Með buxur upp í rassinum...

Ég var að keyra Bústaðarveginn í góðum fíling með Sólinni minni...í sólinni...áðan. Þá sé ég hvar kemur kona labbandi í appelsínulitaðri flíspeysu. Það sleppur, en hafið þig séð gulrót með göngustaf? Ekki einn heldur tvo...göngustafi...

Ég er alls ekki að skilja þetta! Fólk á jafnsléttu með fucking göngustafi! Geturðu einhver sem er klárari en ég (sem ég að efa að sé hægt) frætt mig um tilgang göngustafa í Bústaðaveginum!

Ekki reyna að telja mér trú um að þetta sé til að létta undir með rasskinnunum, því daman var nett á óæðri stöðum. Held að það sé skárra fyrir lúkkið að vera með nasistahjálm á hausnum, svona ykkur að segja. Að mínu viti, er það ekki að gera sig að vera á einhverju sýru-skíðatrippi án skíða í sólinni.

Hey...svo keyri ég áfram....rétt búin að jafna mig göngustafa-nostalgíunni eða þannig. Ég er stödd á Laugaveginum miðjum, á meðal fleirri tuga mismunandi rassa...! Ég sit í bílnum og fólk er á rangli. Sjónlínan er því beint á rassa, rassa og aftur rassa af öllum stærðum og gerðum.

Ég er ekki með rassa-fetish af neinu tagi, höfum það á beinu!

Þarna sem ég keyri verður mér starsýnt  á gráar joggingbuxur sem hafði verið troðið vel og rækilega uppí eitt stykki rassgat. Gat ég ekki varst þeirri hugsun að þarna ætti ekkert heima; nema klósettpappír! Og í mesta og versta falli g-strengur, helst bleikur. Hvað er málið með að troða buxum svona upp í heitasta helvíti?

Þegar ég er að baða út öllum öngum í sápukúlum og uppgjöf, þá sá ég hann.

Ég sé hann í þann mund, sem ég hafði nýlokið við að ranghvolfa augunum og þau voru að lenda á sínum stað. Í annað skiptið á tveimur árum hef ég séð hann, einmitt á Laugarveginum.  Hvar ætti hann svosem annarsstaðar að vera, skilst að hann eigi stóran part af þessari götu. Þarna stóð hann semsagt,  fyrir framan steingelda gínu sem staðsett var í búðarglugga í sumarkjól. Með gsm-síma í vinstri hendi og að klóra sér í vel snyrtum pungnum með þeirri hægri. Viss um að hann var að leysa lífsgátuna þarna einsog allir sem tala svo óumræðanlega íbyggnir og gáfulegir í símann á Laugaveginum.

Mér finnst annars allir vera að tala um eitthvað gáfulegt í símann á Laugaveginum, allir nema ég. 

Ég gat ekki annað  á þessu augnabliki, en hugsað útí það að síðan leiðir okkar skildu og eftir að hann hafði tekið á sig það ábyrgðahlutverk að rífa "meyjarhaftið" í tætlur, hafi honum farnast vel í lífinu. Aðfarirnar hefðu mátt vera snyrtilegri, segi það ekki. Ekki beint klippt á og bundin upp slaufa...en samt! Þetta gerði hann blessaður af eintómum drengskap.

Ég kinkaði kolli og fékk koll tilbaka...

Sigri hrósandi hugsaði ég;

-hann þekkir mig helvítið af honum.... 

Ég er ógleymanleg Wink...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vitanlega ertu ógleymanleg. Hefur einhver reynt að halda öðru fram?

Helga Magnúsdóttir, 16.7.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe

Ólafur fannberg, 16.7.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert yndisleg Heiða mín  Knús á þig ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Einar Indriðason

Hérna ryðst ég fram, eins og naut í flagi.... með einhverjar skýringar, sem þú hefur sennilega engan áhuga á að vita, eða heyra.

En.  Þetta með göngustafina, tvo, þá er þetta fyrirbrigði sem kallast kraftganga, og á að vera betri líkamsrækt heldur en "bara ganga".  Kenningin er sú að stafirnir láti reyna á vöðvana í handleggjunum.....

Hmm..... þá er fræðsluinnleggi dagsins lokið, þú mátt halda áfram að ritskoða gráar joggingbuxur og bleika G strengi. 

Einar Indriðason, 16.7.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Það er ekki hægt að gleyma þér stelpa, ekki séns.

Knús

Elísabet Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hallgerður darling; ég er virkilega og raunverulega engin tík, alveg satt Elska allt og alla...bara mismikið

Einar; ekki minnsta, einasta smuga í helvíti! Daman rétt "sullaðist" þetta áfram með viðeigandi rassadilli....vantaði allan kraft í þetta hjá henni, en takk samt

Elísabet; sömuleiðis

Heiða Þórðar, 16.7.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

...og þið hin; stærsta knús dagsins

Heiða Þórðar, 16.7.2008 kl. 22:20

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stafirnir eru ætlaðir fyrir fjandans bingó hengjurnar á handleggjunum, þessar sem birtast þegar komið er yfir fimmtugt.  Þú munt aldrei gleymast segi það og skrifa. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 23:05

9 identicon

Nei drepið mig nú alveg "fjandans bingó hengjur á handleggjum" OMG, þarf maður þá að staulast um með gráar joggingbuxur í rassgatinu og skíðastafi til stuðnings niður laugaveginn? Hjálp skjótið mig strax!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:14

10 identicon

alva (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:51

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Segi einsog Guðbjörg; drepið mig strax! Bingóhengjur!

Anna; g-strengur er vondur en hann venst. Best er auðvitað að vera nærbuxnalaus bara

Heiða Þórðar, 17.7.2008 kl. 01:07

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst best að nota stafina þegar ég er að keyra.......

Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 01:17

13 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Við erum að tala um stutt en funheitt ástarsamband!

Veit ekki betur en að við heimsmet í sleik hafi verið slegið, sem ég hef allaveg ekki slegið enn

Guð forði ´því að þú sjáir mig á Laugarveginum og pistlir mig í hel ...(ég nebbla er aldrei í merkilegrum samræðum í símanaum)

ps. sorry þetta með Hafdísi, hún var bara til að "mótiveita" þig.

Ég ætlaði að reyna við heimsmetið.

Annars er ég rosalega sammála þér með jogging í rass og skíðastafi á göngutúrnum, ekki sexy!

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 08:15

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús stelpukrútt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2008 kl. 11:51

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jebb við eigum heimsmetið í sleik. Heimsmet sem aldrei verður slegið...

Heiða Þórðar, 17.7.2008 kl. 12:32

16 Smámynd: Lilja Kjerúlf

thíhíhí geðveik færsla   Ég veit ekki hvort allt er nú prenthæft er varðar mína bólfélaga.  Einn daginn kemur það þó.... hehe

Lilja Kjerúlf, 17.7.2008 kl. 13:38

17 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 13:49

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Lilja; blessuð vertu...stefir óðfluga í einmitt það; bólfélagar Heiðu litlu.

Lofa þér að flest er prenthæft...  hef ekki einu sinni fengið gula spjaldið hvað þá meir

Heiða Þórðar, 17.7.2008 kl. 14:03

19 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Well þetta dú er ekkert annað en fótósjopp en mig langaði í sonna dú á þessum árum.

Hvort það tengist heimsmetinu veit ég ekki, á maður ekki að tapa heilasellum í sleik? það laug því einhver að mér í gamla daga.

Þannig að langir sleikar gætu rekið í burtu hár, þó mér sýnist allt vera á sínum stað hjá þér.

Bullandi mismunun!

Það vill svo skemmtilega til að ég veit hver er í sleik við Hafdísi í dag, Hann heitir Árni og var meira að segja með mér í accapella hljómsveit.

Magnað hvað heimurinn er Njarðvík!

Ég sé nú bara ekkert að því að tala um að fara í sleik á blogginu, það er ekki það ljótasta sem ég hef lesið í þínum pistlum.

En allavega var gaman að "hitta" þig aftur eftir öll (4-5) þessi ár.

Bestu kveðjur

Doddi litli... sé að þú hefur tekið nafnið mitt þegar við næstum giftumst

Sorry Heiðu vinir, við skulum hætta að tala um þennan heimsmetssleik.

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 14:17

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

ekki það ljótasta á blogginu mínu....hmmm nei, nei! Spurning að fara að ritskoða sjálfa sig ha!

Flott og fallegt að tala um sleika á blogginu. Sé ekkert athugavert við það....en varð hugsað til þess; shit ef hann hefði rifið meyjarhaftið blessaður! Þá kannski...og kannski...hefði verið örlítið meiri gustur í skrifum mínum!

Þar varstu heppinn Doddi minn...eða óheppin, eftir þvi hvernig á það er litið

Sko Hafdísi!

Rosa rosa rosagaman að hitta þig aftur Doddi og óska þér góðs gengis í öllu þínu. 

Eitt einasta að lokum; þessi sleikur verður í hávegum hafður! Og hananú!

Annað; Farin út að sleikja sólina....pssst; öfundarðu hana ekki?

Heiða Þórðar, 17.7.2008 kl. 14:58

21 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

heh, ég er grænn af öfund og merkilegt nokk, ég held að hún sé jafnvel meira hot en ég....   

Það er að vísu eitt sem þú veist ekki sem þú hefðir gaman af að vita, áttu meil?

Þetta er orðið full persónulegt fyrir netheima!

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 15:04

22 Smámynd: JEG

Magnaðar pælingar og fáránlegar útkomur. hahahaha..... En jú þetta með stafina er jú í "tísku" en þetta með buxurnar ja tja kannski er það bara að koma í "tísku" ??? nei ég veit það ekki. Enda hvað veit ég fáfróð sveitakerlingin sem sjaldan skreppur í Rvík nema til að lenda í basli með öll þessi nýju hverfi og gatnaframkvæmdir á öðruhverju horni. Í alvöru talað kona þú ert tær snilld bara og þig er sennilega seint hægt að toppa.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 17.7.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband