Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Elskarðu mig?

Ég man þá tíð þegar ég var of grönn. Eina vinnan sem mér bauðst var að mála ljósastaura að innan. Heiðvirð vinna sem ég borgaði af skatta og gjöld. Nú horfir til verri vegar, nú er hormónasprautan farin að segja til sín og virka, allverulega! Ég er annars mjög meðvituð. Ég sem annars spái lítið í holdarfarinu mínu, ét gjarnan einsog svín. En ég tók eftir því að rétt fyrir ofan mitti...sex sentimetrum frá miðju fyrir ofan nafla eru komnir tvö stykki keppir. Fitukeppir.  

Nú bölva ég hverju hárinu sem situr eftir glottandi í greiðunni. Andskotans sprautan! Seinnipartinn í dag þegar ég var að keyra mína elskulegu móðir í afar brýnan innkaupaleiðangur verður mér litið í spegilinn...

...á enninu sá ég að tvö agnarsmá horn voru að myndast. Í stíl við keppina ... og þau fara ört stækkandi. Enn sem komið er held ég fullum styrk og ballans á háum hælum. Sjóntruflanir eru sama og engar...nema mér finnst allt fallegra en áður. Mér til mikillar arm-mæðu örlar ekkert á kyndeyfð. En hali er farin að vaxa úr rassinum.  Ekki vottur af kyndeyfð...með logandi standpínu 24/7 -og það sem mér eru að vaxa keppir, horn og halar er ég forviða....sem þýðir; Fuck!

Hvaða afturkreystingur svo mikið sem lítur í áttina til mín núna? Að gefnu tilefni þetta; FUCK - FUCK - FUCK! Ef fram heldur sem horfir drepast batterýin í umbúðunum....eggið fer að unga út einhverju sköllóttu kvikindi...gervi-limir og fætur eignast líf og hlaupa í burtu frá mér....og þá er ég sama og dauð! Steindauð. Held að það sé leiðinlegt að vera dauður!

--- 

.... þegar ég var að keyra mömmu í blíðunni í dag segi ég allt í einu (hormónasprautan hefur þessi áhrif á mig sko)  ;

-mamma mig langar að segja þér svolítið...

-nú hvað?!!! (tvö galopin hissu-leg augu) 

-Ég elska þig. Ég elska þig í alvörunni! Mjög mikið...

-nú....já.....er það?

Óþægileg þögn...

....svo kom hægt og svo hljótt að ég heyrði það ekki fyrr en löngu seinna -eða eftir að ég var komin  heim;

-ég elska þig líka Heiða. 

Enn og aftur hallærisleg þögn... 

...og til að rifta hana, segi ég glaðlega;

 -sjáðu mamma, ég er að fá tvö horn á ennið, sjáðu! (ég benti.....)

-já já það er bara eðlilegt...þú verður nú bráðum fertug!

-og þá kemst þú á sjötugsaldurinn ...ég glotti

-þegiðu fíflið þitt... hvæsti hún...

Þar með fauk kærleikurinn sem ríkti í bílnum.... og breyttist í megna fílu... ég opnaði gluggann og spurði lágt;

-mamma elskarðu mig?

-hverskonar andskotans spurning er þetta eiginlega krakki!!! Þegiðu!!!

-ok...

--- 

Njótið kvöldsins Smile


Ég er dópisti...ég er dóp...

Ég er sýruhaus. Þið sem commentið hjá mér eruð sýruhausar. Þið vitið ekkert hvað ég er að fara.  Ég skrifa ekki tvíræðan texta...heldur fimm-ræðan texta. Þið svarið mér með spurningamerkjum og broskörlum. Ég er svo absúrd klikkuð að annað eins hefur ekki sést.  Aldrei. Gísli Torfi kom með þetta þegar hann minntist á svartan afgan. Svartur afgan er hass eða marijúna... ég er bæði.

Þetta sagði minn fyrrverandi nú í kvöld þegar ég var að afla mikilvægara upplýsinga varðandi tímasetningu í gagnasafnið. Þ.e.  hvenær við skildum. Hann sagði mér það og hann sagðist rétt hafa skotist inn á bloggsíðuna mína í morgun. Algjörlega óvart. Annars les hann ALDREI bloggið mitt. Ekki nema stundum alveg óvart.... stundum marfalda ég með 67 og fæ út útkomuna ALLTAF.

Hann vill meina að allir haldi að ég sé á sýru eða sé herónínsjúklingur. Ef ég læsi sjálfa mig og þekkti mig ekki myndi ég sjá hvað ég er klikkuð  ....

Who gives annars a flying fuck? Fólk hefur myndað sér verri skoðun á mér þegar það hefur séð mig labba yfir götu..., en hann vill mér sjálfsagt vel. Klárlega er ég uppáhals fyrrverandi konan hans...ég veit það reyndar fyrir víst...

Síðasta færsla var víst algjör sýra frá A-Ö. Hann skilur ekkert í henni...hvað með þetta gifs?

-bara bull....

-er það þá ekki sýra?

 -jú jú...

 Og ekki orð um það meir!

...ég neita því ekki að ég velti því fyrir mér; afhverju í fjandanum við skildum! Samskiptin eru svo blátt áfram og eðlileg. Svona fallegur blámi yfir þessu... 

... ég sá mig knúna þegar þessar upplýsingar lágu fyrir að heiðra minn elskulega mann með lítilli færslu tileinkaða minningu hans...Smile 

Yndislegt kvöld -njótið þess mínir kæru bloggvinir...og ekki síst sýruhausarnir, sem eruð mér svo kærir...InLove þið gerið þetta þess virði...Heart


Ég fékk á kjaftinn!

Með loforð upp á vasann fyrir blæðingalausu sumri fór ég á læknavaktina. Innst inní innsigluðu glasi var vökvi...töfravökvi sem átti brátt eftir veita mér frelsi frá dömubindum, túrtöppum og ótímabærri þungun....  strákar mínir, þetta er kjaftæði sem þið sjáið í sjónvarpinu...engin fljúgandi hamingjusöm fiðrildi sem fljúga út úr.....já....leyfi ýmindunarafli hvers og eins að ráða og að konur dansi einsog fuglar um himingeiminn einsog fífl...er rugl!!! 

Og annað;

...það er víst mögulegt að verða vanfær án kynmaka.  Hversu oft heyrum við ekki um áhrifamátt hugans. Þú til að mynda hugsar eins oft og sannfærandi um að þú sért í góðum efnum...og búmm! Hlutirnir gerast. Samanber; The Secret. Ef þig langar í nýjan bíl. Þarftu að gera ráð fyrir þvi að þurfa að kaupa á gripinn bensín. Því skildi maður hugsa þetta í þessari röð; peningar - bíll. Ef bílllinn á ekki bara að standa í hlaðinu óáreyttur og upp á punt.

Og þar sem ég hef gert hér kunngjört nokkurnveginn og undir rós,  hugsanir mínar síðastliðna mánuði. Og ég er ekki fífl. Heldur miklu frekar klár...þá er allur varinn góður.

Ég sat því á læknavaktinni eftir vinnu einn seinnipart í síðustu viku.  Á undan mér voru þó nokkrir að bíða. Eiginlega meira en það. Ég var orðin þreytt á að horfa inn í hausinn á næsta manni og fantasíurnar um eldheitar nætur með sjálfri mér, án þess að þurfa að hugsa um ótímabæra þungun...voru komnar í hringi og orðnar þreytandi og gerðu lítið fyrir mig. Þá  fór ég  að lesa matseðilinn sem fylgdi vökvanum  og fjölluðu um aukaverkanir þess að láta dúndra þessu sulli í rassinn á sér. Þetta var vægast sagt svakalega fræðandi, en lítt skemmtó. 

Þegar nafn mitt var kallað og ég gekk inn, lit- og líflaus í framan, á stofuna og læknirinn spyr;

-Hvað get ég gert fyrir þig vinan?

Þá rétti ég fram glasið og sagði kjörkuð;

-sprauta þessu í rassinn á mér, takk .... bætti við að hafa lesið um aukaverkanir sbr; höfuðverk, þunglyndi, svefntruflanir, lömun, áhrif á sjón, áhrif á tal, aukna áhættu á brjóstakrabbameini...etc...

og og og; angistin skein útúr mér allri þegar ég sagði heldur æstari;

-missa hárið, ljót húð, útbrot og frigging KYNDEYFÐ!!! 

Hann reyndi að róa mig þarna sem ég stóð og var á báðum áttum hvort ég ætti eða ætti ekki...svo sagði hann;

-iss ... þetta er svo lágt hlutfall...þú áttir ekkert að vera að lesa þetta...

- jaaa þú meinar,  nú ef ég missi hárið, fæ útbrot, ljóta húð...verð alltaf með höfuðverk,  lamast öðru megin.... þá ætla ég rétt að vona að guð gefi að ég missi alla löngun í kynlíf næstu þrjá mánuði !!! Blessaður skjóttu!!! Og hann skaut. Og það var vont! Ef einhver var að hugsa um það...

So far... hefur ekkert komið i ljós.... nema kannski að ég bulla aðeins meira en venjulega. Það er auðvitað bara forréttindi að geta sagt það sem manni listir og afsakað sig með insert-uðum hormónum...alger snilld! Held að margar og margur ættu að nýta sér þessa afsökun fyrir "þvælinu" sem veltur úr þeirra kjafti....Wink  ég geri það óspart...

--- 

Annars er allt í góðu hérna megin, reyndar bara allt í blússandi blóma. Ef hlutirnir væru mikið betri væru þeir orðnir verri.

Sá sem bauðst til að drekka bensín mér til samlætis hafði vinninginn. Ekki spurning. Skyldi nokkurn undra! Það að hann sé forkunnarfagurt og skemmtilegt kvikindi skipti það litlu þegar upp var staðið ... það sem raunverulega gerði útslagið var þetta með bensínið.....Vitiði hvað bensínlíterinn kostar?  !!!

Í morgun þegar hann vakti mig með því að gefa mér hressilega á kjaftinn, hvarf allur vafi og efi úr mínum huga. Ég vissi þá, á þeirri stund og fann í hjartanu, að ég gæti vel hugsað mér að eyða restinni...

...af næstu ...dögum nálægt honum Smile Gæinn er annars komin í gifs...Blush

Lifið heil Heart

 


Ólgandi blóð...

Í æðum mínum rennur; ólgandi, logandi og blátt blóð. Ég er telst til konugsfjölskyldu. Einn prinsinn er í "villingarholti"...hann var óþekkur. En er stilltur núna.

Drottninginn hvæsti, þegar ég spurði hvort hún vildi kíkja í heimsókn (í dag) á síðasta prinsinn í litrófinu/stafrófinu:

-Heiða, ég kæri  mig ekkert um að láta eitthvert hundkvikindi þefa af klofinu á mér!!!

Ég vissi að ef ég reyndi að útskýra að engir hundar, þeferý, hvað þá klof væru inn í myndinni...myndi hún skella á mig, þannig að ég vitnaði í frægan málshátt;

-betri er þefandi hundur í klofi, en dauður hundur...Wink þið hafið heyrt þennan, er það ekki...?Tounge

...hún skellti samt á mig! 

 Yndislegur dagur framundan, njótið hans Heart


Það er "sexy" að láta hengja sig upp á krók ...

Einu sinni fyrir langa löngu var maður. Hann hitti konu...(þetta er ekki byrjunin á kvöldsögu  fyrir dóttur mína...) lesturinn er hreint ekki fyrir viðkvæmar sálir.

Þau urðu ástfangin. Hún var hrein mey. Hann hreinn sveinn. Það var þetta blik sem leiddi þau saman. Máttleysið í hnjáliðunum. Feimnislegir kossar. Þau giftust. Fengu sér einn og hálfan á brúðkaupsnóttina. Glataður dráttur...þeir sem á eftir komu urðu að tilbreytingarlausu hjakki. En þeir voru til staðar á tjá og tundri. Hún var að vonum vonsvikin með pínulitla snuðið sem gæinn bauð henni upp á en trúði því að svona ætti þetta að vera. Hann spældur yfir hólkvíðri Laugardalslauginni....saman skildu þau standa -loforð frammi fyrir guði og öðrum vættum. Standa og falla. Maður svíkur ekki loforð. Eignuðust börn. Lifðu saman ever after...dóu, gleymd og grafinn... svona var þetta. Svona er þetta ekki í dag. Langur vegur frá...

Í dag tíðkast nefnilega að segja;

-Heyrðu, hef ekkert heyrt í þér lufsan þín!  ...grunar að það sé samnefnari fyrir drusla...en gæti þýtt eitthvað annað.

Í dag tíðkast að fara með ástina sína á bdsm ljósmyndasýningu, troða einhverju léttu upp í kjaftinn á henni, klípa aðeins í hana...og bjóða loks heim í stofu. Þegar vonast er eftir kossi þá býðst frímerkjasafn til skoðunar. Andliti lyft upp til himins í angist og uppgjöf... Hvað sér hún? Krók í loftinu! Fucking krók í loftinu! 

Þegar ég spurði vinkonu mína; 

-hvað gerir maður við krók?  ... annað en að hengja á hann blómapott? Fékk ég skýringuna;

Í dag er krókur í lofti liður í kynlífsathöfn. Nauðsynlegur í forleiknum. Við erum að tala um að það er sexý að láta hengja sig upp í loft með snöru. Svona rússnesk rúlletta. Dauð - lifandi - dauð - lifandi...lík - líf - lík - líf...

Nú til dags gildir einu hvernig maður tekur sig út á króknum... skítt með það hvernig maður kemur út á kodda...

Þegar hún sagði mér vonsvikin að  þetta væri ekkert fyrir hana. Einsog hann hefði verið æðislegur. Hann hefði hrækt á eftir henni. Hún væri drulluspæld...

Þá reyndi ég  að hughreysta hana, lífsreynd konan og sagði eftir umhugsun;

-sko sjómannsfrúr hræktu víst á eftir mökum sínum... heillaóskir fyrir góðri veiði...gæinn er bara að óska þér góðs gengis..svona á þetta að vera...þetta er frábært! Og gæinn er örugglega algjört yndi....

Hún dæsti mæðulega og sagði;

-já, ... það eru víst fullt af fiskum í sjónum... 

 


Ef þú ættir eina ósk...

Í dag hitti ég fyrir vinkonuna. Þegar ég var búin að segja beljunni, sem bölvaði veðrinu að dröslast frá sólinni og helst veg veraldar, hvar sem vegurinn nú endar...blindaði sólin mig og ég þurfti að fara að hugsa. Aftur.

En áður þurfti ég að hlusta á formælingar beljunnar um hita. Man ekki betur hún hafi bölvað vetrinum, vorinu og nú sumrinu. Bíð spennt eftir haustinu... hún hefur allt á hornum sér, alltaf. Þessvegna kalla ég hana belju og álít það complement...þrátt fyrir að hafa ekki fundið horn á henni...

...sumir eru einfaldlega svo seigir við að fela lýtin sín, að þau gætu allt eins átt heima þarna.  Hornin. Kannski eru þau í rassgatinu á henni. Ég hugsaði aðeins laumulega um "atti-tjúttið" hennar,  þar sem beljan  er nýgift og hlýtur því að vera ástfanginn. Að "dagurinn" hafi í hennar huga sjálfsagt verið rúmlega "semi" glataður. Viss um að karlinn stinkaði af svitafílu útaf helvítis sólinni...kannski drapst hann áfengisdauða áður en hann náði honum upp...brúgkaupsgjafirnar allar sem ein; pottaleppar og blóði drifnir sveppasköndlar...og þegar ég var að komast á flug í þessum pælingum... snarstoppaði ég mig af -áður en ég ældi. Sagði henni kurteislega að halda kjafti. En það er hægt. Það eru blæbirgðin í röddinni sko...Wink

Svo sátum við tvær eftir á blómapotti og drukkum Mix. Ískalt. Brostum. Þögðum uns hún segir;

-Heiða, ef þú ættir eina ósk, burtséð frá börnunum þínum, hver væri hún?

 Og við tvær fórum á tripp, saman...og það var gaman.

Í stuttu máli er ég ekki fimm ára planarinn...er svo upptekin afþví að lifa í andartakinu að mér er gjörsamlega fyrirmunað að hafa kvöldmat á réttum tíma. Hvað þá að ákveða hvað ég elda. Hvort ég eldi eða einhver annar. Ég er þeirra skoðunar að sá sem ákvað samkv. einhverju fjandans velferð að t.d. borða á tilsettum tíma, sé fífl. Jebb... og það fær mig enginn til að skipta út þeirri skoðun fyrir aðra. Mæli heilshugar með því að fólk borði þegar það er svangt, elskist eða ríði (hvort sem hentar)  þegar það er gratt, hvar og hvenær sem er... en er samt á því að morgunmaturinn haldi manni gangandi eitthvað út í daginn og maður ætti að halda sér með gredduna við þann sem er manni kær. Eins óhemluð og ég er á ýmsu sviði...er ég líka hallærisleg, hvað það varðar.   Og þetta viðhorf mitt á við um marga aðra hluti...þoli ekki reglur, höft, boð og bönn. 

Hef gert fjölmargar tilraunir að breyta mér hvað þetta varðar til að falla inn í þáverandi pakkadíla. Hentar mér alls ekki...dey að innan, verð þvinguð, fúl, ljót og leiðinleg.

Niðurstaðan varð því engin um hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór, hvað mig dreymir um að eiga af veraldlegum gæðum, þegar ég er orðin stór...heldur komst ég að þeirri niðurstöðu að í gegnum rölt síðastaliðinna ára, hefur verið mikilvægara fyrir mig að stefna aðþví,  hvernig manneskja ég vil verða þegar ég er orðin stór. Og hef ég stefnt þangað ómarkvisst...

Óska ykkur ánægjulegra augnablika ... Wink

 

 

 


Allt morandi í allskyns pjöllum

Í gær og í dag er ég fallegust. Þetta er satt...hún sagði það. Gísli bróðir datt niður úr hásætinu... eins ljótt og það er, þá finnst mér ansi ljúft að vera stödd hérna uppi. Uppi í skýjunum. Og ætla að njóta þess. Er á meðan er...veit nefnilega til þess að hún á von á pakka frá Ingu sys...það gæti ruglað systeminu. Þegar pakkinn kemur gæti ég allt eins átt að hafa farið í lakið. Hún sagi þetta í gær og ítrekaði það við í morgun. Og þetta allt saman án þess að hún fengi mig til að skjótast með þvagprufu inn í Garðabæ seint um kvöld...

...það er að vísu mér að kenna að gallsteinarnir liggja brotnir á baðherbergisgólfinu og heimtar hún nú að ég komi og týni upp brotin og lími þau saman. Komi þeim á sinn stað og ekkert múður. Ég ætla ekki að gera það. Kann ekkert á svona gallsteina-límingar þó ég sé lunkinn í höndunum...

Þegar mér var tilkynnt í gærkvöldi formlega, að ég væri vonlaus "bakkari" hafði það engin áhrif á gleði mína. Hver vill svo sem kunna að bakka bíl í stæði? Hver þarf þess sem er svona mikils metin? Sem er fallegastur? Kemur sér stundum vel þegar ljósastaurar eru annarsvegar...annars ekki.

Þegar ég sat í bíósal í gærkveldi og uppgvötaði að ég sat innan um fullt af pjöllum -og notabene, engin þeirra eins...fannst mér ég ennþá afar spes.  Eitt og eitt typpi á stangli truflaði mig enganveginn... tópas og popp saman í einum munni eru himnasæla...

Stök typpi (hvort sem þau eru með ufsiloni eður ei...) sem slík hafa engin áhrif á mig...ekki pjöllur heldur ef út í það er farið...

...það sem hefur áhrif á mig er þegar hún segist elska mig. Þó ég viti að það kunni að var aðeins skamma stund. Þetta snýst nefnilega alfarið um að njóta augnabliksins.

--- 

Oft og jafnvel oftar en eðlilegt getur talist að jafnaði (miðað við að vera ekki sjókona) ...held ég upp á sjóinn með því að heimsækja hann. Oft í viku og helst að kvöldlagi. Mér finnst sjórinn magnaður. Krafmikill, öflugur og dularfullur. Stundum verð ég svo frá mér numin að ég næ varla andanum...stundum tárast ég...

...í dag langar mig ekkert niður að höfn að fagna í fjölmenni. En ég kíki eflaust við á morgun...

Til hamingju með daginn allir Smile

es. Mér var sagt í vikunni að ef ég væri eiturlyf væri ég gras...veit ekki hvort það er gott...Wink

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband