Allt morandi í allskyns pjöllum

Í gær og í dag er ég fallegust. Þetta er satt...hún sagði það. Gísli bróðir datt niður úr hásætinu... eins ljótt og það er, þá finnst mér ansi ljúft að vera stödd hérna uppi. Uppi í skýjunum. Og ætla að njóta þess. Er á meðan er...veit nefnilega til þess að hún á von á pakka frá Ingu sys...það gæti ruglað systeminu. Þegar pakkinn kemur gæti ég allt eins átt að hafa farið í lakið. Hún sagi þetta í gær og ítrekaði það við í morgun. Og þetta allt saman án þess að hún fengi mig til að skjótast með þvagprufu inn í Garðabæ seint um kvöld...

...það er að vísu mér að kenna að gallsteinarnir liggja brotnir á baðherbergisgólfinu og heimtar hún nú að ég komi og týni upp brotin og lími þau saman. Komi þeim á sinn stað og ekkert múður. Ég ætla ekki að gera það. Kann ekkert á svona gallsteina-límingar þó ég sé lunkinn í höndunum...

Þegar mér var tilkynnt í gærkvöldi formlega, að ég væri vonlaus "bakkari" hafði það engin áhrif á gleði mína. Hver vill svo sem kunna að bakka bíl í stæði? Hver þarf þess sem er svona mikils metin? Sem er fallegastur? Kemur sér stundum vel þegar ljósastaurar eru annarsvegar...annars ekki.

Þegar ég sat í bíósal í gærkveldi og uppgvötaði að ég sat innan um fullt af pjöllum -og notabene, engin þeirra eins...fannst mér ég ennþá afar spes.  Eitt og eitt typpi á stangli truflaði mig enganveginn... tópas og popp saman í einum munni eru himnasæla...

Stök typpi (hvort sem þau eru með ufsiloni eður ei...) sem slík hafa engin áhrif á mig...ekki pjöllur heldur ef út í það er farið...

...það sem hefur áhrif á mig er þegar hún segist elska mig. Þó ég viti að það kunni að var aðeins skamma stund. Þetta snýst nefnilega alfarið um að njóta augnabliksins.

--- 

Oft og jafnvel oftar en eðlilegt getur talist að jafnaði (miðað við að vera ekki sjókona) ...held ég upp á sjóinn með því að heimsækja hann. Oft í viku og helst að kvöldlagi. Mér finnst sjórinn magnaður. Krafmikill, öflugur og dularfullur. Stundum verð ég svo frá mér numin að ég næ varla andanum...stundum tárast ég...

...í dag langar mig ekkert niður að höfn að fagna í fjölmenni. En ég kíki eflaust við á morgun...

Til hamingju með daginn allir Smile

es. Mér var sagt í vikunni að ef ég væri eiturlyf væri ég gras...veit ekki hvort það er gott...Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sömuleiðis Heiða Heiða sæta Sævarsmey!

En var að pæla hvort þú raulaðir að minnsta kosti ekki "Þórð sjóara" í tilefni dagsins?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.6.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ pjöllu skottið mitt. Til hamingju með daginn, hafmeyjan mín.  Vertu stillt og góð. Mermaid 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Ásgerður

Þú ert ágæt (það er best sko) í að bakka í stæði   Tópas og popp namm bara gott. Njóttu þín í kvöld

Knús á þig

Ásgerður , 1.6.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: JEG

Innlitskvitt á þig og takk fyrir að velja mig sem bloggvin.

Knús og kveðja úr sveitinni. Meee.... sauðburður fer að taka enda loksins.

JEG, 1.6.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert alltaf sætust og æfðu þig bara að bakka. Það kemur.

Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hm. jahá hef aldrei heyrt fólki líkt við eiturlyf fyrr en sennilega ber að þakka ef maður telst ekki róandi.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.6.2008 kl. 12:38

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

út að bíta

Georg Eiður Arnarson, 2.6.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

einu sinnu sátum ég og gunni á flugvelli einhversstaðar, sennilega hefur það verið í dusseldorf.

þarna var allt morandi af jakkasettaklæddum mönnum sem voru svo fínir, og í andstöðu við okkur drusluparið.

við sátum lengi og horfðum á þessa fínu menn.

steina: og allir ríða þeir !

við hlógum mikið af þessu næstu mörgu árin þegar við upplifðum kkur i svipuðum aðstæðum.

knús inn í nóttina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

já og allir kúka þeir ...

Heiða Þórðar, 3.6.2008 kl. 09:11

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessir jakkaklæddu eru nú ekkert öðruvísi en allir hinir, er þeir koma heim flýta þeir sér úr og fara í eitthvað huggó.
Þú ert frábær og njóttu þess að vera á toppnum.
Knú krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband