Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Bara rétt...
31.7.2008 | 21:09
...skáskaust hérna inn til að óska ykkur öllum góðrar verslunarmannahelgar
Þykir hellingsvænt um ykkur og rúmlega það. Hef nóg "speis" í flennistóru hjartanu sem er "bæðevei" stútfullt af kærleik...og rúmar ykkur öll ...er óstjórnlega glöð að vera búin að fá bloggvini mína tilbaka.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt 1.8.2008 kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
ÉG VIL FÁ BLOGGVINI MÍNA AFTUR!
29.7.2008 | 23:16
Mér var svo mál að blogga í gærkveldi að mig svimaði! Shitturinn...þá var allt lokað og læst!
Ég er verulega föst í þessum frasa; it's a sign! Það eru gegnum gangandi "sign" allt í kringum mig. Rauð ljós, biðskyldur og græn einsog gengur. Allt snýst þetta um val og aftur val. Fylgja hjartanu-bullum-sull eða skynseminni. Í starfsvali sem og öðru. Eftir því sem ég kemst næst þá lýgur hjartað aldrei. Ég veit ekki hverju ég fylgi. Því ég segi það með mikilli staðfestu. Ég fylgi hvorugu.
Þegar ég mætti í vinnu eftir sumarfrí fannst mér ég heldur betur vinamörg.... mér taldist til að ég ætti einhverja tugi bloggvina...nú á ég engan... ekki eitt skitið kvikindi......it's að sign hugsaði ég auðvitað og hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Græni kassinn minn (borðinn uppi ) er orðin appelsínugulur...it´s sign aftur...litur sköpunar...
Þegar ég svo stend þarna einhversstaðar eftir sumarleyfisævintýrið mitt hitti ég konu sem ég hef ekki hitt í mörg....nokkra mánuði...og þegar hún sagðist lesa bloggið mitt...varð ég hálfvandræðaleg. Ekkert skilti þar á bakvið. Bara plain ....#roðn#...
Svo er ég ávörpuð þar sem ég er næstum því að reykja hass á bakvið skúr þennan sama dag...þá er sagt;
-Er þetta ekki Heiða?
-jú...
-Heiða píkubloggari....
Þá datt ein dauð Lísa úr hausnum á mér!
En mikið svaka var gaman að sjá Dúu live...þó viðurnefnið hafi ekkert verið spennandi. Fallega brosið hennar nær hringinn og alveg upp til augnanna. Skrifað, stimplað og staðfest af Heiðu píkubloggara...
Heyriði nú mig, af gefnu tilfefni þá verð ég enn og aftur að vara ykkur við að vera ekkert að bora í nefin ykkar á Bústaðarveginum! Hafið hárið í lagi, augun vel opin og í guðs almáttugs bænum; BROSIÐ!
Ég náðist nefnilega á mynd ...og myndin var svo guðdómleg að gleymdi að ítreka hvað ég hafði ég hafði til saka unnið, sem varð til þess að ég fékk verðlaun uppá heilar 5000 krónur.
Fulltrúi Lögreglustjórans í Reykjavík vildi með engu móti gefa mér myndina...og ég hugsaði í laumi;
Damn...nú jæja....þá hafa þeir eitthvað til að xxxxx sér yfir, þessir andskotar!
ÉG VIL FÁ BLOGGVINI MÍNA AFTUR!
Annars þrusugóð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Hvernig á að komast í snertingu við Guð með kynmökum?
27.7.2008 | 21:44
Ég hef farið á bókasafnið oft og oftar en það, í sumarleyfinu. Allt við bókasafnið er eftirsóknavert og ég elska það. Meira að segja kellann með lapþunna hárið og bros sem ég held að sé límt á rassinn á henni, er guðdómleg. Lyktin er engri lík...svona einsog rotinn blaðastafli. Mmmmmm! Bækurnar toppa þetta svo allt saman þarna sem þær sitja skakkar í öllum regnbogans litum. Og öskra; -Taktu mig, taktu mig! Einstaka öskrandi krakki drepur stundum niður stemmarann!
Áhugasvið mitt er breytt og les ég nánast allt! Áhuginn liggur ekki aðeins á sviði unaðar kynlífs og ásta einsog vænta mætti... Nei aldeils ekki. Líka á geðheilbrigði, morðum, punktanuddi, trúmálum, sakamálum, heimspeki, sálfræði og allskyns dóti og einskis nýtu drasli.
Ég hef komist að þvi í gegnum árin, að því meira sem ég les og læri, skil ég ... að ég veit í raun ekki rassgat.
Að öllu ofangreindu og samanlögðu;
Las ég mér til um Ofurkynlíf... og þar stendur; Að hin forna indverska tantralyst kennir að maður komist í snertingu við guð með kynmökum!
Eitthvað er skrifað um kynörvandi hugleiðslu fyrir bæði kynin; Konur eiga að sjá fyrir sér lingaminn sem stinnan, sjá fyrir sér mismunandi áferð hans. Lyktin er patsjúli. Hljómurinn er hraðari og taktfastari. (Hraðari og taktfastari en hvað ...veit ég ekki!)
Karlar aftur á móti; sjáðu fyrir þér yoniið sem hlýjan, tælandi, rakan og mjúkan stað sem opnast og lokast einsog og blóm. Einbeittu þér að mildu muskusilminum og ýmindaðu þér dimman hjartslátt, hægan takt jarðarinnar, lífspúlsinn.
Einhvernveginn vafðist þetta lingaminn...fyrir mér og hugsaði ég; neiiiiiiiiii....ekki á þetta að vera typpi...hvaða hugarró er í því sjá fyrir sér stinnan getnaðarlim... en úps...þetta var kynörvandi hugleiðsla...
...og yoniið (sjálfsagt pjalla)...BLÓM!....dimmur hjartsláttur!?
ja hérna hér....
Með þessum orðum færi ég öllum mínar bestu óskir inn í komandi viku
Bloggar | Breytt 28.7.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bráðsmitandi andskoti!
27.7.2008 | 15:52
Keyrði sjálf á staur um daginn....og finndist mér ekki óvitlaust að taka "herör" gagnvart þessum andskotum sem þvælast fyrir löppunum á manni. Þetta er fullreynt og bara fyrir manni...
...burt með alla staura nema Freyjustaura!
Keyrði á staur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Var á staðnum...
27.7.2008 | 01:29
föst í röð...ef einhver var að undrast um mig...
Ekki fögur sjón, en fyrst allir líkamar eru strá-heilir...ber að fagna að ekki fór verr.
Harður árekstur á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Transsexual fólk og ég....
26.7.2008 | 00:52
Ef það hefur farið fram hjá einhverjum; þá er ég kona! Mér finnst forréttindi að vera kona og nýt þess í drasl! Á mínum unglingsárum, fylgdist ég spennt með þegar brjóst byrjuðu að myndast og breytast og stækka. Þeim var tekið fagnandi. Öllu sem viðkom því að barnskroppurinn varð að kvenmannslíkama....var dásamlegt í mínum huga. Allt ferlið yndisleg upplifun.
Ég hef aldrei, ekki eina örstund langað að vera einhver annar eða önnur en ég er. Allra síst karlmaður. Held að ef ég yrði karlmaður (með fyrirvara um að ég fengi að hoppa aftur í kroppinn minn) í einsog einn sólahring, myndi mér lítið verða úr verki, annað en að fitla við typpið á mér. En það eitt að hafa fæðst í réttu kynhlutverki ber að þakka, daglega.
Get varla nema aðeins örlítið gert mér í hugarlund, hvernig mér hefði liðið ef ég hefði fæðast í líkama karlmanns. Og varla það. Ekki einu sinni það. Þvílíkt hlutskipti, vísa ég í það langdregna helvítis ferli og sálarpínu sem einstaklingur þarf að undirgangast til að leiðrétta kyn sitt. I ofanálag, að þurfa að standa í stappi við Ríkisvaldið vegna niðurgreiðslu á einsog t.d.: eyðingu líkamshára, brjóstaaðgerðar og raddmeðferðar. Hefði haldið að það væri hluti af pakkanum! Og allt allt allt hitt....
Við sem erum svo fordómalaus og "líberal" í þessu partýi, hljótum að sjá, að það að vera kvenmaður snýst ekki aðeins um eitt stykki píku! En eins og ég skil þetta, fæst aðeins fjárveiting gagnvart slíkri aðgerð. (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál)
Ef rétt reynist þá finnst mér þetta þvíklík lítilsvirðing og ekki aðeins gagnvart transsexual fólki, heldur mín líka sem kvenmanns.
Þarf vart að taka það fram að ég er brjáluð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Glataði sálinni...
24.7.2008 | 00:23
Vatnsberi: Veraldleg auðæfi og andleg fágun tengjast. Oft þegar leitað er að öðru hvoru slæst hitt með í för. Þú þarft ekki að henda peningum þínum til að finna sálina. (sjörnuspá dagsins)
Mér finnst þetta frábær speki! Algjörlega frábær. Svo djúpt og sneddý eitthvað.
Nema hvað að peningatréð sem staðið hefur inn í stofu hjá mér (viðurkennist; var orðið hálftussulegt) var ekki að gera sig fyrir heildarlockið, við nýja sófann. Ég henti því...og svo kemst ég að því í framhaldi að ég týndi sálu minni um leið. Hefði hugsað mig tvisvar um -hefði ég haft minnstu grunsemdir um að ég væri að glata sálu minni. Mér er nefnilega frekar annt um hana...
Búin að leita logandi ljósi í ruslinu að sálinni....glötuð mér að eilífu...hef svo sem ekki miklar áhyggjur, mér mun áskotnast ný og vonandi mun betri um næstu mánaðarmót. Þá er ég alltaf asskoti rík...svona fram yfir miðnætti næsta dag.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Loðin píka á hvolfi...
21.7.2008 | 21:53
Það rigndi í dag. Rigning er auðvitað bara rigning, en ég er ekki frá því að í dag hafi hún verið blautari en venjulega. Svo stytti upp. Og þá varð styttra upp...ég notaði því tækifærið og heilsaði upp á liðið í himnaríki... (amma biður að heilsa)
...á bakaleiðinni kom ég við í Kaskó. Þar beið mín frátekinn sleikur og þegar ég vitjaði hans í "tapað-fundið" deildinni var horft á mig einsog ég væri fáviti! Algjör bjáni!
Ég snáfaði út með græna papríku í poka og fór að hugsa...ma. um hvað er fallegt og hvað er ekki svo fallegt í fólki.
Fyrir mér er það svo (útlitslega); að svo framarlega sem að augun sitja með nokkuð jöfnu millibili rétt fyrir ofan nef. Nefið ekkert ógnvekjandi stórt eða pöddulítið. Varirnar ekki eins leggöng á hvolfi. Ekki hafi verið grýtt upp í mann í æðiskasti, óteljandi tönnum í gómana. Að maður sé ekki með fæðingablett á maganum sem minnir á loðna píku á hvolfi...
...þá sé maður nokk safe.
Njótið kvöldsins og hvors annars
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Bubbi prumpar blómum!
21.7.2008 | 13:27
Ég veit að Bubbi Morthens pissar gulltárum. Hún prumpar líka blómum. Ég er einlægur aðdáandi. Hann hefur snert mig meira en flestir sem hafa snert mig með höndunum!
Ég sé því rautt og örlítið fjólublátt til hliðanna, þegar maðurinn er rakkaður niður til andskotans og látinn liggja þar.
Er ekki sammála öllu sem hann segir; en sammála er ég þessu. Það er kannski ekki mikið meira "kvikt" í fátækum vegna vítamínsskortar og þeir best látnir vera til að deyja, en þó aðeins örlítið meira en náttúrunni. Fátækir eiga meiri samúð inni hjá mér en náttúran, kaldrifjuð ét ég enn hundasúrur og skammast mín lítið.
Ég er ekki að sjá að tónleikar sem þessir hafi nokkurn skapaðan hlut að segja. "vekja athygli á so and so...." og hvað? Að vekja bara athygli hvort sem er með neikvæðum eða jákvæðum hætti, áorkar litlu í raun, nema einhverju skemmtan, tímabundið. Sbr. bensínbrjálæðið fyrr í sumar...
Sé ekki betur en þeir hrútspungar, hafi engu áorkað! Síðast þegar ég kíkti var brjálæðis bölvað bensínverð í gangi. Hafði rokið upp til stjarnanna með flugelda í rassgatinu.
Get ekki ímyndað mér að nokkrar breytingar yrðu á högum fátæka þótt Björk, Bubbi og Bo...syngju tregafullt lag á Austurvelli og það berrössuð...
En Bubbi rúlar....og það feitt!
Bubbi liggur undir ámælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Hélt að karlinn væri dauður!
20.7.2008 | 23:42
Í dag þegar ég hitti helvítið hann Jón, langaði mig að segja eitthvað óskaplega notalegt og fallegt við hann. Stemmingin var einhvernveginn þannig í kroppnum.
Jón er annars nágranni minn og býr fyrir neðan mig. Hann er ósköp natinn í garðinum og í dag var hann að hreinsa mosa á milli flísanna eða leita að ormum, hvað veit ég svosem. Ég sá hann annars á sundskýlu í gær einni klæða og ykkur að segja tók karlinn sig bara flott út, miðað við að vera hátt í sjötugt...
Hann er mislyndur andskoti en ég held vænsta grey...einsog allir. I dag brosti hann aldrei þessu vant og algjörlega bauð óvænt -góðan daginn (svona einsog fólk gerir sem kann til mannasiða) og auðvitað, kviknaði þessi tilfinning í brjósti mínu... að segja eitthvað fallegt og snoturst...og í stað þess að segja einfaldlega;
-Jón minn, þú ert einsog leðurtaska í framan...
þá missti ég útúr mér;
-Fuck Jón, þú ert svo kolbikasvartur að það hálfa væri hellingur...
Það mátti heyra flugu gefa upp öndina, þögnin var svo yfirgnæfandi ógeðslega hávær undir hvínandi hjartslætti mínum.
Hann leit hægt upp úr flísinni og beint á mig og hreytti loks útúr sér;
Þú ert nú bara andskoti dökk sjálf!
Ég á allt eins von á því að ég fái kaldar kveðjur inn í haustið. Karlinn var sko ekki sáttur við þessa "gullhamra" mína.
Þegar ég labbaði svo upp tröppurnar á leið í íbúðina mína, hitti ég karlinn á efri hæðinni. Hann bauð mér líka góðan daginn...og ég hrökk í kút. Hvernig svo sem það er nú gert. En mikið dj... brá mér! Búin að semja minningargrein í huganum og alles.
Held nefnilega að í þessi þrjú ár rúm, sem ég hef búið fyrir neðan hann, hefur hann aldrei klikkað á einu atriði. Ekki í eitt einasta sinn...nema síðastliðna nótt. Á slaginu þrjú þá nefnilega pissar hann. Hávaðinn er svo yfirgnæfandi, að engu líkara sé, en að hann sé að pissa framan i mig....eða í stálkopp!
Þetta er auðvitað algjört turn-off þannig að hlutirnir ske ríflega fyrir miðnætti eða undir morgun, þið skiljið.
...svo í nótt þegar ég legg frá mér bókina á slaginu þrjú, lít ég upp í loft og segi;
-jæja, give it to my baby!
Ekki bofs, ekki deigur dropi...
...þannig að það gefur augaleið, auðvitað hélt ég hann væri dauður!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)