Að láta taka sig í rassgatið -eða að láta taka sig í rassgatið!

Jæja englalufsurnar mínar, þið eruð yndisleg, öll sem eitt. Misjafnlega mikið yndisleg samt.

Finn hjá mér einhverja fáranlega þörf til að viðhalda NOVA dæminu mínu eitthvað örlítið áfram. Svona rétt áður en ég set upp augnahárin -áður en ég skáskýt mér í leikhúsið...

...takk fyrir mail-ana á hottið -takk fyrir athugasemdirnar allar.

EN...

Allra kærleiksríkustu commentin og versta hatrið fæ ég á heidathord@hotmail.com...þannig er það nú bara. Til ykkar sem eruð svo frámunalega tepruleg/ar/ur... vil ég benda á eftirfarandi;

þegar ég tala um að láta taka mig í rassgatið...þá er ég ekki að tala um að láta taka mig í hið eiginlega rassgat.  Þið sem lesið það úr textanum og finnst ég óviðeigandi eruð greinilega að hugsa um endaþarmsmök...bendi ég ykkur á, af góðmennsku minni,  að lesa í Orðinu í stað heidathord.blog.is.  Ég gæti átt það til að ýta undir sorahugsunarhátt einhverra með miður góðu orðalagi, sem ég nota einungis í áhersluskyni.

Ber að vara ykkur við; jafnvel í Biblíunni sjálfri er talað um dauða og djöful! Veit ekki með rassgat...ekki komin svo langt.

Ég vil ennfremur ítreka að ég var ekki að skíta út fyrirtækið sjálft; Nova. Málalok fóru langt fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef alla tíð verið sátt við þjónustuna...en að sjálfsögðu geri ég mér það ekki að góðu að símtækið virkaði ekki sem skildi. Símtæki í ábyrgð. Svipað og ég myndi kaupa mér splunkunýjan bíl úppúr kassanum. Bíllinn kæmist ekki áfram, aðeins afturábak.

Símtól eiga að vera búnir þeim kostum að hringja. Einnig á að vera hægt að hringja úr þeim.

Forsvarsmenn Nova sprengdu gjörsamlega hæsta skalann hvað varðar þjónustu gagnvart mínum titlingaskít. ( tepra jónsdóttir/son ; -ég er ekki að tala um að tittlingar skíta/skíti...Wink)

Ég er meira en lítið sátt við Nova-menn og konur...eiginlega orðlaus! Himinlifandi. Toppurinn hefði auðvitað verið ef ég hefði fengið áletraðan bleikan bol sem á stæði; Heiða ofurskutla er viðskiptavinur ársins hjá Nova...Wink

Eigiði svo góða helgar-rest....fjörið er rétt við það að hefjast...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er svona ANAL færsla hjá þér H

Ómar Ingi, 22.11.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

er fólk ekki med á nótunum vardandi gód ordatiltæki??? mjøg algengt hjá mér og minum ad tala um ad láta taka sig i thad thurrt...hélt ad thad gilti um flesta....en kannski bara okkur klikkalingana...?

hafdu góda helgi Heida   





María Guðmundsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sömuleiðis

Heiða Þórðar, 22.11.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Aprílrós

Goða helgi Heiða nágranni ;)

Aprílrós, 22.11.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Elskan mín - hlustaðu alltaf bara á þína yndislegu vini (og ég pant vera meðal þeirra allra allra yndislegustu).  Þú ert sko bara skemmtileg og frábær stelpa með góðan og brúklegann munn (nú geta teprurnar farið að spá í orðið "brúklegur") sem þú notar á afskaplega beinskeyttan og skemmtilegan hátt.  Þeir sem eiga eitthvað erfitt með það geta pent lokað augunum eða vafrað eitthvað annað.  Þeir sem skilja ekki að fólk hefur einkarétt á sínum skoðunum (hverjar sem þær svo eru) eiga margt eftir ólært. 

Þetta er svona ORAL færsla...........

kreist og kram

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:05

6 identicon

Hahaha, bleiki bolurinn hlýtur að vera á leiðinni Heiða ofurskutla!

Ég er reyndar ekki heldur búin að fá minn hmmmmmm........og er ég þó Ofurskutla!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:16

7 identicon

Hæo Heiða ´.

Yes, it is my pink lady.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:31

8 Smámynd: egvania

Heiða mín þú þarft ekki bol við vitum að þú ert ofurskutla og hvað orðaforða þinn snertir þá er hann vara Heiða og ég.

Góða nótt

 Ásgerður  í neikvæðum pælingum á mínu bloggi.

egvania, 23.11.2008 kl. 00:52

9 Smámynd: Heidi Strand

Ertu að tala um sparigatið?

Heidi Strand, 24.11.2008 kl. 20:50

10 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Litríkt myndmál skaðar engan, nema pempíurnar. En það er nú kannski óþarfi að fara svona flikk-flakk-heljarstökk af þakklæti þótt þessir skrattakollar hjá NOVA komi seint og um síðir fram eins og þeir áttu að gera strax í upphafi.

Haukur Már Haraldsson, 26.11.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband