Hélt að karlinn væri dauður!

Í dag þegar ég hitti helvítið hann Jón, langaði mig að segja eitthvað óskaplega notalegt og fallegt við hann. Stemmingin var einhvernveginn þannig í kroppnum.

Jón er annars nágranni minn og býr fyrir neðan mig. Hann er ósköp natinn í garðinum og í dag var hann að hreinsa mosa á milli flísanna eða leita að ormum, hvað veit ég svosem. Ég sá hann annars á sundskýlu í gær einni klæða og ykkur að segja tók karlinn sig bara flott út, miðað við að vera hátt í sjötugt...

Hann er mislyndur andskoti en ég held vænsta grey...einsog allir. I dag brosti hann aldrei þessu vant og algjörlega bauð óvænt -góðan daginn (svona einsog fólk gerir sem kann til mannasiða) og auðvitað,  kviknaði þessi tilfinning í brjósti mínu... að segja eitthvað fallegt og snoturst...og í stað þess að segja einfaldlega;

-Jón minn, þú ert einsog leðurtaska í framan...

þá missti ég útúr mér;

-Fuck Jón, þú ert svo kolbikasvartur að það hálfa væri hellingur...

Það mátti heyra flugu gefa upp öndina, þögnin var svo yfirgnæfandi ógeðslega hávær undir hvínandi hjartslætti mínum.

Hann leit hægt upp úr flísinni og beint á mig og hreytti loks útúr sér;

Þú ert nú bara andskoti dökk sjálf! 

Ég á allt eins von á því að ég fái kaldar kveðjur inn í haustið. Karlinn var sko ekki sáttur við þessa "gullhamra" mína.

Þegar ég labbaði svo upp tröppurnar á leið í íbúðina mína,  hitti ég karlinn á efri hæðinni. Hann bauð mér líka góðan daginn...og ég hrökk í kút. Hvernig svo sem það er nú gert. En mikið dj... brá mér! Búin að semja minningargrein í huganum og alles.

Held nefnilega að í þessi þrjú ár rúm, sem ég hef búið fyrir neðan hann, hefur hann aldrei klikkað á einu atriði. Ekki í eitt einasta sinn...nema síðastliðna nótt. Á slaginu þrjú þá nefnilega pissar hann. Hávaðinn er svo yfirgnæfandi, að engu líkara sé, en að hann sé að pissa framan i mig....eða í stálkopp!

Þetta er auðvitað algjört turn-off þannig að hlutirnir ske ríflega fyrir miðnætti eða undir morgun, þið skiljið.

...svo í nótt þegar ég legg frá mér bókina á slaginu þrjú, lít ég upp í loft og segi;

-jæja, give it to my baby!

Ekki bofs, ekki deigur dropi...

...þannig að það gefur augaleið, auðvitað hélt ég hann væri dauður! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskuld!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 23:44

2 identicon

Heyrðu, ég átti einu sinni líka svona nágranna, mislyndan uppipissubúa en hann fór alltaf á slaginu hálfþrjú.......það var snilld að fylgjast með því.....tíhíhíhíhíhíhí...

alltaf gaman að lesa hjá þér!

alva (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta með næturpissið skil ég.. enda er ég með slíkan nágranna sem ekki skilur að karlmenn eiga að setjast á helv dolluna á næturnar því þá er miðið enn verra en vanalega... 

Óskar Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

...og pissar karlinn alltaf á nákvæmlega sama tíma Óskar?

Heiða Þórðar, 20.7.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já hann gerir það helv.. sirka 00.45 og svo aftur undir morgunn... nenni ekki að kíkjaá klukkuna.. giska á 4

Óskar Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Ómar Ingi

Átti nú einu sinni nágranna sem ældi alltaf um sex leytið á morgnana alla daga 365 , hann var víst búin að drekka of mikið um ævina og eitthvað var að gefa sig , en lætin marr USSSS

Ómar Ingi, 21.7.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

..og ég sem hélt ég væri sú eina í heiminum! 

Heiða Þórðar, 21.7.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skrítið að kolamolanum skildi mislíka við komplimentið, en þessi með pissið, sendu honum miða og legðu til að hann sitji.  Knús og góða nótt 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ætti ekki annað eftir Ásdís; það væri klárt sjálfsmorð.... góða nóttina elskan

Heiða Þórðar, 21.7.2008 kl. 00:11

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú ert alveg milljón.  

Var hann kannski með tannbursta við að hreinsa flísarnar?  Það hefur verið sannkallað sundskýlubros á kallinum. 

Marinó Már Marinósson, 21.7.2008 kl. 00:13

11 Smámynd: JEG

OMG Já það er víst hellingur af svona köllum já og kellingum líka. Því miður.

En já undarlegt að kallinn var á lífi.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 21.7.2008 kl. 00:41

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Permaform nágrennzli ..

Steingrímur Helgason, 21.7.2008 kl. 00:54

13 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Eru menn mikið að pissa framan í þig þessa dagana eða grunar þig bara hver áferðin er?

Þórður Helgi Þórðarson, 21.7.2008 kl. 01:03

14 identicon

...og spáið í það...svona eigum við öll eftir að verða...pissandi á sama tíma á nóttinni...alveg inn í eilífðina...hahaha...

alva (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:26

15 Smámynd: Sporðdrekinn

I am ready pee baby, pee!!  

Sporðdrekinn, 21.7.2008 kl. 02:53

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Lífið er dásamlegt!

JEG, það er ekkert miður við það að verða gamall eða kerling eða karl, takk fyrir!

Edda Agnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 09:58

17 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

    "hrökk ég í kút"  maðurinn átti jú líka að vera dauður...

Anna J. Óskarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband