Hvað er maður að væla?

Ég komst að því nefnilega, að hægt er að kaupa ástareld. Ég keypti tvo. Til öryggis. Einn bleikan eld og einn rauðan. Núna halla þeir sér upp að hvor öðrum í gluggakistunni á meðan ég treð í mig ástarpungum og horfi á. Ástarpungar fást fyrir nokkrar skitnar kúlur í næsta bakarýi.... Alveg magnaður andskoti!

Varð að deila þessu með ykkur. Allt í dag gengur kaupum og sölum. Fólk selur sálu sína og annarra og ekki bara á e-bay... nei fólk selur sálu sína fyrir "klink"...

Ég hef alltaf staðið fast á því að ég drepi allt sem nokkurt líf er í... ef mér tekst ekki að drepa það -ét ég það! 

En ástareldarnir lifa...og hafa lifið í heila viku...og það er bara mér að þakka.  Ég kúka ástarpungunum í næstu viku... ekkert óþarfa spreð á pappír á þessu heimili...einu sinni í viku og hananú!

Þannig að þið vitið nú mínir kæru vinir; ég er uppfull af shit!

Ekki biluð, bara uppfull af skít.

Í næstu viku lagast vonandi ástandið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já ég er hætt að kaupa Ástarelda. Enda alltaf á að drepa þá.  Ástarpunga baka ég bara enda langt í næsta bakarí.

Farðu ekki langt frá wcinu kona.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 20.7.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: www.zordis.com

Amma bakaði ástarpunga og kallaði afa fyrir ástarpunginn sinn! 

Hugsaðu vel um eldinn.

www.zordis.com, 20.7.2008 kl. 09:10

3 identicon

Ástareldur, já einmitt eitthvað illgresi- það var þá nafn við hæfi! Að minsta kosti það eina sem ég hef getað haldið lífinu í það er illgresi :) Sem getur nú verið fallegt líka og heldur betur fuðrað upp í ástareldi!

Full of shit og það ástarpungum, æi kona !

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Ásgerður

SHIT

Ásgerður , 20.7.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ástarpungar eru æðislegir, fékk þá alltaf þegar ég var lítil.

gangi þér vel að kúka í næstu viku, það verður stórt !!!!

knús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst pungarnir góðir í den, en vildi þá ekki með rúsínum í. Eldurinn í potti deyr alltaf hjá mér, en hinn hefur lifað núna með látum í 15 ár.  Er ekki mjúkt að shit...  púngunum. ???Kisses love U girl.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiiii

Ómar Ingi, 20.7.2008 kl. 14:32

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég drep allar plöntur og er þess vegna hætt að kaupa þær. Eru ástarpungar ekki bara kringlóttar kleinur?

Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:06

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég ét allskonar punga!

Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 16:10

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe þú átt ástareld Heiða mín.  Svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2008 kl. 18:19

11 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 20.7.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband