Gott fyrir þarmana...

Ég greip tækifærið, lognmolla hafði færst yfir. Ég hoppaði úr fötunum. Stakk brosinu í rassvasann. Varla sála á ferli. Settist á leðurbekkinn við hátt borð með matinn minn. Svo sem ekkert nýtt. Ég var svöng. Ég er alltaf banhungruð. Oftast í mat, oftar í fróðleik. Stundum eitthvað annað. Eiginlega aðeins of oft í eitthvað annað. Svo er mér líka stundum kalt. En mér var sárasjaldan kalt í dag. Eiginlega bara heitt í allan dag. Enda nærbuxnalaus í gallabuxum. Svo verður út-spýttum hunda-skinnum sárasjaldan kalt.

Inn kom fólk. Ég var annarshugar og blaðaði áhugalaus í fréttir dagsins. Man ekki einu einustu frétt. En man eftir einni auglýsingu, bláa bomban í Debenhams. Held að engin viti hvað bláa bomban er nema þeir sem þar hafa unnið...ég hugsaði með mér að nú skildi ég fara og kaupa mér ný nærföt. Kannski færi ég með lukkuskottinu mínu... henni vantar nærföt...blúndur.

...þá er sagt á næsta borði;

-fyrirgefðu fröken, kemurðu oft hingað?

Ég leit upp og sá mann. Maðurinn var með tungl á hnakkanum og sýkingu í augunum...hann var að tala við mig.

-já ég kem oft hingað sagði ég var frekar þurr og köld, eiginlega þurrkuntulega þó ég sé ekki...já sleppi því..... mér var alls ekkert kalt heldur.... í framhaldi hafði fetaostbiti í matnum mínum fangað athygli mína. Virti bitann fyrir mér mjög áhugasöm...stakk honum síðan í munninn og naut hans í botn.

-veistu að rauðlaukur er rosalega hollur? sagði tunglið með sýkinguna í augunum.

-já ég veit...baunir líka...

-já en rauðlaukur er svo góður fyrir þarmana...

-já er það...

...ef þú borðar rauðlauk og baunir saman þá myndast ákveðin þrýstingur og þetta ýtist allt saman út og .....

-fyrirgefðu þetta eru aðeins of miklar upplýsingar fyrir mig takk...greip ég frammí fyrir honum stóð upp og labbaði út.

Á leiðinni út hugsaði ég með sjálfri mér;

-hvað var nú þetta?! -hvaðan kom þessi?...hrikalegt að sjá sýkinguna í augunum á honum...vona að þetta sé ekki bráðsmitandi andskoti!

Ekki það að mig sé eitthvað farið að klæja í rassinum neitt.Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hver lendir í svona aðstæðum? Hvar borðarðu eiginlega?? Var þessi maður nokkuð í "faðmasjálfansigpeysu"?

Hugarfluga, 24.1.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hey... ég ætla að fá að fylgja þér einn dag í lífi þínu TAKK...
Held að það verði upplifun lífs míns...

Ég get væntanlega ekki talist heppinn að eini maðurinn sem yrt hefur á mig á förum vegi er eiginlega þessi sem bauð mér fílakaramellurnar þarna um daginn! Jú og svo auðvitað þessi í Bónus... sem spurði hvort ég ætlaði að hafa pizzu í kvöldmatinn  ! Ekkert krassandi það - vantar alla spennu í þetta hjá mér.

Hvenær get ég komið ?

Linda Lea Bogadóttir, 24.1.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

hvar borða ég já....

...nei hann var meira svona í "Imadickpeysu"...

Heiða Þórðar, 24.1.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

a.s.a.p. Linda...ekki spurning!Lífið er æði -bara koma auga á það

Heiða Þórðar, 24.1.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, lífið er æði ef maður vill. Bara leita og hamast.  Knús á þig góða stelpa.  Og bæ ðe vei, rauðlaukur er mega góður á bragðið, veit ekkert hvað hann gerir fyrir líkamann.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég held svei mér þá að það þurfi eina hallarbyltingu enn í Reykjavík......og að menn geri þig að Borgarstjóra........þá væri gaman að lesa fréttir af Borgarmálum......:)

Einar Bragi Bragason., 25.1.2008 kl. 00:42

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góð Heiða góð

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.1.2008 kl. 09:31

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Að fara að kaupa þér ný nærföt sem þú svo gengur ekkert í!?

Ekki líst karlpungi á bóndadegi á það!

Nema kannski að þú fengir þér eina síða, tíðin nú aldeilis fyrir slíkt núna!?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 11:52

10 Smámynd: Ásgerður

 

Ásgerður , 25.1.2008 kl. 16:31

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 20:52

12 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 25.1.2008 kl. 22:08

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 28.1.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband