitinn.
Ég semsé þoldi ekki ketti...þótt ég vissi ekki beint ástæðuna. Orð hans voru einfaldlega lög, en það var áður en ég komst til vits...og fleirri ára. Mér til málsvarnar fannst mér þeir þó enganveginn réttdræpir einsog honum. Aldrei.
Ég hef verið einsog snaróður spæjari að leita að pissupolli og kúkasparði. Ekkert fundið. Var á því að Emil minn úr Kattholti Heiðuson...pissaði og kúkaði inn á við ...eða gengi fyrir batterýum. Svo í gær...sá ég að hann hafði pissað í dallinn sinn...án þess að nebbi og haus hefði verið potað í poll sem engin var. Ég hoppaði hæð mína af gleði...og dansaði við hann um höllina alla.
Í morgun þegar ég stóð við kaffikönnuna með annað augað á pung og í pung...sá ég mér til mikillar gleði að eitt stykki oggu kúkakúla...sat á sandinum...og glotti við mér. Ég er að segja ykkur það; ég tók léttan vals undir söng Pálma Gunnars...en Bubba hefur verið lagt um stundarsakir.
Það er sem ég segi; kúkur og piss fleygja mér ofar en i sjöundu víddina.
Að endingu; góða helgi öllsömul
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Síðasti starfsdagurinn!
27.11.2008 | 21:54
Öss!!!
Ég er að segja ykkur það; einu sinni prófað getur ekki hætt! Ég er að tala um að hafa þéttsetið ból hérna megin.
Var að vísu ekkert sérlega upprifinn þegar ég náði varla andanum, þar sem kvikindið sat ofan á andlitinu á mér þegar ég vaknaði í morgun...en;
...enn og aftur; þeir mjálma allir ...og ekki nóg með það...límast við fæturnar á mér. Nú situr Emil tildæmis við skjáinn og sefur...þegar ég stend upp vaknar hann ...sko! Sagði ég ekki...
Síðasti starfsdagurinn í vinnunni í dag. Þegar ég skilaði af mér lyklum og völdum fann ég ekki fyrir neinu nema tilhlökkun í hjarta. Þótt staðan sé einsog hún er í efnahagsmálum í þjóðfélaginu er ég brött og bjarsýn.
Furðulegt nokk; þar sem nokkrir starfsfélagar eiga stóran sess í mínu hjarta...ekki til eftirsjá í mínum beinum. Veit að vinskapur sá sem á að haldast, heldur.
Enn einum kafla lokið í sögu Heiðu Þórðar...og við tekur annar nýr og spennandi í lífssögunni minni með ævintýralegum og ófyrirsjáanlegum söguþræði, með Emil úr Kattholti og sólargeislanum og aranum og ástu-nni minni... og ...og ...og uss...hvað ég er lánsöm manneskja!
Love you guys....njótið kvöldsins elskurnar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Á ég að...
27.11.2008 | 20:37
...tjá mig eitthvað um þetta ?
Held ég bíði fram í næstu viku...og þá geri ég það með stæl!
3½ árs fangelsi fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.11.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Köttur og mús og NOVA
26.11.2008 | 20:00
Það er einhversstaðar sagt að maður eigi að passa hugsanir sínar -staðhæft er að þær verði að orðum. Orðin verða að gjörðum...gjörðir að venjum...venjur að karakter..sem svo mynda örlög manns. Ég er yfirleitt mjög meðvituð um þetta...
...stundum vildi ég þó óska að sumar "flugurnar", þessar sem eru meira í ætt við hrossaflugur, hefðu aldrei tekið sér bólfestu í mínum huga, því þær hafa orðið að veruleika og kannski mér ekkert sérlega mikið til heilla. En aðrar bý-jurnar eru flottar fyrir sinn súkkulaði-snúð og lita svo sannarlega mína tilveru ... sem bæðevei er aldrei grá í mínu lífi... nei, miklu heldur blá og bleik -svört eða hvít.
Í dag einmitt urðu einhverjar "ídeur" að veruleika. Einnig svolítið sem ég hafði látið falla á blogginu án þess að hugsa um það meira.
Undanfarið hef ég gælt undurblítt og haft afar rómantískar hugleiðingar um að láta gott af mér leiða. Mér finnst brennivínsfíla andstyggileg þannig að ég fór ekki í bæinn til fiska upp og/eða bjarga útigangsmönnum eða konum. Þó svo að þetta ógæfusama fólk sé mér afar hugleikið er ég ekki alveg tilbúin að deila með þeim flennistóra sófanum, hvað þá rúminu mínu. Þar liggur mín sjálfselska ...þar liggja mörkin. En ég er alveg reddý í að veita einhverju kvikindi skjólhús...svo framarlega sem ég hef yfirráð yfir fjarstýringunni...
Mín fór á kattholt.is. ... fleygði hugsunum um kattahlandsfílu niður rennuna og sá til þess að sorpukarlarnir mínir tækju þær með ruslinu öllu...ég er jú með sameignina þessa vikuna ...
...að auki hef ég verið með fiðrildi í maganum, þegar ég hugsa til þess hversu dóttirin verður ánægð með móður sína... svona smá uppbót fyrir fiskinn sem ég drap um daginn...
Þegar ég er staðsett í gæludýraverslun í dag, hringir síminn. Þetta var vinnan. Valið stóð á milli lax eða lambs fyrir dýrið. Rétt áður hafði daman í versluninni bent mér á kattasand sem ég mætti sturta niður í klósettið...lyktarlausan og lyktardrepandi en þó hvorki bráð- né niðurdrepandi.
-Heiða ...það eru einhverjir gæjar að spyrja um þig? er sagt úr nýja flotta símanum mínum...
-sætir?...
-viðbjóðslega, ógeðslega sætir!!!
...ég keypti auðvitað bæði laxinn og lambið, mér varð svo mikið um... En ekki hvað?
Það er langflottast að vera viðbjóðslega, ógeðslega sætur samkvæmt orðabók okkar vinkvennana...fáir eru staðsettir í þessum flokki með honum bróður mínum...en nokkrir samt... Þetta var ekki Gísli bró...(ekkert dauðsfall semsé í fjölskyldunni )...hjúkkit! Mér leiðast dánarfregnir og jarðarfarir óskaplega.
-hmm...spurðu hver þetta er...
-ok...
....smá bið ...svo kom;
-einhverjir gæjar frá NOVA...
-þú ert að fucking djóka! Hvur andskotinn!
Ég keypti mús og flottasta matardallinn, með laxinum og lambinu... svo skoppaði ég í vinnuna með mínum sérlega kattar-ráðgjafa, henni Beggu beuty. Á móti mér tóku tveir göllar dauðans (það er líka flott sko...) með áletraðan bol handa minni. Sem er ég þannig að það fari ekki á milli mála...
Nú standa yfir strangar samningaviðræður með bolina og áletrunina fyrir jóla-bola-flóðið. Ef ekki mitt nafn...nú þá bara að kýla á eitthvað annað
Þvílíkir snillingar hjá Nova! Nova rokkar feitt!
Ég skora á ykkur að fara yfir...þá getiði alltaf hringt frítt í mig tildæmis...það er að segja ef ekki er á tali hjá Heiðu Þórðar......er alveg hrikalega skemmtileg var mér sagt um daginn. Sérstaklega ekki í síma samt...en ok.
Ég sótti svo köttinn eftir vinnu, sem smellpassar við mig og mitt. Svartur, fimur og flottastur. Því til staðfestingar set ég inn myndir. Einn af mínum ævintýralega skemmtilegu og óvæntu dögum. Lífið er fucking dásamlegt!
Heiða og Emil úr Kattholti....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Jólin hefjast ekki í Ikea...
25.11.2008 | 10:07
Ég trúi því ekkert endilega að jólin mín hefjist með sprangi og spreði um IKEA. Forsvarsmenn í markaðsdeildinni reyndu að troða því inn í hausinn á mér nýverið, með því að pota bæklingi með sannfærandi og flennistórri fyrirsögn inn í póstarann hjá mér. Ef svo er; þá eru jól hjá mér umþb. einu sinni í mánuði, allan ársins hring. Mér þykir nefnilega ekkert sérlega leiðinlegt að fara í Ikea.
Um hvað snúast jólin eiginlega þegar upp er staðið? Fyrir mér geta jólin allt eins verið í júlí...fyrir mér snúast jólin um kærleika, ljós, þakklæti og gleði. Hverjum degi ber að fagna. Hver dagur er gjöf.
Ég tók mig til á laugardaginn síðasta og þreif og skreytti einsog motherfucker...nánast hvern krók og kima í höllinni minni. Ég þurfti að beita sjálfa mig valdi og setjast ofaná hendurnar á mér með mínum huge rassi...þegar ég var við það að fara að skreyta tréið...en það verður gert með sólargeislanum í lífi mínu; henni Sóldísi Hind ala meistara Jakobs.
Þarna á laugardeginum...þegar allt ilmaði og Baggalútur söng í þúsundasta sinn úr geislaranum fór ég á smá hugsunarfyllerý...í ljósadýrðinni umvafinn hvítum kúlum fylltist hjartað af þakklæti yfir því hvað ég er lánsöm manneskja, þrátt fyrir allt.
Sá sjálfa mig fyrir mér á Lækjartorgi með risastóran pott sem ég hafði fengið að láni frá Grýlu, að gefa útigangsmönnum og konum kjötsúpu á slaginu sex á aðfangadag. Ég var í 66° norður appelsínu-galla. Ég var með hor í rauðsprunginni nös. Ég fór á þvílíkt flug í þessum pælingum mínum. Ég var með áætlun um að hringja í Jóhannarsbónusargrísinn og Heiðu Heiðars (skessa.blog.is) hún væri nógu klikkuð til að framkvæma þetta með mér. Við tvær vorum komnar með tjald. Og vorum með húfur í stíl...og sitthvora ausuna...
...fyrir mér varð þetta svo raunverulegt og rómantískt að ég hringdi í kobbalinginn og sagði honum að vera með sólargeislann á aðfangadag. Er ekki komin lengra með plottið...kjötið skröltir enn um laust í haga...og heiðan er sjálfsagt búin að plana aðfangadag í faðmi fjölskyldunnar... og er kannski ekkert sérlega föl fyrir einu stykki blöðrubólgu, sem ég hefði þó presenterað fyrir henni á flottan og sjarmerandi hátt.
Hvað ég geri svo...má Guð einn vita.
Njótið dagsins ...að endingu; jólin hefjast ekki í IKEA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Vil hafa nærbuxurnar blautar!
24.11.2008 | 22:38
Vá en yndislegt! Hvað er betra en að knúsast og kyssast? Ekki neitt...eða jú eitt eða tvennt.
Ég man þá tíð þegar mig dreymdi að um kærasta sem gæti sungið. Helst svona ælu-púkara einsog Michael Bolton. Væmintítlu með hor í nös...og gilti þá einu hvort hann væri með lítið....t........nef... Hann varð þó að lykta vel...en ég setti fyrir mig of öran hárvöxt í nefi. Þrátt fyrir að mig hafi aldrei dreymt um rjómatertu sem kjól við kirkjulega athöfn...finnst/fannst mér notó að eiga kæró...
...sko það er sem ég segi; ég er snillingur! Rím og allt á þessu dásamlega mánudagskvöldi...
Það rignir...ástæðan ku vera sú að ég er með nærbuxurnar mínar (þessar einu) hangandi til þerris á snúrunum, báðum. En ég vil alla jafna hafa þær rakar ef ekki blautar.
Talandi um fyrrverandi kærasta. Ekki einn einasti af þeim gat sungið svo mikið sem lag-stúf, skammarlaust. Einn var samt afbragðs harmonikkuleikari. Eitt áttu þeir þó sameiginlegt, sem sannar fyrir mér að Guð er til;
Þeir voru allir afbragðskokkar. Misgóðir -en góðir samt. Ég elska nefnilega að borða. Sjálfsagt eru þeir það enn, góðir kokkar sko...en það er fyrir aðrar kerlingar að njóta. Ég var svona nokkurskonar "smakkara-æfingar-pakki"hjá þessum gaukum. Kom með mínar athugasemdir af minni alkunnu snilld, um það sem betur mætti fara. Einnig á öðrum sviðum. Útúr þessu komu afbragðs menn; made by me Heiða... Ekki hef ég fengið svo mikið sem eitt skitið takk frá þessum pjöllupíkum. Nei...öllu heldur meira í ætt við morðhótanir og limlestingar. Kerlingar sumar eru ogguklikk og vanþakklátar tíkur. Það er annars ekkert slæmt að vera kvenkyns hundur.
Drulluskit-þreytt daman, en er nú samt sem áður að fara að gera eitthvað miklu skemmtilegra en að sofa í hausinn á mér...
...nefnilega að lesa
Sáust kyssast og knúsast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.11.2008 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Er Vatnajökull stærri en Reykjavík?
23.11.2008 | 06:07
Ég áttaði mig á því, þegar ég las Heimsins heimskasta pabba um daginn eftir snillinginn; Mikael Torfason að ég og aðal söguhetjan eigum ýmislegt sameiginlegt. Lukkulega fyrir mig þá er ekki búið að sauma fyrir rass-gatið mitt einsog hjá þessum glataða gaur með uppsetta saurpokann, á maga miðjum...límdum og festum með hárlakki. Skildi nokkurn undra að hann dreymi um það eitt að reka við...fast og hressilega.
Ég hinsvegar er blessunarlega sáttur "laumuprumpari" og nokk sátt með sjálfa mig og mitt....annað en þessi gæi sem staðsettur er, í tilvistarkreppu dauðans...
....enn...
....ég átti þessi sömu draumóma og hann. Mig dreymdi um að vera einhverskonar Palli/palla einn/ein í heiminum. Rómantískar hugleiðingar mínar samhliða þeirri að verða vörubíll þegar ég yrði stór, hafði klárlega með aðstæður mínar í uppvexti að gera. Mig dreymdi um að frysta fólk og bíla. Já bíla...hafði orðið fyrir því óláni að bíll keyrði yfir mig þegar og braut á mér annan grindhoraða stúfalegginn. Mig langaði einhvernveginn að fljúga frjáls með fuglunum inn á milli. Nappa mér smá mátulega af nammi og pota og pikka í fólk...pot og pikk sem ég þekkti svo vel...
...svo hefði ég alveg verið til í að kíkja ofan í nærbuxurnar hjá Kidda og athuga hvort hann var komin með hár á punginn, í öðrum bekk.... Sjálfsagt voru eystun ekki einu sinni dottinn niður í pungpokann en það er allt önnur saga. Mér fannst Kiddi svo stór og sterkur og ógnandi og flottur. Hann var í mínum huga fallegasti strákurinn í öllum heiminum...
...ég var skíthrædd við Kidda. Hann var ötull í að stríða mér og óspar í þeirri viðleitni að gera líf mitt að enn meira logandi helvíti. Ég man að á þessum árum, í "grunninum" þá upplifði ég mig sem lítla gráa og ljóta mús ...sem og ég var. Meira að segja samið um mig lag og texti...
Þetta atvík sem um ræðir (þegar ég loksins kem mér að efninu ) var rétt fyrir miðju, þegar "hryllingurinn mesti" stóð yfir... á heimilinu.
Fyllerý á fyllerý ofan -geðveikin sullaði á toppnum og toppaði síðan viðbjóðinn með bleikri drullu...undirspilið var; -skál! -skál! - skál! Rammfalskt...
Ég var taugaveiklaðasta kvikindið á skólalóðinni - hræddist snjó meira en dauðann. Ég var utanveltu og utangátta. Eitt sinn þegar ég sat aftast í Landafræðitíma, þar sem Ingibjörg var kennari, skeði það. Atvikið sem ég er umþ.b. að reyna að koma frá mér ....hehe
Í mínum huga var Ingibjörg kennari engill á jörð...svo falleg, blíð og góð...ég man líka þegar hún hallaði sér yfir öxlina mína, hvernig hún ilmaði og einnig að hún var alltaf pínu andfúl... Ég gjörsamlega dýrkað þennan kennara minn...með síðu ljósu lokkana og fegurð sem ekkert jafnaðist á við, undir sólinni. Ég þráði athygli hennar alla. Átti mínar fantasíur um að hún gengi mér í móðurstað...
...þarna semsagt sit ég skjálfandi í kennslustofunni...af kulda og einhverjum verri innvortis kulda. Ég veit ekki hvað varð til þess, að ég sá einhvern uppburð í mér til að lyfta upp hönd og spyrja í barnslegri einlægni;
-er Vatnajökull stærri en Reykavík?
Bekkurinn sprakk úr hlátri ...líka Ingibjörg kennari. Allir hlógu. Nema ég. Kiddi hló einna hæst. Mörg árin á eftir og langt innanundir unglingsárin...gólaði hann á eftir mér;
-Heiða, er Vatnajökull stærri en Reykjavík -er Vatnajökull stærri en Reykjavík...
...ég fann til smægðar minnar, vanmátts og hversu heimsk ég var og langði helst til að deyja á punktinum og stundum á eftir líka...
Atvikið man ég einsog það hafi skeð í fyrradag, þrátt fyrir að rífleg þrjátíu ár séu liðin. Ég hef fylgst með Kidda í gegnum árin úr fjarlægð...hann er í dag myndarmaður sem hefur spjarað sig flott í lífinu. Á konu, börn og að ég held hús. Ég veit að hann á dómaraflautu...einnig bil sem kemst afturá bak og áfram. Ég er nokk viss um að Kiddi á gemsa sem hringir!
Það á ég líka... ég get hringt, tekið við símtölum, tekið myndir og hvaðeina...
...mér eru allir vegir færir -rétt einsog Kidda...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Að láta taka sig í rassgatið -eða að láta taka sig í rassgatið!
22.11.2008 | 16:32
Jæja englalufsurnar mínar, þið eruð yndisleg, öll sem eitt. Misjafnlega mikið yndisleg samt.
Finn hjá mér einhverja fáranlega þörf til að viðhalda NOVA dæminu mínu eitthvað örlítið áfram. Svona rétt áður en ég set upp augnahárin -áður en ég skáskýt mér í leikhúsið...
...takk fyrir mail-ana á hottið -takk fyrir athugasemdirnar allar.
EN...
Allra kærleiksríkustu commentin og versta hatrið fæ ég á heidathord@hotmail.com...þannig er það nú bara. Til ykkar sem eruð svo frámunalega tepruleg/ar/ur... vil ég benda á eftirfarandi;
þegar ég tala um að láta taka mig í rassgatið...þá er ég ekki að tala um að láta taka mig í hið eiginlega rassgat. Þið sem lesið það úr textanum og finnst ég óviðeigandi eruð greinilega að hugsa um endaþarmsmök...bendi ég ykkur á, af góðmennsku minni, að lesa í Orðinu í stað heidathord.blog.is. Ég gæti átt það til að ýta undir sorahugsunarhátt einhverra með miður góðu orðalagi, sem ég nota einungis í áhersluskyni.
Ber að vara ykkur við; jafnvel í Biblíunni sjálfri er talað um dauða og djöful! Veit ekki með rassgat...ekki komin svo langt.
Ég vil ennfremur ítreka að ég var ekki að skíta út fyrirtækið sjálft; Nova. Málalok fóru langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef alla tíð verið sátt við þjónustuna...en að sjálfsögðu geri ég mér það ekki að góðu að símtækið virkaði ekki sem skildi. Símtæki í ábyrgð. Svipað og ég myndi kaupa mér splunkunýjan bíl úppúr kassanum. Bíllinn kæmist ekki áfram, aðeins afturábak.
Símtól eiga að vera búnir þeim kostum að hringja. Einnig á að vera hægt að hringja úr þeim.
Forsvarsmenn Nova sprengdu gjörsamlega hæsta skalann hvað varðar þjónustu gagnvart mínum titlingaskít. ( tepra jónsdóttir/son ; -ég er ekki að tala um að tittlingar skíta/skíti...)
Ég er meira en lítið sátt við Nova-menn og konur...eiginlega orðlaus! Himinlifandi. Toppurinn hefði auðvitað verið ef ég hefði fengið áletraðan bleikan bol sem á stæði; Heiða ofurskutla er viðskiptavinur ársins hjá Nova...
Eigiði svo góða helgar-rest....fjörið er rétt við það að hefjast...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Á náttslopp....
21.11.2008 | 17:47
Mér stóð hreint ekki á sama í dag í vinnunni. Þarna var karlmaður...á gólfinu miðju. Stóð þarna og var í engum takt við samferðamenn sína, sem heimtuðu að fá að éta og það strax.
Við erum að tala um frekar fallegt kvikindi hérnamegin! Ég gjóaði til hans ská-eygðu augunum mínum og var það nú ekki einungis fegurð mannsins sem fangaði athygli mína. Neibb...hann var nefnilega í slopp. Við erum að tala um að gæinn var í náttslopp á matsölustað!
Mér datt allt í einu í hug, Valsarinn Wium eða hvað hann heitir. Man eftir fögrum og stæltum leggjum og killer- augum...en man ekkert hvað hann heitir. Enda aukaatriði. Hann var einmitt í náttslopp þegar hann tók þátt í tískusýningu sem ég kom að, fyrir um tveimur árum síðan. Það er síðasti fallegi karlmaðurinn sem ég hef séð á náttslopp. Svo þessi... ekki svo mikið ósvipaðir, úr fjarlægð.
Starfsmaður bauð honum þjónustu sína...en hann vildi fá að tala við Heiðu Þórðar...
... það er með ólíkindum hvað ég get verið ör í hugsun -á augnabliks og örskotshraða. Ég ýmindaði mér að gæinn væri strokufangi af kleppi...svo hugsaði ég; hvort hann væri nokkuð einn af þeim sautján...sem ég hef búið með... Klepparaconseptið var ekki að gera sig heldur...ekki gat hann verið frá einhverju innheimtufyrirtækinu...
Þegar ég svo tók í hendina á honum og hann kynnti sig...nánast dó ég á staðnum. Hugsaði um blótsyrðin og fuck-in í fyrri færslu. Einn af yfirmönnum NOVA var mættur á staðinn minn og það á náttslopp. Baðst afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins og vildi bæta mér upp óþægindin sem hann og gerði. Smáralindar-Kalli minn toppaði svo góð málalok á náttbuxunum sínum. Hann valdi fyrir mig nýjan síma og að auki bauð hann mér sex - sinnum í bíó! Ekki amaleg málalok. Ég er himinlifandi og glöð og ánægð og sátt.
NOVA rokkar feitt !!!
Ekki reyna að hringja í mig um helgina. Ef ég verð ekki í bíó...þá verður klárlega á tali hjá Heiðu þórðar...
Góða helgi öll sem eitt. Kærleiksknús á línurnar allar...
es: allir yfir til Nova...nú stendur yfir náttfata-þema hjá stærsta skemmtistað veraldar... þó ekki væri nema að kíkja rétt aðeins... á náttfötin sko...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)