Hvernig ætli pjallan á þessari sé?

Það kom mér eitt á óvart þegar ég var að tala við þann mann í gær...sem hefur fylgt mér hvað lengst. Að ég sagði honum aldrei eitt. Ég held því nú fram samt að ég hafi sagt honum það og að hann ekki verið að hlusta. Kannski var hann að horfa á rugby-leik eða rally og áhuginn takmarkaður einsog stundum skeður og skeði...

...þegar við tókum aftur saman, eftir okkar (stundum)  áralönga/u, margumtalaða/töluðu og  víðfræga/u hlé eða pásu/r...láðist mér víst að segja honum það sem ég opinbera hér með að ég er meingallað kvikindi.

Þegar hann fékk mig aftur í hendur og ég flaug með vindinn í rassinn til Nýja Sjálands 1994, hafði nefnilega verið styttur á mér leghálsinn, ekki löngu áður. Um var að ræða frumubreytingu 1 - 2 - 3 krabbamein 1 - 2 - 3. Ég var einhversstaðar stödd í ferlinu (leyndó). Blessaður karlinn komst þó aldrei á enda veraldar og sá ljósið...eða jú jú margoft...en það sem ég á við hann komst aldrei alveg til botns...(í þessu máli...)Cool

Þessari aðgerð fylgir eðlilega aukið eftirlit. 2svar á ári sem ég sinni auðvitað ekki frekar en öðru sem skiptir máli. En svo fékk ég frekar harðort bréf frá landlækni þar sem hann segir eitthvað á þá leið að þrátt fyrir ítrekaðar boðanir sem ég sinni ekki, ætli hann nú svosem ekkert að selja mig hæstbjóðanda, en gefur verulega í skyn að ég standi nú ein ...og án áminninga og sekta af hans/þeirra hálfu.

Ég brosti út í annað þegar ég las bréfið, hugsaði með sjálfri mér að fyrir karlinum væri ég ekki bara kennitala... fann það út í leiðinni að hann hlyti að vera skotin í mér og ætlaði að kíkjá upp í himnaríki sjálfur prívat og pers....enda væri ég eðalpíka....svo henti ég bréfinu einsog öðrum ruslpósti og tautaði; Yeh right! Þér verður ekkert ágengt í þessu máli karlinn minn, þrátt fyrir þinn flotta titil og embættiseyð... ég á mína pjöllu! Alein og ég ræð!

Svo í samtali um daginn sem ég átti við vinkonu mína þá datt aðeins af mér bjánabrosið og "kjánaviðhorfið"... hún pantaði tíma að mér forspurðri...sem er á morgun. Og mig hlakkar ekki til!

Fínt að klæða sig úr nærbrókunum ef þær eru fyrir hendi þegar við á, en undir þessum kringumstæðum er það barasta ömurlegt! Ég veit líka af fyrri reynslu að ég fæ velútilátnar skammir fyrir vanræksluna á heilsu minni og fyrirlestur í þokkabót. Sem ég nenni ekki að hlusta á. Sé mig fyrir mér í biðsalnum með 20 öðrum pjöllum þar sem allar pjöllurnar hugsa um það sama.

Sem er; hvernig ætli pjallan á þessari sé? Rökuð? Vöxuð? Mr. T? welcome to the jungle fílingur?

Já stelpur viðurkennið þið það bara! Við hugsum allar svona á Leitarstöð krabbameinsfélagsins...þegar við sitjum berrassaðar undir bláa sloppnum...og erum að fletta úr sér gengnu Séð og Heyrt tímariti.

Hef annars fundið margar og flottar afsakanir fyrir því að komast ekki í fyrramálið. Ein þeirra er alveg skotheld! Hugsa að ég skelli mér á hana...ef ekki verður mánudagskvöldfærslan mín um ....allskyns pjöllur af öllum stærðum og gerðumCoolef ekki -bíður hún betri tíma...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Greinilegt að það er langt síðan þú fórst síðast... Slopparnir eru "GULIR" í dag ...
.... Eða er svo langt síðan ég fór að þeir eru orðnir BLÁIR  í dag???
Vona að einhver staðfesti þetta hér!!
Gott samt að sitja í slopp og láta "gusta" um hana -  nýrakaða - púðraða og fína.

Linda Lea Bogadóttir, 27.1.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Gísli Torfi

   Guð veri með þér

Gísli Torfi, 27.1.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við erum að tala um tvo huguðustu bloggvini mína hérna!

Heiða Þórðar, 27.1.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hédddddna..... hver er þessi Herra Té?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hmmm á móti spyr ég; -Hver er Bubbi Morteins?

Heiða Þórðar, 27.1.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég ætla að mæla með því Heiða að þú sýnir smá skynsemi á morgun og látir fólk ekki ganga á eftir þér til að fá að bjarga heilsu þinni.

Gefðu mér ástæðu til að óska þér til hamingju á morgun

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er það minnsta bara gaman að fara á leitarstöðina í Skógarhlíðinni miðað við sjúkrahúsin úti á landi! Gangi þér vel.

Edda Agnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:30

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er auli, viðurkenni það, hugsa aldrei um sampíkur mínar á leitarstöðum, ekki einu sinni um mína eigin, hugsa um ávaxtasalat, tippi, skyr og ný föt.  Ætli ég þurfi að leita sálfræðings?

Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 23:52

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég vona að pjölluni heilsist vel....good luck

Einar Bragi Bragason., 28.1.2008 kl. 00:54

10 Smámynd: Sigrún

Elsku frænka

þú hefur gott af því að fara í smá kuntuköfun við og við annar staðar en heima hjá þér

hefuru ekki heyrt flökku söguna um gelluna sem var með glimmer á sinni pjöllu þegar hún fór í sína árlegu köfun ?

ef ekki þá skal ég segja þér hana !!

Það var eldri kona sem var að fara til kvennsjúdómalæknis (ANDA)
Kemur við hjá dóttur sinni áður og ákveður að fríska uppá kvikindið
Þegar hún fer á wc-ið
tekur þar sprey sem stendur á vaskaborðinu og úðar á hana
Kveður svo dótturina og fer til doksa
*
Tíminn byrjar á þessu hefðbundna spjalli
síðan skellir daman sé úr nærbuxunum og á bekkinn
doksi kemur sér fyrir og fyrsta sem hann segir er

NOH mín bara fín í dad !

Sigrún, 28.1.2008 kl. 08:52

11 Smámynd: Hugarfluga

Er ekki að finna samkennd með þér þarna, en fín pjöllupæling engu að síður.

Hugarfluga, 28.1.2008 kl. 08:53

12 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Mr t er rökuð rönd á skapahárin. Þá er því uppljóstrað hahahaha

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.1.2008 kl. 12:35

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvernig skildi hann hafa vitað þetta strákurinn ?

Heiða Þórðar, 28.1.2008 kl. 12:41

14 Smámynd: Ásgerður

Vona bara að þú hafir drifið þig,,,skammastu þín fyrir hlýða ekki landlækni

Mundu bara að það er þú sem berð ábyrgð á þinni heilsu

Vonandi varstu skynsöm í morgun

Ásgerður , 28.1.2008 kl. 12:55

15 identicon

Ég skal kikka á dæmið

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:36

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

haha, kannast við glimmersöguna

er ekki bara málið að leika það eftir? poppa hana svolítið upp

Brjánn Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 16:01

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er mjög nauðsynlegt að leggja það á sig annað hvert ár að fara í skoðun.  Síðast þegar ég fór var kvenlæknir sem skoðaði mig.  Annars viðurkenni ég að það er ekki mjög auðvelt að láta sem ekkert sé með svona skoðun frá Karlkynslækni.  En Heiða mín, hverju ertu að planta inn í kollinn á mér núna ? Hér eftir mun ég hugsa eingöngu um pjölluna á þér, þegar ég sit innan um allar konurnar í sloppunum, sem bíða eftir skoðun

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 17:59

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú svo æðislega gaman, hvernig geturðu sleppt þessu???  not.  Allavegana hugsa ég alltaf um fiskveiðar og flatkökur þegar ég er þarna, hætti mér ekki í að hugsa um annarra kvenna pjöllur. Gangi þér vel og ekki sleppa tímanum.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 18:10

19 Smámynd: www.zordis.com

Veit um eina heldri frú sem stundi af gleði þegar doktorinn þreifaði hana!  Það var víst enginn búinn að koma svona við hana lengi!!!!

Ef pullan væri sjálfstæðari þá hefðu fæturnir ekki undan að hlaupa á móti!

Blúnduknús til þín .....

www.zordis.com, 28.1.2008 kl. 20:27

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Pjölla hvað

Solla Guðjóns, 28.1.2008 kl. 23:20

21 identicon

ohh eins og talað úr minni pjöllu...ég man neblega eftir þessu og fór í skoðun eftir að þessi brjálaði INTRUM gaur var kominn með nóg af mér,ég var orðin hrædd að fara til hans eftir öll þessi sendibréf.Sá alveg fyrir mér að hann myndi sko muna eftir me´r og hund-skamma mig að hafa ekki komið fyrr...Þegar ég loksins vogaði mér að þora að koma var læknirinn með RISA-BUNKA af blöðum með AFRIT- af ítrekunum sem send höfðu verið til mín..ohhh og ég með útglent klofið og svo frosin að það var EKKERT sem komst þarna inn,og auðvitað var einhvert lækna-módel hjá honum..... versta skoðun sem næstum tókst ekki EVER....hvað ætli það sé kallað ... ef hann getur ekki troðið helvítis skaftinu inn???

Veit þú ert búin að fara í morgun svo að annars myndi ég ekkert vera að segja þér þetta..heheh

rosaelga verður maður kjaftfor að lesa bloggið þitt heiða mín,

dísuss´´

sí jú

astapasta (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband