Ef þú ættir eina ósk...

Í dag hitti ég fyrir vinkonuna. Þegar ég var búin að segja beljunni, sem bölvaði veðrinu að dröslast frá sólinni og helst veg veraldar, hvar sem vegurinn nú endar...blindaði sólin mig og ég þurfti að fara að hugsa. Aftur.

En áður þurfti ég að hlusta á formælingar beljunnar um hita. Man ekki betur hún hafi bölvað vetrinum, vorinu og nú sumrinu. Bíð spennt eftir haustinu... hún hefur allt á hornum sér, alltaf. Þessvegna kalla ég hana belju og álít það complement...þrátt fyrir að hafa ekki fundið horn á henni...

...sumir eru einfaldlega svo seigir við að fela lýtin sín, að þau gætu allt eins átt heima þarna.  Hornin. Kannski eru þau í rassgatinu á henni. Ég hugsaði aðeins laumulega um "atti-tjúttið" hennar,  þar sem beljan  er nýgift og hlýtur því að vera ástfanginn. Að "dagurinn" hafi í hennar huga sjálfsagt verið rúmlega "semi" glataður. Viss um að karlinn stinkaði af svitafílu útaf helvítis sólinni...kannski drapst hann áfengisdauða áður en hann náði honum upp...brúgkaupsgjafirnar allar sem ein; pottaleppar og blóði drifnir sveppasköndlar...og þegar ég var að komast á flug í þessum pælingum... snarstoppaði ég mig af -áður en ég ældi. Sagði henni kurteislega að halda kjafti. En það er hægt. Það eru blæbirgðin í röddinni sko...Wink

Svo sátum við tvær eftir á blómapotti og drukkum Mix. Ískalt. Brostum. Þögðum uns hún segir;

-Heiða, ef þú ættir eina ósk, burtséð frá börnunum þínum, hver væri hún?

 Og við tvær fórum á tripp, saman...og það var gaman.

Í stuttu máli er ég ekki fimm ára planarinn...er svo upptekin afþví að lifa í andartakinu að mér er gjörsamlega fyrirmunað að hafa kvöldmat á réttum tíma. Hvað þá að ákveða hvað ég elda. Hvort ég eldi eða einhver annar. Ég er þeirra skoðunar að sá sem ákvað samkv. einhverju fjandans velferð að t.d. borða á tilsettum tíma, sé fífl. Jebb... og það fær mig enginn til að skipta út þeirri skoðun fyrir aðra. Mæli heilshugar með því að fólk borði þegar það er svangt, elskist eða ríði (hvort sem hentar)  þegar það er gratt, hvar og hvenær sem er... en er samt á því að morgunmaturinn haldi manni gangandi eitthvað út í daginn og maður ætti að halda sér með gredduna við þann sem er manni kær. Eins óhemluð og ég er á ýmsu sviði...er ég líka hallærisleg, hvað það varðar.   Og þetta viðhorf mitt á við um marga aðra hluti...þoli ekki reglur, höft, boð og bönn. 

Hef gert fjölmargar tilraunir að breyta mér hvað þetta varðar til að falla inn í þáverandi pakkadíla. Hentar mér alls ekki...dey að innan, verð þvinguð, fúl, ljót og leiðinleg.

Niðurstaðan varð því engin um hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór, hvað mig dreymir um að eiga af veraldlegum gæðum, þegar ég er orðin stór...heldur komst ég að þeirri niðurstöðu að í gegnum rölt síðastaliðinna ára, hefur verið mikilvægara fyrir mig að stefna aðþví,  hvernig manneskja ég vil verða þegar ég er orðin stór. Og hef ég stefnt þangað ómarkvisst...

Óska ykkur ánægjulegra augnablika ... Wink

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er vandlifað í þessum heimi. En maður skrimtir samt.

Kveðja úr sveitinni þar sem er norðan rok og rigning  í augnablikinu.

JEG, 3.6.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð útrás hjá þér í þessum skrifum vona ég.  Hér er ég get ekki neitt, nenni engu og ætla bara að fara að sofa, alltaf gott að kíkja inn til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hvers að breyta því sem er bara aldeilis ágætt? Sumt fólk bara þusar yfir öllu en maður þarf ekkert að hlusta á það og bara gott að biðja það kurteislega að loka á sér þverrifunni.

Helga Magnúsdóttir, 4.6.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

..Þá veistu nú hvers ég myndi óska mér..

En þú ert bara skemmtileg stelpa held ég Heiða, hafi ég ekki sagt það áður!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Stundum þekki ég mig svo í þér.

Lovjú.

Solla Guðjóns, 4.6.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Gísli Torfi

Gríðar Jákvæður pistill og hafði ég extra gaman af honum.....

kannski erum við bara svona lík

Gísli Torfi, 5.6.2008 kl. 01:55

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú ert lang flottust

Einar Bragi Bragason., 6.6.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband