Það er "sexy" að láta hengja sig upp á krók ...

Einu sinni fyrir langa löngu var maður. Hann hitti konu...(þetta er ekki byrjunin á kvöldsögu  fyrir dóttur mína...) lesturinn er hreint ekki fyrir viðkvæmar sálir.

Þau urðu ástfangin. Hún var hrein mey. Hann hreinn sveinn. Það var þetta blik sem leiddi þau saman. Máttleysið í hnjáliðunum. Feimnislegir kossar. Þau giftust. Fengu sér einn og hálfan á brúðkaupsnóttina. Glataður dráttur...þeir sem á eftir komu urðu að tilbreytingarlausu hjakki. En þeir voru til staðar á tjá og tundri. Hún var að vonum vonsvikin með pínulitla snuðið sem gæinn bauð henni upp á en trúði því að svona ætti þetta að vera. Hann spældur yfir hólkvíðri Laugardalslauginni....saman skildu þau standa -loforð frammi fyrir guði og öðrum vættum. Standa og falla. Maður svíkur ekki loforð. Eignuðust börn. Lifðu saman ever after...dóu, gleymd og grafinn... svona var þetta. Svona er þetta ekki í dag. Langur vegur frá...

Í dag tíðkast nefnilega að segja;

-Heyrðu, hef ekkert heyrt í þér lufsan þín!  ...grunar að það sé samnefnari fyrir drusla...en gæti þýtt eitthvað annað.

Í dag tíðkast að fara með ástina sína á bdsm ljósmyndasýningu, troða einhverju léttu upp í kjaftinn á henni, klípa aðeins í hana...og bjóða loks heim í stofu. Þegar vonast er eftir kossi þá býðst frímerkjasafn til skoðunar. Andliti lyft upp til himins í angist og uppgjöf... Hvað sér hún? Krók í loftinu! Fucking krók í loftinu! 

Þegar ég spurði vinkonu mína; 

-hvað gerir maður við krók?  ... annað en að hengja á hann blómapott? Fékk ég skýringuna;

Í dag er krókur í lofti liður í kynlífsathöfn. Nauðsynlegur í forleiknum. Við erum að tala um að það er sexý að láta hengja sig upp í loft með snöru. Svona rússnesk rúlletta. Dauð - lifandi - dauð - lifandi...lík - líf - lík - líf...

Nú til dags gildir einu hvernig maður tekur sig út á króknum... skítt með það hvernig maður kemur út á kodda...

Þegar hún sagði mér vonsvikin að  þetta væri ekkert fyrir hana. Einsog hann hefði verið æðislegur. Hann hefði hrækt á eftir henni. Hún væri drulluspæld...

Þá reyndi ég  að hughreysta hana, lífsreynd konan og sagði eftir umhugsun;

-sko sjómannsfrúr hræktu víst á eftir mökum sínum... heillaóskir fyrir góðri veiði...gæinn er bara að óska þér góðs gengis..svona á þetta að vera...þetta er frábært! Og gæinn er örugglega algjört yndi....

Hún dæsti mæðulega og sagði;

-já, ... það eru víst fullt af fiskum í sjónum... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þú segir nokkuð .... spurning að krækja í fórnarlamb á krókinn ???

Nehhhh ... ég læt mér Fjallið nægja og síðan ekki söguna meir!

Njóttu helgarinnar þinnar og ég myndi halda mig við að vera sæt á koddanum ... hanga í krók, kommon.

www.zordis.com, 7.6.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála því að það eru nægir fiskar í sjónum.
             Knús í helgina
             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alls ekki að láta hengja sig á krók, það er bara bilun, koddin og gott rúm er best.  Knús inn í helgina þína darling 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða mín hefur þú verið að hlusta á Pétur heitinn Kristjáns og Sálina hans Jóns míns " Krókurinn" gott lag.

já og Villi Vill er hættur og Hanna Birna mætt..

og EM er byrjuð.. núna getur þú farið að skoða fótboltakallana...mæli með að þú komir með uppáhaldsliðið þitt í mótinu og þína sýn á fótboltaspriklið.. hverjir eru bestir og flottastir... því þú ert alltaf svo elegant og flott

kv GTG ( bíddu ertu þú að fara í B.tún kl 23 í kvöld ? )

Gísli Torfi, 7.6.2008 kl. 18:06

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krókur í lofti tilheyrir sláturhúsum þaðan sem ég kem frá....... Lítið sexý við sláturhús.... Það þarf eitthvað annað til að koma mér til!

Svei mér þá

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 21:57

6 Smámynd: Einar Indriðason

Uuuuu.........................

Sko... "að krækja sér í bita" ... Já, nei, of myndrænt, eða eitthvað!

Einar Indriðason, 7.6.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: JEG

Brilljant færsla.

Sannleikurinn vellur úr hverri setningu. En svona var þetta og er í dag. En það voru nú samt ekki allir sem "létu sér nægja og sættu sig við " það var til fólk sem þorði að prufa og þreifa fyrir sér með að finna sinn unað. Jammm....

En þetta króka dæmi er nú ekki alveg að gera sig. Enda eins og verið er að vitna í með "sláturhús" þá segji ég nú bara að það eru margir krókar í sveitinni sko. Jamm.... og ekki sexý að mínu mati.

Notum krókana til þess sem þeir voru búnir til fyrir og elskumst eins og heilbrigt fólk. Það eru til mun gáfulegri hjálpartæki en krækjur.

Mín skoðun.

Knús á þig.

JEG, 8.6.2008 kl. 09:58

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já einmitt!

Brosi samt útí annað við tilhugsunina eina saman...fáranlega geggjað! Nógu erfitt er að krækja í mig...hvað þá setja mig upp á krók

Heiða Þórðar, 8.6.2008 kl. 10:31

9 Smámynd: Steini Thorst

Rosalega er maður eitthvað gamaldags úr því að maður er ekki í þessu dæmi sem þú lýsir. Verð þó að segja frá því að fyrir rúmu ári síðan keypti ég íbúð og viti menn, beint yfir þeim stað sem rúmið er í "hjóna"herberginu, er einmitt krókur  Að vísu ekki nógu stór og öflugur til að halda uppi mannslíkama en rosalega er ég samt búinn að pæla í því hvaða tilgangi þessi krókur hafi þjónað hjá fyrri eigendum.......

Steini Thorst, 8.6.2008 kl. 11:02

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

jebb...maður er grænn...

Heiða Þórðar, 8.6.2008 kl. 11:26

11 Smámynd: Gísli Hjálmar

... það er nú alltaf sá möguleiki að konan hafi bara hengt sig.

Þreytt á fullum kalli, sveittum og másandi með einhverja tilburði til kynlífsathafna milli þess sem hann talar um fótbolta.

Gísli Hjálmar , 9.6.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband