Ég segi allt gott...

Ég hafði hitt hann tvisvar, rétt smástund, af einskærri tilviljun. Mig minnir að ég hafi talað við hann einu sinni. Í því samtali sagðist hann vera læknir. Meira í raun man ég ekki frá okkar samskiptum. Ég eiginlega næ ekki að gleyma þessu atviki þegar ég hitti hann svo aftur í gær. Kannski afþví fólk er svo yfirmáta yfirborðskennd oft á tíðum. S.br.;

-Hæ, hvað segirðu?

-Allt fínt, en þú? (allir segja annað hvort; -allt fínt eða -allt gott)

Svo sat ég á glámbekk í gær og beið eftir fyrirlestrinum, þá sest hann allt í einu við hliðina á mér...og segir;

-NEI SÆL, gaman að sjá þig aftur. Hvernig hefurðu haft það?

-Alveg mjög gott þakka þér fyrir en þú?

-Alls ekki nógu gott, eiginlega bara mjög skítt!

-Nú?

-já þessi árstími er mér afar erfiður, jólin, áramótin og svo bætir ekki úr skák að ég á afmæli á janúar.

-já þú meinar, æ æ það er ekki nógu gott...

-nei það er ekki gott! Það er bara alls ekkert gott. En mér líður betur núna....

-það er gott...

-já það er gott....

Fyrirlesturinn hófst og þá hringir síminn hans. Hann svarar og hvíslar í tólið...-get ekki talað núna, nei ég er ....svo stendur hann upp...labbar fram, kemur stuttu seinna og hvíslar í eyra mitt;

-heyrðu ég verð að fara. Ætla að klára fyrirlesturinn samt.

-já já.... bæti svo við þegar ég sé áhyggjusvip í andliti; eitthvað að?

-já þetta var amma ....hún er svo áhyggjufull kerlinginn...

-já já... 

...en hann var að lagast.

Þegar hann svo rak augun í hendurnar mínar...var engu líkara en að hann færi að lesa í lófa,  hann bætti við sig tvöföldum skammti af áhyggjum yfir sárum höndum mínum... á meðan á fyrirlestrinum stóð.... var engu líkara en að hann horfði inn í framtíð mína, þegar hann hvíslaði í sífellu að sjálfum sér ;

-þetta er ekki gott, þetta er enganveginn nógu gott, en þetta lagast...alls ekki gott...-en mun lagast... bráðum kemur sumar.

-iss, þetta er ekkert...er miklu betra en það var. Hvíslaði ég á móti og dró að mér höndina og setti hana á milli lappa minna. Fætur í kross, lokaði síðan og læsti.

Svo sátum við þögul ...hlið við hlið það sem eftir lifði fyrirlestrar...síðan var hann rokinn...til ömmu...

En auðvitað sagði ég allt gott...þó ég segði barasta ekkert allt gott...ekki allt...en margt.

Fór ekki að segja honum það...bláókunnugum manninum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á að hitta hann aftur??  Hann er ekkert giftur er það??  hafðu það gott elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Læknar eru lúmskir margir hverjir og kvennsamir.

Einn er til dæmis að verða Borgarstjóri á morgun, en hann ku

Hvort heldur sem er, þá er hitt víst að hann er veikur!lítt vera kvennsamur, þó hann haldi sjálfur að hann sé lúmskur!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég hitti hann óhjákvæmilega aftur já...en ekki þannig hittingur...biddu fyrir þér!

Nú hitti ég bara englastráka 

Heiða Þórðar, 24.1.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

úr lófa þínum les ég það.............að þú sért öll að komast í lag

ég fæ aldrei nóg.........

Af þínu bloggi viltu blogga soldið meir.....

Einar Bragi Bragason., 24.1.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 00:44

6 Smámynd: Gísli Torfi

   Holy is the name of the Boy

Gísli Torfi, 24.1.2008 kl. 01:09

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Jæja elskan segir bara allt gott......

Solla Guðjóns, 24.1.2008 kl. 08:51

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Allt rosa gott....

Heiða Þórðar, 24.1.2008 kl. 09:15

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega - hvað ætli maður fari að segja bláókunnugu fólki farir sínar ósléttar........!!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 09:23

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Var þetta Ólafur F.?

Steingerður Steinarsdóttir, 24.1.2008 kl. 11:20

11 Smámynd: Margrét M

ekki fer maður að segja "allt bara frekar leiðinlegt" við ókunnuga .. væri samt gaman að prófa það he he

Margrét M, 24.1.2008 kl. 11:33

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þarf eiginlega að fara að blogga um MÍN allt gott, allt fínt.  Það eru sögulegar setningar í mínu tilfellli.

Takk fyrir skemmtilegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 11:36

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Við hvaða svari býst fólk þegar spurt er "hvernig hefurðu það"?

Markús frá Djúpalæk, 24.1.2008 kl. 11:42

14 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hvað segir þú gott... ? Nú auðvitað allt gott - alveg saman þó heimurinn væri að hrynja í kringum mig... Skil hann reyndar vel að opna sig svona við þig. Þú ert svo góðleg að fólk bara opnast eins og bók þegar það sér þig...  

Linda Lea Bogadóttir, 24.1.2008 kl. 12:43

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góðleg?

...æji má ég ekki frekar vera sexy?...góðleg er svo ógeðslega lummó...takk fallega fjöruga fjögurra barna móðir...og fitt

Heiða Þórðar, 24.1.2008 kl. 14:09

16 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Haha - þú ert það auðvitað... Sexy. Vildi bara ekki tala um það svona opinberlega... fólk gæti haldið að ég væri Les-pía... og eitthvað væri í milli okkar.
"Góðleg" er allt of ömmulegt

Linda Lea Bogadóttir, 24.1.2008 kl. 17:14

17 Smámynd: www.zordis.com

Fólk hefur nottl. engan áhuga á því að vita að þér líða eitthvað annað en vel eða að þú hafir það fínt .....

Les pían er mikill bókaormur og alæta á allt lesefni.  Heiða þú ert gorgeously sexy það er málið!  Haltu áfram að rúlla! 

www.zordis.com, 24.1.2008 kl. 17:37

18 Smámynd: Hugarfluga

Ég segist vera með blöðrusig á tánum en annars bara þokkaleg. Now there's a conversation stopper.

Hugarfluga, 24.1.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband