Að drýgja hór með hjartanu...

Ég hefði haldið að samband okkar væri gott. Reyndar upp á það besta um þessar mundir. Hefði haldið að ég væri í uppáhaldi. En svo er ekki. Líklegast afþví að annaðslagið horfi ég á eitthvað eða einhvern girndaraugum. Það kallast að drýgja hór í hjartanu. Ég skammast mín ekki mikið. Bið hann auðmjúklega afsökunar að kveldi.

Nú horfir svo við að mér verður ekki að ósk minni. Hann ætlar ekki að færa sólina aðeins meira til vinstri eða snúa íbúðinni minni að sólinni, þegar mér hentar.  Dreymir um að horfa á fréttatímann án sólgleraugna. Dreymir um að fá mér morgunmat á svölunum og láta sólina verma hjartað og kroppinn, einsog sumir sem ég þekki.  Á þeim tíma er sólin einhversstaðar allt annarsstaðar en á svölunum hjá mér. 

Ég sé því ekkert annað í stöðunni, en að rísa upp á afturlappirnar og elta sólina og allt annað sem hugur minn girnist og lífið hefur uppá að bjóða á komandi vikum. Og njóta þess.

Farin í sumarfrí frá vinnu og bloggi.

Óska ykkur gleði- og hamingjuríkra sumar-augnablika elskurnar HeartÞað er algjörlega óásættanlegt að gleyma mér, því við sjáumst fersk -fyrr en síðar.

Ykkar einlægWink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Sömuleiðis dúllan mín

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 29.6.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu sumarfrísins. Ég mun sakna þín og hlakka til þegar færslur frá þér birtast á ný. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 23:33

3 identicon

alltaf gaman að lesa textann þinn.

kiddi blues

Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og..

...ætlarðu þá að heimsækja mig í höll sumarlandsins,þar sem sólin býr og brosir við þér allan dagin, svo birtan í hjartanu verður óendanleg!?

En nei, HANN sem horfir upp á þig alla daga, passar upp á að svo verði ekki!

Megi friður og gleði fylgja þér og litla sólargeislanum í sumarfríinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 23:51

5 identicon

njóttu og njóttu og við söknum þín á meðan.

alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 01:19

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hafðu það rosalega gott Heiða mín.  Hlakka til að lesa hér aftur.

Elísabet Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 09:38

7 identicon

Gleðilegt sumarfrí Heiða mín.  Bjallaðu ef þú ert í heimsókn hjá ættingjum í Kefló.

Jói Dagur (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hafðu það gott í fríinu. Eltu bara sólina fyrst hún er að þverskallast við að vera á svölunum hjá þér.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:59

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Hafðu það sem allra allra best í fríinu, vonandi færðu fullt fullt af sól

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 11:20

10 Smámynd: Hulla Dan

Til hamingju með sumarfríið.
Hafðu það rosa gott.
Hlakka til að lesa þig þegar þú kemur brún og sæl til baka,

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 16:27

11 Smámynd: Hulla Dan

sorry, veit ekki vel hvað gerðist með þessa stóru stafi

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 16:30

12 Smámynd: JEG

Hafðu það nú gott í fríinu og njóttu þess í botn. Farðu varlega í umferðinni því við viljum fá þig í bloggið aftur að fríi loknu í heilu lagi.

Blessuð góða varaðu þig á að vera í námunda við mig því þar er ekki mikið sól og lítill hiti  því miður.

Skjáumst hressar að fríi loknu. Knús og klemm.

JEG, 30.6.2008 kl. 19:15

13 Smámynd: Ein-stök

Gleðilegt sumarfrí

Ein-stök, 30.6.2008 kl. 20:06

14 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það eru ekkert nema einhverjar kellingar sem kommentera hér.

... fyrir utan mig að sjálfsögðu.

Megir þú njóta þess að vera í fríi og vonandi saknar þú mín voðalega mikið - eða þannig.

Gísli Hjálmar , 30.6.2008 kl. 20:58

15 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 30.6.2008 kl. 22:09

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Spöng eða stönggott að þú spurðir ekki hvað hún væri löng.........

Njóttu þín í tætlur í fríinu ástin

Solla Guðjóns, 1.7.2008 kl. 01:22

17 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

ha' en rigtig go' og gledeleg sommer ferje

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.7.2008 kl. 08:14

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hafðu það gott í sumarfríinu !

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 12:39

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hafðu það gott

Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 19:08

20 Smámynd: Ásgerður

Þú kemur bara til mín í morgunmat, í sólina

Njóttu vel hvíldarinnar

Ásgerður , 1.7.2008 kl. 23:05

21 Smámynd: Andrea

Njóttu, njóttu og NJÓTTU!!!!

Andrea, 2.7.2008 kl. 02:26

22 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hafðu það sem allra best í fríinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:51

23 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu þín í fríinu og ef þú vilt þá er ég með gyllta geisla sem ég vil gjarnan deila!

www.zordis.com, 2.7.2008 kl. 19:01

24 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eigðu gott frí

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.7.2008 kl. 23:35

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Njóttu þess að fara í sólina og ég gleymi þér sko ekki.
Knús í ferðina
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 07:43

26 identicon

Njóttu sólarinnar, njóttu frísins, njóttu þess að hafa svo marga hérna sem koma til með að sakna þín

Vona að þú komir sæl og kát  út úr fríinu. Kærar knús kveðjur - D.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:59

27 Smámynd: Heiða  Þórðar

Stenst enganveginn mátið þrátt fyrir verulegan viljastyrk...

Heiða Þórðar, 3.7.2008 kl. 23:03

28 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vonandi ertu að njóta þín í botn mín kæra

Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2008 kl. 22:44

29 identicon

Hafðu það gott

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:30

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

´Knús á þig Heiða mín og hafðu það gott í fríi.  Sjáumst hressar og kátar á blogginu, þegar þú kemur aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 14:48

31 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

Hafðu það alveg roooohosalega gott í fríinu Heiða mín

En ekki taka of langt "blogg-frí"

kær kv

Anna

Anna J. Óskarsdóttir, 8.7.2008 kl. 09:47

32 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hafðu það gott í fríinu þínu krúsidúllan.

Marta B Helgadóttir, 8.7.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband