Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

KJAFTÆÐI!

Kjaftæði, kjaftæði og aftur kjaftæði!!!

Hvernig er annars fegurð fólks mæld...for crying out loud!

Lélegur sölumaður - fallegt kvikindi útvortis eða....? 

 


mbl.is Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er maður að væla?

Ég komst að því nefnilega, að hægt er að kaupa ástareld. Ég keypti tvo. Til öryggis. Einn bleikan eld og einn rauðan. Núna halla þeir sér upp að hvor öðrum í gluggakistunni á meðan ég treð í mig ástarpungum og horfi á. Ástarpungar fást fyrir nokkrar skitnar kúlur í næsta bakarýi.... Alveg magnaður andskoti!

Varð að deila þessu með ykkur. Allt í dag gengur kaupum og sölum. Fólk selur sálu sína og annarra og ekki bara á e-bay... nei fólk selur sálu sína fyrir "klink"...

Ég hef alltaf staðið fast á því að ég drepi allt sem nokkurt líf er í... ef mér tekst ekki að drepa það -ét ég það! 

En ástareldarnir lifa...og hafa lifið í heila viku...og það er bara mér að þakka.  Ég kúka ástarpungunum í næstu viku... ekkert óþarfa spreð á pappír á þessu heimili...einu sinni í viku og hananú!

Þannig að þið vitið nú mínir kæru vinir; ég er uppfull af shit!

Ekki biluð, bara uppfull af skít.

Í næstu viku lagast vonandi ástandið...


Heiða, fékk ég það?

Það er regla frekar en undantekning að ég týni bílnum mínum. Í dag þegar við mæðgur héldum í bæinn sem oftar, ákvað ég að leggja á stað þar sem kennileyti væri kunnuglegt...Bergþórugatan varð fyrir valinu. (ég heiti; Bergþóra) Þegar við örkuðum af stað segi ég hressilega;

-jæja ástin mín, núna förum við að kíkja á sætu strákana... en þú verður að muna með mér: Bergþórugata...

-hvar eru þeir?

-veit ekki, við verðum bara að leita....

...þá, þegar ég hafði rétt misst út úr mér síðasta orðið,  eins ótrúlegt og það hljómar miðað við hvern ég hitti í gær, sé ég einn "huga" - einmitt að leysa  lífsgátuna, íbygginn og gáfulegur að klóra sér í rassgatinu um leið og hann talaði í gsm! Jebb, á horni B-götu og einhverrar annarrar götu. Ætla mætti, miðað við þetta lán (að hitta tvo á tveimur dögum) ; að ég hafi átt þrjúþúsundáttahundruðogfimmtíu  elskuhuga ...og tvo huga....um ævina.

En neibb, því fer fjarri. Er algjör tepra þó ég gangi ekki í nærbuxum. Ég enda alltaf í sambúð með þessum andskotum!  Og sambúðir að baki eru færri en tuttugu talsins. Og reikna nú! Aukreitis vil ég bara gulltyppi svona á efri árum og rignir þeim nú ekki beinlínis innanundir nefið á mér sko...

Heyriði nú mig! 

"Búðin" með þessum "huga" endaði ekki vel, ykkur að segja. Ekki einsog hinar sambúðirnar. Allir mínir fyrrverandi eru vinir (líka mínir) og koma reglulega saman og bera saman brækur sínar inn í stofu hjá mér. Samræður snúast einatt um hversu góð ég er í rúminu. Enda fljótt á litið eiga þeir ekkert annað sameiginlegt en að hafa deilt sæng með mér. Svo gráta þeir saman fögrum tárum og syngja í kór; -heiaheiaheiaheiaheiaheiaheiaheiahei! (man ekki einhver eftir þessu lagi? þetta er sko texti um mig...Cool)

Þessum gæja var meinaður aðgangur í klúbb; grátkór.fyrrv.heiðu...

Þessi nefnilega endaði froðufellandi og alls ósáttur þegar ég smaug úr úr lúkunum á honum, hlaupandi með buxurnar á hælunum. Ég hljóp sko... undan höggunum...

En ég fékk samt koll í dag....kinkikoll...þ.e.

Og ég sendi koll tilbaka. Lappalengjurnar mínar stækku um heila tíu sentimetra og tóku stærri skref en venjulega þegar ég forðaði mér... en ég kíkti tilbaka og hann kíkti og ég kíkti aftur og hann kíkti og ég....osfrv. 

Og svo fór ég að hugsa...

Þessi aðili var í algjörum lágmarkstengslum við sjálfan sig. Eiginlega ekki neinum.  Ég fékk það endanlega staðfest eftir "leik" (voga mér ekki að kalla þetta ástarleik vegna þess einfaldlega; þetta var ekki einu sinni eftirlíking af ástarleik...)

þegar hann hvíslaði;

-Heiða, fékk ég það?

Fannst mér hann stórlega ofmeta næmni mína.

Og ég týndi bílnum ...

 

 


Með buxur upp í rassinum...

Ég var að keyra Bústaðarveginn í góðum fíling með Sólinni minni...í sólinni...áðan. Þá sé ég hvar kemur kona labbandi í appelsínulitaðri flíspeysu. Það sleppur, en hafið þig séð gulrót með göngustaf? Ekki einn heldur tvo...göngustafi...

Ég er alls ekki að skilja þetta! Fólk á jafnsléttu með fucking göngustafi! Geturðu einhver sem er klárari en ég (sem ég að efa að sé hægt) frætt mig um tilgang göngustafa í Bústaðaveginum!

Ekki reyna að telja mér trú um að þetta sé til að létta undir með rasskinnunum, því daman var nett á óæðri stöðum. Held að það sé skárra fyrir lúkkið að vera með nasistahjálm á hausnum, svona ykkur að segja. Að mínu viti, er það ekki að gera sig að vera á einhverju sýru-skíðatrippi án skíða í sólinni.

Hey...svo keyri ég áfram....rétt búin að jafna mig göngustafa-nostalgíunni eða þannig. Ég er stödd á Laugaveginum miðjum, á meðal fleirri tuga mismunandi rassa...! Ég sit í bílnum og fólk er á rangli. Sjónlínan er því beint á rassa, rassa og aftur rassa af öllum stærðum og gerðum.

Ég er ekki með rassa-fetish af neinu tagi, höfum það á beinu!

Þarna sem ég keyri verður mér starsýnt  á gráar joggingbuxur sem hafði verið troðið vel og rækilega uppí eitt stykki rassgat. Gat ég ekki varst þeirri hugsun að þarna ætti ekkert heima; nema klósettpappír! Og í mesta og versta falli g-strengur, helst bleikur. Hvað er málið með að troða buxum svona upp í heitasta helvíti?

Þegar ég er að baða út öllum öngum í sápukúlum og uppgjöf, þá sá ég hann.

Ég sé hann í þann mund, sem ég hafði nýlokið við að ranghvolfa augunum og þau voru að lenda á sínum stað. Í annað skiptið á tveimur árum hef ég séð hann, einmitt á Laugarveginum.  Hvar ætti hann svosem annarsstaðar að vera, skilst að hann eigi stóran part af þessari götu. Þarna stóð hann semsagt,  fyrir framan steingelda gínu sem staðsett var í búðarglugga í sumarkjól. Með gsm-síma í vinstri hendi og að klóra sér í vel snyrtum pungnum með þeirri hægri. Viss um að hann var að leysa lífsgátuna þarna einsog allir sem tala svo óumræðanlega íbyggnir og gáfulegir í símann á Laugaveginum.

Mér finnst annars allir vera að tala um eitthvað gáfulegt í símann á Laugaveginum, allir nema ég. 

Ég gat ekki annað  á þessu augnabliki, en hugsað útí það að síðan leiðir okkar skildu og eftir að hann hafði tekið á sig það ábyrgðahlutverk að rífa "meyjarhaftið" í tætlur, hafi honum farnast vel í lífinu. Aðfarirnar hefðu mátt vera snyrtilegri, segi það ekki. Ekki beint klippt á og bundin upp slaufa...en samt! Þetta gerði hann blessaður af eintómum drengskap.

Ég kinkaði kolli og fékk koll tilbaka...

Sigri hrósandi hugsaði ég;

-hann þekkir mig helvítið af honum.... 

Ég er ógleymanleg Wink...


Í brjóstunum mínum er kókómjólk...

...sem er verðmætara en bensínlíterinn, held ég... 

Í kvöld þegar ég sign-aði mig á msn þá stóð þar eitt lekkert; Fuck, bara alveg eitt og útaf fyrir sig. Ósnert og snoturt. Frekar lonely....

Augabrýrnar á mér "snarhækkuðu" og þegar ég spurði viðkomandi; -afhverju ertu að senda mér eitt skollótt Fuck for....? grunaði mig síst að álíka svívirða væri send á moi...vegna hækkunar á bensínlítra...

Fyrir það fyrsta; Hann ekur um á leigubílum með bleikri slaufu.

Í annan stað; þjóðfélagsumræður sem þessar fá lítinn hljómgrunn hjá mér og hann veit það. Ég vil barasta vera stödd uppi í mínu bleikasta og óraunsæja skýji svo langt sem augað eygir...og hananú! Hef ekkert við óþarfa hrukkur að gera. En ég hugsa samt mitt sko... (sbr. sex krónu hækkun er "sign"...viss um að somebody gets lucky...W00t )

Hann reyndi að kjafta sig útúr Fuckinu og sagðist bara vilja prófa að  fá að vera ég í svolitla örstund. Ég spurði hvað hann myndi gera. Og afhverju í ósköpunum ég af öllum...

Nú bara til að geta sagt; -Fuck! 

Hann lýgur því ófétið og keypti ég þetta bull ekki fyrir einn skitinn túkall þó ég eigi slatta af bensíni...er alveg hlandviss um að hann myndi gera margt meira en að segja og skrifa fuck ef hann væri ég! Kíkja á brjóstin á mér sem dæmi....LoL jafnvel klípa í þau og togu-tosa...og fá sér svo kókómjólk....(notabene; dóttir mín segir að það sé kók í öðru en mjólk í hinu...samanblandað; kókómjólk. )

Það eru þúsundir lítilla orma að flækjast fyrir mér um þessar mundir, aðallega í rassinum mínum. Þarna rekast þeir á hvern annan í tví- ef ekki þrígang. Ástand mitt tel ég fyrir víst að sé um að kenna að mig vantar einhversskonar losun. Ekki eru þetta spriklandi sæðisfrumur svo mikið er víst, enda lítið fyrir endaþarmsmök...

Ég tel því meinhollt og bráðnauðsynlegt fyrir mig að fá smá losun og útrás á blogginu... er þá ekki að henda til skít; hægri, vinstri á meðan, í fólk sem á það síst skilið. Ekki að ég leggi í vana mín að kasta einu eða neinu, hvað þá skít í fólk eða önnur kvikindi.

Vika eitt í sumarfríi liðinn...hvert hún fór má Guð einn vita.  Einhver partur fór í Nauthólsvíkina,
einhver prósenta í tæra gleði, hluti í Elliðarárdalinn, sem ég er að hugsa um "bæðevei" að fjárfesta í, með öllum peningunum sem ég fékk fyrir gullskeiðina sem fylgdi mér í kjaftinum...í fæðingu. Og kaupa svo bensín fyrir afganginn....

...shitturinn það er varla hægt að kvarta yfir þvi að keyra um á gull-fucking-dýrinds-bensíni! Fer að drekka þetta sull í staðinn fyrir kaffi...

... annars langar mig bara í súkkulaði núna sko... Wink


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiða, ef þeir geta riðið þá er þetta komið!

Vinkona mín sagði við mig í gærkveldi;

-Heiða ef þeir geta riðið, unnið og hægt er að tala við þá...þá er þetta komið.

Hugmyndir mínar voru háleytari...eitthvað hafði það með snertingu, ilm, bragð....og fjórða atriðið man ég alls ekki lengur, að gera. Ef þeir lyktuðu sæmilega, smökkuðust vel og börðu hressilega frá sér,   þá var búið að negla mig þokkalega.

Svo lá ég kylliflöt ef fjórða atriðið var til staðar... sem ég man ekki lengur hvað var...kannski var það ótryggi, lygni og/eða ábyrgðalausi... 

Þetta er svona álíka vitiborið og raunhæft blaður... sem og svona kannanir...

Shitturinn!!! Tærnar mínar krullast upp í pirringslegu og heimskulegu brosi... voru þær þokkalega fallegar fyrir...

Njótið  hvors annars Heart

 

 


mbl.is Vondu strákarnir sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu ríða eða ertu hommi?

Er þokklega forvitin að eðlisfari og allt í lagi með það.

Ef ég gæti;  skriði ég inn í þvottavélina og fylgdist með hvernig þetta virkar allt saman...en þar sem ekki fór vel fyrir kaffikönnunni sem ég setti í uppþvottavélina hef ég sett rómatískar hugleiðingar um mig; Heiðu og óhreinan þvott...saman í þvottavél með mýkingar- og þvottaefni á "hold".  Á morgun kemur nýr dagur og hvað veit maður svo sem hvað hann ber í skauti sér. Kannski skríður pínkuponsu Heiða úr "suðuþvotti" innvafinn lökum og handklæðum með silkimjúkt og ilmandi hár...

Til ykkar "einstöku" kvenna verð ég að koma eftirfarandi á framfæri úr reynslubrunni mínum Wink... karlmenn sem borða með fullan munninn og tala í leiðinni eru; þokkalega ógeðslegir og núll sexý! Jebb....alls ekkert kynþokkafullt við þá. Þeim finnst kannski að þeir séu að afmá með þessu móti staðreyndina; karlar geta bara gert einn hlut í einu. En í raun eru þeir ekki að skora feitt. Ekki konur heldur ef út í það er farið...en málið er að ég nefni karlmenn í þessu sambandi, einfaldlega af þeirri ástæðu; -konur höfða á engan hátt til lægstu/hæstu hvata minna.

Var boðið út að borða. Í dag segi ég; -inn að ÉTA! 

Gaurinn í lagi, þar til að  maturinn var borin á borð þá nánast slefaði hann. Tók diskinn upp að vitum sér og þefaði, mér leist lítið á blikuna...sem var ekkert blik, satt að segja. Ég mátti hafa mig alla við að æla ekki yfir hann, borðið og sjálfa mig þar sem ég fylgdist með hvernig kjöt, kartöflur, salat og sósa... samantuggið kemur fyrir mínar sjónir ásamt tungu, tönnum, tali og viðeigandi ropi...

ÓGEÐSLEGT! 

Ég sat og táraðist af velgjunni sem tróð sér fram, reyndi að einblína á ástfangið par á næsta borði, horfði út um gluggann ... en þrátt fyrir það... missti ég alla lyst.  Og þá meina ég ALLA lyst.

Þetta atvik var fyrir um eitthvað löngu síðan...eftirleiðis hef ég haft að leiðarljósi, ef um eiginlegt borðhald er ekki að ræða á fyrsta date-i , að reyna að troða einhverju að; matarkyns. Þegar ég er viss um að viðkomandi er með fullan munninn....spyr ég;

-viltu ríða eða ertu hommi....?

Ef hann svarar ekki; er hann í slæmum málum

Ef hann svarar; er hann í slæmum málum

Þannig að á þessu sést; það er óumræðanlega erfitt að gera mér til hæfis Smile... eiginlega ekki hægt.


Ég er svo hamingjusöm að ég er við það að springa!

-Alveg upp í geiminn mamma, alveg upp í geiminn kallar´ún...og ég ýti rólunni aftur og aftur og aftur um leið og ég grýp flugur með vörunum. Allar sem ein vita-bragðlausar og litlar og svartar með blá augu og rauða tungu....sem ulla framan í mig.

Þetta er annars þeir suddalegustu dagar sem ég er að upplifa. Sólgleraugun koma að raunverulegu gagni. Ég er dekurpíka dauðans! Úrið mitt er á handleggnum, en aðeins til skrauts, eða þegar ég vil skraut við hafa. Tímaskyn allt farið til andskotans og lengra. Fáum okkur  ís þegar okkur langar. Grilla steikur á miðnætti ef þannig liggur á mér. Les einsog motherfucker...og alls liggja nú um 30 bækur og tímarit úr safninu, víðsvegar um íbúðina.  Á fjórum dögum hefur mér tekist að slátra ríflega jafnmörgum bókum. Að auki tugi barnabóka.

Nauthólsvík er draumur á jörð. Stenst fyllilega samanburð við nýsjálenskar strendur á þessum árstíma. Sólardísinn mín,  rífur sig úr hverri spör....hoppar spriklar og hlær...móðirin (ég) ekki alveg eins frjálsleg, kappklædd eða þannig; hlæjandi-bikiný .... ég brosi og finn til í hjarta af sátt og hamingju í augnablikinu.  

Miðbærinn iðar af lífi, fjöri og einlægri gleði.  Endurnar við tjörnina taka okkur fagnandi. Elliðarárdalurinn  skartar sínu fegursta bæði gróðri og brosandi fólki.  Stinnir rassar á hjólum og hlaupum. Einstaka, rölta þetta með blómailm í nebbanum, rétt einsog við mægður...sumir með sólhatt...

...verð að minna mig á þessi augnablik þegar hausta tekur...

...annars ykkur að segja; -ég elska haustin ekkert síður, með sínum fáranlega sjarma.  Á meira við ef hausta fer í sálinni minni Wink...

Ég er svo hamingjusöm þessa dagana að ég er við það að springa!

Langaði að deila þessu með ykkur...

... annað að frétta er; að ég er komin á há-flug við skriftir, en það er eitt af því sem gefur hvað mesta gleði... penslarnir eru á leið út úr skápnum,  "special home-made -ala heiða" sjónvarpsogkelisófi (að sjálfsögðu hvítur) er að taka á sig raunverulegri mynd en bara í hugskotinu...djö......á ég eftir að kela í þessum sófa!!! Svei mér þá ef hann verður ekki barasta vígður með nettum "skransi"....Wink

Vona að þið hafið það gott, öll sem eittHeartgóðar stundirSmile

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband