Jólin hefjast ekki í Ikea...

Ég trúi því ekkert endilega að jólin mín hefjist með sprangi og spreði um IKEA. Forsvarsmenn í markaðsdeildinni reyndu að troða því inn í hausinn á mér nýverið, með því að pota bæklingi með sannfærandi og flennistórri fyrirsögn inn í póstarann hjá mér. Ef svo er; þá eru jól hjá mér umþb. einu sinni í mánuði, allan ársins hring. Mér þykir nefnilega ekkert sérlega leiðinlegt að fara í Ikea.

Um hvað snúast jólin eiginlega þegar upp er staðið? Fyrir mér geta jólin allt eins verið í júlí...fyrir mér snúast jólin um kærleika, ljós, þakklæti og gleði.  Hverjum degi ber að fagna. Hver dagur er gjöf.

Ég tók mig til á laugardaginn síðasta og þreif og skreytti einsog motherfucker...nánast hvern krók og kima í höllinni minni.  Ég þurfti að beita sjálfa mig valdi og setjast ofaná hendurnar á mér með mínum huge rassi...þegar ég var við það að fara að skreyta tréið...en það verður gert með sólargeislanum í lífi mínu; henni Sóldísi Hind ala meistara Jakobs.

Þarna á laugardeginum...þegar allt ilmaði og Baggalútur söng í þúsundasta sinn úr geislaranum fór ég á smá hugsunarfyllerý...í ljósadýrðinni umvafinn hvítum kúlum fylltist hjartað af þakklæti yfir því hvað ég er lánsöm manneskja, þrátt fyrir allt.

Sá sjálfa mig fyrir mér á Lækjartorgi með risastóran pott sem ég hafði fengið að láni frá Grýlu, að gefa útigangsmönnum og konum kjötsúpu á slaginu sex  á aðfangadag. Ég var í 66° norður appelsínu-galla. Ég var með hor í rauðsprunginni nös. Ég fór á þvílíkt flug í þessum pælingum mínum.  Ég var með áætlun um að hringja í Jóhannarsbónusargrísinn og Heiðu Heiðars (skessa.blog.is) hún væri nógu klikkuð til að framkvæma þetta með mér. Við tvær vorum komnar með tjald. Og vorum með húfur í stíl...Winkog sitthvora ausuna...

...fyrir mér varð þetta svo raunverulegt og rómantískt að ég hringdi í kobbalinginn og sagði honum að vera með sólargeislann á aðfangadag. Er ekki komin lengra með plottið...kjötið skröltir enn um laust í haga...og heiðan er sjálfsagt búin að plana aðfangadag í faðmi fjölskyldunnar... og er kannski ekkert sérlega föl fyrir einu stykki blöðrubólgu, sem ég hefði þó presenterað fyrir henni á flottan og sjarmerandi hátt.

Hvað ég geri svo...má Guð einn vita.

Njótið dagsins ...að endingu; jólin hefjast ekki í IKEA Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En Heiða! Þú gengur ekki með húfu

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

haha - kvitta fyrir innlitið

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ég held ég hafi séð þig læf um daginn! Var bara að fatta það á sunnudaginn var....

Og ég er EKKI lengi að fatta!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

...því síður geng ég í 66° galla...

...live? OMG! Vona að ég hafi verið sómasamlega til fara... og ekki orðið þér til skammar elskan

Heiða Þórðar, 25.11.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þú varst voða fín - með varalit og allt.... og alls ekki mér til skammar!

Verst að ég fattaði það ekki fyrr en í fyrradag - en það geta nú ekki allir verið eins og Dúa ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 10:27

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

hjúkkit!

Heiða Þórðar, 25.11.2008 kl. 10:31

7 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 25.11.2008 kl. 10:53

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei, jólin byrja sko ekki í IKEA þau byrja innan í manni.  Annars hef ég velt því fyrir mér að dvelja á aðfangadag hjá bágstöddum því ég elska að gefa af mér, þessi jólin verð ég víst á hækjum svo það verður bara vonandi næst.  Knús á þig krúttið mitt

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Jólin koma þegar við viljum sjálf.     

Flott að venju.    Ég yrði eins og Hrönn ef ég sæi þig.  Myndi ekki fatta það fyrr en viku síðar.       Nema þú myndir fatta mig en það er nú ólíklegt.   

Marinó Már Marinósson, 25.11.2008 kl. 17:16

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er svo aldeilis bit og hissa! Hélt ég væri unforgettable....Ásdís þekkti mig strax sko...

Heiða Þórðar, 25.11.2008 kl. 17:21

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hún hefur örugglega verið með mynd á sér af þér.     ......eða séð þig áður?

Marinó Már Marinósson, 25.11.2008 kl. 17:31

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 innlitskvitt, hafdu gott kvøld Heida, veistu,mér thykir mikid um thessa hugmynd thina.

og NEI jólin hefjast ekki i neinum andskotans verslunum thótt their vilji láta sem svo sé..hefjast i hjarta manns sjálfs

María Guðmundsdóttir, 25.11.2008 kl. 19:17

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er ekki oft sem ég veit ekki hvað ég á að segja...kannski ,,þú komst við hjartað í mér".

En í guðanabænum taktu hellv.. nærjurnar inn það spáir frosti.

Solla Guðjóns, 25.11.2008 kl. 20:38

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mikið er ég fegin að fá það staðfest að jólin byrja ekki í IKEA. Þá væru nefnilega aldrei jól hjá mér.

Helga Magnúsdóttir, 25.11.2008 kl. 21:37

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var einmitt í Ikea um daginn, og þar var sko ekki margt um manninn.  Nei jólin eru inn í hjartanu á manni.  En hér er líka búið að skreyta ansi mikið.  Stubburinn tók sig til og setti upp fullt af jólakúlum.  Það er bara hið besta mál.  En ég skil þig með jólatréð... það er svona too much

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2008 kl. 23:55

16 identicon

HÆO Heiða.

Jól í Ikea................ég ætla ekki að vera þar á jólunum !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:11

17 Smámynd: Gísli Torfi

Fyrir mér hefjast jólin ekki fyrr en  ég heyri lagið " Kæri Jóli"  heyri það yfirleitt alltaf um miðbik Desember.

Gísli Torfi, 26.11.2008 kl. 07:38

18 identicon

Jólin byrja svo sannarlega ekki í IKEA.Þau byrja hjá mér á hádegi á aðfangadag,þegar fjölskylda og vinir koma saman í möndlugraut.Svo skreiti ég oftast 1 sunnudag í aðvenntu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:25

19 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er viss um að Kertasníkir gefur þér ullarbrók í skóinn

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:46

20 identicon

Lýst vel á þetta hugsanafillerý á þér, hvet þig til dáða og mæti með, en má samt endurskoða þetta með húfurnar..........þurfa þá amk að vera smart!

Ofurskutlukveðja!!!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:28

21 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hjúkket - ég hélt þú værir farin að auglýsa IKEA á alheimsvefnum
En ertu búin að gera jólagjafaóskalista ?

Linda Lea Bogadóttir, 26.11.2008 kl. 18:39

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég fer ekki í IKEA án þezz að beitt sé kvenlegu ofbeldi, þrátt fyrir frábærar 'frikkadillur' í mötuneytinu.

Kaupi ekki viljandi svona, eldivið með skrúfum, hegg frekar slíkt sjálfur.

Só, skrúf mí not!

Steingrímur Helgason, 26.11.2008 kl. 19:52

23 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Opnaði bloggið bara til að lesa upp færslurnar þínar...hef annars ekki farið hér inn í óratíma, nú er það bara facebook ruglið á manni...en þetta er bara snilld, ég ætla að halda áfram upp :)

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband