Heiða, ef þeir geta riðið þá er þetta komið!

Vinkona mín sagði við mig í gærkveldi;

-Heiða ef þeir geta riðið, unnið og hægt er að tala við þá...þá er þetta komið.

Hugmyndir mínar voru háleytari...eitthvað hafði það með snertingu, ilm, bragð....og fjórða atriðið man ég alls ekki lengur, að gera. Ef þeir lyktuðu sæmilega, smökkuðust vel og börðu hressilega frá sér,   þá var búið að negla mig þokkalega.

Svo lá ég kylliflöt ef fjórða atriðið var til staðar... sem ég man ekki lengur hvað var...kannski var það ótryggi, lygni og/eða ábyrgðalausi... 

Þetta er svona álíka vitiborið og raunhæft blaður... sem og svona kannanir...

Shitturinn!!! Tærnar mínar krullast upp í pirringslegu og heimskulegu brosi... voru þær þokkalega fallegar fyrir...

Njótið  hvors annars Heart

 

 


mbl.is Vondu strákarnir sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hélt að þú værir að blogga um nýju plötuna hans Helga Björns.  Eða er þessi færsla kannski um hana?

Jens Guð, 13.7.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gamalt húsráð;  (Um vonda stráka)

Ég las fyrir mörgum árum, fyrir tíð sjónvarpsins, mig minnir að það hafi nýlega verið búið að finna upp hjólið þá, (.......eða þannig.....) um hvaða reynslu væri gott fyrir háttvísar, penar, sætar og kvenlegar stúlkur að hafa, sem vildu finna sér gott eiginmannsefni, trygglyndan, heiðarlegan og eftirsóknarverðan til að halda í fyrir lífstíð.  Góða og harðduglega fyrirvinnu og góðan barnsföður.   Og haldið ykkur nú....!

Hún þyrfti að hafa upplifað að verða hrifin af og hafa gefið sig að minnsta kosti einum karlmanni sem hafði það til að bera að vera: flagari, drullusokkur, aumingi, afæta, ótraustverðugur og ótrygglyndur aumingi (vondan strák) sem yfirgæfi hana þegar ástarbrimi hennar væri sem hæstur(!!!!!). 

Og hvað hafði þetta með það að gera að geta náð sér í:  "...gott eiginmannsefni, trygglyndan, heiðarlegan og eftirsóknarverðan til að halda í fyrir lífstíð.  Góða og harðduglega fyrirvinnu, góðan barnsföður." ?????

Jú, dömur mínar sem lesið þetta alveg agndofa; þetta var talið vera nauðsynlegt til að venja stelputíkina af því að vera að abbast uppá hina og þessa karlmenn (vonda stráka) í tíma og ótíma eftir giftingu og kunna að meta góðan eiginmann.  - Og hana nú!

Annars hef ég ekkert vit á þessu,

Bless, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.7.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er í raun stórmerkilegt með þessa svo kölluðu vondu stráka.  Tja eru þeir ekki bara í bíómyndum   eða þrá konur kannski óþæga stráka sem nenna ekki að gera neitt nema drekka og lemja þær sundur og saman?       

Marinó Már Marinósson, 13.7.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: JEG

Knús og klemm á þig skvísó.  Kveða úr sveitinni.

JEG, 13.7.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 13.7.2008 kl. 23:01

6 identicon

Ég sem hélt að badboy syndrómið hefði horfið af sviðinu með innkomu súpernördanna, en hvað veit ég svo sem!

Held svei mér að tærnar á mér séu farnar að krullast líka!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er örugglega satt. Hef í gegnum tíðina þekkt frábærar konur sem hafa verið í því að láta einhverja drullusokka fara illa með þær. Jafnvel hvern á fætur öðrum!

Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:14

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Satt segir Helga,sumar góðar konur hafa fengið svona drengi í kippum hálfgerðir svona raðníðingar.  Óþekkir strákar eru og verða ómissandi á vissu aldursskeiði þegar ungar stúlkur vilja ögra foreldrum sínum.  Þú ert yndæl og átt skilið góðan/bad boy, þú ert einhvernvegin þannig, ég á svona mega góðar /bad boy  Bad Boy 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 12:47

9 identicon

Svo er nú alltaf ákveðin áskorun í því að glíma við eins og einn Badboy, ef þeir eru þá ekki útdauðir, amk. fannst mér eins og ég hefði glímt við þá alla hérna um árið ....... segi ekki meir!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:58

10 identicon

Húsráðið er fráááábært!!

alva (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:15

11 identicon

Góði strákurinn ég hef því miður lent í því í gegnum tíðina að sjá stúlkurnar velja röff, töff og vonda gæjann fram yfir góða gaurinn.

Skil þetta ekki ... allt hefur tilgang í lífinu ... en hver er tilgangurinn þarna?

 Kærar kveðjur góða

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:44

12 Smámynd: Gísli Hjálmar

... ég er eiginlega sammála þessari vinkonu þinni Heiða.

Þú þarft að fá þér einn góðan drátt.

Gísli Hjálmar , 14.7.2008 kl. 18:50

13 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert æði... ég er hraun. Njóttu þín sömuleiðis

Linda Lea Bogadóttir, 14.7.2008 kl. 23:16

14 identicon

Shit!

Maður má bara ekkert segja, þá lenda orð manns inn á bloggi og úr takti og samhengi.  Þú ert rosaleg vinkona góð! :)

En nú þakka ég Gísla Hjálmars fyrir; takk Gísli!  En - jú auðvitað er ilmur, bragð og háleit markmið samofin hinum meinholla drætti. Og ég er sannfærð um að vinnusemi og ,,þúsund-þjala-smíði" er dyggð - og var ekki Jesú smiður by the way? 

Audda Hans (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband