Köttur og mús og NOVA


Það er einhversstaðar sagt að maður eigi að passa hugsanir sínar -staðhæft er að þær verði að orðum. Orðin verða að gjörðum...gjörðir að venjum...venjur að karakter..sem svo mynda örlög manns. Ég er yfirleitt mjög meðvituð um þetta...

...stundum vildi ég þó óska að sumar "flugurnar", þessar sem eru meira í ætt við hrossaflugur, hefðu aldrei tekið sér bólfestu í mínum huga, því þær hafa orðið að veruleika og kannski mér ekkert sérlega mikið til heilla. En aðrar bý-jurnar eru flottar fyrir sinn súkkulaði-snúð og lita svo sannarlega mína tilveru ... sem bæðevei er aldrei grá í mínu lífi... nei, miklu heldur blá og bleik -svört eða hvít.

Í dag einmitt urðu einhverjar "ídeur" að veruleika. Einnig svolítið  sem ég hafði látið falla á blogginu án þess að hugsa um það meira.

Undanfarið hef ég gælt undurblítt og haft afar rómantískar hugleiðingar um að láta gott af mér leiða. Mér finnst brennivínsfíla andstyggileg þannig að ég fór ekki í bæinn til fiska upp og/eða bjarga útigangsmönnum eða konum. Þó svo að  þetta ógæfusama fólk sé mér afar hugleikið er ég ekki alveg tilbúin að deila með þeim flennistóra sófanum, hvað þá rúminu mínu.  Þar liggur mín sjálfselska ...þar liggja mörkin. En ég er alveg reddý í að veita einhverju kvikindi skjólhús...svo framarlega sem ég hef yfirráð yfir fjarstýringunni...

Mín fór á kattholt.is. ... fleygði hugsunum um kattahlandsfílu niður rennuna og sá til þess að sorpukarlarnir mínir tækju þær með ruslinu öllu...ég er jú með sameignina þessa vikuna ... Wink

...að auki hef ég verið með fiðrildi í maganum, þegar ég hugsa til þess hversu dóttirin verður ánægð með móður sína...Blush svona smá uppbót fyrir fiskinn sem ég drap um daginn...

Þegar ég er staðsett í gæludýraverslun í dag, hringir síminn. Þetta var vinnan. Valið stóð á milli lax eða lambs fyrir dýrið. Rétt áður hafði daman í versluninni bent mér á kattasand sem ég mætti sturta niður í klósettið...lyktarlausan og lyktardrepandi en þó hvorki bráð- né niðurdrepandi. 

-Heiða ...það eru einhverjir gæjar að spyrja um þig? er sagt úr nýja flotta símanum mínum...

-sætir?...

-viðbjóðslega, ógeðslega sætir!!!

...ég keypti auðvitað bæði laxinn og lambið, mér varð svo mikið um... En ekki hvað?

Það er langflottast að vera viðbjóðslega, ógeðslega sætur samkvæmt orðabók okkar vinkvennana...fáir eru staðsettir í þessum flokki með honum bróður mínum...en nokkrir samt... Þetta var ekki Gísli bró...(ekkert dauðsfall semsé í fjölskyldunni )...hjúkkit! Mér leiðast dánarfregnir og jarðarfarir óskaplega.

-hmm...spurðu hver þetta er...

-ok...

....smá bið ...svo kom;

-einhverjir gæjar frá NOVA...

-þú ert að fucking djóka! Hvur andskotinn!

Ég keypti mús og flottasta matardallinn, með laxinum og lambinu... svo skoppaði ég í vinnuna með mínum sérlega kattar-ráðgjafa, henni Beggu beuty. Á móti mér tóku tveir göllar dauðans (það er líka flott sko...) með áletraðan bol handa minni. Sem er ég þannig að það fari ekki á milli mála...

Nú standa yfir strangar samningaviðræður með bolina og áletrunina fyrir jóla-bola-flóðið. Ef ekki mitt nafn...nú þá bara að kýla á eitthvað annað Halo

Þvílíkir snillingar hjá Nova! Nova rokkar feitt!

Ég skora á ykkur að fara yfir...þá getiði alltaf hringt frítt í mig tildæmis...það er að segja ef ekki er á tali hjá Heiðu Þórðar...FootinMouth...er alveg hrikalega skemmtileg var mér sagt um daginn. Sérstaklega ekki í síma samt...en ok.

Ég sótti svo köttinn eftir vinnu, sem smellpassar við mig og mitt. Svartur, fimur og flottastur. Því til staðfestingar set ég inn myndir. Einn af mínum ævintýralega skemmtilegu og óvæntu dögum. Lífið er fucking dásamlegt!

hpim1268.jpg

 

 hpim1274.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Heiða og Emil úr Kattholti....

hpim1253_738175.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Hélt að ég væri customer numero uno !!!!!

Halldór Sigurðsson, 26.11.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Algjört krútt og hann passar svo sannarlega inn hjá þér, til hamingju Heiða

Huld S. Ringsted, 26.11.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með Tisa littla

Hérna er dæmi um hvernig ég væri , ef ég væri tisi

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/725174/

Ómar Ingi, 26.11.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er nú bara algjör snilld.     Emil flottur.    

Marinó Már Marinósson, 26.11.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, dúllan, nú fæ ég kattaveikina aftur. Erfitt að vera kattarlaus.  Þú ert snilla ekki spurning, love you girl. En hvað segir prinsessan við kisuviðbót? glöð og sæl býst ég við?  knús á ykkur 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju með jólaköttinn. Hann er alveg í stíl við frúnna.

Um daginn var frétt í norsku blaðið um kött sem eignandist seks kerlinga eftir geldingu. Við nánari athugun var kötturinn tvíkynjað og kom það öllum skemmtilega á óvart.

Heidi Strand, 26.11.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Heiða er þá búin að næla sér í einn kall.  .......að vísu kisu-högna  

Marinó Már Marinósson, 26.11.2008 kl. 21:15

8 identicon

Hæ, Heiða mín.

 Viðskiftavinur Númer Eitt hjá NOVA

 og Emil sestur að hjá þér.  Flottar myndir hjá þér, af þér og Emil !

Nú er kátt í höllinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:18

9 Smámynd: Aprílrós

Oh hvað mig langar í kisu núna , en vegna bráða ofnæmis yngsta kiðlingsins míns þá get ég það ekki.

Kærleiks knús ;)

Aprílrós, 26.11.2008 kl. 22:16

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kossar og knús á línuna...

I´m in love bigtime with Emil úr Kattholti og bolnum, maður lifandi!

Heiða Þórðar, 26.11.2008 kl. 22:26

11 identicon

Þið Emil eruð sæt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:03

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég þykk digital-kaffi og digital-kleinur! Emil úr Kattholti er ég búin að sjá mörg hundruð sinnum með öllum mínum börnum í Svíþjóð. Meiri prakkarinn hann Emil! Eeeeeeeeeemiiiil!  Knús á þig töffari og skvísa! :)

Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 23:05

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Noh - þú ert búin að vinna ofurskutlustimpilinn big tæm, og ofurtöffarann líka.  Og ofurkattavininn og ofurbloggarann og   og   og............

Takk fyrir kaffið

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:22

14 Smámynd: JEG

 Takk fyrir mig.

JEG, 26.11.2008 kl. 23:32

15 Smámynd: egvania

Heiða mín gefðu

honum buff og

spæld egg

og hann skoppar upp

um allann vegg.

Til hamingju með kisu Emil er sko flott nafn á hann.

Kveðja Ásgerður

egvania, 26.11.2008 kl. 23:45

16 Smámynd: egvania

Hvað kaffi og hvað ?

egvania, 26.11.2008 kl. 23:55

17 Smámynd: www.zordis.com

Naes .... Jólafötin í ár og zú farin í köttinn.

www.zordis.com, 27.11.2008 kl. 00:00

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég fékk boð um digital-kaffi- og digital kleinur,  Egvania og þáði það að sjálfsögðu...

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 00:36

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Heiða viðskiptavinur nr 1 hver annar.Gangi þér vel með kisu...

Solla Guðjóns, 27.11.2008 kl. 08:23

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk öll -held að kisi pissi inn á við...hefur ekki mér vitanlega, pissað enn....

Heiða Þórðar, 27.11.2008 kl. 08:43

21 identicon

Þigg kaffið og kleinurnar! Ertu komin í vinnu hjá Nova elskuleg, þá fer þetta nú kannski að verða spurning..........!

Kisi er krútt, engin spurning........og þú ert

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:29

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ hvað hann er sætur dúllan, og ekki ert þú svo ómyndarleg heldur og flott hjá þér dúllan mín, Shit nú er ég orðin væmin
Knús í knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2008 kl. 19:08

23 Smámynd: Heidi Strand

Kveðju til Emilshttp://www.dockera.com/pics/fun/cat2.jpg

Heidi Strand, 27.11.2008 kl. 19:26

24 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Heidi...ansi hræddum að afkvæmin yrðu vel köflótt...hehe, það er ansi mikið inn þessa dagana annars

Heiða Þórðar, 27.11.2008 kl. 19:58

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg stel myndinni af kettinum fræa Heidi Strand! Frábær mynd..

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 21:59

26 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Flottar myndirnar af þér....vildi að ég myndaðist svona vel....annars ertu ofurbloggari ég er sammála því og ég bíð eftir bókinni.....bið að heilsa kisa..

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband