Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Komin með upp í kok af væli...
30.1.2008 | 23:19
Hann fór inn undir blússuna mína og snerti brjóstin á mér. Hann var stöðugt að snerta á mér fótleggina og elskaði að nudda á mér mjaðmirnar, er haft eftir konunni í viðtalinu. Dr. Phil var sýknaður af ákærunni.
Og afhverju í fjáranum er verið að draga þetta upp á yfirborðið núna? Auðvitað til að selja tímaritið. Ekkert annað. Þetta er nú ekki gert í þeim heillavæna tilgangi að vara ungum 19 ára eða eldri 29 ára við ofvirkum höndum karlsins sem gætu óvart ratað upp í klof, svo mikið er víst. Nauðgun er viðbjóslegt athæfi, misnotkun á börnum einnig. En þetta er djók.
Ég veit ekki hvort það myndi vekja áhuga nokkurs ef ég segði ykkur að einhverjir jólasveinar hafa ratað undir blússuna mína og snert á mér brjóstin. Jafnvel elskað að snerta á mér fótleggina eða verið minna fyrir það að nudda á mér mjaðmirnar.
Svo er það þetta; hvenær er um að ræða áreyti og hvenær ekki? Ég man þegar ég vann í stórri verslun hér í bæ...á jólaannatíma voru undirföt og baðsloppar mikið vinsælt af hugmyndasnauðum og/eða -ríkum eða gröðum körlum. Bara alveg hið bestasta mál.
Ein daman var greinilega viðkvæmari en við hinar. Blaðraði í sífellu útum frekar krumpaðan munninn sem í hafði að geyma gulleitar tennur :-djö! -nú er mér nóg boðið! -Djöfulsins dóninn, veistu hvað hann sagði? -Þetta er bara kynferðislegt áreiti!
Á meðan tókum við hinar utan um barminn og sögðum:
-brjóstarhaldara....já, hvað hafðirðu í huga, veistu stærðina?...(alltaf nei) -eru þau stærri en mín eða minni?
-máta sloppinn ekkert mál! og skutluðum okkur í baðsloppa og snerum okkur í hringi... og seldum einsog mother fuckerar!
Það sem ein manneskja túlkar sem áreiti gerir önnur ekki. Hef bæði orðið fyrir beinu og óbeinu áreiti sjálf. Án þess að kæra. Sjálfsagt til þess að særa ekki hlutaðeigandi ...og einnig til að vekja ekki sérstaka athygli á mér sjálfri.
Ég er komin með upp í kok af kjaftaþvælu og sora í garð annarra...væli og drama...fórnalambskjaftæði... og andsk. aumingjaskap!
Ef maður vill ekki láta bjóða sér slíkt káss og káf...kýla þá bara kalda! En ekki 20 ríflega, árum seinna.
Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
...með fætur í kross...
29.1.2008 | 17:04
-hvað segirðu gott? spurði ég hann fyrir helgi...
-ekkert gott, mér líður ferlega illa...bý nú hjá vini mínum þar sem kærastan henti mér út í vikunni....
-æi nei! vona að þetta lagist hjá ykkur...
-Heiða við ætluðum að gifta okkur í sumar...hvað á ég að gera?
-púff...veit ekki....þekki ekkert til ykkar svo sem....
-á ég að láta hana í friði um helgina eða?
-hmmm....sko nei ekki alveg...sendu eitt sætt sms...ekki meira og ekki minna...
-ég sendi henni blómvönd í vikunni...hún brjálaðist! Ég skil ekkert í íslensku kvenfólki!
-í alvöru....slepptu sms-inu þá...láttu hana eiga sig yfir helgina...þetta lagast ...
...svo fékk hann svaka flottar ráðleggingar frá mér sem virkuðu ekki betur en svo, að í gær kom hann....og við erum að tala um niðurbrotinn mann! Í molum...hún sleit þessu endalega daman. Ég sem hélt að ég væri með allt á tæru varðandi; unað kynlífs og ásta...
-blessaður vertu ekkert að spá í þessu maður...þú finnur aðra konu!
-heldurðu það? afhverju segirðu það?
-nú bara þú ert góður maður...
-afhverju segirðu að ég sé góður maður, á hverju byggir þú það?
-sko....hmmm....ég sko....innsæi mitt segir það....
...augun urðu glaseygð....tár gægðist framfyrir og var nærri því að sleppa sér framfyrir kinnina.... og þar sem ég er samúðarbúnt dauðans og það er mér líkt að sýna samhyggð með snertingu, var ég næstum næstum búin að taka utan um hann ...en snarsnerist á punktinum...þegar ég gerði mér ljóst að hann myndi enda á milli brjóstanna á mér...þar sem hann er hausnum lægri...
-þú ert líka góð kona Heiða...
...svo stóð hann þarna og horfði djúpt í augun á mér þar sem þau mættu hans...enda sat ég á rassinum mínum með fætur í kross....
...einhversstaðar stendur að stærðin skipti ekki máli; ég fullvissa ykkur um að það er kjaftæði!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
GUÐ BLESSI ÞIG HELVÍTIS FÍFLIÐ ÞITT!
28.1.2008 | 21:45
Hvað getur maður sagt? Hvað getur maður gert? Ekkert. Fengið sér kaffisopa þó það sé á bannlistanum eftir klukkan átta á kvöldin. Þagað. Varla. Kannski farið út í kvöldikyrrðina og vonað að einhver pissi óvart yfir mann heilögu vatni...eða vindurinn blási hressilegum og sprækum heilögum öndum í andlitið á manni. Alveg hugmynd sko...
...eða öskrað framan í næsta hús;
GUÐ BLESSI ÞIG HELVÍTIS FÍFLIÐ ÞITT!!!!
Nei gengur ekki. Passar enganveginn saman í einu og sömu setningunni. Jafnvel þótt komma træði sér inn á milli orða og/eða fóta. (enginn var svo heppinn kl:10:40 í morgun...ekki svo mikið sem einn kommi, hvað þá frjálslyndur. Fór ekki á leitarstöðina og gleymdi því nærbuxunum heima í þetta skiptið)...og það þýðir ekkert að ræða það við mig frekar....
...veit ekki hvort á við í sumum tilfellum: Guð blessi þig eða helvítis fíflið þitt. Það fyrra er réttara...en það seinna veit ég í hjarta mínu. Það seinna brennur á tungunni og vitið er alltof oft í munninum. Eða heimskan eftir því hvernig á það er litið.
Stundum finnst mér það að biðjast fyrirgefningar vera gert af einskærri sjálfselsku. Svo að viðkomandi líði örlítið betur í eigin skinni. Það er gott að biðjast fyrirgefningar stendur einhversstaðar...þér líður mun betur á eftir. En svo situr hinn sem meðtók fyrirgefninguna eftir í sárum. Ef einhver handleggsbrýtur mig er ég enn brotin þó ég sé beðin fyrirgefningar. Ef einhver veldur hjartasári grær það ekkert við eitt skitið fyrirgefðu (jafnvel þó bókstafirnir séu tíu talsins).
Það skilur sjálfsagt ekki ein einasta sála hvað ég er að fara með þessu. Það í raun skiptir engu, ég er svo varnarlaus gagnvart skilningi og skoðunum annarra. Það eina sem ég get gert er að leika mitt hlutverk vel í minni eigin bíómynd.
Er hætt að taka að mér aukahlutverk í öðrum myndum, hvorki drama, spennu, bláum eða hryllingi, takk samt fyrir að hafa mig í huga.
Farin í "bubble-bað" í góðum félagsskap, með fallega tónlist í eyrum...ilminn í vitunum og englana flögrandi um á meðan ég blæs marglitar sápukúlur í sápuóperunni minni...
Bloggar | Breytt 29.1.2008 kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Hvernig ætli pjallan á þessari sé?
27.1.2008 | 20:37
Það kom mér eitt á óvart þegar ég var að tala við þann mann í gær...sem hefur fylgt mér hvað lengst. Að ég sagði honum aldrei eitt. Ég held því nú fram samt að ég hafi sagt honum það og að hann ekki verið að hlusta. Kannski var hann að horfa á rugby-leik eða rally og áhuginn takmarkaður einsog stundum skeður og skeði...
...þegar við tókum aftur saman, eftir okkar (stundum) áralönga/u, margumtalaða/töluðu og víðfræga/u hlé eða pásu/r...láðist mér víst að segja honum það sem ég opinbera hér með að ég er meingallað kvikindi.
Þegar hann fékk mig aftur í hendur og ég flaug með vindinn í rassinn til Nýja Sjálands 1994, hafði nefnilega verið styttur á mér leghálsinn, ekki löngu áður. Um var að ræða frumubreytingu 1 - 2 - 3 krabbamein 1 - 2 - 3. Ég var einhversstaðar stödd í ferlinu (leyndó). Blessaður karlinn komst þó aldrei á enda veraldar og sá ljósið...eða jú jú margoft...en það sem ég á við hann komst aldrei alveg til botns...(í þessu máli...)
Þessari aðgerð fylgir eðlilega aukið eftirlit. 2svar á ári sem ég sinni auðvitað ekki frekar en öðru sem skiptir máli. En svo fékk ég frekar harðort bréf frá landlækni þar sem hann segir eitthvað á þá leið að þrátt fyrir ítrekaðar boðanir sem ég sinni ekki, ætli hann nú svosem ekkert að selja mig hæstbjóðanda, en gefur verulega í skyn að ég standi nú ein ...og án áminninga og sekta af hans/þeirra hálfu.
Ég brosti út í annað þegar ég las bréfið, hugsaði með sjálfri mér að fyrir karlinum væri ég ekki bara kennitala... fann það út í leiðinni að hann hlyti að vera skotin í mér og ætlaði að kíkjá upp í himnaríki sjálfur prívat og pers....enda væri ég eðalpíka....svo henti ég bréfinu einsog öðrum ruslpósti og tautaði; Yeh right! Þér verður ekkert ágengt í þessu máli karlinn minn, þrátt fyrir þinn flotta titil og embættiseyð... ég á mína pjöllu! Alein og ég ræð!
Svo í samtali um daginn sem ég átti við vinkonu mína þá datt aðeins af mér bjánabrosið og "kjánaviðhorfið"... hún pantaði tíma að mér forspurðri...sem er á morgun. Og mig hlakkar ekki til!
Fínt að klæða sig úr nærbrókunum ef þær eru fyrir hendi þegar við á, en undir þessum kringumstæðum er það barasta ömurlegt! Ég veit líka af fyrri reynslu að ég fæ velútilátnar skammir fyrir vanræksluna á heilsu minni og fyrirlestur í þokkabót. Sem ég nenni ekki að hlusta á. Sé mig fyrir mér í biðsalnum með 20 öðrum pjöllum þar sem allar pjöllurnar hugsa um það sama.
Sem er; hvernig ætli pjallan á þessari sé? Rökuð? Vöxuð? Mr. T? welcome to the jungle fílingur?
Já stelpur viðurkennið þið það bara! Við hugsum allar svona á Leitarstöð krabbameinsfélagsins...þegar við sitjum berrassaðar undir bláa sloppnum...og erum að fletta úr sér gengnu Séð og Heyrt tímariti.
Hef annars fundið margar og flottar afsakanir fyrir því að komast ekki í fyrramálið. Ein þeirra er alveg skotheld! Hugsa að ég skelli mér á hana...ef ekki verður mánudagskvöldfærslan mín um ....allskyns pjöllur af öllum stærðum og gerðumef ekki -bíður hún betri tíma...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Ég hleyp ein...
27.1.2008 | 13:19
-Hleypurðu ein?
-já ...
-ég hleyp líka einn...var reyndar á hlaupum með einni...en er núna á harðahlaupum undan henni...
-æ æ ...mér finnst eiginlega svo frábært að hlaupa ein að mig langar ekki til að hlaupa með neinum...engum. Skilaboðin voru held ég skýr.
Þessar samræður áttu sér stað síðla sumars eða byrjun hausts...lítið vissi ég þá um það sem ég veit núna.
Til að mynda að ég hljóp víst með einum án minnar vitundar ásamt mörgum öðrum konum. Í dag hleyp ég alls ekki ein...þó ég hlaupi ein. Því að þegar upp er staðið hleypur maður einn, þó maður hlaupi með öðrum.
Eilíflega þakklát fyrir mína fögru leggi...og langar alls ekkert í staurfætur eða aðra getnaðar-limi frá Össuri eða Amor, hvað þá Adam og Evu. Ekki langar mig heldur að dröslast með hækju mér við hlið í gegnum lífið, hvað þá ísjökulkaldan staf eða bilaða skrúfu, hvorki í lengri né skemmri tíma.
Og svo langar mig alls ekki að mér sé troðið inn í einhver víðavangshlaup...stutthlaup...hvað þá langhlaup að mér forspurðri, takk fyrir.
Það er mér líka afar mikið á móti skapi að pissað sé utan í mig. Hvað þá drullað yfir mig! Þá verð ég eiginlega frekar döpur og stundum fer ég að væla en oftast verð ég BRJALUÐ!...en ég græt ekki mín vegna heldur vegna allra hinna. Og sérstaklega þeirra...
Núna ætla ég að fara út að hlaupa...
...ein með vindinn beint í rassgatið og ástina í hjartanu. Ef þið heyrið ekki frá mér aftur...þá fauk ég beinustu leið til himnaríkis
Fékk símtal í dag;
-Heiða ertu vitlaus manneskja? Er allt í lagi með þig? Þú ferð ekki út að hlaupa í þessu veðri! Alein!! Þannig að ég vil bæta við hérna til að valda vinum og aðstandendum ekki óþarfa áhyggjum; að þetta er leikur að orðum. Að hlaupa ein er að vera einhleypur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mér finnst...ég get...ég elska....
27.1.2008 | 08:44
mér finnst: gaman að lifa...oftast
ég get: allt sem ég einset mér
ég elska: Sóldísi og Ara og sunnudagsmorgna og og og.....
ég er að hlusta á: barnatímann og Sólin syngur með
ég ætla: að skrifa bækur þegar ég er orðin stór
ég ætla ekki: að verða bitur, gömul, skapstygg og grá kerlingartrunta
ég veit: lítið um svo ótrúlega marga hluti
ég reyni: dag hvern að koma fram við aðra einsog.....osfrv.
ég vil: hamingju, heilbrigði og ást -öllum til handa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er víst fífl...
25.1.2008 | 23:35
Þau ykkar sem hafa kynnst mér lítilega í gegnum minn blogg-feril vita sjálfsagt að ég ætti bónda, viðskiptafræðing, lögfræðing eða ruslakarl, kemur sjálfsagt ekki á óvart að ég held daginn ekki hátiðlegan. Bóndadaginn. Þau ykkar sem þekkið mig prívat og pers...yrðu steinhissa ef ég gæfi kærastanum blóm á þessum degi. En ekki svo mjög hissa ef ég tæki upp á því að gefa blómvönd í morgungjöf alla aðra daga ársins.
Fyrir mér er það einfaldlega þannig; þið kerlingar sem eigið bónda, karla, svín eða kanínu...því ekki að halda alla daga hátíðlega? Allir dagar ættu að vera bóndadagar. Og þeir dagar sem ég taldi ekki með; konudagar. Svo er alveg inn í myndinni auðvitað að "skvísa" einsog einu fífilsblómi inn á þessum degi, segi það ekki.
Mér finnst líka óvirðing að kalla bóndadag, bóndag. Hlýtur að vera komið af "húsbóndi" og það minnir mig á varðhund. Sbr. Ég er húsbóndi á mínu heimili!
Einu sinni átti ég kærasta, maðurinn var fastur í svona dögum á dagatalinu. Ekkert ófyrirsjánalegt á þeim bænum. Ekkert rúmlega eða neitt. Nema jólagjafirnar voru ríflegar. Ég fékk í skóinn og allt, samt komin yfir þrítugt. Afmælisgjöfin var frekar sköllótt svona því Valentínusardagurinn ber upp deginum áður. Við erum að tala um þann alstærsta vönd sem ég hef fengið á ævinni. Ég beið og vissi og fékk.
Svo kemur bevítans bóndadagurinn og viðkomandi segir;
-þú ert alltaf sama fíflið?
-nú hvað....?
Ég var að lesa Moggann þar sem flennistórar fyrirsagnir með auglýsingum frá blómaverslunum yfirgnæfðu heilu og hálfu síðurnar...
-að muna ekki eftir bóndadeginum...
-ég mundi alveg eftir honum...
-hvar eru blómin...?
-í blómabúðinni...og fullt af þeim, farðu og keyptu þér vönd...ég skal borga ...
-fífl!
osfrv. osfrv. eða þar til ég reif heilsíðuauglýsingu úr blaðinu og rétti honum og segi;
-til hamingju með daginn...
Til hamingju allt bónda og búalið með daginn....og reyndar allir...með alla daga ársins.
Njótið helgarinnar og í guðana bænum njótið samvistanna við hvort annað.
Konur upp með og í og úr blúndunum...
Svo er spurning að taka nettan Mr. T á græjuna ...
Bloggar | Breytt 26.1.2008 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Gott fyrir þarmana...
24.1.2008 | 23:21
Ég greip tækifærið, lognmolla hafði færst yfir. Ég hoppaði úr fötunum. Stakk brosinu í rassvasann. Varla sála á ferli. Settist á leðurbekkinn við hátt borð með matinn minn. Svo sem ekkert nýtt. Ég var svöng. Ég er alltaf banhungruð. Oftast í mat, oftar í fróðleik. Stundum eitthvað annað. Eiginlega aðeins of oft í eitthvað annað. Svo er mér líka stundum kalt. En mér var sárasjaldan kalt í dag. Eiginlega bara heitt í allan dag. Enda nærbuxnalaus í gallabuxum. Svo verður út-spýttum hunda-skinnum sárasjaldan kalt.
Inn kom fólk. Ég var annarshugar og blaðaði áhugalaus í fréttir dagsins. Man ekki einu einustu frétt. En man eftir einni auglýsingu, bláa bomban í Debenhams. Held að engin viti hvað bláa bomban er nema þeir sem þar hafa unnið...ég hugsaði með mér að nú skildi ég fara og kaupa mér ný nærföt. Kannski færi ég með lukkuskottinu mínu... henni vantar nærföt...blúndur.
...þá er sagt á næsta borði;
-fyrirgefðu fröken, kemurðu oft hingað?
Ég leit upp og sá mann. Maðurinn var með tungl á hnakkanum og sýkingu í augunum...hann var að tala við mig.
-já ég kem oft hingað sagði ég var frekar þurr og köld, eiginlega þurrkuntulega þó ég sé ekki...já sleppi því..... mér var alls ekkert kalt heldur.... í framhaldi hafði fetaostbiti í matnum mínum fangað athygli mína. Virti bitann fyrir mér mjög áhugasöm...stakk honum síðan í munninn og naut hans í botn.
-veistu að rauðlaukur er rosalega hollur? sagði tunglið með sýkinguna í augunum.
-já ég veit...baunir líka...
-já en rauðlaukur er svo góður fyrir þarmana...
-já er það...
...ef þú borðar rauðlauk og baunir saman þá myndast ákveðin þrýstingur og þetta ýtist allt saman út og .....
-fyrirgefðu þetta eru aðeins of miklar upplýsingar fyrir mig takk...greip ég frammí fyrir honum stóð upp og labbaði út.
Á leiðinni út hugsaði ég með sjálfri mér;
-hvað var nú þetta?! -hvaðan kom þessi?...hrikalegt að sjá sýkinguna í augunum á honum...vona að þetta sé ekki bráðsmitandi andskoti!
Ekki það að mig sé eitthvað farið að klæja í rassinum neitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég segi allt gott...
23.1.2008 | 23:56
Ég hafði hitt hann tvisvar, rétt smástund, af einskærri tilviljun. Mig minnir að ég hafi talað við hann einu sinni. Í því samtali sagðist hann vera læknir. Meira í raun man ég ekki frá okkar samskiptum. Ég eiginlega næ ekki að gleyma þessu atviki þegar ég hitti hann svo aftur í gær. Kannski afþví fólk er svo yfirmáta yfirborðskennd oft á tíðum. S.br.;
-Hæ, hvað segirðu?
-Allt fínt, en þú? (allir segja annað hvort; -allt fínt eða -allt gott)
Svo sat ég á glámbekk í gær og beið eftir fyrirlestrinum, þá sest hann allt í einu við hliðina á mér...og segir;
-NEI SÆL, gaman að sjá þig aftur. Hvernig hefurðu haft það?
-Alveg mjög gott þakka þér fyrir en þú?
-Alls ekki nógu gott, eiginlega bara mjög skítt!
-Nú?
-já þessi árstími er mér afar erfiður, jólin, áramótin og svo bætir ekki úr skák að ég á afmæli á janúar.
-já þú meinar, æ æ það er ekki nógu gott...
-nei það er ekki gott! Það er bara alls ekkert gott. En mér líður betur núna....
-það er gott...
-já það er gott....
Fyrirlesturinn hófst og þá hringir síminn hans. Hann svarar og hvíslar í tólið...-get ekki talað núna, nei ég er ....svo stendur hann upp...labbar fram, kemur stuttu seinna og hvíslar í eyra mitt;
-heyrðu ég verð að fara. Ætla að klára fyrirlesturinn samt.
-já já.... bæti svo við þegar ég sé áhyggjusvip í andliti; eitthvað að?
-já þetta var amma ....hún er svo áhyggjufull kerlinginn...
-já já...
...en hann var að lagast.
Þegar hann svo rak augun í hendurnar mínar...var engu líkara en að hann færi að lesa í lófa, hann bætti við sig tvöföldum skammti af áhyggjum yfir sárum höndum mínum... á meðan á fyrirlestrinum stóð.... var engu líkara en að hann horfði inn í framtíð mína, þegar hann hvíslaði í sífellu að sjálfum sér ;
-þetta er ekki gott, þetta er enganveginn nógu gott, en þetta lagast...alls ekki gott...-en mun lagast... bráðum kemur sumar.
-iss, þetta er ekkert...er miklu betra en það var. Hvíslaði ég á móti og dró að mér höndina og setti hana á milli lappa minna. Fætur í kross, lokaði síðan og læsti.
Svo sátum við þögul ...hlið við hlið það sem eftir lifði fyrirlestrar...síðan var hann rokinn...til ömmu...
En auðvitað sagði ég allt gott...þó ég segði barasta ekkert allt gott...ekki allt...en margt.
Fór ekki að segja honum það...bláókunnugum manninum!Bloggar | Breytt 24.1.2008 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Kúka rétt einsog ég...
21.1.2008 | 23:01
Ég hef andstyggð á reykingum ...einnig sumum boðum og bönnum. Þess vegna á ég það til að reykja einsog mother-fucker...stundum einsog fucker...en alltaf einsog mother. Stundum ekki neitt...stundum eitthvað.
Málið er að ég þyki ákaflega svona...já kvenleg og lekker þegar ég reyki. Þegar ég dreg höndina svona löturhægt að munninum, varirnar í stút...lygni augunum aftur...og höfðinu með...þá er ég einfaldlega svaka smart og sexy pía....
Þannig að til að ég missi ekki alveg sexý-ið og lookið... og sér í lagi þegar ég er á ljótunni...eða "are having a bad hair- day"....þá hef ég aldrei alveg gefið reykingar upp á bátinn. Þær eru svona var-nagli ef allt annað bregst...þá dreg ég upp eina... og klikkar ekki. Þeir kolfalla hver af öðrum...eftir að ég er búin að þvo hendur og munn...vel og lengi...fast og harkalega.
Í dag var ég úti að flandrast með járn-smiðnum mínum...sem er í raun ekki járnsmiður heldur smiður. En þar sem verkið hefur tekið á þriðja mánuð...tók ég upp þetta viðurnefni á hann...járnsmiðir eru jú hægfara. Lukkuskottan mín var þarna líka...hlæjandi einsog alltaf. Fréttir dagsins voru reykkompa á veitingastað...og REYKKOMPA Á ALÞINGI...ef ég hefði verið með lýs...hefðu þær dottið dauðar niður á staðnum, allar. Hugsa sér að tilfellið sé að á alþingi sé reykherbergi...en sömu karlar og kerlingar voga sér að setja í lög að banna reykingar í kompum út í bæ! Ég er forviða...afhverju má fólk ekki reykja af sér rassgatið í þar til gerðum sér-smíðuðum hólfum? Miðað við þetta yrði ég lítið hissa á því að hamborgarahryggur verði ekki á borðum hjá mér um næstu jól. Og sé einnig að það er borin von að ég fái nokkurntíma reyktan kjúkling á Íslandi. Hvaða vitfirring og mismunun er þetta eiginlega?...
...en jafnframt er ég ekkert svo hissa...það hlaut að vera skýring á hversu gráir og guggnir og krumpaðir þeir eru með rörsýnina að eigin rassi. Alþingismennirnir okkar. Veitti ekki af smá vatns-gusu í andlitið við reykingarnar til að hressa upp á hárgreiðsluna og halda glóðinni við efnið...og einsog einni góðri vindhviðu í fangið til að fleygja þeim af þessum háa stalli...hélt annars að engin væri svo vitlaus að reykja...
...allra síst karlmenn...skilst að reykingar séu engan veginn að gera sig gagnvart þeirra besta vini...þ.e. typpinu. Typpið fari í fílu og verði feimið og neiti jafnvel að láta sjá sig úti...
...iss piss....þvílíkt vald! Síðast þegar ég vissi kúkuðu þeir rétt einsog ég ...
Bloggar | Breytt 22.1.2008 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)