Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Að drýgja hór með hjartanu...

Ég hefði haldið að samband okkar væri gott. Reyndar upp á það besta um þessar mundir. Hefði haldið að ég væri í uppáhaldi. En svo er ekki. Líklegast afþví að annaðslagið horfi ég á eitthvað eða einhvern girndaraugum. Það kallast að drýgja hór í hjartanu. Ég skammast mín ekki mikið. Bið hann auðmjúklega afsökunar að kveldi.

Nú horfir svo við að mér verður ekki að ósk minni. Hann ætlar ekki að færa sólina aðeins meira til vinstri eða snúa íbúðinni minni að sólinni, þegar mér hentar.  Dreymir um að horfa á fréttatímann án sólgleraugna. Dreymir um að fá mér morgunmat á svölunum og láta sólina verma hjartað og kroppinn, einsog sumir sem ég þekki.  Á þeim tíma er sólin einhversstaðar allt annarsstaðar en á svölunum hjá mér. 

Ég sé því ekkert annað í stöðunni, en að rísa upp á afturlappirnar og elta sólina og allt annað sem hugur minn girnist og lífið hefur uppá að bjóða á komandi vikum. Og njóta þess.

Farin í sumarfrí frá vinnu og bloggi.

Óska ykkur gleði- og hamingjuríkra sumar-augnablika elskurnar HeartÞað er algjörlega óásættanlegt að gleyma mér, því við sjáumst fersk -fyrr en síðar.

Ykkar einlægWink

 

 


Elsti limurinn datt í baði

Elsti limurinn í klíkunni datt í baði. Við það brotnaði bakið. Með brotið bak og aumt rassgat arkaði viðkomandi í bæinn í dag. Að sækja sér staf. Allt í góðu með það en ástæðan fyrir stafnum var til að styðja við þrálátan höfuðverk. Sem fékkst eftir bað-droppið! Skil ekki samhengið en sumt skil ég ekki sem betur fer. Skil reyndar fæst.

Svo leið dagurinn...minn og hennar og ykkar. Við og við kíkti ég á gemsann minn. Alls 8 missed calls frá viðkomandi...þegar ég svo hringdi og bjóst við andlátsfrétt eða eitthvað þaðan af verra sagðist hún hafa keypt sér stöng.

Mér heyrðist hún segja stöng reyndar. Enda ekkert sérlega skýrmæld.

-Þú verður vitlaus þegar þú sérð hana Heiða, hún er með tveimur svörtum rósum á....svona svört.. það var listakona sem bjó hana til. Og þegar kallinn kom heim í dag, tók ég á móti honum,  bara á nærbuxunum... með stöngina. Hann brosti.

-Stöng? Ætlaðirðu ekki að ná í staf?

-Spöng fíflið þitt! Spöng! Hárspöng!

---

 Óska ykkur öllum góðrar helgarSmile og í framhjáhaldi að láta vita að;  I'm still very much a lifeWinkand well.


Long lasting dömubindi

Það ætti varla að koma á óvart núna tuttugu mínútur pass midnight...að Heiða er svöng! Djö langar mig í súkkulaði...

...og afþví að það er frá... verð ég að koma að skoðun minn á auglýsingu sem ég sá í kvöld, á framfæri. Dömubindaauglýsingu...

...inn í sviðsmyndina kemur dansandi enn ein tindilfætt, brosandi dísinn í blómarússi með dömubindi í klofinu...auðvitað! Ef þið sjáið brosandi kvenmann þá er ástæðan alls enganveginn að hún hafi verið lucky the night before...nei hún hefur á klæðum. Kona á túr + blússandi hamingja = túr!

Það er staðreynd!

Þessu dömubindi buðu upp á ferskleika í einhverja 11-12 klukkutíma...."skjúsmí" long lasting -flott og vel þegar kemur að maskara og öðrum farða...en ég meina long lasting dömubindi! Hvaða vangeflingur/samansaumaði nýskupúki, hefur minnstu löngun til að hafa sama dömubindið á milli lappanna á sér í 12 klukkustundir!

Hormónasprautan mín svínvirkar annars, takk fyrir að spyrja. Hárið er óðum að detta af. Bólur á húðinni. Sjónin var að sljóvgast. Svefninn í fucki. Þunglynd og döpur fyrir ofan meðallag...fyrr en allt í einu alveg oforvarendes!

Byrjaði ég á blæðingum W00t og brosið hefur ekki farið af mér síðan Smile


Þegar ég verð orðin forstjóri...

Veðurstofu Íslands...skal ég lofa ykkur því...að það verður alltaf og þá meina ég ALLTAF....sól W00t
mbl.is Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands laust til umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn dagsins

Kæri drottinn.

Í dag hef ég gert allt rétt.

Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki gráðug, ekki orðið fúl, vond eða sjálfselsk.

Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði.

Ég hef ekkert notað kreditkortið mitt.

En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og mun þurfa á mun meiri hjálp að halda eftir það.

Amen.

Kveðja þín Heiða 


Seinnipartur í lífi Heiðu...

...sko þetta fór ekki einsog planað. Seinniparturinn minn.

Ég kom heim settist í sófann með kaffi...leit í kingum mig og hét sjálfi mér því að nú yrði bónað, skúrað og skrúbbað...eftir einn stykki kaffi...eftir u.þ.b. 5 mín.

...en þá verður mér litið niður á tærnar á mér...

...og allt í einu er algjört forgangsatriði að snyrta mínar fögru tær. Sem og ég gerði...þar sem ég er leggjalöng, þarf svona smá útúrsnúninga og tilfæringar við þessháttar aðgerð. Ég fæ í framhaldi þá flugu í hausinn, að nú væri "lekkert"   að mála blóm á eina tánöglina eða fiðrildi, þá  stoppaði ég sjálfa mig af... hingað og ekki lengra Heiða Bergþóra!  Ég á bara olíuliti og þeir taka óratíma að þorna... ég mun seint teljast til þolinmóðustu kvenna þessa lands. Hjúkkit að ég hlustaði á sjálfa mig, svona einu sinni.

Þegar ég horfi svo  niður á táneglurnar og sé eitt og eitt hár á stangli á leggjunum...þá er skafan tekin á þurra húðina, harkalega. Öll hár farin veg veraldra og vestar en það meira að segja. Með sviðna og útúrhreistraða skankana, blautt naglalakk á tásunum -skakklappast ég inn á bað...næ í olíu og ber á logandi aumt svæðið...

...svo sit ég áfram í sófanum á meðan ég jafna mig á misþyrmingunum og lakkið þornar, horfi á fréttir og með'ðí, þegar mér verður litið á hendurnar á mér...ÖSSS! Það var ekki sjón að sjá mig, ég varð að lakka á mér neglurnar, ekki seinna en strax! Og auðvitað gerði ég það.

Alveg segin saga að þegar ég er með blautt naglalakk...þá langar mig í Ommulettu eða eitthvað álíka. Alltaf klæjar mig óstjórnlega inn í eyranu eða á milli háranna á hausnum... eða einhversstaðar annarsstaðar...

...þegar ég er svo orðin "spikkenspann" og "þurr" kemur ekkert annað til greina en að fara í freyðibað til þess að dást af sjálfri mér, ásamt fleiru...sem og ég geri að sjálfsögðu. Ber á kroppinn rakakrem...

...og þegar maður ilmar einsog blóm ....er ekki fræðilegur möguleiki í logandi helvíti að ég fari að skúra, skrúbba og bóna!

Ekki sjéns...Cool

 


...munnmök með álfum...

Hvaða bloggvinur var það sem plataði mig á þetta Tagged dæmi þarna? Shitturinn!

Hef ekki undan að delete-a konfektkössum, rafrænum blómavöndum, rafrænum slefandi kossum, stefnumótartilboðum með mynd.... t.d af ; tréi, fjalli, svíni og hundum, ásamt viðvafningum!

Þokkalega útúrruglað klikk... 

Á jólunum einmitt fékk ég tugi óopnanlegra pakka -yfirleitt græna með rauðri slaufu. Þvílík litasamsetning! 

Hef ég ekki gert það fullljóst að ég fæ ekkert út úr því að setjast berrössuð á ljósritunarvélina?

Sbr. -ég vil snertingu, alvöru konfekt, alvöru blóm, alvöru hlýju, alvöru augnráð...alvöru fuckings allt í alvöru!!! Man að einn gamall vinur gerðist msn-"vinur"...ötull vinur...

...þá fyrst kviknaði hjá mér ljós! Þegar myndir af ríðandi fólki í allskonar stellingum, munnmök með álfum og kanínum eða hvað þetta var...varð mér ósjálfrátt hugsað til þess að líklegast ætti þetta að  koma mér til! ... og þegar það gerði það ekki...

...þá vissi ég og veit -að ég er allt öðruvísi en allir aðrir...  

Góðar stundir Heart


Útötuð í skít...

Það var enganveginn geðslegt sem ég sá, þegar ég vaknaði. Mamma sat á salernisgólfinu (mínu) í einu horninu (þau eru fjögur...) útötuð í skít! Ég tók ekki eftir því strax, en þegar ég sá hverskyns var varð ég frekar fúl í kantinum. Einum af fjórum...

Hún þurrkaði mesta skítinn af sér og hysjaði upp um sig brækurnar, brosti og fór framm...

Þegar hún svo hringdi í kvöld,  sagðist ég langt í frá sátt við að hún væri að skíta sig alla út í draumum mínum...væri að vísu fyrir góðu ...heimtaði hún klippingu, ekki seinna en strax!  Hún vildi svona stutt í hnakkann, svona einsog ég klippi Kobba kút og styttur og tjásur og og ....

Ég horfði niður á náttbuxurnar mínar, leit á klukkuna sem var langt gengin í háttatíma minn, fann lykt af skít...  sagðist ekki nenna út. Skærin mín væru týnd. Hún yrði að skilja að ég væri hálfþreytt eftir að bera sólina mína í um þrjár klukkustundir þennan daginn, ...hefði fengið þrjú högg í andlitið með glaðlegum blöðrum...sólgleraugun mín brotnað í einni blöðruárásinni...að auki þyrfti ég að vera velsofinn fyrir átök næsta dags. 

Skilingurinn var fyrir neðan "lítill" og einsog svo oft áður...dí-dí-dí -hljóðið sem ég kannast svo vel við.

Skellti á semsagt. 

Ég hringdi aftur og óskaði henni til hamingju með daginn...

-ekki einu sinni reyna þetta Heiða! Ég á afmæli í maí....

dí-dí-dí!

Þannig að ég óska ykkur bara til hamingju með þjóðhátíðadaginn í staðinn... Wink

 

 


Rithöfundur með huge (einfalt) tippi!

Um leið og við settumst upp í bílinn...byrjuðu himnarnir að mígleka!

Stuttu áður hafði sólin vermt kroppa, bæði mína og annarra.

Mér varð hugsað til ömmu (hefur ekkert með þvagleka að gera) en hún sagði það ekki bregðast að það færi að rigna um leið og hún hengdi nærbuxurnar mínar út til þerris. En það var í þá gömlu góðu daga, þegar ég notaði þannig yfirhafnir W00treglulega. Amma sagði líka að ég væri svo fluggáfuð að ég læsi moggan einsog ekkert...aðeins nokkura mánaða gömul...

Shit hvað það er fúlt að engin hefji mann lengur upp til hæstu hæða og jafnvel ofar!

En það semsé rigndi og barnsfaðiriinn sat í farþegarsætinu, samkomulagið var með besta móti. Laugarvegurinn var tekið og þegar ég sé rithöfund standa hjá Sævari Karli....segi ég allt að því forviða;

-Vá! sjástu þetta??????

-já þetta er hann xxxxxx

-já ég veit, en sástu tippið á honum! Það var huge!!!! (tek það fram að barnið mitt var þokkalega vel sofandi...)

-hann var örugglega með standpínu....hvað'er'etta eiginlega manneskja!!!

-nei þetta var sko allt saman samanvöðlað í einum hnút og það öðru megin! Ég þekki standpínu þegar ég sé hana!!! 

Nú er spurningin....hver var rithöfundurinn? W00t

 

 

 


Að skora feitt...

Eftir að ég skipti enn eina ferðina um símanúmer...er friður á heimilinu. Oftast... 

Ég á kæran vin. Hann er frábær. Hann er skemmtilegur, klár og fallegur. Hann á það til að senda mér sms-skilaboð sem hitta beint í mark. Stundum fæ ég þau að næturlagi, en einhvernveginn skynjar hann held ég, að þá ligg ég andvana... og þarf á uppörvun að halda. Stundum vakna ég við ljúfar kveðjur inn í daginn. Hann á það til að færa sig upp á skaftið með yfirlýsingum um standpínu og djöflagang um miðjan dag... og ég trúi ekki öðru en við höfum "sofið" saman....þó það hafi aldrei gerst. Enda er hann nánast krakkaskítur... en alltaf veit ég að honum þykir raunverulega vænt um mig...heiðubergbumbulínu...

Að hans beiðni ætla ég því að veita sýn mína inn í samskipti mín við fótbolta -á minn hátt.

Mínir menn áttu það flestir sameiginlegt að fá fiðring í tærnar yfir þessum atburðum. Þessi með eina eistað, var reyndar pro rugby player. Hann var sá einasti sem virti tærnar á mér viðlits þegar leikar stóðu sem hæst. Hann var sá viðkvæmasti. Hann grét þrátt fyrir vöðva svo stóra að ég hefði hæglega getað rúmast inn í öðrum handleggnum á honum, með keppina tvo meira að segja. Einn sem aldrei raunverulega hafði takkaskó augum litið...var svaðalegur stuðningsmaður. Sat í sófanum með bjór í hönd, hvítar strípur í hárinu og galaði í sífellu undir kliði og klappi;

-Andskotinn sjálfur! Sástu þetta? Djöfuls fífl og ræfill...dómaraskratti. Ég drep þig helvítið þitt!!! Heiða sástu þetta? Taka þetta -koma svo! tæklaða hann fíflið þitt! Svo komu yfirlýsingar um hvernig hann hefði gert þetta sjálfur hefði hann ekki verið upptekið við að sötra öl og verið á vellinum. 
Innlifunin var svo sterk að hann hoppaði annað slagið upp einsog hann væri með spjót í rassgatinu og öskraði inní sjónvarpstækið...á meðan vappaði ég um og óskaði þess að karlfíflið fengi ekki hjartaáfall af æsingi. Ábyrð hans var auðvitað gífurleg þar sem hann  leikstýrði liðunum...sko báðum! Dómurunum incluted...í hans eigin heimi. Berservisser semsagt. Ég eyddi minnsta tíma ævi minnar með þessum...og sé eftir þeim tíma.

Enn í dag,  hef ég ekki rass vit á fótbolta og hef ekki minnstu löngun til að bæta við þá (núll) þekkingu mína.  En fótbolti truflar mig ekki hið minnsta. Mér finnst kliðurinn meira að segja svolítið notalegur ...örugglega afþví ég er laus við öskrin...  mér finnst áhugi karla meira að segja svolítið krúttlegur. Áhugi kvenna á fótbolta finnst mér aðdáunarverður og óskiljanlegur....og er ég  ekki frá því að ég trúi, að undir niðri hjá þeim blundi örlítil lessa....LoL...eða að þær ljúgi þessu með áhugan og með innilokaða, innsiglaða svarta tungu...

Ég hef rekið mig á eitt eða tvennt, þegar ég hugsa um það; þegar einhverjir jólasveinar hafa gert sínar hosur bláar fyrir mér þá taka þeir sumir skýrt fram, sem meðmæli;

-en....ég þoli ekki fótbolta Heiða! 

(þá fýkur sjensinn , því ég veit að þeir ljúga...) 

...og einnig þegar vinkonur eru að gera gæjana meira þess virði að vert sé að eyða tíma með þeim;

-hann þolir ekki fótbolta Heiða...

Þetta virðist vera einhver þögull mælikvarði á ágæti karlmanna -fóbolta-áhugaleysi. Skítt með að viðkomandi sé skíthæll og drullusokkur...ef hann þolir ekki fótbolta -skorar hann feitt! Hann hittir í mark...og um það snýst leikurinn, er það ekki? 

Að skora mark... I don't think so...

Með þessar hugleiðingar er ég búin að setja bleikasta bikinýið mitt í tösku og stefnan er tekin á sund ...eða eitthvert annað Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband